Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.07.1906, Síða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.07.1906, Síða 5
31.-32. XX., ÞjóeviLJisN. 125 Óhugsandi er, að svona amá rerðlaun verði til þess að fólk haldist lengur 1 vist en ella, og því ástœðulitið fyrir Búnaðarfélagið að veita þau, nema þau væru höfð talsvert riflegri. Þ»ð virð- ist liggja miklu nær vinnuveitendunum sjálfum, að gleðja hjú sín á elliúrum, fyrir langa og dygga þjónustu. Island. Svo nefnist dálítið myndakver, erþeir Finsen & Johnson i Reykjavík hafa ný- lega gefið út. Í kverinu eru lö myndir alls, eru 3 hinar fyrstu af Reykjavík, sú slðasta af íslenzkri brúður á skautbúningi, en hinar allar landslagsmyndir af Suður- landi (I>ingvellir, Geysir, Hekla o. s. frv.). Myndimar eru flestar góðar og kverið í alla staði hið eigulegasta, Og þar sem það er hið fyrsta af því tagi, sem komið hef- nr út hér á landi, þá verða eflaust marg- ir til að kaupa það. í næsta skipti ættu útgefendurnir einnig að vera sér úti um myndir annars staðar af landinu, þvi að víðar er fagurt hér en á Suðurlandi. Sögur frá Alliambra eptir Washinffton Irving. Útgafandi fé- lagið Baldur. Rvík 1906. í kveri þessu eru þrjár sögur: Um veru Serkja á Spáni, Pílagrímur ástar- innar og Rósin í Alhambra. Aptast eru athugasemdir við fyrstu söguna, eptir Benedikt Gröndal, og um helztu borgir, sem getíð er í sögunum, eptir Fr. Frið- riksson. Benedikt Gröndal hefur þýtt fyrstu söguna, og er hún áður prentuð í „Norðurfara“, en hinar hefur Steingrim- ur Thorsteinsson þýtt, og birtust þær í „Nýrri sumargjöf*. Bækur þessar eru nú \ orðnar ófáanlegar, og var því vel til fund- I ið, að gefa sögurnar út að nýju. Þær eru prýðisvel ritaðar og skemmtilegar, eigi sizt fyrir unglinga, og þýðingin ágæt, eins og nærri má geta, þar sem slíkir snillingar hafa um hana fjallað. Mannalát. Eins og áður hefir verið getið um blaði voru, andaðist Ouðmundur bóndi Rösinkarsson i Æðey 26. maí siðastl. á 55. aldursári, eptir fárra dagaleguí lungna- bólgu, og skal hér nú 8 tuttlega getið helztu æfiatriða hans. * Ouðmttndur sálugi Rósinkarsson var fæddur i Æðey 28. júli 1851. — Foreldr- ar hans voru: Rósinkar bóndi Árnason í Æðey (f 1. febr. 1891, sbr. 23.—24. nr. 6. árg. „Þjóðv.14), JónsBonar sýslumanns Arnórssonar, og kona hans Raffnhildur Jakobtdóttir (f 1. júlí 1902, sbr. 42. nr. 16. árg. „Þjóðv.“) Guðmundur sálugi ólst upp hjá for- eldrum sinum, og þótti snemma atgjörv- ismaður, bæði á sjó og landi, eins og Jakob, bróðir hans, síðar óðalsbóndi i Ogr- (f 1894); en af sjö börnum Rósinkars sáli uga náðu að eins þeir bræðurnir fullorð- ins aldri. Haustið 1872, hinn 12. dag október- mánaðar, kvæntist Guðmundur Rósinkars- son eptirlifandi ekkju sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, Halldórssonar í Arnardal, og voru þau hjónin tvö fyrstu ári» i vinnu- mennsku hjá foreldrum Guðmundar, en byrjuðu síðan búskap í Æðey, ogþarbjó Guðmundur til dánardægurs. Þeim hjónum varð alls 13 barna auð- ið, og eru 4 þeirra dáin, en þessi 9 ere á lifi öll upp komin: ■ 1. Rósmkar, bóndi á Kjarna í Eyjafirði, kvæntur Sept. Siffurðardóttur frá Kjama. 2. Jakob, trésmiður á Flateyri í Önundar- firði, kvæntur Kristínu Rósinkranedótt- ur frá Tröð í Önundarfirði. 3. Rannveiff, gipt VaJdimar Benediktssyni, húsmanni í Æðey. 4. Elíeabet. 5. Ouðjóna. 6. Raffnhildur. 7. Siffríður. 8. Ásgeir. 9. HaUdór. Eins og kunnugt er, má jörðin Æðey teljast ein af allra-mestu kosta-jörðum landsins, þar sem dúntekjan nemur þar árlega nær fjórum hundruðum punda, auk annara hlunninda, svo sem heimræðis, kofnatekju o. fl. Auk eyjarinnar, sem er all-viðáttumikil, og grasgefín, fylgir Æðeý og mikið landflæmi á Snæfjallaströndinni, svo að hafa má þar afar-stórt land'oú, enda hefir þar og löngum verið rausnar- legt bú, mannmargt heimili, og gest- kvæmd mikil, og svo var eigi sízt i tið Guðmundar sáluga, því að hann var greiða- maður mikill, enda konan honum sam- hent í því, og má óhætt fullyrða, að margir sóttu þangað, fyr og síðar, marg- an málsverðinn, eins og i tíð Rósinkars sáluga, föður Guðmundar. 142 tárin í augunum — því Rússar eru tilfinningamenn mikl- ir —. „Hún er þó væntanlega ekki dáin? Hún hefir reynt of mikið á sig í dansinuin.tt Hann var sýnilega mjög örvæntingarfullur, erhann mælti þetta, og neri saman höndunum. En eg minntist nú þess, sem lyfjasveinninn hafði ráðlagt mér, og bað í snatri um kaffi. Jeg fékk nú vonum bráðar bolla af heitu, sterku svörtu kaffi, sem eg helti ofan í hana, án þess að hirða vitund um það þó að dýrindis dans-fatnaðurinn, sem hún var í, stór skemmdist. Friðrik barón kom nú og til mín, og mælti; „Von- andi ekki hættuleg veikindi, kæri Leno* minn?“ „Engan veginn“, svaraði jeg. „Hún fær opt svona yfirlið er hún dansar mikið, enda reirir hún fótin allt of fast að sér!“ „Stúlka, sem orðin er amma, ætti að varast að dansa mað slíkri ákefð“, mælti baróninn. En nú skal jeg þegar, eptir skipun keisarans, koma hingað með einn líflækna hans.tt En læknir mátti ekki lita á hana! Hann hlaut þegar að sjá, að um opiums-eitruu var að ræða, og þá mátti vænta rannsóknar og ógæfan vis. Jeg bað þjón að ná i yfirföt Helenu og annan lét eg hlaupa eptir vagninum okkar og bar haöa siðan í fanginu ofan stigann, kom henni inn i vagninn, og hló .all-hreykinn að Sascha sem kom hlaupandi á eptir okk- ur. Ed jeg hló ekki lengi, þvi að þegar jeg tók skamm- byssuna úr kjólvasa hennar, heyrði eg hve örðugthenni var um andardráttinn. 135 og hafði jafnan nákvæmar gætur á HeJenu, sem all-opt- ast var i fanginu á Sascka. Jeg varð þess og áskynja, að menn veittu þessstt eptirtekt, því að jeg heyrði stúlku segja við mann, sem hún hafði dansað við: „Arneríkumaðurinn ætti að líta ögn betur eptir fallegu konunni sinni, sem Sasoha eltir á röndum, svo að hneyksli veldur. Líttu á veslings unn- ustuna hans, hve sorgmædd hún er á svipinn!“ „Það er víst öllu óhætt“, svaraði maðurinn. Palitzen furstafrú kom þvi til leiðar, að amerisku frúnni var boð- ið á dansleikinntt. „En hvað þór eruð skammsýnir, karlmennirniru, mælti stúlkan hlægjandi. „Frú Palitzen telur Sascha vera ræfil, og vill þvi gjama, að ekkert verði úr trúlof- uninni, og þykir því gott og vel, að hneyksli verði“. „Og hneykslinu ímyndar hún sór ef til vill, að am- eríska frúin hjálpi til að hleypa af stokkunum“, mælti maðurinn. Mór gramdist samræða þessi mjög, en þóttist nú á hinn bóginn skilja. hvers vegna Palitzen, furstafrú, hafði látið sór svo einkar annt um, að við frestuðum ferð okkar. Mér varð nú litið á Friðrik barón, er stóð einn sór og horfði á dansinn. Mór fannst eg kenna í bijósti um hann vék mór því að honum, og mælti: „Eigum við ekki að fá okkur eitt glas af kampavíni?“ „Sönn ánægja“, svaraði hann, en vék sór þó fyrst að embættismanni, sem að líkindum þurfti að skýra hon- um frá einhverju. „Nú er eg til!“ sagði hann svo. Við töluðum mjög alúðlega saman. „Hvers vegna

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.