Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1907, Blaðsíða 3
JÞJOÐVILJINS. 39 XXI., 10.—11. ust fyrir því, að málinu yrði hreift á þingmálafundum á komanda vori, svo að því verði eigi barið við, að kjósendurnir hafi ekki tekið það til íhugunar. Ritsímaskeyti til „t>jóðv.u Kaupmannahöfn 26. febr. 1907. Frá Danmörku. Hór er stofnað fólag, er ætlar sér að kaupa íslenzka hesta handa húsmönnum i Danmörku, og ræður það yfir miklu fé Frá Noregi. Snjóflóð varð meira en tuttugu mönn- um að baoa. Barkskipið „Tímaruu strandaði við vesturströnd Noregs, og fórst skipsböfnin «11, 18 manns. Frá Hollandi. Af gufuskipinu „Berlín“, er strandaði {í grennd við Rotterdam), varð alls bjarg- að 15 mönnum, eptir að þeir höfðu þolað miklar þrautir í heilt dægur. Frá Krít. Gufuskipið rImperatrix“ frá Austur- TÍki er strandað, og drukknuðu 40 menn. Kaumannahöfn 5. marz ’07 Ríkisþing Rússa. Rússneska rikisþingið („duma“) var sett í dag, og setti keisaii sjálfur þing- ið. — Yiustrimenn eru i mjög miklum meiri hluta á þingi. Forseti var kjörinn Golotvin, frá Moskwa, og reyndist þá, að vinstrimenn höfðu 331 atkvæði, en hægri- menn að eins 91 atkv. (Ritsímaskeyti þetta sýnir, hve mjög menn hafa villt stjórninni sjónir, er kosn- ingaroar fóru fram. — Þá var fullyrt, að stjórnarmenn og stjórnarandstæðingar hefðu haft janfnan byr við kosningarnar, eins og áður hefir verið getið um í blaði voru.) Dansk-íslenzka veszlunarfólagið. I dagblaðinu „Börsen“ hefir Tuliníus skýrt frá, að hann só hættur við íslenzka verzlunarfélagið („milljóna-fólagið“ svo nefnda), og eignar það persónulegum á- rásum, er hann hafi sætt. Athugasemdir við minningarrit Benedikts Gröndals eptir Evkairos. (Niðurl.) Konungsbók telur 2 kvæði í Sæmund- ar-Eddu græaleazk, og ætti það að vera fullgild sönnun þess, að hinar kviðurnar væru íslenzkar. Eru nokkrar líkur til, að safnandi Eddukviðanua hefði eignað Grænlandi tvær þeirra, en þagað yfir eignarétti Norðmanna til hinna, hefði hann hann álitið sumar þeirra norskar? Af þessu virðist mega telja áreiðanlegt, að sá, sem safnaði .Eddukviðunum, hafi álitið allar kviðurnar íslenzkar, nema þær tvær, er hann eigaar Græalandi. Þetta er svo ljóst, að hvert barn skilur það. Finnur segir reyndar, að konungsbók eigai Grænlandi ranglega Atlakviðu, en full- sannað þykir, að Kbk. fari þar með rótt j mál, en Finnur rangt. Dr. B. M. Oisen ; hefir bent á, að í Atlakviðu komi fyrir i orðið: „hrís“ í merkingunni stór skógur. ' Þá merkÍDg hafi hrís aldrei haft, hvorki ' á Islandi eða i Noregi, en eðlilegt, að orðið fengi þessa merkingu á Grænlandi, þar sem ekki var til annar skógur en kjarr. Erindið hljóðar svo: „Yöll lézk ok mundu gefa víðrar Gnítaheiðar með geiri gjallanda og gyltum stöfnum, stórar meiðmar ok staði Danpar, hris þat et mæra, es meðr Myrkvið kalla“. Það er þvi vafalaust, að þetta kvæði er rétt eignað Grænlendingum. Ekki er j hér uut að drepa á rök Finns að eigna- rétti NorðmanDa til hinna annara kviða, rimsÍDS vegna, enda eru þau svo b.irna- leg, sem mest má verða, og marg hrakin af Gröndal og Olsen. Norðmenn geta þvi með álíka rótti eignað sér Sæmundar- Eddu og eldfjallið Heklu. Mundi mörg- Uffl þykja það furðu gegna, að þeir færu að færa hana inn á landabréf Noreors. Leitt var fyrir Finn, að fullsannað skyldi, að Danir gátu enga Eddukviðuna átt, sakir breytingar þeirrar, er snemma varð á danskri tungu. Ekki hefði hoa- um verið ónýtt, að geta skenkt þaim helztu kviðurnar, og glatt Stór-Dani sina. Þegar á það er litið, að Gröndal hefir manna bezt (auk dr. Olsen) hrakið þossar skoðanir Finns, og verið honum jafnan úþarfur, er hann hefir ætlað að lemja 140 hann væri hræddur um, að myndi komast upp þá og þegar. Oðru hvoru var hann og að líta til dyra, og út að gluggunum, eins og hann byggist við, að einhver væri á hleri. Stundum talaði liann við vélina, eins og maður tal- ar við mann. Voðaleg orð hafa það að líkindum verið, sem hann hvislaði að vélinni, því að hann gjörðist þá afar-skjálf- raddaðnr, og líkaminn titraði allur. Loks rann upp sú stund, er vélin var fullgjör, c g horfði hanu þá ofur-ánægjulega á hana, og þrýsti ýmist á fágaðan látúnshnapp, sem var á þessari hlið vélarinnar, eða á sams konar hnapp beint á rnóti hinu megin. — En þess gætti hanu jafnan, að styðja aidrei á báða lát- únshnappana í senn, því að honum var vel kunnugt um, hve voðalegt afl vélin fékk þá. Hami reyndi þettá aptur og aptur, og var rnjög á- nægjulegur á svipinn, unz hann loks lét tjaldið síga fyr- ir, svo að vélin sást alls ekki úr herberginu. Hann fór þó ekki að hátta, en gekk fram og aptur í herberginu alla nóttina, eins og hann þjáðist af sam- vizkubiti. Verkinu var nú lokið, og var engu lilrara, en hon- um stæði nú einhver ógn af vóliuni. Loks, er komið var undir morgun, varð hann stillt- ari, og skapið mun spakara. Þessa nótt voru þrjár vikur, síðan er hann tók að nýju að starfa að vélarsmiðinni. En tveim dögum síðar, gjörðist voðalegur atburður, er gjörði haDn afar-óttasleginn. 129 eitthvað við mig! Segðu, að þér skuli ávallt þykja vænt um mig, en engan annan. En Maria anziði engu, og hreifðist eigi í faðmi hans. — Hún var hnígin í ómegin. XX. kapítuli: Ákvörðun Maríu. María lá rúmföst i tvo sólarhringa, en fór í fötin soint á þriðja degi. Hún átti nú úr vöndu að ráða. Flora hafði stundað hana mjög alúðlega í legunni, og gert sitt ýtrasta, til að hafa úr henni leiðindin. A borðinu hjá rúminu hennar var fagur blómsveig- ur, er Stanhope hafði sent henni, og milli rósanna, er hann hafði sjálfur valið handa henni, var ofurlítil askja, er ritað var utan á til hennar, og vissi hún gjörla, hvað í henni var, þó að hún hefði eigi lokið henni upp. Hiin vildi ekki sjá trúiofunarhringinn, sem í bonn- ar augum var ímynd allrar jarðneskrar sælu. Baráttan, sem hún át.ti við sjálfa sig, hlaut að euda á þann hátt, að hún vjrpaði allri von frá sér, og kæmi sór burt úr húsinu innan fárra kl. stunda. Og' hún varð að fara, án þoss að kveðja hann, og taka í hönd haus að skilnaði. En hvert átti hún að fara? Hvar gat hún verið, þar sem hann náði ekki funui honnar? Að hverfa aptur til gamla vesældar-lífsins á Markham- torgi, datt heuni að visu i hug, en gat þó eigi til þoss hugsað, eptir að hafa um hríð lifað miklu glaðlegra heimiiis- lífi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.