Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.07.1907, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.07.1907, Blaðsíða 1
Verð Argangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50• Borgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. — -1= Ttjttugasti og fye'sti ÁKGANGUB. =1..— RITST JÓRI: SKÚLI THO.RODDSEN, —>— TJppsögn skrifleg, ógild nema komið sé til útyef- anda fyrir 30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi ■ samhliða uppsögninni borai skuld sína fyrir blaðið. M 35. Bessastöðum, 29. júlí. 19 0 7. fjtj órnarskrdrbreijtingin í síðasta nr. „Þjóðvú var stuttlega drepið á aðal-ákvæði stjórnarskrárbreyt- ingafrumvarpsins. Frumvarp þetta var til fyrstu nmræðu í .neðri deild 24. júli, og voru þá tveggja kl.tíma umræður um málið. — Vildu stjórn- arandstæðingar, er umræðurn var lokið, að málinu væri þegar vísað til 2. umræðu, eins og siður er um flest frumvörp, nema fjárlögin, til þess að flýta fyrir meðferð þeirra á þinginu. — En þessu hafnaði stjórnarflokkurinn, og var tiilagan þvi felld, að viðhöfðu nafnakalli, með 16 atkv. gegn 8, og fyrstu umræðu málsins frestað. I nefnd, til að íhuga frumvarpið, voru síðan kosnir, með hlutbundinni kosningu: Ouðl. OuðmuncLsson, Guðm. Björnsson, Skúli Thoroddsen, Pétur Jbnsson, Hannes Þor- steinsson, Einar Þbrðarson og Jbn Jónsson frá Múla. Formaður nefndarinnar er Ouðl. Guðmundsson, en skrifari Ouðm. Björnsson. Af hálfu flutningsmanna töluðu: Skúli llioroddsen og Stefán kennari Stefánsson, en af hálfu stjórnarmanna: Guðl. Guð- mundsson og Lárus H. Bjarnason. Ef byggja má á ræðum þeirra Guðlaugs oí Lárusar, að því er afstöðu stjómar- armanna til frumvarpsins snertir, virðist eigi blása sem býrlegast, að koma máli þessu fram á þingi. Væntanlega gerir „Þjóðvú í næsta nr. sínu nokkra grein fvrir umræðunum, s im udj málið urðu. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.u Kaupmannahöfn 23. júlí 1907. Konungsförin. Þegar „Birmau, „Atlanta" Og „Geys- iru lögðu af stað á sunnudaginu (21. júlí), var mikill mannfjöldi samankominn, er kvaddi konung með húrra-ópum. — Veð- ur var bjart og fagurt, og kveðjuskot dundu frá virkjunum, er farið var fram hjá. — I gær fréttist af skipunum í Skage- rak, og var þá kyrr sjór. — „La Couru fer héðan i kvöld. . I grennd við Ilolstebro hengdi ráðs- kona húsmanns nokkurs þrjú börn hans, sem og þrjú börn, or hún sjálf átti, og síðan sjálfa sig. Frá Koreu. Koisarinn hefir sagt uf sér völdum, og selt þau í headur krónprinzinum.— Róst- ur all-miklar í Koreu, en líklegt, ið Jap- önum takist að sefa þær. Manntjón. Frá Saiifi anci«co símritað, að gufu«kip- ið ,,Columiau hafi rekizt á annað skip, og farizt. - Drukknuðu 69 menn, en 144 varð bjargað. Frá Frakklandi. Æfingatilraunir loptfarsins „Patria“ hafa tekizt einkar vel. Kaupnsannahöfn 25. júlí 1907. Konungur í Færeyjum. Frá Trangisvaag er símritað, að _Birma“, „Atlantau, „Geysiru og „Heklau hafi kom- ið þangað í gær (24. júlí), eptir að hafa komið við í Vogi („Waag“). — Af ibú- um Suðureyja var helmingurinn viðstadd- ur. — Konungur horfði i landi á þjóð- dansa, og bauð helztu mönnum til veizlu út á skip sitt. — I kvöld er lagt af stað til Þórshafnar. Eldsvoði er í borginni Victoría í British Columbía. gregnir frd alfjingi. IV. Húsmœðraskólar. Frv. um stofnun tveggja húsmæðraskóla bera fram í neðri deild: Pétur Jönsson, Stefán í Fagraskógi, Stefán kennari, Jon Magnússon og Þbrh. Bjarnarson. — Skól- arnir skulu vera í sveit, cg hafa jörð til afnota, og sé annar fyrir Suður-og Vest- urland, en hinn fyrir Norður- og Aust- urland. Bóklega kennslan á aðallega að fara fram með fyrirlestrum í fræðigreinum þeim. er að húsmóðurstörfum lúta, og skál lögð sérstök áherzla á kenoslu móðurmálsins, sögu landsins, og að skýrð sé þýðing konunnar fyrir heimili og þjóðfélag. — Reikning og reikningsfærslu skal og kenna, og enn fremur dráttlist, söng og leikfimi, ef timi og kennslukraptar leyfa. Verklega kennslan sé fólgin í munn- legri tilsögn, og verklegri æfing í nauð- synlegum heimilisstörfum kvenna, og skal þar einkum kappkosta, að innræta nem- endum hagsýni, þrifnað, áhuga í verkum, reglulega vinnustjórn og heimilisforstöðu.. Aðal-námskeiðið skal vera allt að 7 i mánuðum (frá okt. til maí) ár hvert, en I auk þess skulu vera tvö stutt námsskeið, | annað að vorinu, þar sem nemendur fá j tilsögn í garðrækt, og fleiri vorstörfum, | en hitt að haustinu, og skal nemendum i þá veitt tilsögn í notkun og geymslu garðávaxta, og matvæla, sem og fleira, er að bauststörfum lýtur. Forstöðukonum skólanna eru, hvorri um sig, ætluð 1200 kr. árslaun, auk leigu- lauss bústaðar. — I hvorum skóla er ætl- ast til, að 30 námskonur geti haft heima- vistir. Ekki er gert ráð fyrir þvi, að skólarn- ir verði settir á fót. fyr en héruðir. hafa skuldbundið sig til þess, að ábyrgjast 15 þús. króna framlag, til stofnunar hvorum skóla. HÚBmæðraskólarnir verða án efa mjög gagnlegar stofnanir, og er því vonandi, að mál þetta fái góðan byr á þingi. Frestun á framkvæmd túngirðingalaganna. Efri deild skipaði þessa þrjá menn í nefnd, til þess að íhnga ofangreint stjórn- arfrumvarp: Guðjón Guðlauqsson, Eir. Briem og Steingr. Jótisson. í flskiveiðasjóðinn ákvað neðri deild, að 10% ef útflutn- ingsgjaldi af síld skuli renna, og sam- þykkti jafnframt, að útflutningsgjaldið skyldi vera 50 aur. af tn. Þessi tíundi hluti er ætlast til, að varið sé til þess að efla síldarveiðar innlendra manna. Skipun læknishéraða. Nefnd sú, er neðri deild alþingis skip- aði, til þess að íhuga frv. stjórnurinnar um skipun læknishéraða o. fl., Iiefir eigi orðið á eitt mál sátt. — Meiri hlut- inn (Guðm. Bjömsson, 01. Thorlacius og Guðl. Guðm.) fallast á frv. stjórnarinnar, og ráða að eins til nokkurra broytinga, að því er héraða-skipunina snertir. — Minni hlutinn (Stefán Stefánsson, þm., Eyf., og Jbhannes Ólafsson) vilja á hinn bóginn eigi, að borguu sú, er læknar nú fá fyrir aukaverk, sé hækkuð, og fara fram á, að í Vestur-Isafjarðarsýslu séu tvö j læknishéruð: Þingeyrarhérað (Auðkúlu-, i Þingeyrar- og Mýrahreppur, að undan- j skildum Ingjaldssandi) og Flateyrarherað (Ingjaldssandur, Mosvalla- og Suðureyrar- hreppar). Um ósk íbúa Kjósarhrepps í Kjósar- arsýslu og Nauteyrarhéraðs i Norður-ísa- fjarðarsýslu í þá átt, að Kjósarhérað og j Nauteyrarhérað fái að halaast óbreytt, ! segir nefndin i heild sinni, að „héraðs- j búar í þessum héruðum mundu engu bet- ur settir með læknishjálp, þótt héruðum þessum væri haldið óbreyttum; þau séu, sem stendur, læknislaus, þar eð þeir lækc- ar, sem þar hafa verið, hafa farið þaðan, talið þau með öllu ólífvænleg, fyrir fólks- fæð og strjálbyggð“, og séu því „litl.tr líkur til, að í þau fengist nokkur læknir að ttaðaldri, og væri þá vor furið en heima setið, bæði fyrir héraðsbúa og landssjóð- innu, enda megi „teljast all-vel kleift fyr- ir íbúa Kjósarhrepps, að ná til sín lækni úr Hafnnrfirði nú, þegar talsímastöð er komin þaru. — „Mótorbátaferðir eiu nú orðar mjög tíðar um ísafjarðardjúpu — seg- ir nefndin enn fremur „svo hægt mun vera, að ná lækni frá Isafirði á 4—5 tím- um alls staðar að úr Nauteyrarhéraði, þegar talsimi er kominn yfir héraðið, sem nú er i vændumu. Fræðsla barna. I Nefnd sú, er neðri deild skipaði, til

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.