Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1907, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.03.1907, Side 3
XXI., 12. Þjóðviljinn. 47 \ r Hvalfanger Lauritz Jacob Berg min dyrebare Ægtefœlle, vor kjærlige trofaste Hader, döde i Pred i dag. Kritsiania 16. — 2 — Martha Berg f. Bull Marie Bavn. Sofie Johnson. Anna Harzt. Karen Nordenskjöld. Jaeob Bull Berg. ’07. H. Ravn. J. Johnson. N. Hartz. O. Nordenskjöld. Martha Herdis Berg. Bekjendtgjöres kun paa denne maade. — an herbergisdyrnar, og sýndist hann líkur 'Guðna. - Eigi kvaðst hún hafa þorað að hræra sig, til að vekja Hjálmar, fyr en tþeir voru horfnir. Eigi vissu þau von til, að Jón Stef- ánsson kæmi þangað bráðlega. — En hann kom um daginn. — Hann var þá 17 ára. — Erindi hans var, að biðja Hjálmar að taka sig. — Það gjörði Hjálmar fúslega, því hann hafði snemma haft hlýjan hug til Jóns litla. — Var Jón hjá honum fram yfir tvítugt, og mannaðist vel. —• Nú (1905) býr Jón að Arnarvatni, og er hann skáldsagnahöfundur sá, er nefnir sig Þor- gils gjallanda DRAUMUR STEINUNNAR ODDSDÓTTUR. Helga hét stúlka á Vatnsenda íVest- urhópi. — Hún fór í kaupstað út á Hóla- nes, og drukknaði í á oinni á leiðinni.— Vinkona hennar, er Steinunn hét Odds- •dóttit, bjó á Þorfinnsstöðum. — Sá bær •er eigi all-langt frá Vatnseuda. — Stein- unni dreymdi nokkru síðar, að Helga kæmi í hlaðið, og þóttist hún bjóða henni inn. Henni þótti Helga svara: „Jeg má ekki vera að því, að koma inn; jeg ætla út að Illugastöðum, og róa með honum Agnari". Þetta var nóttina áður, en Agnar skáld Jónsson á Illuga9töðum drukknaði. Erá þessu sagði mér (þ. e. Br. Jónss.) Gfuðlaug Skarphéðinsdóttir, er þá var á Hvoli i Vesturhópi, réttorð og vönduð, og þossu vel kunnug. Bessastaðir 18. marz. 1907. Tíðarl'ar. Svipuð harðindi, sem verið hafa, haldast enn, froat og snjóar, og svell víða á jörðu. Þilskip úr Reykjavík, og Hafnarfirði, lögðn Jlest út til fiskiveiða 9. þ. m., höfðu legið inni uni vikutíma ferðbúin, sakir ótíðarinnar, sem verið hefir. Barnaskölaliúsið í Revkjavík verður stækkað að mun á komandi sumri, og veitti hæjarstjórn- in nýlega 29. þús. króna í því skyni. Cciifuskipið „Sterling“. eitt af skipum Thore- félagsins, kom til Reykjavíkur frá útlöndnm 11. þ. m. — Skípið lagði af stað til Breiðaflóa og Vestfjarða 15. þ. m. Leikfimisfélag var nýiega stofnað í Reykja- vík, og hefir Bertelsen, verksmiðjustjóri í „Ið- unni“, gengizt fyrir stofnun þess. Bæjarstjórnin hefir loyft félagi þessu aínot leikfimishúss harnaskólans, gegn 10 kr. mán- aðarleigu. Ingólfs standmvndin. Skemmtisamkoma var haldin i Iðnnrmannahúsinu í Reykjavík 7. þ. m., til að safna fé til standmyndarinnar, og hafði „Ungmennafélag Reykjavíkur11 gengizt fyr- ir samkomu þessari. Bjarni Jónsson frá Vogi hélt fyrirlestur um Einar Jónsson myndasmið, ogsýndar voruskugga- myndir af ýmsum höggmyndum Einars. Ennfremur var sýnd rómversk-grisk gRma, gamanvísur sungnar, og vikivaki dansaður. Skiðaferðir hafa nokkrir menn í Reykiavik tekið að temja sér í vetur, og er það að ’þakka „Ungmennafélaginu11. Asgrimur málari hefir gefið málverk (Kirkju- fell í Eyrarsveitj til styrktar Ingólfs standm vnd- inni. Lotterí verður haldið, til þess að hafa sem mest fé upp úr málverki þessu. 144 — Svo er mál með vexti, að jeg þarf nauðsynlega að tala við Thomas Dalton, en i herbergjunum, sem hann hafði,- oruð þér nú, eins og þér vitið.“ ,.Það kemur ekki mér við“, mælti Huse, og hélt vinnu sinni áfram af ákefð. „Það er svona og svona“, svaraði aðkomumaður. „Dalton bvarf snögglega —“ „Það er mér ókunnugt um,“ greip Huse fram í. „Munir lians eru hér enn“. „Þess vegna sný eg mér til yðar“, mælt.i hinn, og gerði sig mjög blíðari í máli. „Ef Dalton er ekki dáinn — og jeg hygg, að hann sé enn á lifi —, þá komur hann einhvern tíma, til að sækja dót sitt. — Líklega gerir hann það með leynd, og lætur engan vita af þvi, nema yður. — En fari svo “ Harm tók bankaseðil upp iir vasabók sinni, og ætlaði að rétta Huse liann; en er Huse sinnti því að engu, mælti aðkomumaður, ofur-stillilega: „Dalton er gamal-kunningi minn. Hann hefir aldrei verið heppinn í lífinu, og jeg hefi nú enga oyrð, fyr en eg get goldið honum gamla skuld, sem lengi hefir hvilt þungt á samvizku minrii. — Þér getið hjálpað mér, ef þér viljið t. d. símrita til mín, jafn skjótt er hann kemur“. „Þér hafið þá eitthvað illt í huga,“ tautaði gamli maðurinn. „Væri það ekki, færuð þér ekki að bera á mig fé.“ „Hvernig getur yður dottið það í hug? Sagði eg yður ekki, að við værum gamal-kunnugir, og að jeg ætlaði að eins að gjalda honum gamla skuld? Yið pening- unum getið þér tekið, án þess að setja það fvrir yður, — jeg hefi nóg af þeim.“ 141 XXIV. kapítuli: Uppfundning Datlon’s Stefán Huse sat bograndi við verk sitt, og sneri bakinu fram að dyrunum. Hann var í óvenjulega góðu skapi, og vann i mesta ákafa, enda þurfti starfi þessu að vera lokið þá um dag- inn. En þá neyrði hann rnannamál að baki sér, og varð svo lafhræddur, að hann gat hvorki hreift legg, nó lið „Nei, ónei“, hugsaði hann, lérnagna af örvæntingu. „Það getur ekki verið; mér hlýtur að skjátlast. — Þetta blýtur að vera drauraur, enda er eg nú eigi tilbúinn að noinu leyti“. En þetta var þó eigi drauDiur, heldur vaka. Hann lieyrði sömu röddina aptur, og hrökk þá við, ogskalfog nötraði, en leit þó eigi upp frá vinnu sinni. Hann hafði að visu átt þessa vom en nú kom það svo fijótt að höndum, að hann átti mjög örðugt með, að .liafa þá stjórn á sjálfum sér, seui þurfti, Sjálfsagt hafði hann hundrað sinnum, í vöku og i draumi, séð þenna atburð fyrir, og hugsað sér, hvað þá skyldi gera. En nú bar þetta svo óvænt að höndum, að bandið, sem haft var, tiI að setja vélina í hreifingu, var ekki á lienni. En þá datt honum í hug, að hann héti nú Stefán Huse, og væri því engin hætta búin. Þetta varð þess valdandi, að hann náði sór brátt aptur, svo að hann gat haldið áfram vinnu sinni, og greindi jafn vel orðaskil. Yarð honum þá hægra innan brjósts, er hann heyrði, að talinu var eigi beint til hans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.