Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1906, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1906, Blaðsíða 4
24 Þ> JÓÐTILJINS. XX. 6.-7. ar segir, að heita megi, að Þýzkaland sé þá alvopnað, og að lögreglumenn gangi með hlaðnar skammbyssur, og stafi það af hræðslu við „socíalista“, er láta frem- ur ófriðlega, og höfðu þá þegar haldið ‘JH fundi í Berlín, til að krefjast aukins kosningarrótttar. — A ríkisþinginu fór- ust og Bulow, ríkiskanzlara, orð á þá leið, að stjórnin væri einráðin i þvi, að kúga allar byltinga tilraunir jafnaðar- manna, og skoraði hann á meðalstéttina, að styðja stjórnina gegn þessum sam- eiginlega óvini. Prófessor Korn í Miinchen hefir ný- lega fundið upp aðferð, til að senda ljós- myndir með ritsímaþræði. Næst-elzti sonur Vilhjálms keisara, Eitel Friederich að nafni, fæddur 1883, er nýlega lofaður Soffíu Charlottu af Old-. euborg (f. 1879), og ætla þau að ;giptast á silfurbrúðkaupsdegi keisarans, 27. febr næstk. — — — Svissaraland. Jarðgöngin gegnum Simplon-fjallið eru nú fullgjör, og fór fyrsta járnbrautarlestin nýlega gegnum göngin, og var 37 mínútur á leiðinni, milli Svissaralands og Italiu. — — Bússland. Sjómenn í Vladivostock hafa nýlega gert uppreisn að nýju. Qríaznoff, hershöfðingi í Kaukasus, var nýlega drepinn í borginni Tiflis.— Sprengi- kúla varð honum að bana. Yfirmaðurinn i Moskwa gaf nýlega út þá fáheyrðu skipun, að allir stúdentar, er eigi yrðu komnir til háskólanáms fyr- ir 25. janúar yrðu sendir til Síberíu, á- samt fjölskyldum þeirra. — — — Bandaríkin. Grufskipinu „Valencía“, er var á leið til San Pranci»eo hlokktist j nýlega á, og var 16 mönnum bjargað, en um afdrif 154 manna vita menn eigi, og eru hræddir um, að þeir hafi farizt. Brazilía. Það slys vildi nýlega til skammt frá höfuðborginni Río Janeiro, að herskip sprakk, og var sokkið innan 3 mínútna, og biðu 212 menn bana, þar á meðal flotamálaráðherrann, og 4 aðmír- álar. — — — Venezuela. Blöðin í höfuðborginni Caracas hafa gjörzt mjög hávær, og æsa lýðinn gegn Frökkum, enda hefir Castro forseti skipað, að skjóta á hvert jfrakkn- eskt skip, er nálgist Laguaira, eða hafn- arborgina Algo. — Sendiherra Banda- manna, er vildi miðla málum, tók Castro forseti þurrlega, svo að Bandamenn hafa styggzt. — Frakkar hafa sent 2 herskip frá Trinidat, til að varðkvía borgina Laguaira, og látast munu hugsa Vene- zuela-mönnum þegjandi þörfina við tæki- færi. — — Samoa-eyjar. Þar hefir eldgos nýlega gjört mikil apjöll, eyðilagt allar ekrur, og öll hús sögð fallin, nema kirkja enska trúboðsfélagsins. — — — Bænduin vandaðar kveðjurnar. Mikið gull af manni er J'on ,vor Ól- afsson, frá sjónarmiði þeirra manna, sem stjórninni eru andstæðir i landsmálum. Það er ómögulegt, að nokkur geti egnt menn betur móti stjórninni, en hann gerir. Og svo er hann svo einstaklega hug- vitssamur, að alltaf hefir hann eitthvað nýtt að bjóða. Bændurna, er sóttu bændafundinn í B.eykjavík 1. ág. síðastl., kallar hann t. d. „götustrákahóp“, og segir, að eand. mag. Quðm. Finnbogason hafi „hegðað sér, eins og götudrengur14, af þvi að hpnn talaði fáein, snildar-fögur orð til ýmsra merkustu bænda á Suðurlandi, er þeir söfnuðust saman á Austurvelli, til að heyra sendinefnd sína skýra frá undirtektum ráðherrans undir málaleitanir þeirra. Allir vita, að það er stjórnin, sem ber alla siðferðislega ábyrgð á þvi, sem Jbn Ól. segir í „Reykjavíkinni“, þar sem blaðið er að mestu leyti eign ráðherrans, og ýmsra nánustu venzlamanna hans, og fylgifiska. Það er því engu líkara, en að stjórn- in vilji fyrir hvern mun reyna, hvort ekki geti tekizt, að hita ögn blóðið í bændunum. Vér trúum þvi og naumast, að henni ávinnist ekki töluvert í því efni, ef hún lætur ritstjóra sinn halda áfram að vanda bændum kveðjurnar, eins og hann hefir gert, síðan bændafundurinn 1. ág. síðastl. var haldinn. Verði það eigi til þess, að vekja bænd- ur landsins, og knýja þá til mótspyrnu gegn stjóminni, að blöð hennar vanda þeim slikar kveðjur, og leyfa sér að at- yrða þá, sem hunda, þó að þeir beri frjáls- mannlega fram óskir sínar, þá er enginn vegur til þess. 14 eg tæki mór þar sæti, ásamt fallegu stúlkunni, sem með mór var. Veitingaþjónninn kom nú til okkar, og rétti stúlk- nnni minni matseðilinn, og sýndi þá val hennar, að hún var vel mönnuð, og gat komið vel fram. Síðan sagði hún við mig: „Og hvað þóknast þér nú, kæri Arthur?“ Arthur! Hvernig vissi hún skírnarnafn mitt? Um þetta hugsaði eg nokkur augnablik, og komst bvo að þeirri niðurstöðu, að hún hlyti að hafa litið á passann minn, og séð nafn mitt þar. Ofurstinn, sem kunni ensku, skýrði okkur frá þvi, að hann héti Ivan Petroff, og spjallaði haDn glaðlega, og fjörlega, við stúlkuna inina, meðan eg sefaði í mér versta sultinn, og gæddi mór á steiktum fasan-fuglí, burgundarvini, og ýmsu sælgæti öðru. Hann skýrði okkur frá því, að hann stýrði hersveit einni í Wilna, og kvað haDn það gleðja sig, að sjá Am- eríkumenD í Rússlandi, þar sem hann efaði eigi, að við myndum nú sannfærast um það af eigin sjón, og reynd, að Rússarnir væru eigi eins vondir, eins og látið væri. En er ofurstinn lót munninn ganga sem óðast, kom inn embættismaður, er hvíslaði einhverju að honum, svo að hann bað okkur að afsaka, að hann brygði sór snöggv- ast burt. Jafn skjótt er hann var farinn, sneri eg mér að stúlkuuni minni, og mælti: „Segið mér, frú mín góð, hvernig þér vitið, að eg heiti Arthur. Þér hafið líklega sóð nafnið mitt á pass- anum minum?tt „Auðvitaðtt. 23 Þriðji kapítuli. Þegar eimreiðin var farin af stað, kom ofurstinn inn í vagninn til okkar. Ekki get eg sagt, að mér lítist vel á Rússland, er eg nú kynntist í fyrsta skipti. í stað velmegunarinnar í Þýskalandi, blasti nú alls staðar við manni rússneska fátæktÍD. Öðru hvoru þaut eimreiðin gegnum smá þorp, þar sem voru fáeinir, óþrifalegir trékumbaldar, og stöku belj- ur ráfuðu þar, grindhoraðar, um frosnar ekrur. Þreknir bændur, sem voru i óhreinum gæruskinns- frökkum. og í stígvélum, eða öllu heldur háum rosabull- um stóðu og gláptu á eptir okkur. Svona þutum við áfram, og lagði napraD kuldann inn í vagninn. Helena, og ofurstinn, voru í fjörugustu samræðu, og þar sem mér þótti útsýnið allt annað, en skemmti- legt, lét eg nú augun hvila á því, sem fegra var, og sat hjá mór í vagninum. Mór virtist nú „konan“ mín fegurri, en nokkru sinni fyr- Hún hafði farið úr loðkápunni, svo að vöxtur hennar sást nú betur, og virtist hún þá þroskaðri, svo að vel mátti ætla að hún hefði fimm um tvítugt, ef andlitið, sem var svo barnalegt, hefði eigi bent í aöra átt. Ofurstinn vék nú samtalinu að væntanlegri dvöl okkar í Pétursborg. „Amerískir stóttarbræður yðar“, mælti hann „eru jafnan mikils metnir í Pétursborg, svo að eg ímynda mér, að yður, og einkum frú yðar, falli dvölin í höfuð- borginni vel í geð.“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.