Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.07.1907, Síða 2
138
Þjóðviljinn.
XXI., 35.
þess að íhuga fræðslu-frumvarp stjórnar-
innar, tjáir sig frumvarpinu samþykka,
og leggur að eins til, að gjörðar verði á
því fáar breytingar, flestar mjög smávægi-
legar. — Fræðslusamþykktarákvæðinu i
frumvarpi efri deildar frá síðasta alþingi
er nefndin á hinn bóginn mjög mótfall-
in, telur þau að eins munu notuð á þeim
stöðum, þar sem þeirra sé minnst þörf.
í'járbænir til alþingis.
Helztu fjárbænir, er borizt hafa til
alþingis að þessu sinni, eru:
1. Cand. jur. Einar Arnórsson sækir uin
1500 kr. styrk, til þess að rannsaka
réttarsögu Islands, og rita um hana.
2. Samband Ungmennafélagaíslands sæk-
ir um 3000 kr. styrk.
3. Síra Arnór Þorláksson á Hesti sækir
um 1000 kr., í þágu unninna jarða-
bóta, og steinsteypuhúss, er hann hefir
unnið á prestssetrinu.
4. Ungfrú Ingibjörg Guðbrandsdóttir i
Reykjavik sækir um 600 kr. árlegan
styrk, til að kenna sveitastúlkum leik-
fimi.
5. Yfiríiskimatsrnaður Jón A. Jónsson á
Isafirði sækir um 600 kr. launahækkun.
6. Yfirfiskimatsmaður Þorst. Guðinunds-
son í Reykjavík sækir um, að laun
sín verði hækkuð upp í 1600 kr., og
að liann fái ferðastyrk.
7. Bæjarpóstur Guðm. Jónsson á Akur-
eyri sækir um launahækkun.
8. Gullsm. Páll Þorkelsson, Beykjavík,
sækir um 2000 kr. styrk, til að gefa
út táknmál.
9. Guðm. skáld Guðmundsson sækir um
skáldlaun.
10. Sig. Þorvaldsson sækir um 400 kr.,
til að stunda kennaranám í Kaup-
mannahöfn.
11. Kennslukona Halldóra Bjarnadóttir í
Noregi sækir um styrk, til að ferðast
um Norðurlönd, og kynna sér kennslu-
aðferðir og skólamál.
12. Asgrímur málari sækir um styrk, til
' að ferðast til Suðurlanda.
13. Bjarni Jónsson frá Vogi, og Jón 0-
feigsson, sækja um styrk, til að semja
þýzk-íslenzka orðabók.
14. Rósamunda G. Friðriksdóttir sækir um
400 kr. styrk, til að fullkomna sig í
bljóðfæraslætti og söngfræði.
15. iDdriði Helgason sækir um 300 kr., til
að stunda rafmagnsfræði í Askov.
16. Jón H. ísleifsson sækir um 500 kr.
á ári, til að ljúka námi í efnafræði í
Þrándheimi.
17. Tómas Skúlason sækir um 200 kr.
st.yrk, til greiðasölu í Borgarnesi.
18. Bogi Th. Melsted sækir um styrk, til
að koma á fót lýðháskóla í Árnessýslu.
19. Magnús Einarsson á Akureyri sækir
um 600 kr. árl. til útbreiðslu söng-
listarinnar.
20. Þóra Matthíasardóttir og Margrét Jóns-
dóttir sækja um styrk, til að halda
haDdavinnuskóla á Akureyri.
21. Einar Hjörleifsson sækir urn 2000 kr.
árlega til ritstarfa.
22. Jónas Jónsson sækir um 300 kr. árlega,
til að stunda kennaranám erlendis.
23. Ben. Gröndal skáld sækir um 300—
400 kr., sem viðurkennÍDgu fyrir starf
sitt, sem rithöfundur.
24. Póstafgreiðslumaður Páll Steingríms-
son sækir um 500 kr. launahækkuD.
25. Handa náttúrufræðisfélaginu í Reykja-
vík er sótt um 200 kr. hækkun á styrk
þeim (800 kr. á ári), sem félagið hefir
haft, sem og um 800 kr. annað árið,
til að kaupa jurtasafn Ólafs sáluga
Davíðssonar.
26. Iijörtur Snorrason á Hvanneyri sækir
um 400 kr. launahækkun á ári.
27. Guðm. J. Hlíðdal sækir um 1700 kr.
fyrra árið, til að nema rafmagnsfræði
erlendis, og um 700 kr. seinna árið,
til að rannsaka og mæla fossa hér á
landi.
28. Ó. J. Halldórsson sækir um 2000 kr.
til utanfarar, vagnhjólakaupa.
29. Helgi Jónsson og Einar Helgason sækja
* um 300 kr. árlega til grasgarðs í
Reykjavík.
30. Hlutafélagið „Iðunn“ sækir um 50 þús.
króna lán úr viðlagasjóði.
31. Edv. Brandt sækir um 3 þús. króna
lán til jarðyrkjn.
■ 32. Björn Gaðnuindsson sækir um 300 kr.
styrk, til að kynna sér kennsluaðferðir
á lýðháskólum í Noregi.
(Framhaldk
Farandasalar og umboðssalar.
í efri deild bera þeir Aug. Flygenring
og Steingr. Jbnsson frram frumvarp þess
efnis, að farandsalar og umboðssalar, sem
{ ekki hafa fast aðsetur hér á landi, og
bjóða til kaups útlendan vaming, eða gefa
j kost á að útvega, eða gjöra um kaup á
J vörum, er siðar koma frá útlöndum, skuli
! leysa leyfisbréf, áður en þeir hefja at-
vinnurekstur hér á landi. — Fyrir leyfis-
bréfið greiðir leyfishafi 200 kr., hafi hann
að eins umboð, eða vörur til framboðs,
frá einu firma eða verksmiðju; en hafi
hann umboð fleiri mauna, greiðir hann
100 kr. viðbótargjald fyrir hvern.
Leyfisbréfið gildir í eitt ár frá dagsetn-
ingardegi.
Sala kirkjujarða.
Nefnd sú, er efri deíld kaus, til að fjalla
um kirkjumálin (Eir. Br., Sig. Stef., Gutt.
Vigfússon, Sig. Jensson og Þór. Jónsson),
er samþykk sölu kirkjujarða, en vill, að
andvirði jarðanna leggist i sérstakan sjóð,
og 8é oign kirkjujarðasjóðsins ávaxtað,
sem óskerðanlegur höfuðstóll, og árlega
aukin með 5% af árstekjunum; að öðru
leyti ganga vextirnir í landssjóð, til að
launa sóknarpresta þjóðkirkjunnar.
Kalmausárós við Hvalfjörð.
í neðri deild ber Þ'orh. Bjarnarson fram
frv. um löggilding verzlunarstaðar við
Kalmansárós við Hvalfjörð.
Lögregluaðstoðarmannssýslan.
NefndÍD í málinu um breyting á til-
tilskipun 20. apríl 1872, um bæjarstjórn
í Reykjavík, leggur til, að ráðherrann
skipi lögregluaðstoðarmann í Reykjavík,
frá 1. júlí 1908, með 1400 kr. árslaunum,
er greiðist úr landssjóði.
Ritfé það, sem bæjarfógetaembættinu
er lagt úr landssjóði, falli niður, er em-
bættið losDar.
Þinghlé.
Sakir væntanlegrar koinu konungs, og
annara ge9ta, var fundum alþingis frest-
að 26. júlí, udz konungur fer héðan aptur.
Sakir þinghlés þessa er gert ráð fyrir,
að alþingi verði eigi slitið, fyr en um
10. sept.
Fni ísafirði.
er „Þjóðv.“ ritað 20. júlí þ. á.: Tíð góð, en
þurrviðrasöm, og grasspretta því lítil. — Fiski-
afli á báta, og á þilskip, i betra lagi, og síld
nægileg í vörpum hór á ísafirði, og ytri fjörð-
unum við vestanvert djúpið.
Taugaveiki
hefir stungið sér niður i Hrútafirði, og eru
þar 4 heimili sóttkvíuð.
Úr Strandasýslu
herma nýkomnar síma-fregnir, að vel hafi
rætzt úr með grassprettuna, þótt útlitið væri
þar mjög hörmulegt lengi fram eptir.
Þýzkir feröiinienn drukkna.
Þýzkur jarðfræðingur, dr. Iúicbej og málari
B.udloff að nafni, drukknuðu nýskeð í vatni, sem
er í einum eldgígnum í Oskju. — Höfðu þeir
félagar farið frá Reykjavík sjóleið til Akureyr-
ar í öndverðum júní, og héidu þaðan upp á fjöll,
og var Ogmundnr kennari Sigurðsson í Hafnar-
firði leiðsögumaður þeirr-a. —- Hafði Ogmundur
i brugðið sér til Akureyarr, til þess að kaupa vist-
ir, og varð slys þetta, ineðan hann var i þeirri
för. -- Höfðu þeir Knebel og Rudloff haft bát
meðferðis, og hafa farið á honum út á vatnið.
Dr. Knebel hafði áður ferðast tvisvar hér á
landi, og hefir hann ritað ýmislegt um ferðir
sínar í tímarit á Þýzkalandi.
Konungskouian.
Gert er ráð fyrir, að Friðrik konutigur komi í
land þriðjudagsmorguninn 30. júlí kl. 9. f. h., og
býður ráðherra hann þá velkominn með nokkr-
um orðum, og þegar konungur gengur upp bryggj-
una, verður kvæði sungið, eptir skáldið Matthias
Jochumsson, og ekur konungur síðan að brúnni,
sem liggur yfir lækinn upp að latínu skólanum,
þar sem honurn er ætlaður bústaður.
Kl. 10. f. n. koma ríkisþingsmennirnir í land
og heilsar forseti sameinaðs [iings Eir. Briem,
þeim á bryggusporði með nokkrum orðum, og
fara þeir síðan til bústaðar síns á hótel „Reykja-
vík“.
Kl. 2 e. h. verður haldin móttökuhátíð í al-
þingishúsinu. — Ráðherrann býður þá konung,
og ríkisþingsmennina velkomna, og konungur
svarar; en fyrir, og eptir, verða sungin hátíða-
ljóð, eptir Þorstein skáld Gislason, og hefir tón-
skáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson samið lagið við
þau.
Sama dag kl. 6 e. h. verður konungi og rík-
isþingsmönnunum haldin veizla, í nafni þings
og stjórnar, og sitja þá veiziu 250—270 rnanns.
— Daginn eptir heldur alþingi ríkisþingsmönn-
um veizlu, en konungur er þá í veizlu hjá ráðherra.
Að landferðinni austur lokinni heídur bæjar-
stjórn Reykjavíkur konungi, ríkisþingsmönnu'n
o. fl. dansleik að kvöldi fíramtudagsins 8. ágúst,
og er gert ráð fyrir, að þar verði alls 400—500
manna.
Daginn eptir, föstudaginn 9. ágúst, heldur
alþingi konungi og ríkisþingsmönnum morgun-
verðarveizlu, og í ráði mun vera, að konungur
hafi boð á skipi sínu „Birma“ að kvöldi sarna
dags.
Á þjóðhátíðinni, er haldin verður á Þingvöll-
um 2. ág., verða ræður haldnar að Lögbergi, og
sungin „Lögbergsljóð“, er síra Mattlnas Jochums-
son hefir kveðið. — Þar verða sýndar glímur, og
danspallur mikill er þar reistur, til þess að menn
geti skemmt sér sem bezt. — Lúðrasveit Reykja-
víkur leikur þar einnig á lúðra, og flugeldar
verða sýndir um kvöldið. — I miðdegisveizlunni,
sem konungi og ríkisþingsmönnum verður hald-
in að Þingvöllum, verður sungið kvæði, eptir
Steingrím rector Thorsteinsson.
Skipsbruni.
Frakkneska fiskiskipið „Norma“, frá Dukeryne
brann 4. júní síðastl. 1—2 mílur undan landi,
og var skipverjunum, 18 að tölu, bjargað af
frakkneska fiskiskipinu „Figaró“, er flutti þá í
land að Kálfafellsstað. — Fóru skipverjar síðan
þaðan til Fkskrúðsfjarðar._
jjög, afgreidd af alþingi.
Þessi lög hefir alþingi þegar samþykkt:
I. Lög um breyting á lögum 10. febr.
1888, um söfnunarsjóð íslands. (Breyt-
ing þessi fer í þá átt, að gera sötnunar-
sióðnuin auðið, að greiða meira, en Al%
vexti af innlögum i sjóðinn.)
II. Lög um ákvörðun tímans. (Að
telja skuli eyktir á íslandi eptir ineðal-
sóltíma á 15. lengdarstigi fyrir vestan
Greenvich.)
III. Lög um manntal í Reykjavík.
(Að maDntalið skuli fram fara á tímabil-
inu frá 20. til 30. nóv. ár hvert,)
IV. Lög um vemd ritsíma og talsíma
neðan sjávar. (Sérstök hegningarákvæði
sett, ef ritsímar eða talsímar ueðan sjávar
eru 9kemmdir af ásettu ráði, nema slitið,
eða skemmdirnar,Jiafi verið framkvæmt
í þeim tilgangi, að vernda líf manna, eða
skipa frá háska. ■— Enn fremur varða
skemmdirnar og að sjálfsögðu skaðabót-
um.)
V. Lög um breyting á lögum 8. okt.
1883 um bæjarstjórn í ísafjarðarkaupstað.
(Bæjaistjórninni húmilað, að setja bygg-
ingarsamþykkt fyrir kaupstaðinn, og vald
hennar ynr byggingarmálunum rýœkað.
— Enn fremur eru og hafoarmálefnin
fengin bæjarstjórninni í hendur.)