Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.04.1907, Blaðsíða 1
Verð árganqsxns (mmnst
60 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlmdÍ8 4 kr. 50 aur.,og
'x Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
a larlok.
ÞJÓÐ VILJINN.
— —1= Tdttugasti og fyrsti ákgangdb. =|—=-
grcl= RITSTJÓRI: SKÚLI THOKODDSEN.
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komið sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
horgi skuld sína fyrir
hlaðið.
M
17.
BeSSASTÖÐDM, 17. APRÍL.
19 0 7.
Alnienniiigsdóinar.
Almenningsdómar eru eins og þunga-
straumur í stórfljóti. Hann rífur alltmeð
sér, sem er lauslegt, og ekkert stenzt við
honum, nema jarðfastir klettar og þó eyð-
ir hann þeim og máir þá, er til lengdar
lætur. Eins er farið hinni straumþungu
moðualmenningsálitsins. Meðþeim straumi
fljóta flestir, en þó eru örfáir bjargfastir
viljar, sem hún haggar eigi, og enn færri
„laxar, sem leita móti straumi sterklega
og stikla fossau.
Almonningsálitið er hlíf þjóðarinnar
gegn illvirkjum og sterkasta aflið i and-
legu 1 ífi hennar. Það skipar fyrir um
breytni rnanna og leggur við þung víti,
ef af er brugðið. Vegna þoss er enginn
hlutur eins góður til þess að þekkja af
honum hug þjóðarinnar, því að hann sýnir,
hvað hún vill og hvað hún bannar og
hvHð hún þolir.
Eptir þenna inngang vil eg biðjainenn
að athuga, hvað islenzka þjóðin þolir ekki
og þolir.
Hún þolir ekki, að menn séu fátækir
og því síður, að þeir láti mál þjóðarinnar
til sín taka, sem eru það. Hún þolir
ekki, að menn drekki og lætur þá sjaldan
njóta sanDmælis, sem það gera. Hún hefir
nákvæmar gætur á þeim viðskiptum karla
og kvenna, sem engan varðar urn, og
liún „þolir ekki, að nefndir séu á nafn
þeir hlutir, sem skírlifustu hjörtu geta
ekki einu sinni án veriðu i vonum sín-
urn og draumum. Htín þolir illa, að stúlka
eigi barn í lausaleik. Hún þolir alls ekki
þjófnað og þvi síður manndráp.
En hún þolir mönDum ódrengilegan
fjárafla, ef menu ofnast, og hún þolir
lieimskum mönnum og illgjörnum að fjalla
um almenningsmál, ef þeir eru efnaðir.
Hún þolir mönnum að ganga í æv'langri
vimu ofmetnaðar og hroka yfir því, að
geta látið vín ódrukkið. í viðskiptum
karla og kveDna. þolir hún allt, sern bjóna-
sængin er breidd yfir. Leppinn og gauk-
inn þolir liún báða. Hún þolir ódreng-
skap i viðskiptum, ef ekki varðar við lög,
og hún hefir enga hugmynd um það, senr
málshátturinn segir: að vega með orðum
er einnig uiorð.
Þessu svara allir, ef þeir i ru spurðir
um; l:vað íslendingar þoli ekki, eða þoli.
Svörin eru og rétt, en þessir sömu gallar
eru á hæztarétti allra þjóða, almennings
álitinu. Þetta einkennir því ekki íslenzka
almenningsdóma.
En leitið og munuð þér finna. Tii
eru oinkenni á almenningsdómum Islend-
inga. Athuga þú lesari, hver þau muni
vera. Gleðstrr svo i hjarta þínu, ef þér
þykja þau góð. En þyki þér þau all-ill,
sem mig grunar, þá láttu enga stund lrða
svo, að þú reyDÍr ekki að afmá þau.
Þjóðin þoldi ekki Hallgerði oststulu-
ídd, en htm þoldi Sturlu, Þórði og Gfiz-
uri og ótal mörgum fleiri b»naráð við
sjálfstæði landsins, er þeir höfðu í frammi
til þess að ná í völd og rnetorð. Hún
hefir þolað og þolir sínum eigin sonura
að vinna á móti frelsi og velferð lands-
ins og leita trausts og upphefðar hjá or-
lendu valdi.
Þetta þol og langlundargeð verður
banamein þjóðaririDar, ef hún heldur upp-
teknum hætti. Almenningsálitið á að
vera hlíf þjóðarinnar við illvirkjum, al-
mennur áfollisdómur á að vera kveðinn
upp yfir þeim, sem meta eigi sóma og
sjálfstæði ættjarðarinnar meira en allt ann-
að. Sá á að vera vargur i véum, sera
snýst á móti þjóðinni í áhugamálum og
sjálfstæðisbaráttu hennar. Mudúu fáir
gera sig svo djarfa, ef æðsti dómstóll vor,
alþjóðadómurinn, væri svo skörulegur sem
vera ber.
En allt er þetta á annan veg, þegar
þessi þjóð kemur fram með fullar sjálf-
stæðiskröfur sínar í heyrandahljóði, þá
hrekkur hún við, er hvin heyrir sinn eig-
in rnálróm. Svo er hún hjartvoik orðin
af margra alda kúgUD. Ef hún hefði
eigi tekið þenna sjúkdóm, þá mundi marg-
an bresta hug til þeirra óyndisverks, er j
hann befir nú frammi. j
Hvers vegna þorðu menn að setja sér- j
mál vor iradir ríkisráð Dana? Hvers vegna
þorði nokkur Islendingur að verða ráð-
herra Islands með þoim hætti, að dansk-
ur ráðgjafi bæri ábyrgð á útnefningu hans
og fyrirvari þingsins 1903 yrði ónýttur
þar með, srðasta tóin slitin, sem það ætl-
aði að hafa sér til bjargar úr skipsreka
í brimi innlimunarinnar'? Hvers vegna
þorir Hannes Hafstein að halda öllum
stjórnarfrumvörpum leyndum fyrir íslend-
ingum, en fara með þau til Khafnar og
bera þau undir danskt rrkisráð? Hvers
vegDa þorir hérlendur stjórnarflokkur að
berja það blákalt fram, að vér geturn eigi
verið annað en hluti úr öðru riki? Hvers I
vegria þora menn hér á landi að fara með
hrópyrði um þá menn, sem krefjast sjálf-
stæðis fyrir þetta land, með óhrekjandi
rökum og hógværuri orðum? Hvers vegna
þora menn að gera yfirlýsingar um að
vér þiggjum fjórðung milljónar af krónum
hjá annari þjóð og það svari eigi kostn-
aði fyrir oss að vera sjálfstæðir? Hvers
vegna þora menn að segja, að vér höfum
slikan ölmusustyrk, en engar skyldur og |
telja os8 unandi við slika smán? Hvað- |
an kemur möniium djörfung til aðsegja,
upp r opið geðið á þjóðinni, að sómi henn-
ar og sjálfstæði sé ekki 30OC00 króna
virði, eins og þeir gerðu, sem rituðu und-
ir „Káramál“ í „Lögréttu“? Hvers vegna
þora menn að reyna að vekja sundrung
meðal landsmanna, hvenær sem tilraun
er gerð til að fá þá til að heimta sjálf-
stæði sitt einum munni? Hvers vegna
þorir nokkur maður að segja Islendingum,
að þeir eigi að hafa danskan þegnrétt í
sínu eigin landi? Hvers vegna þorir Jón
Ólafsson að rita allt, satt og logið, sem
hann heldur að geti spillt fyrir fánamál-
inu? Hvers vegna þorir Hannes Hafstein
að láta vini sína og fylgifiska gefa 3’fir-
lýsingar á móti ísleDzka fánanum? Hvers
vegna gera kaupmenn sig svo djarfa, að
gera samtök til þess að spilla þvi, að vér
fáum vorn eigin fána? Hvers vegna hafa
þeir djörfung til að láta alþjóð manna
vita um slikt tiltæki? Hví þorir Hann-
es Hafstoin að láta þing órofið?
Þetta eru engir ofurhugar og enginn
þeiria mundi hafa hug til slikra hermd-
arverka, ef hann vissi eigi að þjóðin er
svo hjartveik, að hún þolir ekki að heyra
sinn eigin málróm. Þeir vita að hún
dærnir þá ekki óalandi og óferjandi, sem
sjálfsagt er.
Þessi eru einkennin á islenzkum al-
menningsdómum. Þau sýna að við hjarta-
rætur þjóðarinnar gin sá ormur, sem skjótt
þarf að ráða af dögum, því að annars er
henni bani búinn.
Ereista þú að verða svo hugaður og
happadrjúgur sem Sigurður Fafnisbani,
lesari góður.
Miwiim......
Ritsímaskeyti
til „Þjóðv.“
K.höfn 9. april.
Norðurheimsskautsför.
Peary norðurheimskaiKsfari ætlar að
fara eina ferð enn norður eptir 1908.
Saxild
fyrrum yfirforingi á „Fálkanutnu er
sagt, að eigi að verða forstjóri sjómála-
stofunnar.
Frá Póllandi.
I Lodz á Póllandi eiga ýmsir vork-
maDnaflokkar í mannskæðum br.dogum.
Margir menn dre]inir daglega.
Frá Mexico.
Basillar, fyrverandi forseti í Guatemala,
hefir verið myrtur í þinghúsinu í Mexico.
11. apr. kl. 6 e. h.
Lausn frá embætti
hefir Einar Benediktsson sýslumaður
feDgið, með eptirlarnum.
Heiðursmerki.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld í
Edinborg, hefir verið sæmdur riddara-
krossi dannebrogsorðunnar.
Frá Rússlandi.
Mikill ágreiningur á þinginu i Péturs-
borg við stjórnina, sökum banns hennar
gegn því, að sérlræðingar, sem ekki eiga
sæti á þingi, séu tilkvaddir til ráða.