Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1906, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1906, Blaðsíða 3
79 Í>.TÓÐVILJINN. XX. 20. Brunnin lmðstofa. Baðstofa brann ný skeð að hlíð í Gnúpverja- breppi. Innanstokksmunum varð þó bjargað að mestu. Prestskosning er nýlega um garð gengin í Bjarnanespresta- kalli, og var síra Ben. Eyjdlfsson í Berufirði kos- inn i einu hljóði. Sjálfsmorð. Maður réð sér bana i Bolungarvík í Norður- ísafjarðarsýslu. skar sig á háis, 1. apríl síðastl. — Hann hét Þdrarinn Pálsson, kynjaður úr Og- urhreppi. — Hafði lifað við basl og fátœkt, og mun hafa verið bilaður á geðsmunum. I sama veðrinu slitnaði einnig upp á böfn- inni í Beykjavík frakknesk fiskiskúta, „Henrí- ette“, og brotnaði við Klapparvör. — Skipshöfn- inni var bjargaö. Tveir ínenn (lrukkna. Að kvöldi 26. apríl síðastl., er norðanrokið skall á, var Guðm. bóndi Einarsson í Nesi á Seltjarnarnesi að koma á mótorbát sunnan úr Leiru, með vertíðarafla, og er talið vist, að bát- urinn hafi farizt, og Guðmundur drukknað, á- samt manni er með honurn var, Ólafi Ólafssyni að nafni, kvœntum manni úr Reykjavík, er lœt- . ur eptir sig ekkju, og 2 börn. — Stýri, o. fl. úr : bátnum, hefir rekið á Vatnsleysuströndinni. Hafís. Hafisinn er landfastur við Horn, svo að „Skál- holt“ komst ekki norður fyrir, en hvarf aptur inn á ísafjörð. — Siglingar tepptust og um ísa- fjarðardjúp nokkra daga, sakir hafxshroða. Fiskiskipum hlckkist á. Eitt af fiskiskipum Ásgoirsverzlunar á ísa- firði, „Garðar“, sleit upp á Súgandafirði í mikla veðrinu 7. apríl, og brotnaði í spón. — Menn björguðust þó allir. — „Hekla“, fiskiskip sömu verzlunar, er einnig lá á Súgandafirði, varð og að höggva siglutré. Trésmiðuverksmiðjii er nýlega sett á stofn á Isafirði, og knúin af vél, er hefir 6 hesta afl. — Hún er eign hr. Raguels snikkara Bjarnasonar. Mnður rotaðist. Á Svinaskálastekk við Reyðarfjörð vildi það slys til 22. marz síðastl. að bátur, sem verið var að setja, slóst í hvassviðri á einn manninn, og beið hann þegar bana. — Maður þessi hét Je»s M.agnússon. Bessastaöir 30. apríl 1906. Veðráttan enn optast mjög kal dhryssingsleg, i og því miður hætt við, að vorið verði kalt, vegna ; hafíssins. Norðanveður 26.—29. þ. m. og 4—6 s stiga frost. Bæjarstjórnin í Reykjavík hefir nýlega gert j þá ráðstöfun, að veitingahús, er áfengi seija, ■ skuli vera lokuð frá kl. 9'/,2 að kvöldi til kl. 6 j að morgni, og gestir, sem eigi hafa þar náttstað, S vera farnir út ekki síðar, en kl. 10 að kvöldi. ; — Ferðamönnum er þó heimilt að láta í té greiða j á hvaða tima, sem er, og félög, sem lögreglu- j stjóri þekkir, mega hafa samkvœmi fram yfir i miðnætti, ef eigi taka aðrir þátt í þeim, en ; félagsmenn. og gestir þeirra. j Brúðkaup, og önnur boð, mega og standa I fram yfir miðnætti. Þessi ályktun bæjarstjórnarinnar mælistyfir- ! leitt vel fyrir, nema auðvitað hjá veitingamönnun- j um. og stöku brennivt'nsbersorkjum. En nú er eptir að vita, hvernig framkvæmdin j gengur. _____ : Við útför sjómannanna af „Ingvari11, 20. þ. m., j var i dómkii-kjunni sungið kvæði. eptir sira Friðrik Friðriksson, en í kirkjugarðinum hið fagra kvæði | Guðm. skálds Guðmundssonar, setn prentað er : hér framar í blaðinu. i i I Skipströnd. ' Skn. „Yrsa“, sem komið hafði frá útlöndum 26. apríl síðastl., með 880 smálestir af kolum til verzlunar Björns Guðmundssonar i Reykjavík, slitnaði upp nóttina eptir, í ofsa-norðanroki, og mölbrotnaði við „batterí“-kJettana; en mönnunum varð bjargað. • Af þvi að fisksikipið „Ingvar“, eign Duus- verzlunar, var skrásett í Danmörku, sem dönsk eígn, og talið til heimilis þar, fá ekkjur sjó- mannanna, er fórust með „Ingvari“, 1200-2800 kr. hver, en aðstandendur einhleypra manna 800 kr., séu þeir skyldmenni, sem hinn látni annaðist, eða atti að annast að lögum. Þetta er samkvæmt ákvæðum nýrra danskra laga, sem eigandi Duusverzlunar gat eigi skotið sér undan að hlýða, svo að lofsöngurinn, sem sum blöðin hafa sungið honum, er óneitanlega dálítið kynlegur. __________ 21. þ. m. giptust í Reykjavík ungfrú Hansína Eiríksdóttir frá Karlskála og Ben. S. Þórarins- son kaupmaður. — Skáldið Þorsteinn Erlingsson orti gamankvæ.ði fyrir brúðhjónaskálinni. „Þjóðv.11 færir brúðhjónunum hamingjuósk sína. Nýja varðskipið „Islands Falk“ kom til Reykjavikur 22. þ. m. — Yfirmaður skipsins heitir J. Petersen. Kaupmaður Thor Jensen í Reykjavík hefir nýlega selt Pétri bónda Sigurðssyni í Hrólfskála hálf Mýrarhús (Pálsbæl á Seltjarnarnesi, og var kaupverðið 17. þús. króna Frakkneska herskipið kom til Reykjavíkur síðasta vetrardag (18. þ. m.) Ræðan, sem síra Ólafur fríkirkjuprestur Ól- afsson flutti við útför sjómannanna af „Ingvari“, hefir verið prentuð, og er seld á 25 aur., sem ganga til samBkotanna eptir hina di-ukknuðu sjómenn. — Rœðan er einkar hjartnæm og sköru- leg, og selst því vœntanlega mjög vel. Samskotin til ekkna, og mur.aðarleysingja, sjódrukknaðra manna voru 24. þ. m. orðin aíls 2875 kr., og 3600 kr. fengust við tombóluhaldið. og ganga 2/3 þess fjár til samskotanna. 84 þó brátt þau áhrif, að eg; sofnaði, og mig fór að dreyma ógurlega drauma — drauma, sem eg aldrei hefi gleymt. Guð minn góður! Skárri voru það hveitibrauðs- dagarnir. Attundi kapítuli. J<‘g vaknaði við það, að barið var að dyrum, og kallað glaðlega til min: „Hvað er þig að dreyma Arthur? Þú lætur, eins og þú ætlir að rífa þakið af húsinu?* Jeg spratt upp. Sólin skein inn um gluggann. Og feginn varð eg, er eg var vaknaður. — Mér fannst, sem dauðahegningunni væri frestað. „Arthur!“ Það var málrómurinn liennar. — Nú áttaði eg mig brátt, og spratt á fætur. „Hvað viltu?“ kallaði jeg. „Morgunverðurinn, góði vinur! Þú hefir sofið ‘yhr þig! Silungurinn verður kaldur! Jeg klæddi mig í snatri, og flýtti mór út, til þoss að mæta nýjum hættum og hugraunum. Hún sat í legubekknuin, og hafði klætt sig einkar emekkvislega. Á borðinu, par sem mér var ætlað sæti, lágu skil- ríki fytir því, að mér væri heimilt, að dvelja þrjár vik- ur i köfuðborginni. „Þú h-tir aidrei látið mig bíða þín svona lengi, færi Aithur“, mælti hún, nieö viðkvæmni. „Jeg liefi svo margt að starf'a, og það er svo áríðandi, að — — I Virðingar skyni við veitingaþjóninn, gjörði.st eg 81 „Þú ættir að venja þig af þessari spilamennsku14, mælti Boris litlu síðar við hinn léttúðuga bróður sinn* „Þegar þú spilar svona stjórnlaust, gæti það borizt til eyrna keisarans, og honum er ekkí um það, að liðsfor- ingjar hans séu tíðir gestir við spilaborðið!u „Svo“, sagði Sascha. „Hnginn tíginna manDagerir svo lítið úr sér, að fara að Ijósta upp um mig, og þjón- arnir — —“ „Eru flestir njósnarmenn!“ greip Boris fram í. „Gáðu því að þér!“ Þegar jeg heyrði orðið „njósnarménn“ nefnt, vakn- aði angist mín aplur, en eg reyndi þó að leyna henni, og sagði því klægjandi: „Að líkindum kemur Friðrik barón hingað einnig öðru hvoru?“ „Hvað? Asninn sá!“ kallaði Sascha, sem ekki gætti sín, sakir vínsins sem liann hafði neytt. „Hann kemur ekki liingað, nerna hann eigi erindi, eða eptir skipun keisarans! Slíkum herra er ella eigi hleypt hér inn! En þarna kemur þá Platoff! Af honum vinn eg ávallt!“ Að svo mæltu gekk Sascha aptur að spilaborðinu, en Boris kvaðst mundu fylgja mér til gistihússins. Þegar við komum út úr kltjbbnum, roðaði þogur af degi, og á leiðinni, talaði Boris við mig um bróður sinn í mestu eiulægni. „Hann svallar úr hófi“, mælti hann. „En vér von- uiii öll, að hann setjis*, er hann kvongva-t. — Unnustu hans, D. Palitzen pri i^essu, hafið þér þegar kynnzt, að eg hj<gg. Hún or ung stúlka, og ástúðleg, og tær miklar erfðir, en því miður skeytir Sascha lítið um hana, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.