Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.04.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.04.1907, Blaðsíða 2
66 Þjóðviljinn. XXI., 17. Bækur. Páll Jónsson ljóðrnæli. Akureyri 1905, VIII+ J93 bls. 8 blaða brot. Þetta eru yfirlætislaus ljóð, óbrotin, Ijós og innileg. Höfundurinn hefir ekki staðið í neinum stórræðum og hann hefir haft hljótt um sig um dagana. Þó er nafn hans þekkt um allt land, því að sumt, af þessum ljóðmælum hefir verið birt áður og auk þess hefir hann gefið út ýms önnur skáldrit. En þótt hann hafi í engum stórræðum staðið, þá má þó sjá af ]jóðum hans, að einkunnarorð bókarinnar eiga engu síður heima á hon- um en öðrum: Gegnum sæ'u, sorg og voða, sumardýrð og vetrarþraut, myrkur, húm og morgunroðaj mörkuð er css lífsins braut. T'itLjóðlist Páls gengur ekki á háhæluðum skóm, til þess að sýnast meiri en hún er. Hann reynir ekki að fá á 9Íg spekings- orð með því að vera myrkur í máli, en segir blátt áfram frá sorgum sínum og Við lóukliðinn og lækjarniðinn jeg hlýddi á ástarorð af meyjar tungu. Með þessum hætti lýsir hann æsku- sælu sinni, en þetta er lýsing sorgarinn- ar, sem heldur vöku fyrir honum: Bak við liggur ónýt æfi, eyddir kraptar, voðanótt, sviknar tryggðir, sviknar vonir, svikin trú á eigin þrótt. Og æfisögu manna segir hann með þessum orðum: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. — Það er lífsins saga. Þetta eru ]jós dæmi þess, hve látlaust orðaval hans er og ljóst og hve króka- laust hann vekur samúð loísarans. Auðvitað er margt i bó’kinni, sem vel hefði mátt liggja kyrrt í skrifborðsskúff- unni, eins og í öllum ljóðabókum, en svo mörg faJleg kvæði eru í bókinni, að hik- laust má telja íslenzkum bókmenntum það til góðs, að hún var gefin út. Af þessum kvæðum neÍDÍ jeg, af handahófi, „fossinn og eikina“, bls. 5, „náfregn“ bls. 42, „rósirnar“ bls. 12 og „eptirmæli eptir Bernharð LaxdaP. Málið hjá Páli er látlaust og lýtalaust. Kveðandin er íburðar]au9, en víðast hvar rétt. Þó koma fyrir gallar á stuðlasetn- ing, helzt ofmargir stuðlar. T. d. á bls. 61. Degi hallar, dali alla dimmblá fyllir hitamóða; austur fjalla efstu hjalla enn þá ^yllir sólin yóða Hér er dýrt kveðið og vel kveðið, en g-in í seinustu línunni eru aukastuðlar og fer mjög illa á því í svo stuttri ljóð- línu. A bls. 6 vantar höfuðstaf, þar er: Og fossinn söng um storð og straum, hann söng ura ást og Fieyjn. St og eru engir Ijóðstafir i íslenzku. En nóg dæmi má nefna þess, að hann kann að kveða vel. Hér er eitt: Gleymist liríðin hörð og ströng í hreina, þýða blænum, við hinn blíða sumar söng og sól á hlíðum grænum. Annað dæmi er sextánmælt vísa á bls. 61. Enn má geta þess, að Páll getur ver- ið meinfyndinn. Það sýnir vísa hans um þegnskylduna á bls. 85: 0, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti’ hann vera mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. Og þá ekki síður vísan um gaddavír- inD bls. 91: Enn þá hefir alþing sýnt það elski sÍDa móður hlýtt! Það liefir hana þyrni krýnt | og þungum gaddasvipum hýtt. Frágangur er allur góður og bókin er yfir höfuð hin eigulegasta. Saga um Volsungarne, norsk þýðing á VölsuDgasögu eptir Torlew Hannaas, Oslo 1907. 184 bls. i 8 bl. br. A blaðsíðu í vinstri liendi er islenzk- an, prentuð eptir útgáfu Sophus Bugge, en þýðingin á biaðsiðu i hægri headi. Torlew Hannaas hefir ferðast hér á landi og talar vel islenzku. Hefir hann og lagt stund á íslenzku og forn fræðí Norð- urlanda. Má og sjá þess ljós merki á þýðingunni, að hann er vel að sér í báð- um málunura. Hann er maður frjálslyndur og einn þeirra manna, sem vildi að Noregur yrði þjóðveldi, en eigi konungsríki. Hann er og ákafur fylgismaður norskunnar og vill að hún sé einvöld í landinu, en vill byggja út hinni afbökuðu dönsku, sem hefir fylgt Austmönnum eins og apturganga frá þræl- j dómsöldum þeirra. Þorleifur fer og allra j manna bezt með móðurmál sitt. Jeg set hér til sanninda lítið sýnis- j horn: | Málrúnar skaltu kunna, ! ef þú vilt, at mangi þér j heiptum gjaldi harm; þær um vindr, þær um vefr, þær um setr allar saman Iá þvi þingi, er þjóðir skulu i í fulla dóma fara. í ! Maalruner skal du kunna, j I um ingen skal koma j og lona deg harm með hat. i Daim vind du, 1 7 deim vev du, deim set du isaman paa tinget, der folk torpast i hop og fer tll fullsette domar. ,Islaruls IPallí:4 náði nýlega fjór- um botnvörpimgum og fór með þá til Reykjavíkur. Voru tveir þeirra enskir, en tveir voru þýzkir. Englendingarnir játuðu brof sitt og gengust undir að borga j 1000 kr. í sekt hvor þeirra og missa afla og veiðarfæri. En Þjóðverjarnir létu dóm ganga í sínum málum og þrættu fyrir brot sin. Dómur féll á þá leið, að annar varð að borga 600 kr. í sekt, en hélt afla og veiðarfærum, fyrir þá sök, að ekki voru nægar sannanir fyrir því, að hann hefði veitt i landhelgi. Hinum var gerð 1200 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Menn henda mjög gaman að ræðis- manni Þjóðverja, ThomseD kaupmanni, fyrir það, hversu fast hann sótti það, að landið yrði hlutræningi fyrir þessum þýzku sökudólgum. Það var og broslogt, er hann hélt að einkennisbúnÍDgurinn veitti sér einhver sérréttindi gagnvart dómstólnum, Eu það er íllt gaman að hvetja útienda fiskimenn til að vefengja leiðarbréf og skýlausar mælingar strand- varnarmanDa. Stórþjóðir hafa eigi of-mik- inn beyg af lögreglu smáþjóða, þótt lands- menn reyui eigi sjálfir að ala á ofmetn- aði þeirra. Grundvellir ,Logréttu‘. „Lögrétta“ hefir hingað til viljað kalla viðtal þingmanna vorra við danska þing- menn í sumar, sem leið, grundvoll undir samningum um samband íslands og Dan- merkur. En nú hefir hún fund'ð annan grundvöll og er það „einiægur bróður hugur milli beggja þjóðanna“. Hún átelur landvarnarmenn fyrir það, að þeir vilja eigi leika tveim skjöldum, en krefjast einarðlega og undirhyggjulaust fulls sjálfstæðis oss til handa. Slíkt tel- ur hún hættulegt sínurn tvöfalda grund- velli. Hún vill vara meDn við að stíga niður úr tviskinnungnum. En þessum grundvallartvískinnungi mun þó svipa svo mikið til voríssins, að hollara verði að reyná hann, áður en langt er gengið út á hann. — „Ingólfur“ getur þess i svari sínu til „Lögróttu1,, að Eirik- ur Briem segi svö í æfisögu Jóns Sig- urðssonar, að erlenda valdið korn hingað í nafni friðarins á 13. öld, á 16. öld í nafni trúarinnar og um miðja 19. öld í nafni frelsisins. E*i vargurion hefirjafn- an kastað sauðargærunni, þegar íslenzka barnið var gengið honum i greipar. Þessi fjórða sauðargæra, bröður hugar- inn, verður naumast holdgróinn á honum. Þeir bregða oss landvarnarmönnum um tortryggni, stjómarsinnarnir. En vork- unarlaust er þeim þó að vita að satt er hið fornkveðna: gáttir allai, áðr gaDgi fram, um skygnast skyli og verða eigi svo trúgjarn að eiga frelsi ættjarðar smnar undir heiðríkum himni hlœjandi herra. ,Reykjavikin‘ flutti á laugar- daginn vnr langt svar til Sigurðar alþin. Stefáussonar, út af rlkisráðssetunni. I næsta blaði skulu til bráðabirgða talin helztu munnskál])in i grein þessari. En vænt- anlega mun Sigurður rekja sjálfur garn- irnar úr henni, þegar ferð fellur, eptir að hann hefir lesið haua. r

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.