Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1906, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1906, Blaðsíða 3
XX., 6.-7. Þjoðyiljxnn. 23 orðuð, og áskilið var af alþingi, eða þjóð. in verður að hefja nýja stjórnarskrárbar- áttu, til þess að fá landstjóra íyrirkotnu- lagið lögleitt, og losa ísl. sérmál alveg undan hvers konar afskiptum danska rik- isráðsins. Það tjáir ekki, að leyna því fyrir sér, hvemig ástandið er í raun og veru. Og vonandi lætur þjóðin nú ekki framar blekkjast af kenningum þeirra þingmanna, og blaðamanna, er hana hafa svikið. lOtlötia. Helztu tiðindi, er borizt hafa frá út- löndum, og byggð eru mestmegnis á Mareoní-loptskeytum, eru þessi: Danmörk. Þegar lát Christjáns kon- ungs IX. varð hljóðbært, 30. janúar síð- astl., þusti þegar múgur og margmenni til strætanna, og hallartorgsins, umhverf- is konungshöllina, Amalíuborg, og lýsti forsætisráðherrann því þá yfir, frá vegg- svölum hallarinnar, að konungurinn væri látinn, og að Friðritc krónprinz hefði því tekið konungdóm, og nefndist Friðrik áttundi. — Nýi konungurinn hélt síðan ræðu til mannfjöldans, og var tekið með hfirra-hrópum, og fögnuði. Sama dag hélt og ríkisþing Dana fund, til þess að hlýða á boðsbap nýja kon- ungsins um lát Kristjáns IX., og um ríkistöku Friðriks áttunda. — Hann er fæddur 3. júní 1843 , og hefir áður tekið mikinn þátt i stjórnarstörfunum, og opt gegnt konungsstörfum í fjarveru föður síns. -— Hann hefir verið talinn maður frjálslyndur, og gera menn sér því góðar vonir um konungdóm hans. Allar hirðir konunga, og keisara, taka nú upp hirðsorg, i tilefni að láti Christj- áns IX., og er mælt, að við brezku hirð- ina muni hirðsorgin standa yfir í sex vikur. — — — Noregur. Norskur skipstjóri, Roald Amnndsen að nafni, hefir komizt alla leið sjóveg norðan um Ameríku, frá Baffins- flóa til Bæringssunds, og þannig komizt -norðvesturleiðina“, sem margir hafa spreytt sig á að fara, en orðið hált á, og kosteð margra manna líf. — Amund- sen lagði af stað frá Chnstjaníu 16. júni 1903, á litlu hvalveiðaskipi, er „Göja“ nefnist, og voru þeir félagar alls 8 á skipinu, þar á meðal danskur sjóliðsfor- ingi, Godfred Hansen að nafni. sonurfor- setans í danska landsþinginu. — Þeir höfðu motorvél í skipinu, og hafa opt komizt i hann krappan í hafísnurn, og hafði lítið af þeim spurzt; en 3. sept. síð- astl. komu þeir loks til Herschel-eyjar- innar, sem er á móts við landamæri Canada og Alaska, og þar liggur skip þeirra nú í vetrarhöfn, þvi að eigi varð ferðinni haldið lengur áfram að sinni, sakir ísa. | — En er vorar halda þeir áfram ferðinni suður Bæringssund og Kyrrahaf. — Erá Herschel-eyjunm fór Amundsen á hunda- sleðum til Eagle í Canada, og kom þang- að 5. des., og símritaði þá þegar til dr. Friðþjófs Nansen, en hélt svo aptur ti I skips síns. Þeir félagar hafa gert ýmsar merkar vísindalegar athuganir, eánkum við norð- ursegulskautið, og hefir Amundsen sent landfræðisfélaginu i Lundxxnum skýrslu um þessar rannsóknir þeirra. Þykir Norðmönnum mjög mikils vert um leiðangur þenna, og jafna förinni við ferðir Nansen’s og Nordenslcjöld’s. Michelsen, forsætisráðhena Norðmanna, var nýlega á ferð í Bergen, þar sem hann er fæddxxr, og var tekið þar forkunnar vel, enda á Noregur honum sjálfstæði sitt að þakka, flestum fx-emur. — A ferð þessari gaf Michelsen 10 þús. króna, til þess að skreyta, og gera við, Hákonar- höllina, merka byggingu, sem þar er. — Bretland. Kosningunum lyktaði svo, að nýja frjálslynda stjórnin heíir nú alls 511 fylgismenn á þingi, en mótflokkur- inn að eins 155, og sýnir það, hve óvin- sælt J3a//ox<rs-ráðaneytið var orðið hjá þjóðinni, er það loks veltist xxr völdum. — Flestir stjórnarandstæðingar, sem kosn- ir voru, fvlgja tollverndarstefnu Chatn- berlaiu’s, og vekur því „Tímes“, og fleiri blöð, máls á þvi, að réttast sé, að hann taki við forustu stjórnarandstæðinga, nema Bálfour geri glöggari grein fyrir stefnu sinni i tollmálum, en til þessa 31. ]anúar setti Játvarðtir konungur þingið, og var þingsetningin venju frem- ur viðhafnarlítil, sakir láts Christjáns kon- ungs IX. — Mælt er, að Játvarður kon- ungur, og drottning hans, muni fara til Kaupmannahafnar, tii að vera við útför Kristjáns konungs, tengdaföður Játvarðar. Þýzkaland. Marconí-skeyti 26. janú- 24 „Haldið þér það?“ mælti Helena. „Og hvers vegna ætti mér sérstaklega að geðjast vel að henni?u „Af því að þar er fjöldi fallegra liðsforiugja, og ungri stúlku er jafnan 7ant að getast vel að dansleikuxn, heim- boðum, sleðaferðum til eyjanna, gull- og borðalögðum einkennisbúningum, hýru brosi, og þýðlegu viðmóti.“ „Eg hefi skyggnzt í ferðakoffort yðar, náðuga frú“, mælti ofurstinn enn fremur, „og veit því, að þér mælið eigi óviðbxxir\.“ Þetla minnti mig á það, að þar sem eg hafði að eitis vanalegan flutningsseðil fyrir farangur okkar beggja, °g koffort hennar átti því, samkvæmt honum, að fara til Fétursborgar, þá komu ný vandræði, ef hún yrðí eptir í Wilna, sro að grípa varð til nýrra lygi, og nýrra lög- brota. Ofurstinn hélt nú áfram saratalinu, og var honum serstaklega foryitni á, að fá að vita, hvar við ætluðuro að búa i Pétursborg, því að hann kvaðst vona, að bann hitti okkur þar aptur. Hann vék stöðugt skýrar og greinilegar að spurningu þesftBrij 0g hlaut eg að dást að því, hve lagin Helena xar, að leiða þá, talið jafnan að einbverjxx öðru. 'Þ átti hxxn örðugra með að dylja, hve gjarnt henni var, ,ið íara að geispa, svo að ofurstinn, er veitti því eptirtekt, mælti að lokum: „Jeg ætla nú að fara, og vita, hvort eg get ekki náð i einhvern, til að 8pi|n við mig „piquet“, enda sé eg, að frúin þarfnast bvildar.u Jain skjott, er bann hafði ‘lokað hurðinni á eptir sér, vék eg mér að Helenu, til þess að vekja athygli bennar a vandræðunum með facangurinn; en mér til mik/ílar 13 Til þess að hughreysta hana, hvíslaði eg því bros- andi að henni: „Það er yndislegur klæðnaður, sem þór hafið með- ferðis.u Við nálguðumst nú hliðið, og fagra stúlkan, ókunna hallaði sér þétt að mór, og virtist nú stíga harðar til jarðar. Við komumst nxx tálmunarlaust gegnxuu bliðið, og vorum þá komin inn í hflgidóminn, — inn í Rússland Annar kapítuli. Við vorum síðxxst allra ferðamannanna, og skall hliðið því í lás á eptir okkur. Jeg f'ann, að stúlkan, sem eg leiddi, titraði cll og skalf, og hán var náföl í framan, sem dauðinn. Allt í einu herti hún þó npp hugann, og mælt brosandi við mig: „Jeg bið yður, að geyma lykilinn minn, þvi að þá eru fremur líkur til þess, að við séum talin hjónL „Auðvitað verðum við að hahla áfram leikoum, góða min“, mælti eg, og hrökk hún þá við, og skipti litum. En af þvi að slík litaskipti gátu komið sér ílla, og þar setn eg var orðinn í meira lagi matlystugur, fylgdi eg lagskonu minni inn i matsalinu, sem var al-skipaður ferðamönnum. Það voru að eins auð nokkur sæti við borð það, er rússiieska ofurstanum var ætlað, og var eigi að sjá, að þeir, sem við borðið sátxx, hefðu neitt á mót.i þvi, að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.