Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1907, Blaðsíða 1
Verð árganqsina (minnst J
60 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50aur.,og j
* Ameríku doll.:' 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
— —Iet- Tuttugasti og fyrsti áhganguf. ='" =-
TJppsögn skrifleg, úg'id
nema komiö st til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðcur, og kaupandi
1 samhliða uppsögninni
horgi skidd na fyrir
blaðið.
M 13.
Bessastöðum, 25. marz.
19 0 7.
Ritsímaskeyti
til „t>ió3v.u
Kaupmanuahöfn 14. marz ’07.
Frakkneskt herskip ferst.
118 menn tijna tífi.
Frakkneskt herskip, ,,Jena“ að nafni,
fórst af púðursprengingu á höfninni í
Toulon á þriðjudaginn. — 118 menn týndu
lifi, 44 urðu hættulega sárir, og margir
hlutu minni meiðsli.
Ovíst er talið, hvort hér sé um slys
að ræða, er orðið bafi af óhöppum, eða
glæpsamlegum verknaði sé um að kenna.
Frá Bretlandi.
Breta stjórn hefir látið í ljósi, að hún
ætli sér, að nema úr gildi öll „undantekn-
ingarlög“, er á Irlandi hafa verið lögleidd.
Kaupmannahöfn 19. marz ’07.
Frá Þýzkalandi.
Við náinusprí'nging í Rhinfylkjunum
biðu 78 menn bana.
Frá Frakklandi.
Efnafræðingurinn Berthelot í París er
látinn.
Frá Rússlandi.
Loptið í fundasal rússneska þingsins
datt niður, og tekur langan tima, að gjöra
við það. — Manntjón varð eigi, en at-
burður þessi hefir vakið ákafar æsingar í
andstæðingaflokki stjórnarinnar. — Um or-
sökina til atburðar þessa vita menn ekki.
(Andstæöingar stjóruarinnar í RÚS9-
landi lita að líkindum svo á, sem atburð-
ur þessi hafi eigi stafað af t.ilviljun, held-
ur hafi stjórnin, eða einhverir hennar
manna, á þenna hátf. viljað aptra störf-
um þingsins, og jafn vel sýnt þingmönD-
um banatilræði.)
Frá Danmörku.
Ritstjóri „Extra-blaðsins“ i Kaupmanna-
höfn, F. Oisen að rafni, hefir verið dæmd-
Ufc- i 5800 kr. sektir, fýrir meiðyrði um
atvinnuveitendur.
Standmynd Christjáns Konungs IX.
Enda þótt samskotin til standmynd-
ar Chriljáns konungs IX. muni óvíða
hafa fengið nokkum byr hér á landi,
nema í höfuðstaðnum, er þó svo að sjá,
sem samskotanefndinni hafi tekizt, að hafa
saman nægilegt fé, og kvað i því efni
hafa munað mestu um framlög ýmsra
kaupmanna, sern búsettir eru i Kaup-
mannahöfn, en verzlun reka hér á landi.
Á þetta bendir það, að ráðstafanir
hafa þegar verið gjörðar í þá átt, að fá
líkneskið búið til í Danmörku, þvi að
eigi myndi samskotanefndin hafa hiaðað
því svo mjög, som raun er á orðin, ef
hún teldi féð eigi í hendi sér.
Nokkra óánægju hefir það vakið hér
á landi, að skrifstofustjóri Otafur Haltdors-
son, sem virðist hafa haft umboð af hálfu
samskotanefndarinDar, hefir snúið sér til
daDsks listamanns, til að fá standmjmd-
ina búna til, en gengið fram hjá íslenzka
listamauninum hr. FÁnari Jönssyni frá
Galt.afelli, sem kvað þó hafa látið i ljósi,
að hann hefði fúslega tekizt starfa þenna
á hendur, ef til hans hefði verið leitað.
En þar sem svo er að sjá — að því
er skýrt er frá í „IngólfU 17. marz þ.
á. —, sem hr. 01. Haltdórsson hafi gjört
þetta án vitundar samskotanofndarinnar,
ætti að vera fljótgert, að kippa þessu í i
liðinn, og vonandi, að samskotanefndin i
láti það eigi dragast, þvi að óne'tanlega J
er það skemmtilegra, og landinu meiri I
sómi, að standmyndin sé gjörð af íslenzk- |
um, en dönskum, listamanni, fyrst vér er- j
um svo heppnir, að eiga hans völ.
Bréf úr hofuðstahum
tit
ritstjóra „Þ]óöv.“
Jeg er yður þakklátur fyrir það, hvern-
ig þér hafið tekið tillögu rnilliþinganefnd-
arinnar í fátækra máluri um „öryrkja-
lífeyríu. — Almenningi hlýtur að rísa
hugur við þvi, að jafn háum skatti sé
dembt á þjóðina, og væri miklu réttara, |
að hækka eigna- og tekjuskatt í þessu
skyni, og lögleiða hækkun á erfðafjárgjaldi.
Um þetta mál fer eg svo eigi fleiri
orðum, en at’ því að blöðm gota sjaldan
um pólitiska lífið hér í höfuðstaðnum, þ.
e. meðal almenriÍDgs, og þar sem eg er
einn úr flokki alþýðunnar, og því vel
kunnugur rrieðal fjöldans, langar mig til
þess, að fara um það nokkrum orðum,
enda blað yðar allra blaða maklegast, að
flytja skoðanir vor alþýðumanna, sakir
afskipta þess af verkmannamálinu.
Helztu tiðindi, sern eg hefi að segja
yður, eru þau, að alþýðan hér í höfuð-
staðnum, eða sá hluti henuar, som notað-
ur hefir vorið, til þess að styðja hinn eða
þemia með atkvæðum sínum, við kosn-
ingar til alþingis, oða í bæjarstjórn, or
nú farinn að líta á laudsnaál, og kosn-
ingar, frá öðru sjónarmiði, on fyr, ogfar-
ið að skiljast, að hún getur sjálf verið
stórveldi, fylgt frarn síuum máluin, og
.teflt fram sínurn mönnum.
Meðal ýmsra helztu manna alþýðufé-
laganna hér mun þvi i ráði, að mynda
samband á yfirstandandi ári, og stofna
sérstakan pólitiskan flokk, er nefnir sig
jafnaðarmannaflokk (,,socíalista“), og verð-
ur sá flokkur þá fjölmennasti flokkurinn
hér í höfuðborginni, og þótt eigi sé langt
til næstu alþÍDgiskosninga, þá er þ.ið vod
rnín, að alþýðan verði þá orðin svo sam-
taka, og sé svo góðum mönnum skipuð,
að hún geti staðið, sem flokkur sér, og
komið að mönnum úr sinum flokki, ef
henni sýnist það hagfelldast.
Yerst er, að vér alþýðutnenn höfum
enn eigi neitt málgagn, nema ef „Al-
þýðublaðið“ ætti það nafn skilið; en það
er engu líkara, en ritstjóri þess, eða út-
gefendur, séu einatt að semja formíla,
og koma sér niður á stefnu þeirri, sem
blað þeirra á einhvern tima að hefja, og
hvort blaðið verður nokkru sinni annað
en formáli, er enn óvíst.
Heyrt liefi eg, að sjö af alþýðufélög-
um bæjarins séu að undir búa jafuaðar-
mannablað, sern byrji að koma út um
næstu áramót, eða ef til vill á þessu ári,
og vil eg vona, að það verði meirn, en
undirbúningurÍDn.
Stjórnmálaflokkainir hér í höfuðstaðn-
um, „Þjóðræðismenn“ „L mdvarnarmenn®
og stjórnarliðar (sem einu sinni kölluðu
sig „heimastjórnarmenn11, enerunúkafn-
aðir undir því nafni) gjöra ekki neitt, til
að tryggja sór fylgi alþýðunnar, og láta
jafn vel eigi svo lítið, að halda fundi
með þeim mönnum, er áður hafa fylgt
þeim að málum.
Félagið „Fram“ heldur að visu enn
þá fundi öðru hvorn, en ekki or liðið þar
betur kannað, en svo, að þar sitja menn
á fundum, sem dú eru þeim móthverfir
í pólitík.
Á f^usta ári tilveru sinDar héit „þjóð-
ræðisfólagið“ Liér öðru hvoru fundi, sem
bæði voru fróðlegir og skemmtiiegir; en
nú er þvi alveg hætt.
Jeg tel alveg vist, að þegar flokks-
foringjarnir fara að hóa saman hjörðinni
árið 1908, þá verði einhverjum hverff við,
hve marga vantar.
Re}'kjavik á þorraþrælnum
%
-------------
Vilhjálmur keisari til íslands.
Nú er fullyrt, að Vilhjálmur kei.ari
hafi ákveðið að heimsækja Island á kom-
anda sumri, og er búist við, að hann
komi um iniðjan ágúst, eða lit.lu fyr, og
hafi hér viku viðdvöl. — Keisirinn kvað
fyrst fara til Noregs, oins oa hann er
vanur, og þaðan kemur hann hingað.
Konungskoman.
Hraðfrétt, er birzt hefir í tveim Royk a-
vikurblöðunum, í þá átt, að „konuugs-
förin til íslandi hefjist, 24. júní, og vari
til 20. júli“, hedr rejmzt ósönn. — Ráð-
herrann hefir gert fyrirspurn hér að lút-
andi, og feugið það svar 20. rnarz, að
konungur komi ekki, fyr en síðast ijúlí,
eÍDS og áður hafði veiið ákveðið.