Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1907, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1907, Qupperneq 4
100 ÞjÓÐ YILJINN- XXI., 25. Skipsbáturinn, og ýmislegt smálegt var rekið i land; en lik höfðu engin borizt að landi, er síðast fréttist. ÍJr Býrafirði er ritað 17. maí þ. á., að þar hafi i uppstign- ingardagshretinu Í9. maíj orðið hné-snjór á lág- lendi, og versta ófærð til fjalla. Báta-ábyrgðarléIag Isfirðinga. Af fé því er síðasta alþingi veitti til ábyrgð- ar mótorbáta, hefir bátaábyrgðarfélag Isfirðinga fengið 2500 kr. Uafnarstæði i Vestmannaeyjum hefir Krábbe. verkfræðingur nýlega rannsakað, og lizt þar vel á. — Á suður- strönd landsins telur hann á hinn bóginn hvergi munu geta verið um hafnargjörð að ræða, nema ef vera skyldi í Þorlákshöfn. 25 ára afmæli Hólasköia. Ymsir búfræðingar, er nám hafa stundað á Hóla- skóla, hafa, áformað, að minnast 25 ára afmælis búnaðarskólans á komandi vori, og 'nalda í því skyni samkorúu að Hólum. Hnsbruni. Á Fáskrúðsfirði brann nýskeð hús, er Olafur |i Eyjólfsson átti. — Greiniiegar fregnir um brun- j ann eru ekki komnar. i Stykkishölnisvei zlunarstaður. Hreppsnefnd Stykkishólmshrepps hefir nýlega keypt */4 hluta jarðarinnar Grunnasundsnes, sem verzlunarstaðurinn Stykkishólmur er partur af. — Kaupverðið var 20 þús. króna, og seljandi Samúel Richter, fyrrum verzlunarstjóri i Stykkis- hólmi. Þilskipa-hlutafélag, er nefnist „Græðir“, er nýlega stofnað i Reykja- vík, og eru stofnendur þess: Runól/ur Ólafsson i Mýrarhúsum, Higurður Jónsson í Görðunum, Þorst. J. Sveinsson, skipherra, og Þorst. kaup- maður Þorsteinsson í Bakkabúð. Hlutaféð er 110 þús., sem stjórninni er heim- ilt að auka upp í SOO.þús. króna. — Hver hlutur er 100 kr. j Slátrunarhús í hafa Skagíirðingar áformað að reisa á Sauðár- krók, þó að það komist að líkindum eigi á fót, fyr en á næsta ári. ESessastaðir 30. maí 1907. Prýðisgóð tið hefir baldizt hér syðra, síðan um hvitasunnuna, er batinn kom. — Veðráttan fremur stillt, náttfall mikið um nætur, og sól opt á daginn. — Tún eru þvi sem óðast að gróa. Á norður- og austurlandi einnig sögð hagstæð veðrátta. „Ceres“ kom frá Vestfjörðum aðfaranóttina 22. þ. m. — Meðal farþegja var dr. Björn Bjarna- son frá Viðíirði, og frú hans, alflutt frá ísafirði til Reyky'avíkur. „Ceres“ lagði af stað til Austfjarða, á leið til útlanda, 25 þ. m. —Með skipinu fór fjöldi verka- fólks, sem leitar sér sumaratvinnu á AustfjÖrð- um. Sjra Magnús Helgason, kennan við Flens- borgarskólann, og frú hans, róku sér far til út- landa í þ. m. Ætlar síra Magnús Helgason meðal aunars, að kynna sér fyrirkomulag kennaraskóla á Norðurlöndum. Bæjarbryggjuna í Reykjavík hafði bæjarstjórn- in nýlega ályktað, að leigja einhverju félagi (líklega helzt Ásgeiri kaupmanni Sigurðssyni, Tr. Gunnarsyni, og félögum þeirra.) — Þessu mótmælti borgarafundur í Reykjavík, með 89 at- kvæðum gegn 9, en vildi að bæjarstjórnin hefði alla umsjá með bryggjunni, og setti hæfan mann til að hafa eptirlit með notkun hennar, húsum- og áhöldum. — Geymsluhús Landsbankans, við bryggjuna, vildi fundurinn, að bæjarfélagið keypti eða léti flvtja burt. Fundur þessi var haldinn að tilstuðlan Kr. Ó. Þorgrímssonar, bæjarfulltrúa. Frá Thore-félaginu komu tvö skipfyrir skömmu — Annað skipið hét ,,Norröna“, og kom frá Austfjörðum 18. maí, og fór tveim dögum síðar til Ólafsvíkur. Hitt skipið var „Mjöluir11, er 21. maí kom. i frá Leith. — Með því skipi kom Jón Jónasarson ! (organista Helgasonar), er hafði fyrir nokkru. brugðið sér til New-York. — Skipherra á „Mjölni“ var H. C. Jensen, sami maðurinn, er var skip- herra á Tryggva kongi“, er hann fórst í hafís- hroðanum í vetur, er leið. Danskur maður, Georg Bertelsen að nafni,. er væntanlegur til Reykjavíkur 6. júní næstk., og ætlar að kenna unga fólkinu ýmiskonar dans- leiki. — Bertelsen er danskennari í Kaupmanna- höfn, og æfir leikendur kgl. leikhússins í K. höfn j þeirri grein. „Kong Helgi“, skip Thore félagsins kom til Reykjavikur frá útlöndum 27. þ. m. Prentsmiðja Þjóðviljans. 206 „Já, já“, svörnðn þeir báðir, sem einum rórni. „Hlustið þá á eiðstafinn“, mælti eg, og haíði upp orðin fyrir þeim, og sóru þeir síðan báðir, og lyptu hönd- iuni til himins. White sór fyrst. -Jeg Samuel White“ mælti hann „lofa og sver, að 13. júlí 1863, er ellefu ár og átta mán- uðir eru liðnir frá þessuin degi, skal eg mæta á þeim stað, er Robert Deering ákveður, og fyrirfara rnér þar sjálfur, til þess að fullnægja dauðadómi þeim, er í dag hefir að maklegleikum verið kveðinn yfir mér“. Eb er hinn maðurinn hafði einnig unnið eiðinn, lét eg þá fá mér skammbyssur sínar, og skaut upp í loptið, svo að bergmálaði i fjöllunum. Að því loknu slakk eg báðum byssuhlaupunuin inn í eldinn, svo að þau urðu hvitglóandi, rétti eigendunum, og mælti: „Til merkis um, að þið hafið hug, til þess að full- nægja eiði ykkar, skipa eg ykkur, að þrýsta byssuhlaup- inu í vinstri lófann“. Þeir hörfuðu báðir undan, en jeg lét engan bilbug á mér finna, hvernig sem þeir báðu, og höfðust undaD, svo að eptir fáeinar sekúcdur höfðu þeir þrýst. glóandi byssuhlaupunum í hinar skjálfandi hendur sinar: Félagar mínir heyrðu skotin, og urðu því eigi lítið forviða, er þeir sáu oss alla koma lifandi aptur. Þeir játuðu' þó, að eins og ástatt væri, hefðum vér naumast getað verið án mannanna, og voru þeir siðan báðir i vorum hóp eptir, sem áður. Glæpamerinirnir veiktust ekki, en allir a’’rir félaga vorra fengu bóluveikina, og loks fór svo, að vér vorum um að eins þrir á lífi. 207 Jeg var nú heldur ekki neitt hraeddur um, að þeir létust úr veikinni, þvi að jeg treysti þvi, að guðleg rétt- vísi léti þá eigi komast undan hegningu þeirri, er eg hafði ákveðið, sem fyr segir. Jeg treysti því þá, ekki siður en nú. En það hefir dregizt'lengi„ iniklu fengur, en tilætl- un mín var, að dagur hefndarinnar rynni upp. Samuel White hefir batt fyrir brot sitc, og það ein- iriitt á þeirri stundu, er heimslánið hossaði honum hæðst, og nú á þessi maður, þrátt fyrir alla slægð sina, að líða maklega hegningu, eptir tuttugu og fimm ára sálar-angist.. XXXV kapítuli: Hefndin. Deering hafði nú lokið frásÖgn sinni, og gjörðist dauðaþögn, unz hann vék sér aptur að Dalton, og mælti: „A jeg að sýna yður yfirvalda skipun um handtöku yðar: er gefin var út í San Francisco. „Jeg get látið taka yðnr fastan ídag, ef jeg vil“. Þetta mælti DeerÍDg, rneð ógurlegri og ógnandl röddu, Thomas Dalton sá, að Maria var náföl, og að ang- istin skein út úr andliti hennar. Saga Deering’s hafði haft tilætluð áhrif. Nær vit- stola, og kvalinn af sálar-angist, æddi Dalton til vélar- innar, er var á fleygi ferð. „Þessa smán vil eg eigi láta ykkur þola“, mælti hann, leit til himins, og þreif báðum höndum um látúns- hnappana á vélintii. „Faðir — faðir minn deyr!“ æpt: María, og ætlaði að hlaupa til hans, en Deering, sem vissi nú til hvers

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.