Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.06.1906, Síða 2
118
Þ JÓÐVTLJINN.
XX. 30.
Oröndal getur þess einhvers staðar í
„Heljarslóðar-orustunni1*, að i ófriðinum
-ihikla, er þar um ræðir, hafi Dauir lýst
þvi yfir, að þeir væru með hvorugum,
af því að þeir vissu þá enn eigi, hvorir
sigra myndu.
Tólfmenningar vita og enn eigi, hverj-
ar verða kunna undirtektir í Danmörku,
að því er málaleitanir vor, stjórnarand-
stæðinga, snertir, né heldur, hvort þær
verða þjóð vorri almennt að skapi.
En þar vilja þeir víst vera, sem sig-
urinn er, og þá er ráðið, að tala á huldu,
og bera kápuna á báðum öxlum að svo
stöddu.
Miklu auðveldara, að koma þá orði
fyrir sig við kjósendur á eptir.
Hinu er síður búizt við, að kjósendur
verði almennt svo athugulir, að grennsl-
ast eptir hvers 'vegna mennirnir töluðu
svona á huldu?J
Engum dylst, að hér er um það mál
að ræða, er mestu varðar þjóðfélag vort,
og þó geta mennirnir fengið sig til þess,
að vera svoDa óheilir, og óeinlægir, og
auðsjáanlega til í allt.
Yita mennirnir þá ekki, hvað þeir
vilja, eða er það flotholtsnáttúran, sem
er svona afar-rík i eðlisfari þeirra, að
fljóta verði þeir ofan á, hvernig sem allt
snýst?
Sé svo, þá eru málefnin í þeirra aug-
um að eins vegurinn, til þess að geta
flotið, en hafa sjálf ekkert annað gildi.
Svona kann einhver kjósandinn að
hugsa, og þá er ekki ólíklegt, að sú spurn-
ingin vakni, hvort menn geti borið traust
til þeirra manna, er þannig fara að ráði
sínu i laodsins stærstu málum?
„Þjóðv.“ leiðir það algjörlega hjá sér,
að svara þeirri spurningunni, og telur þó
svarið vandalítið.
En á hitt vildum vér benda, að holl-
ast muni í politík, sem endranær, að
minnast hinna gömlu, góðu orða: „Af-
leggið lygar, og talið sannleika, hvervið
sinn náunga“.
Þau orð eru að visu of kjarnmikil til
þess, að eiga við aðfarir tólfmenninganna
í máli því, er hér um ræðir.
En það er fleira matur, en feita ketið.
Óeinlægnin er einnig slæm, þar sem
skyldan gagnvart kjósendunum krefstþess,
að talað sé af einlægni.
Og hvenær skyldi sú skyldan brýn,
ef ekki í þýðingarmestu stórmálum þjóð-
arinnar?
Það er gott að eiga þess von, að
tólfmenningarnir verði ef til vill land-
stjórafyrirkomulaginu hlynntir, ef Danir
taka því máli vel.
En getur þeim ekki hugkvæmzt, að
undirtektir af hálfu Dana yrðu ef til vill
aðrar, en ella, ef þeir vildu alvarlega
fylgja oss að málum?
Ekki virðist það ósennilegt.
Vonandi, að tólfmenningarnir skoði
því betur huga sinn, varpi brott allri
tvöfelldninni, og bagi sér í utanförinni,
sem hreinskilnum ættjarðarvinum sæmir.
Olögleg meðferð á landsfé.
„Gjafir til Þjóöólfs“.
Blöðin „Ísafoldu og „Fjallkonan“ hafa
nýlega skýrt frá því, að stjórn vor hafi
sýnt þá raUsn af sér, að gefa „Þjöðólfsu-
ritstjóranum tóJf liundruð krónur.
Þetta er mjög höfðinglega af sér vik-
ið, og að eins það að athuga, að stjórnin
gaf það, sem hún ekki átti, þvi að — land-
ið átti peningana.
Svo er mál með vexti, að eptir ráð-
stöfun alþíngis 1902 var á öndverðu árinu
1903 haldið nokkurs konar uppboð á „op-
inberu auglýsingunum“, og hlaut „Þjóð-
ólfur“ þá happið í 3 ár, gegn 800 kr. ár-
gjaldi 1 landssjóð; en hr. Albertí, sem"þá
var enn ráðherra íslands, áskildi stjórn-
inni þó jafnframt rétt til þess, að svipta
blaðið auglýsingum þessum, efframkoma
þess i stjórnmálum yrði eigi stjórninni
að skapi.
Með aðdáanlegri þolinmæði tók „Þjóð-
ólfur“ því, að „múllinn“ var lagður við
hanD og „múlasna“-nafnið, og önnur nöp-
ur háðsyrði, er að honum var beint, bar
hann einnig, með jafnaðargeði.
Svona „mýldur“ hefir hann siðan fet-
nð stjórnarferilinn, og ekki þokað fetið
út af brautinni, en fylgt stjórninni, sauð-
spakur, sem kuunugt er.
Og nú er það einnig á allra manna
vitorði hvað hann befir fengið fyrir þægð-
ina.
Stjórnin hefir í þrjú ár gefið honum
eptir hálft árgjaldið, og þannig stungið
samtals 1200 kr. að honum i undan farin
þrjú ár.
Þetta er þá „dúsan“, sem hann ligg-
ur við, pilturinn.
En hvaða heimild hefir stjórnin haft
til þess, að gefa honum þessar 1200 kr.?
Hún hafði ekki meiri heimild til þess-
arar eptirgjafar, en ef hún hefði gefið
einhverjum upp hálfa tolla, eða önnur
gjöld til landssjóðs.
Hér er því um ólöglega meðferð á
landsfé að ræða.
Vitaskuld mun það hafa verið monsér
Magnús Stephensen, sem fyrst leiddi asn-
ann inn í herbúðirnar, þ. e. kom „Þjóð-
ólfi“ á landssjóðs-spenann; en sizt átti
ráðherrann að feta í bans fótspor í þessu,
og — reyndar helzt i fæstu.
Nú hefir ráðherrann og bætt gráu of-
an á svart, þar sem hann, eptir að þrjú
árin voru liðin, hefir alis ekki boðið „op-
inberu auglýsingarnar“ upp að nýju, en
stungið þeim þegjandi áfram að „Þjóð-
ólfi“, annaðhvort fyrir sama hálfa árgjald-
ið, eða ef til vill fyrir ekki neitt.
Það borgar sig hjá „Þjóðólfi“, að vera
þægur stjórninni.
—m i m —
Frá ísaflrði
er „Þjóðv.“ ritað 20. júní síðastl.: „Hér hefir
i þ. m. haldizt prýðis góð tíð, en þurrkar þó í
meha lagi. svo að grassprettunni miðar fremur
seint áfram. — Aflahrögð fremur treg siðasta
hálfan mánuð, og hafa sjomenn því margir not-
að þann timann, til þess að byrja að verka hinn
mikla afla, sem fenginn var.
Enski fiskikaupmaðurinn hr. Píke Ward kaup-
ir hálf-verkaðan smáfisk hér við Djúp, eins og
undan farin sumur, og horgar nú 42 kr. fyrir
skpd., og hafa tvö skip frá honum verið sem 6ð-
ast að taka á móti fiskinum undan farna daga.
Norskur maður, Johnsen að nafni, sem var
einn af eigendum.hvalveiðastöðvarinnar á Dverga-
Steini 1 Álptafirði, hyrjaði um miðjan maí að
stunda fiskiveiðar frá Dvergasteini í stórum stýl,
og hefir þegar fenaið mjög mikinn afla, enda
notar hann tvö botnvörpugufuskip til fiskiveið-
anna, og auk þess hefir gufuskipið „Rövingen11
tekið þátt í þorskveiðunum með 10 bátum. - -
Loks hefir Johnsen þegar fengið 5 þilju-mótora
frá útlöndum, til þess að stunda fiskivoiðarnar.
— Til þess að fletja fiskinn hefir Johnsen tíu
norska flatningsmenn, en að öðru leyti skapa
fiskiveiðar þessar mjög mikla atvinnu í sveitar-
félagínu. — Talsvert af þorskinum er hert, en
hitt saltað.
Kaupmaður Pétur Bjarnarson er nú að láta
reisa stórt steinsteypuhús á Eyrarhlíð, í landar-
eign kaupstaðarins, og œtlar að stunda þar nið-
ursuðu á ýmis konar fiskmeti, og þarf naumast að
ef'a, að slík fyrirtæki beri sig vel hér á landi,
sem annars staðar, þar sem fiskiveiðar eru stund-
aðar á öllum tímum ársins“.
Húsbruni.
íbúðarhús, ásamt geymsluhúsi og hjalli, brann
til kaldra kola að Ytribúðum í Hólshreppií Norð-
ur-ísafjarðarsýslu 16. júní síðastl. — Húsið var
eign Bjarna húsmanns Bárðarsonar á Ytt'i-búðum,
er sjálfur hafði íbúð uppi á lopti í húsinu, ásamt
fjölskyldu sinni, en niðri var húsið leigt Asgrími
húsmanni Ólafssyni, og fjölskyldu hans, og or-
sakaðist bruninn á þá leið, að hjá konu Ásgríms
steyptist um lítil olíu-suðuvél, og rann olían úr
henni logandi um gólfið, svo að húsið stóð þeg-
ar í björtu báli niðri. — Gerði hún fólkinu, sem
uppi á loptinu var, þegar aðvart, og hlupu þau
hjónin, Bjarni og kona hans. Kristín Ingimundar-
dóitir, þá ofan þess að sjá, hvað um vœri að vera,og
er þau sáu, að eldurinn læsti sig sem óðast um
húsið niðri, hljóp konan þegar upp aptur, til þess
að bjarga öðru barni þeirra, er eptir var uppi,
og elti hitt barnið hana þá einnig upp, án þess
hún veitti því eptirtekt. — En er hún vildi hverfa
ofan aptur, með börnin, var stíginn brunninn, og
bjargaðist hún síðan nauðulega, ásamt börnun-
um, út um glugga, og var þá orðin svo skað-
brennd af eldinum, að hún var samdsegurs flutt
í sjúkrarúmi til ísafjarðar, og hefir legið þungt
haldin. — Börnin sakaði á hinn bóginn litið
Slys þetta vildi til um hábjartan dag, og var
íbúðarhúsið, ásamt geymsluhúsi og hjalli, brunn-
ið til kaldra kola á rúmum kl.tíma, og varð engu
bjargað, nema einhverju dóti úr hjallinum.
Húseignin kvað hafa verið í 2 þús. króna elds-
voðaábyrgð, en innanstokksmunir húseiganda, og
leigjanda, óvátryggðir.
Bolvíkingar hafa þegar brugðizt drengilega
við, og efnt til samskota, til að bæta eignatjónið.
Þinginannalieimboðið.
Þingforsetarnir dönsku og forsætisráðherrann
hafa nú samið dagskrá um viðtökur og dvöl þing-
mannanna hérlendu, í Danmörku í sumar, og birt
hana með ráði konungs. Búizt er við komu
þeirra til Kaupmannahafnar 28 júlí, og næsta
dag á að bjóða þá velkomna i hátiðasal háskól-
ans. Verður konungur þar viðstaddur, enn frem-
ur ráðherrarnir og þingmenn Dana. Verða þeir
samansafnaðir í bænum um þær mundir, vegna
aukaþingsetu ríkisþingsins, til þess að prófa kjör-
bréf hinna ný kosnu þingmanna. — Um kvöld-
ið bjóða ríkisþingsmenn þeim til kvöldverðar.
Daginn eptir, föstud. 20. júli, býður konungur
þingmönnum til morgunverðar í sumarliöll sinrii
Fredensborg. Á laugardaginn eiga þingmenn að
fara til Odense og sjá gripasýningu, sem haldin
verður um það leyti! Þar heldur bœjarstjórnin
þeim veizlu og búnaðarfélögin aðra. Sunnud. 22.
heldur ríkisþingið þeim veizlu f Oddfellowhöll-
inni í Kaupmannahöfn, og fer með þá um kvöld-
ið til Skodsborg við Eyrarsund.