Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1907, Qupperneq 4
4
ÞjÓBVIL.TINM.
XXI., 1.
ur aí stað frá Kaupmannahöfn 13. þ. m., kemur
til Reykjavíkur 23. janúar, og fer þaðan til
Stykkishólms 26. janúar, kemur til Patreksfjarð-
ar 29. janúar, til Dýrafjarðar 30. jan., og til ísa- I
fjarðar 31. janúar.
Til Reykjavíkur kemur skipið aptur 2. febr,.
og fer til útlanda 4. febrúar.
Leikfblag Reykjavíkur. 23. des. f. k. lék
leikfélagið í síðasta skipti leikritið „Drengurinn
minnu, og sýndi hr. KR. Ó. ÞORGRIMSSON.
konsúll, sig þá á leiksviði í siðasta skipti, þar
sem hann mun eigi telja það geta samrýmzt stöðu
sinni, sem sænskur konsúll, að fást við sjónleiki
eptirleiðis, enda hefir hann i 25 ár verið einn
af helztu stuðningsmönnum félagsins, og jafnan
mikið þótt til hans koma á leiksviði, og fáir
skemmt áhorfendum betur. Þegar leiknum var
lokið, tjáði hr. Kr. Ó. Þorgrímsson beztu þakkir
fyrir það, hve vel honum hefði jafnan verið tek-
ið á leiksviðinu i umliðin 25 ár, og svöruðu á-
horféndur því með lófaklappi. — Pormaður leik-
félagsins, t>r. ÁRNI EIRÍKSSON, afhenti hr.
Kr. Ó. Þorgrímssyni síðan í samsæti, er félagið
hélt honum, fágran stcinbaug, sem gjöf frá fé-
laginu, og tjáði honum þakkir þess. --
Leikfélagið er nú nýlega farið að leika nýtt
leikrit, „Kamelíu frúin“, eptir ALEXANDER
DIJMAS yngri.
ý 14 f. m. andaðist að heimili sínu í Hafnar-
firði STEFAN SIGURÐSSON, trésmiður, fœdd-
ur 9. april 1858 að Saurbæ í Vatnsdal, uppalinn
á Þingeyrum hjá alþru. ÁSGEIRI EINARSSYNI.
— Til Hafnarfjarðar fluttist hann um tvitugt,
og þar gekk hann 1884 að eiga SOLVEIGU
GUNNLÖGSDÓTTUR. — Af 8 börnum þeirra
lifa 7, öll mannvænleg. — Hann lagði einkum
stund á húsasmiði, og skipa, og þótti gæðasmið-
ur, velyrkur og traustyrkur, onda var mjög sótt
eptir vinnu hans, svo að aldrei brast hann at-
vinnu, og var frábœr iðjumaður.
Hann var hógvær i lund, stillingarmaður mesti,
viðmótsþýðnr, jafnan glaður i bragði, og að öllu
hinn háttprúðasti. — Heimili sínu veitti hann
prýðilega forstöðu. — Þungan heilsubrest bar
hann árum saman með kailmennsku og stöku
þolgæði, æðrulaust til enda, og tók dauða sínum
með rósörnu trúarþreki. — Að slikum manni
er því mikil eptirsjá, og þótt ekkja hans, og
börn hans, eigi um sárast að binda. er hann þó
fleirum harmdauði, og almennt er hans saknað
úr byggðarlaginu. J.
ý Skólastjóri JÓN ÞÓRARINSSON í Flens-
borg missti fyrir fáum dögum unga dóttur,
KRISTÍNU að nafni, eptir nokkra daga legu.
f 4. þ. m. andaðist í Reykjavík, eptir fárra
daga legu í botnlangabólgu, ÓLAFUR bókhald-
ari ÞÓRÐARSON, bróðir ÞORGRÍMS læknis
ÞÓRÐARSONAR í Keflavík. — Ekkja hans er
VILBORG JÓNSDÓTTIR, Þórðarsonar í Hlíð-
arhúsum.
Islandsbanki gefur nú kost á 4‘/,,°/0 ársvöxt-
um af innlánsfé, frá 1. janúar þ. á. að telja.
Tilhoð þetta mun þó bundið þvi skilyrði, aú
féð standi eigi mjög stuttan tíma.
Nýi isl. i'áuinn. Hann blakti í fyrsta skipti
á stöng í Reykjavík á nýársdag. — Það var hjá
SVEINI kaupmanni SIGFÚSSYNI. — Good-
templarar, er áttu leið þar fram hjá, á skrúð-
göngu sinni, er þeir tóku við „hotel ísland“, sem
síðar mun getið, fögnuðu honum með húrra-hrópum.
ÍGimboðsnGfnd alþingis
kaupir til sumarsins 60 vandaða hnakka,.
albúna til nota, með 2 gjörðum, alíslenzka
að smíði.
Sýnishorns verður krafizt af þeim, er
semst við, og þvi haidið til samanburðar.
Tilboð söðlasmiða séu komin fyrir 15.
jan. til Þórhalls lektors Bjarnarsonar.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Otto Monsted3
(lanska smjörlíki
er bezt
82
„Soffía er hór er>n þáu, svaraði forstöðukonan, „en
mikiu lasnari, eu þegar þér voruð hér síðast. — Það fékk
mjög á hana, er Maria svaraði ekki bréfum hennar. A
jeg að vísa yður til hennar?a
Stanhope hugsaði sig um stundarkorn. „Jeg ætla
heldur að senda henni körfu með biómum", mælti hann.
„Segið henni, að þau séu frá kunningja hennar, er sakni
Mariu, engu síður en húnu:
Á leiðinni þaðan, hugsaði Stanhope ráð sitt, og á-
setti sér þá, að leggja af stað til Philadelphiu innan
fárra daga.
Á ferjunni, sem hann fór með, hugsaði hann málið
betur, og renndi augum yfir kvöldblaðið, sem hann hafði
keypt á leiðinni.
I blaði þessu var nafn föður hans opt nefnt, lofs-
orðum lokið á starfsemi hans í þarfir fósturjarðarinnar,
og talið skarð orðið fyrir skildi við h’ð skyndilega frá-
fall hans.
Blöðin höfðu flutt margar greinar líks efnis síðustu
dagana, en Stanhope hafði eigi getað fengið sig til, að
lesa þær, og var það einkum sakir þess, að hann var í
vafa um hugarþel föður síns til sin rétt fyrir andlátið.
En er hann leit í fyrstu siðu biaðsins, brá honum
i brún, er hann las þar svo látandi auglýsingu.
„Dularfvillt hvarf mamisins nuð örið.
SíðaD 20. þ. m. hefir Thomas Daiton eigi sézt á
heimili hans, Markham-torg nr. 6. — Hr. Þalton er
62 ára, og sézt einkennilegt merki í vinstri lófa hans:
tvö ör, sem skera hvort annað á ská.
Þeir, sem kynnu að geta sagt, hvar xnaður þessi
83
er nú niður kominn, eru vinsamlega beðnir að gefa
dóttur hans, á Markham-torgi nr. 6, vísbendingu um
þaðu.
Faðir Stanhopes hafði haft sains konar ör í vinstrí
lófa.
Þetta var dálítið einkennilegt!
Og það var á dáuardægri hr. White’s, sem hr. Dalton
hafði horfið.
Enda þótt þetta gæti verið tilviljun, gat Stanhope
þó ekki að því gjört, að láta sér detta í hug, að faðir
hans, og Dalton þessi, er báðir höfðu alveg sams konar
ör, hefðu haft eitthvað saman að sælda.
Hvernig faðir hans hofði fengið örið var honum ó-
kunnugt um.
Hann mundi, að þegar hann var litill drenghnokki,
hafði hann einhverju sinni spurt föður sinn að þessu, og
hafði hann þá gjörzt dapur i bragði, og eDgu svarað.
Móðir Stanhope’s vissi heldur eigi, hvernig faðir
hans hafði fengið örið, og hafði hún að eins sagt drengn-
urn, að haDn ætti aldrei að minnast á það optar, hvorki
við hana, né við nokkurn annan.
Stanhope hafði hlýtt þessari skipun móður sinnar;
en nú var forvitnin vöknuð, og gat hann því ekki stillt
sig lengur.
Þegar hann sté á land í Philadelphíu, var hann því
staðráðinn í því, að fara rakleiðis til Markham-torgs nr-
6, og vita, hvers hann yrði þar vísari um mann þenna,
er hafði alveg sams konar ör í vinstri lófa, eins ogfaðir
hans hafði liaft.