Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1907, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1907, Síða 2
90 Þjóðv*iljinn. XXI., 23.-24. ina (rBörsen“), og var i honum lík at' nokkura daga gömlum dreng, sem auð- j sætt þykir, að ha.fi verið kyrktur. Biskup, i stað Friðriks sáiuga Níelsen, ; hefir vorið skipaður Carl Wegener, próf- j astur, mikilsv’rður klerkur, 56 ára að aldri. j t Ijátinn er í Danmörku dr. Driebein, j 71 árs að aldri. — Hann var fyrrum tal- j inn einn af helztu læknum Dana. Skólakennari á Sjáiandi gaf nýlega j einum námspilta sinna svo duglega sitt j undir hvorn, að talið er liklegt, að dreng- j urinn verði heyrnarlaus alla æfi. — I öðrum skóla á Sjálandi barði kennari 13 vetra gamian dreng, svo að hann féll, og tókst svo óheppilega til, að drengnrinu fótbrotn iði. — - — Noregur. Norskur klerkur i Bergen, Carl Kovow að nafni, sem talinn er merk- ur guðfræðingur, og lærður vol, lýsti því ný skeð yfir i fyrirlestri, er hann flutti, að hann tryði þvi eigi, að Kristur hefði fæðzt af óspjallaðri jómfrú, og leggði held- ur eigi trúnað á það, að hann hefði risið upp á þriðja degi. — Söfnuðurinn hefir nú krafizt þess, að prestinum sé vikið frá embætti, og verður þvi höfðað mál gegn honum. Björnstjeme BjÖrnsson hefir tekið svari prestsins all-einarðlega, sem hooum er lagið. 3. mai næstk. ætlar visindafélagið i Kristianiu að minnast 50 ára aímælis síns. Björn Björnson, soniir Björnstjerne skálds, hefir nýlega lýst þvi yfir, að hann muni hætta leikhússtjóm í Kristianíu næsta ár, með því að honum hefir boðizt lifvænlegri staða í Kaupmannahöfn, og á Þýzkalandi, ef hann vill gjörast leik- hússtjóri þar. — — — Svíþjóð. Ríkisþing Svía hefir nýlega samþykkt breytingu á grundvallarlögum ríkisins, er veitir konurn rétt til þess, að gegna kennara- og læknaembættum, sem og embættum við vísindasöfn o. fl. — Presta- og lögfræðinga-embættum mega þær þó ekki gegna. — Grundvallarlaga- breyting þessi fær og eigi lagagildi, nema ríkisþingið samþykki hana aptur, eptir að kosningar eru um garð gengnar. — — Bretland. Sýning danskra málverka var haldin í Lundúnum í aprílmánuði. I næstk. ágústmán. ætla „Esperanto“- menn frá ýmsum löndum að halda fund i Cambridge, og verður þá leikið eitt af leikritum Shakespeare’s, ér snúið verður á rEsperanto“. — Mælt er, að veitinga- þjónar, og lögreglumenn, er verða fund- armönnum til aðstoðar, eigi og að nema þetta nýja mál. Forsætisráðherrar brezku nýlendanna hafa setið á fundi i Lundúnum í april, og hófst fundurinn 15. apríl. Hefir hver dýrindisveizlan rekið aðra, og sátu 1600 manna að borðum í einni þeirra. Sérstaklega hafa Bretar sýnt Louis BotJia, forsætisréðherranum í Transvaal, mikið dálæti, enda gat hann sér frægðar- orð mikið í ófriði Breta og Búa, sem kunn- ugt er. Fundi þessum er ætlað, að ræða ýms málefní, er tryggi sem bezt samband ný- lendanna við Bretland, og styrki sem bezt heimsveldi brezka þjóðflokksins. Hundasýning var haldin i Lundúnum 25. april, og hlutu fegurstu hundarnir verð- laun; einri þeirra, er verðlaunum var sæmdur, átti Alexandra drottning. — — Holland. I héraðinu Ering, sem er í grennd við borgina Dortmund, gjörðist nýlega hryllilegur atburður, með því að verkmannafjölskylda, hjón, og fimm börn þeirra, fundust öll myrt, og fljótandi i blóði sínu, er að var komið. — — — Brakkland. I næstk. júnímánuði legg- ur hertoginn af Orleans af stað frá Bergen í Noregi í norðurheimskautaför, á skip- ! inu „Belgica“, og er gert ráð fyrir, að j : ferðin standi yfir í 5 mánuði; en vistir ] ! ætlar hertoginu að hafa með sér til tveggja ; ára. Bankastjóri, Benoit að nafni, er stýrði ' i einum af stærstu bönkunum í Paris, var j i nýlega skotinn til bana á skrifstofu sinni. I i — Kaupmaður, er Caroit nefnist, vann ^ : verkið, 0» kvað hann hafa skuldað banka- I 7 O i stjóranum all-mikið fé, og þeim að lík- indum samið miður vel. Blóma-sýning verður haldin i París í sumar. — Mælt er, að LeopoJd, Belga konungur, YHhehnína, Hollands drottning, og Vilhjáhnar keisari, ætli öll að senda blóm úr blómgörðum sínum á sýningu þessa. Yeitingafiússþjónar gjörðu verkfall í París um miðjan apríl, og gat forsætis- ráðherra Frakka áunnið það, að ágrein- ingurinn var lagður í gjörð. svo að verk- fallið endaði 20 apríl. — Meðal annars, sem ágreiningi olli, var það, að veitinga- hússþjónarnir vildu hafa heimild til þess, að láta sér vaxa yfirskegg, og áunnu þeir sér heimild til þess. j Eldur kviknaði í vopnabúri í Toulon 23, april, og urðu svo mikil spjöll, að skaðinn skiptir millj. franka. — 30 inenn fengu brunasár. Þýzkaland. 23. apríl vildi það slys til á einni af aðal-götunum í Dresden, að mótorvagn rann á hjón, som voru á gangi, og biðu bæði bana. — Vagninn rann síðan á vegg, og hlutu tveir menn, sein í vagninun voru, mikil meiðsli; en vagnstjórinn, sem eigi hafði getað haft neina stjórn á vagninum, skundaði brott, og hengdi sig Vakið hefir verið máls á því, að hald- ie yrði heimsýning mikil í Berlín árið 1913; en nú er hætt við þá fyrirætlun, og því borið við, að óvíst sé, nema Þjóð- verjar lendi i ófriði innan þess tíma. Þjóðverjar hafa nýlega tekið tuttugu rnillj. sterlibgspunda að láni, og bauðst þeim 45 sinnum meira fé, en þurfti. t Látinn er 10. apríl þ. á. Ifjnaz Auer, einn af foririgjum jafnaðarmanna. — — Svissland. Seint í apríl hefst í borg- inni Ziirich raál gegn fimm stjórnleys- ingjum, er uppvísir hafa orðið að því, að hifa bóið til vítisvélar. — Ætluðu þeir að reyna eina þeirra, og skildu hana því eptir á almannafæri á næturþe’.i; en lögreglumenn fundu hana, og hlauzt því ekki slys af. — — — Spánn. Stjórnin hefir farið fram á, acf auka útgjöld til flotans um 600 þús sterl- ingspunda, og vill, meðal annars, verja því fé, til að víggirða ýmsar hafnaborgir. ítalía. Jarðskjálftar urðu all-miklir á Italíu 25. apríl, en ollu þó, sem betur' fór, engu tjóni. — En um sama leyti' gjörðist- sá atburður i dómkirkjunni í Camarata á Sikiley, að stúlka ein æpti upp: .Frelsi sig hver, sem getur“. — Sló- þá svo miklum ótta að söfnuðinum, aðJ margir tróðust undir fótum, og hlutu mikil meiðsli. 18. apríl kom Játvarður, konungur, og Alexandra, drottning hans, til borgarinnar Gaeta á Ítalíu, og veitti Victor konung- ur Emanuel konungshjónunum beztu við- tökur. — Tólf itölsk herskip, og tólf tundursnekkjur, tóku á móti konungsskip- inu, með fallbyssuskotum og húrra-ópum. — Bæjarstjórnin í Gaeta sendi og Alex- öndru, drottningu, fagran blómsveig, er á var letrað, að hann væri til „heimsins voldugustu og fegurstu drottningar“. — Ekki fór Játvarður konungur til Róina- borgar, og mun það valdið hafa, að hann vildi eigi styggja stjórn Frakklands, sem er lítill vinur Píusar páfa X. um þessar mundir. Yms blöð láta i Jjósi, að funuur kon- unganna i Gaeta muni Jeiða til meira vinfengis rnilli Breta og Itala, og er jafn - vel gert ráð fyrir, að Bretar, Frakkar,. Spánverjar og ItaJir, muni gjöra með sér bandalag, og likar Þjóðverjum því þetta vinfengi Breta og Itala mjög illa, enda hafa Italir lengi verið bandamenn Þjóð- verja og Austurríkis. — — — Austurríki og IJngverjaland. 12. apríl varð járnbrautarslys í grennd við Dorozsma, og biðu 4 menn bana, en 23 hlutu meiðsli. Púðurforðabúr i Mals sprakk í lopt upp 24. april, og biðu 2 menn bana. f Dr. Mosetíg, frægur læknir, drekkti sér i Dóná 26. apríl síðastl., sakir geð- veiklunar. — Hann er kunnastur af því, að hann tók fyrstur lækna að nota joðo— formið. Vatnsflóð urðu mikil í Tyrol í april, er sópuðu burt brúm, skemmdu járnbraut- ir o. f 1., og streymdi vatnið inn í mörg þorp, og ollu ýmsuin skemmdum. — Mann- tjón varð þó lítið, því að eigi er þess getið, að drukknað liafi, nema fjórir menn. Rússland. Agreiningur varð milli rik- isþingsins og Stolypin’s, forsætisráðherra, og var tilefníð það, að þingnefodir höfðu leitað upplýsinga hjá utanþingsmönnura,,. að því er snerti hungrið í ýmsum héruð- um landsins o. fl. — Taldi Stoiypin þacf ólöglegt, og vildi, að þingnefndirnar leit- uðu til stjórnarinnar, ef þær teldu sig vanta einhverjar skýrslur, eða Þiðbeining- ar. - Agreiningur þessi jafnaðist þó á þann hátt, að nefndunum skyldi heimilt, að leitu álits utanþingsmanna, ef þeir eigi tækjn að neinu leyti þátt í störfum nefnd— anna. Golovin, forseti dumunnar, hefir mót— mælt því, að stjórnin láti lögreglumeDn yera i, þinghúsinu, nema forsetar þingsins'

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.