Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1907, Blaðsíða 3
XXI., 43. ÞJOBVILJINN. 171 dalshreppi, og að Eysteinseyri við Tálkna- fjörð. XXVI. Lög um bæjarstjórn i Hafnar- firði. XXVII. Lög um útgáfu lögbirtingablaðs. XXVIII. Lög um breytingar á lögum 31. janúar 1890, um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma. ,,Austurland“ er nafnið á blaði, sem nýlega er farið að koma út á Eskifirði. — Ritstjóri þess er Björn Jónsnon, -er áður var ritstjóri „Stefnis“. Bæjnrbruni. 23. ágúst síðastl. brann bærinn Krossholt í Hnappadalssýslu. — Allt var óvátryggt. — Ætl- að er, að neisti úr reykháfi bafi valdið brunanum. Búnaðarþingið lauk störfum sínum 1. sept. síðastl., hafði byrjað fundi sína að nýju 30. ágúst. — Prófes- sor Þórhallur Bjarnarson, er lengi hefir verið lorstöðumaður félagsins, gegn sára-lítilli þókn- un, 200 kr. árlega, skox-aðist nú undan, að gegna því starfi lengur, og var því í hans stað kosinn síra Guðni. Helgason í Reykholti, er flytur bú- íerlum til Reykjavíkur í haust. Meðstjórnendur bans voru kosnir síra Eir. Briern og síra Þór- hallur Bjarnarson, en varaforseti Eggert skrifstofu- stjóri Briem, og varanefndarmenn yfirdómari lír. Jónsson og búfræðiskandídat Guðjón Guðmundsson. Nýja forstöðumanninum ákvað búnaðarþing- ið 2000 kr. árslaun. Mislingarnir í Reykjavik. Þeir voru um siðustu helgi komnir í 28 hús, svo að mjög er hætt við, að þeir breiðist út. — Sóttin kvað leggjast all-þungt á suma, og ættu menn því að varast, að senda nokkurn til Reykja- víkur, sem eigi hefir haft mislinga. Sektaður botnverpingur. 5. sept. var botnvei’pingur, sem verið hafði að veiðum í landhelgi, sektaður á Akureyri um 1080 kr,, og afli og veiðarfæri gert upptækt. >I;í Mimli'it. 1. júní þ. á. andaðist í Winnipeg ekkjan Jólianna Þorhergsdóttir, 65 ára að aldri, fædd að Sæmundarstöðum í Húnavatnssýslu 9. april 1842. — Foreldrar hennar voru Þorbergur Þorbergsson, er lengi bjó að Sæmundarstöðum, og Kristín, seinni kona hans. Hún var kvænt Jölianni söðlasmið Jónssyni, og fluttust þau til Vesturheims 1874, og andað- ist Jóhann í Nýja-íslandi 1876. — Eptir það dvaldi ekkjan lengstum í Winnipeg, og eru 4 dætur þeirra á líti: Jakóbína, Kristín, Guðrún, og Sigríður. — I „Lögbergi11 segir, að Jóhanna sáluga hafi „lengst af verið fremur veitandi, en þiggjandi, og heimili hennar jafnan sönn fyrir- mynd að báttprýði og þrifnaði11. — 3. s. m. andaðist að Narrows í Manítoba Einar Kristjánsson, póstmeistari þar, 68 ára að aldri, fæddur að Vallnalcoti í Borgarfjarðarsýslu 8. nóv. 1838. — Hann fluttist til Vesturheims árið 1887, ásamt eptirlifandi ekkju sinni, Guð- rúnu Helgadóttur frá Neðra-Nesi i Stafholtstung- um. Þrjú börn þeirra hjóna eru á lífi, öll upp- komin: Helgi kaupmaður, og fiskiútgerðarmaður, Kristján og Katrin. 24. ág. þ. á. andaðist í sjúkrahúsinu í ísa- fjai’ðarkaupstað Jóhannes Sigurður Guðmundsson. frá Stakkanesi, tæpra 30 ára að aldri, fæddur að Fossum í Skutilsfirði 3. sept. 1877. — Foreldrar hans voru: Guðm. formaður Gislason á Stakka- nesi, og kona hans, Halldóra Jóhannesdóttir, sem enn er til heimilis á Stakkanesi, ásamt börnum þeirra hjóna, Elínu og Asgeiri. — Guðm. Gísla- son drukknaði á Seyðisfirði á ísafjarðardjúpi 4. nóv. 1897. Árið 1903, 25. ágúst, kvæntist Jóhannes heit- inn Kristínu Guðmundínu, dóttur Benedilcts Gabr- íels Jónssonar, formanns í Bolungarvík — er fórst í fiskiróðri 7. des. 1893 —, og eptirlifandi ekkju hans, Valgerðar Þdrarinsdóttur, sem enn er á lífi á ísafirði. Auk ekkjunnar lætur Jóhannes eptir sig 3 börn, bið eizta er á 4. ári. Jóbannes var „dugnaðai-maður til allra verka á sjó og landi“ — er „Þjóðv.“ skrifað —; „hann var nokkrum sinnum skipherra á fiskiskipum Á. Asgeirssonar verzlunar á ísafirði, og fór það vel úr hendi, enda kom hann sér vel við alla, sem með honum unnu. — Hann var siðprúður og dagfarsgóður, og ól, eptir megni, umhyggju fyrir konu og börnum, og fátækri móður“. -F Guðmundur bóndi Oddsson á Hafrafelli í Norður-Isafjarðarsýslu andaðist 2. sept. þ. á., eptir margra ára heilsuleysi. — Hann var í röð skynsöinustu, og merk- ustu, bænda í Norður-ísafjarðarsýslu, og mun „Þjóðv.“ síðar geta helztu æfiatriða hans. Bessastaðir 11. sept. 1907. Loks kom skúr úr lopti, hin fyrsta, að kalla, í sumar, á laugardagskvöldið. Rigning hefir haldist síðan, við og við. Með „Lauru“ 1. þ. m. kom frá útlöndum Odd- ur læknir Jónsson i Miðhúsum á Reykjanesi. — Hafði hann siglt sér til lækninga, og var gorð- ur á honum holdskurður í Kaupmannahöfn, og heppnaðist vel. — Fór hann frá Reykjavík heim- leiðis 5. þ. m. Með skipinu komu og frá útlöndum 8 Vestur- íslendingar, sem sagt er, að séu alfluttir til ís- lands. f 5. f. m. andaðist í Reykjavík ekkjufrú Odd- ný Smith, ekkja Boga eáluga Smith, er lengi bjó í Rifgirðingum og Arnarbæli. — Helztu æfiatriða hennar verður síðar getið í blaði þessu. Bankastjóri Emil Schou sigldi nýlega til Dan- merkur, ásamt frú sinni, og börnum þeirra hjóna. — Hann ætlar að dvelja á berklaveikishæli næstk. vetur, með því að hann hefir fengið einhvern snert af þeirri veiki. 88 en að taka því einnig brosandi, i stað þess er hún myndi ella hafa neitað, að þiggja boðið, og afsakað sig með ein- hverjum vel völdum orðum. En allt i einu roðnaði Friðrik út undir eyru, og vildi feginn vera kominn oitthvað burtu, er Laura sagði: „Góði Friðrik! Þú hefir fráleitt neitt við það að athuga, að eg segi hershöfðingjanum frá leyndarmáli okkar? Jeg, og frændi minn erum trúlofuð“. Hershötðinginn óskaði þeim báðum alúðlega allrar hamingju, en kvaddi svo skjótlega, og mælti: „Við meg- -um þá eiga von á ykkur klukkan átta?“ En er hershöfðinginn var farinn, gjörðist Friðrik all-þungbrýnn, og mælti: „Hvers vegna sagðirðu honum frá trúlofun okkar?“ „Átti jeg ekki að segja honum frá henni?“ mælti bún all-fcrviða. „Jeg áleit, að það væri betra, að hann segði konu sinni, og dóttur, frá trúlofun okkar, en að við gerðum það sjálf. — Þau hefðu í kvöld hlotið að sjá hvers kyns var, og því var betra, sem orðið er. — Þegar við komuin, óska þau okkur hamingju, og þá er því máli lokið“. Friðrik þagði. Hann sá, að hún hafði rétt að mæla. — Þetta hlaut að vitnast fyr, eða síðar, og það hefði verið raLgt gagnvart Lauru, að fara í launkofa raeð trú- lofunina. Um kvöldið gekk allt betur, en Friðrik hafði gert sór von um. — Hershöfðingjafrúin, og Susie, óskuðu þeim hamingju, og viku svo talinu að öðru. Meðan er setið var að borðum, hólt frú Fenton uppi samræðum, og hlustuðu hershöfðinginn, og frú hans, á .hana með stökustu athygli. 85 „Grand hótel“, París Ástkæri Friðrik! Hvað ætli þú segir, er þú færð að vita, að jeg er farin frá Dawlish, og komin til Parisar? AE því að þú ert karlmaður, mun þér veita örðugt að skilja, að manni geti allt í einu fundizt óþolandi einhvers staðar, af því að annar maður fer þaðan. — Og þó sérðu nú af bréfi þessu, að ekki voru liðnir nema ör- fáir kl.tímar, er eg týgjaði mig til ferðar. — Jeg gat ekki verið hór, er þú varst farinn. — Helzt hefði eg kosið, að fara með þér til Lundúna; en eg blygðaðist œín fyrir það. — Og hvað áttum við að gera þar um þenna tíma árs? Með þvi að eg þekkti ekki Paris, og hugði, að þér væri ef til vill ánægja að því að sýna mér það, sem þar er markverðast, ályktaði eg að fara þangað, og bið þin þvi hér, Friðrik. Má eg ekki treysta því, að þú látir mig ekki vera hér lengi eina? Eig- irðu alveg ómögulegt með þetta, skal eg reyna, að vera eigi of sorgbitin, en treysti mór þó illa i því til- liti, og bið því svars þíns með óþreyju. Þín heitt elskandi Laura.“ Friðrik simritaði þegar til Parísar, að hann kæmi þangað mjög bráðlega, enda var honum ljúfara, að sýna henni höfuðstað Frakklands, en að fylgja henni til af- skekkts þorps, til sjóbaða. Þegar hann kom til Parisar, komst hann að raun um að frænka hans var orðin þar nákunnug. — Hún hafði leigt sér nokkur herbe’i:i „Grand hótelli“, og virtist kunna þar vel við sig“. Hún tók honum með einstakri viðkvæmni og, bliðu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.