Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1906, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1906, Blaðsíða 7
XX., 6.-7. ÞJÓB VILJIKN. ára að aldri, fædd að Hvammi i Dalasýlu 18. nóv. 1833, þar aem faðir bennar, Þor- leifur prófastur Jönsson, var þá prestur. — Sæunn sáluga var tvigipt, og hét fyrir maður hennar Sirjurður Magnússon og bjuggu þau hjónin í Dalasýslu, en voru skamma hríð saman, þvi að eptir rúmlega tveggja ára sambúð, drukknaði Sigurður á Breiðafirði, ofan um is. — Barn þeirra hjóna er Hildur Sigurðardótt- ir, sem gipt er Jónasi húsmanni Sigurðs- syni á ísafirði. Seinni maður Sæunnar sáiugu var Jón söðlasmiður Jónsson, og bjuggu þau hjónin ýmist í Dalasýslu, eða á Skógar- ströndinni, og er Jón dáinn fyrir mörg- um árum; en barn þeirra er ÞorJeifur Hanníbal Jónsson, aukapóstur á ísafirði — Er, stjúpdóttir Sæunnar sálugu, fyrri konu barn Jóns, er Marqrét Benediktson útgefandi blaðsins „Freyjau í Winnipeg Sæunn sáiuga dvaldi í ísafjarðarkaup- stað um tuttugu síðustu ár æfinnar, og bjó jafnan með Þorleifi, syni sínum, er reyndist henni bezti sonur, og ellistoð. — Hún var fremur vel greind, og eink- ar vönduð til orðs og æðis og vildi eigi vamm sitt vita. — Húu hafði mjög mikið yndi af því, að fylgjast með, áð því ®r ýmsa stórviðburði í útlöndum snerti, tók innilega hlutdeild i kjörum ®úa, er þeir áttu í höggi við jötuninn brezka, og óskaði Jöpunum af heilum bug sigurs í viðureign þeirru við Rússa, °g eigi efum vér, að beztu óskir henn- ar hafi síðustu æfistundir fylgt frelsishreif- ingunum á Rússlandi, enda þurfti hún jafn- an að finna ritstjóra blaðs þessa að máli er hann kom til Isafjarðar til að spjallavið hann um ýms þau málefni, er efst voru á blaði i heiminum, og vakið höfðu atyhgli hennar — Um politíkina hér á iandi síðustu árin hafði hún einnig gaman af' að spjalla, þó að skoðanir hennar virtust þar stundum fremur byggjastá tilfinningu en föstum rökum. (i áta. Gát« þá, er hér fer á eptir, kunna ef til vill Stöku menn á Vesturlandi, en hvergi mun hún hafa birzt á prenti, og þykir því rétt, að setja hana hér, svo að hún glatist siður: Áði eg á regni, kom jeg að gleðibollum, gisti eg þar, sem úr var stokkið; fékk járn að eta, og skinn að drekka. Og nú er þá að spreyta sig, og finna ráðn- inguna. Bessdstaðir 9. febrúar 1906 Eptir snjó, og nokkur fiost, gerði hagstæða hláu 4. þ. m.. en stóð naumast degi lengur, og hefir síðan haldist kafaldsfjúk, og miklur frost- hörkur. „íngi kongur“ kom til Reykjavíkur frá Isafirði 1. þ. m., og sagði sínar farir ekki sléttar. — Hafði skipið á innsiglingunni inn Skutulsfjörð lent á skeri í grennd við Arnarnes, og þarf þó lng til þess, ekki óhreinni leið, en þar er. — Skipið laskaðist töluvert, fékk á sig 2-3 göt, en komst þó til ísafjarðar, og var þar dyttað að því til bráðabirgða, svo að það kæmist suður; en ekkí entist þó sú viðgerðin lengur, en suður fyrir Jökul, þvi' að þá varð lekinn svo mikill, að full bart var, að skipið kæmist til Reykjavíkur, þar sem það síðan var lagt upp til viðgerðar. Töluverð óánægju hefir það vakið hjá ýms- um Reykjavíkur-kaupmönnunum, sem von er, að „Ingi kongur“ hafði farið með nokkuð af vör- um þeím, er þeir áttu í skipinu, vestur á Isa- fjörð, en varð svo að skilja þær þar eptir, er skipinu hlekktist á. Andlátsfregn Christjám konungs IX. hefír vakið almenna hluttekningu í Reykjavík, ogvora fánar þegar dregnir í hálfa-stöng, er andláts- fregnin barst út. bönkum, sölubúðum, verksmiðj- um og skólum, lokað um liríð. — Enn fremur var og hringt kirkjuklukkunum eina kl.stund í senn tvisvar á dag í 8 daga. Ef útfarardagurinn fréttist, þá er og í ráði, að dómkirkjan verði svartklædd, og að þar verð i haldin sorgarhátíð. Enn fremur hélt lækna- og prestaskólinri, og hinn almenni menntaskóli sorgat- og minningarhá- tíðí sameiningu 5. þ. m., og voru þá sungin sorgan- ljóð, er rector Steingr. Thorsteinson hafði ort. Það slys vildi til sunnudagskvöldið 28. janúar síðastl., að yerzlunarmaður við Grodthaabsverzlun- ina í Reykjavik, Jón Helgason að nafni, varð úti nálægt Seli á Setjarnarnesi. Hann var á ferð ut- an„af Seltjarnarnesi, og hefir riðið fram af sjáv- arbökkum í dimmviðri, eða hrotið af hestinum, rétt hjá Seli, þvi að morguninn eptir fannst hann þar örendur í flæðarmáli, skorðaður miili steina, og hafði sjór fallið yfir hann, og mua hann hafa drukknað. Jón sálugi Holgason var sonur Helga sáluga Péturssonar á Litlueyri í Arnarfirði, og kona hans, Hólmfriðar ÞorleÁfsdótlur, prófastsí Hvamrni, sem er enn á lífi, og fyrir nokkru varð fyrir þeirri sorg, að missa uppkomna dóttur, er var gipt kona á Austurlandi. G-ufuskipið „Saga“, skip Edinborgarverzlunar; lagði af stað til útlanda 3. þ. m. Ráðherra H. Hafstein tók sér far til útlanda með gufuskipinu „Saga“ 3. þ., m. heflr að lík- indum viljað vera við útför Christjáns konungs IX., og œtlað að heilsa upp á nýja konunginn 20 á leið, svo að eg gæti ekki losnað við „konuna mína“ í Wilna. Eimreiðin hringdi nú í fyrsta skipti, og brá ofurst- inn sér þá burt í svip. „Afsakið, frú“, mælti eg. „Þér gerið mér stöðu mína sifellt erfiðari. Nú hafið þér komið manni þessum a þá skoðun, að við förum til Pétursborgar“. „Það gerði eg að eins af því, að eg vissi, að hann hafði séð það á farseðlinum, að þér ætlið þangað“, svaraði Helena. „Eða hvernig gat eg sagt manni þessurn, sem telur mig vera konuna yðar, að eg ætiaði ekki, nematil Wilna? — Og af því að jeg lézt vera svo óróleg, þegar þár genguð út, hefir hann að líkindum haldið, að eg væri mjög ástfangin í yður.“ nÓróleg, meðan eg var úti‘?“ tók eg upp eptir henni, °g greip mjg öjuhyer undarleg tilfinniag. „Jeg vissi, að þér ætluðuð, að komast aptur yfir landamærin“, greip hún fram í, „og jeg þorði ekki að f yður> f'l þess að fá yður af því áformi yðar, því að þad gat vakið grun.“ „En hefði þetta áform yðar lánazt.“, mælti liúnenn rernur, þá hefðuð þér skilið mig hér eptir í mestu vandræðum, sem kvennmenn geta hent. - Jeg hetði þá veri er passalans, Gg hver lögregluþjónn, sem vildi, e í geta tekið mig fa8ta, og varpað mér i fangelsi.“ „En hvað ímvndið þér yður, að Dick Gaines segði, e ann visei, að þér hefðuð aetlað að leika konuna hans svona grálega?“ mælti hún, all-angurvær. „Dick Gaines!“ mælti eg, alveg forveða. óaines“, tók hún upp aptur. „Hann, som var felagi yðar í WesGPoint árið 1897. — Jeg hefi marg-opt 17 „Fals-passi — Síberíuvist“, hljómaði fyrir eyrum mér. Allt í einu flaug mér ráð í hug. Þessi fagra stúlka hafði gjört mig að rússneskum stórglæpamanui, en það voru eigi, nema BO álnir yfir landamærin, til Þýzkalands. Jeg varð að strjúka, heldur fyr, en síðar. * Jeg fann mér eitthvað til afsökunar, og stóð upp frá borðum, og eptir hálfa mínútu átti.eg eigi eptir, nema fáar álnir, að hliðinu, sem til allrar hamingju stóð opið. Það voru að eins fá skref eptir, og þávarjegkom- inn til Þýzkalands. En þá var allt í einu æpt með þrumu-röddu: „Nemið staðar! Sýnið leyfið, sem þér hafið, til að fara brott úr Rússlandi!“ „Jeg hefi auðvitað ekkert þess konar leyfi“, svar- aði jeg. „Þér voruð sjálfur sjónarvottur að því, að eg kom hingað fyrir hálf-tíma, með eimreiðinni frá Berlín, og ætla eg nú að eins að skreppa snöggvast, til að leita að böggli, sem orðið hefir eptir í vagninum, og sem mér er mjög áríðandi að fá, þar sem jeg get að öðrum kostí. eigi haldið ferð minni áfram“. „Án passa getið þér engan veginn farið brott úr keisaradæminu“, svaraði embættismaðurinn kurteislega, en í ákveðnum róm. „Jeg verð að fara. Jeg má fyrir engan mun skilja böggulinn eptir“, svaraði jeg. „Það er ómögulegt“. Um þetta sannfærðist eg og fyllilega, er eg sá bera byssustingina. „Það er ef til vill kostur á, að hjálpa honum samt“,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.