Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.06.1906, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.06.1906, Síða 1
ferð árganqsins (minnst 90 arkir) 3 kr. 60 aur.; erlendis 4 kr. 60aur.,og i Ameríku doll.: 1.60. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. —.-.. 11= Tuttuoasti Akoanoub. =| - —i_y~r= rttht.T (*)RT: SKÚLI THOBODDSEN. =h<-+-- | TJppsegn skrifleg, 6g\ld |netna komin sétil útget- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupardi sam hliða uppsögninni íborgi skuld sína fyrit blaðið. M 30. Bbssastöuum, 28. JÚNÍ. 19 0 6. Útlönd. í Síðustu útlenduni blöðum og Marconi- i loptskeytum, er hingaðhafaborizt, eruþess- ar fréttir helztar. Danmörk. Þar er mönnum um þess- ar mundir tíðræddast um þrjú morð, hvert öðru hryllilegra, er framin hafa verið ný- lega yfir á Jótlandi. Fyrir rúmuin mán- uði siðan var unglingspiltur einn frá Ár- ósum rnyrtur til fjár rétt fyrir utan bæ- inn. Nefnd þeirri, er falið var að rann- saka málið, hefir enn eigi tekizt að finna morðingjann, en hefur þó einn mann grunaðan öðrum fremur. — Annað og enn þá viðbjóðslegra ódáðaverk var fram- ið í sama bæ fyrir skemmstu. Tvö stúlku- j börn voru að leik rétt fyrir utan bæinn. Hét önnur stúlkan Ástríður, dóttir verk- mannahjóna í bænum, og var hún að eins 7 ára að aldri. Til þeirra kom rriiðaldra maður, vel búinn. Vildi hann fá þær með sér inn i skóginn, sem var rétt hjá. Fylgdist Ástríður með honum, en hin stúlkan hljóp heim til sin og sagði frá, hvað fyrir sig hefði borið. Þegar leið á daginn og Ástríður kom eigi heim, var farið að leita hennar. Fannst hún loks næsta morgun, hangandi upp í tré einu, allsnakin og hörmulega til reika. Var hún þá dauð fyrir mörgum tímum. Hafði mannhrakið brugðið snöru um háls henni 1 og fest hana upp í tréð, er hann hafði svsflað fýsn sinni. Grunurinn féll brátt á skósmið einn og sjómannatrúboða, er Thygesen nefndist. Var hann þegar tek- inn fastur og játaði hann glæpinn upp á sig eptir nokkra vafninga. Maðurinn er eigi talinn með öllum mjalla og verður að líkindum settur á geðveikrahæli æfi- langt. Hafði hann áður verið á slíkri stofnun, en var þá sleppt út að tilhlutun innratrúboðs klerka, er töldu hann verk- færi í guðshendi tii að boða hans ríki meðal mannanna. Árangurinn af afskiptum þeirra er nú kominn í 1 jós. — Við jarðar- för Ástríðar voru um 20,000 manna, og j gjörðubæjarbúarsérallt farum að sýnafor- i eldrunum hluttekningu sína og draga úr sorg þeirra. Þriðja og síðasta morðið var framið á bóndabæ einum í nánd við Skive. Hjón- in voru að heiman um daginn, en er þau komu heim seint um kvöldið, fann bóndi mjaltastúlkuna, hggjandi dauða á fjós- gólfinu. Var hun særð þrem stórum sár- um, hendurnar bundnar á bak aptur og fötin tætt utan af henni. Það vitnaðist brátt, að morðinginn var einn af vinnu- mönnum bónda. Flýði hann á náðir bróð- ar sins, er bjó þar i grenudinni, og ját- aði á sig glæpinn. Kvað hann afbrýðis- semi hafa knúð sig til morðsins. Var hann þegar seldur lögreglunni í hendur. Illvirki þessi hafa slegið hinum mesta j ugg og ótta yfir Jóta, því að morðsýkin virðist ganga eins og faraldur yfir landið. Norska skáldið Björnstjerne Björnson hefur verið á ferð um Danmörku að und- anförnu. Hélt hann nýlega fyrirlestur yfir á Jótlandi, um framtið Norðurlanda- Voru þar viðstaddar 12,000 manna og gjörðu hinn bezta róm að ræðu hans. Var að- alkjami hennar sá, að allar þjóðir af ger- mönskum uppruna ættu að taka höndum ■ saman og mynda eitt allsherjarsamband I til varnar gegn öðrum þjóðflokkum. Kvað hann framtíð þeirra þá fyrst fullkomlega tryggða, er þessu væri til vegar komið, i og mundi það verða hið öflugasta ráð til | að útrýma stríði og styrjöldum úr heim- inum. Dómsmálaráðgjafi Dana hefur skipað | svo fyrir, að rjúfa skuli lögþing Færey- inga í sumar og efna til nýrra kosninga. Er það gjört i þvi skyni að veita eyja- skeggjum kost á að láta í Ijósi álit sitt á ýmsum umbótum, sem í ráði er að veita þeim. Eru þær fólgnar í meira sjálfstæði á sérmálasviði þeirra en þeir áður hafa notið. Noregur. Jarðarför Henriks Ibsens fór fram í Kristjaniu 1. þ. m. með hinni mestu viðhöfn. Var konungur Norðmanna þar við- 1 staddur og fjöldi annars stórmennis frá ýmsum löndum. Sóknarprestur Chiistopher Bruun flutti líkræðuna. Krýning Norðmannakonungs átti að fara fram í Niðarósi (Trondhjem) 22. þ. ; m. og var þar viðbúningur mikill í þvi skyni. Meðal annara var von á 14000 Norðmönnum frá Ameríku, og flestir þjóð- höfðingjar senda þangað fulltiúa fyrir sina hönd. Illa mælibt það fyrir, að bæjar- menn selja blaðamönnum og öðrum, er krýninguna sækja, allan greiða svo dýran, að fram úr hófi keyrir. Þykir það eigi bera vott um gestrisni Norðmanna. írland. Einn af langhelztu stjórn- j málaskörunguin íra, Michael Davitt, er lát- inn fyrir nokkru, 60 ára að aldri. Frá blautu bamsbeini tók hann öflugan þátt í frelsisbaráttu íra, og lét það eigi á sig fá, þótt hann hvað eptir annað væri hneppt- ur i varðhald sakir frjálslyndis síns. Lengi fylgdi hann Parnell að málum, og mat hann mjög mikils, en vegir þeirra skyld- ust þogar missættið kom upp milli Par- nell’s og Gladstone’s. Davitt mat heill og heiður ættjarðar sinnar meira en allt annað, og fyrir því gekk hann í lið með Gladstone 1886, er hann gjörðist talsmað- ur þéss, að Irar fengju heimastjórn. Á þingi sat Davitt að eins stutta hríð, og 1899 dró hann sig algjörlega í hlé, en flestar þær umbætur, er orðið hafa á högum íra á síðuri árum, eru þó að meira eða minna leyti hónum að þakka. Rússland. Gyðingaofsókn er liafin einu sinni enn í ýmsum bæjum þar. Voru tildrögin þau, að stjórnleysingi einn af Gyðingakyni fleygði sprengikúlu inn i manDþyrpingu í bænum Bielostok, og biðu nokkrir menn bana. Siðan hafa Gyðingar verið brytjaðir niður sem hráviði, og hafa því málsmetandi Gyðingar í Pétursborg símritað til Lundúna, og beiðst mikil- lega ásjár gegn ósköpum þessum. Rússakeisari kvað hafa frestað fund- um „dumunnar-1 til 28. þ. m. og ætla siðan á skemmtiferð, sjóleiðis. Er búizt við. að þá muni verða róstusamt, er hann er úr landi farinD. Voðaleg sprenging varð fyrir skömmu á farþegjaskipi frá Liverpool, á Atlanz- hafinu. Fórust þar 8 menn, en um 40 meiddust. Japanskt flutningaskip rakst á sprengi- dufi i Kóreahafi og sökk. Týndust þar 50 manns. Járnbrautarlest í Kina lenti út af sporinu fyrir skömmu, og hlutu þar 100 manns bana eða meiðsl. Weí/wami,norðurheimskautsfari, er lagð- ur af stað frá París norður til Spitzbergen. Ætlar hann að komast þaðan til heitn- skautsins á loptfari. Ír 09 í. Harla eptirtektarvert virðist það vera, hversu nýju stjórnarblöðin, „Lögrétta“ og .Norðri“, slá bæði úr og í, að þvi er snertir þá fyrirætlun andstæðingaflokks stjórnarinnar, að nota „danska heimboð- ið“, til þess að heyra álit helstu leiðtoga dönsku þjóðarinnar, um það, hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu, að sambandi Islands og Danmerkur verði skipað á þá leið, að vér íslendingar fáum landstjórafyrirkorou- lagið lögleitt. Blöðin haga orðum sínum þannig, slá þanDÍg úr og í, að enginn vorður í raun og veru minnstu vitund fróðari um það, hvað stjórnarliðið, eða sá hluti þessi, sem hefir ráð á nefndum blöðum, ætlar fyrir sér í utanförinni. ÞingmeDn stjórnarliðsins geta, er til Kaupmannahafnar kemur, orðið landstjóra- fyrirkomulaginu fylgjandi, og þeir geta snúizt móti því, án þess nokkur geti sagt, að frumkoma þeirra, hvor sem hún verð- ur, komi í nokkurn bága við það, sem blöð þeirra hafa um málið sagt. Þetta eru hyggindi, sem í hagkomn, og — virðulegir kjósendur vel í huga hafðir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.