Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1907, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1907, Blaðsíða 1
Yerð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50■ Borgist fyrir júnimán- aðarlolc. M 43. || ÞJÓÐVILJINN — .Tuttttgasti og fyhsti áegangur. =|==— |= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. BeSSASTÖÐUM, 11. SEPT. Uppsögn skrifleg, ógild nema komið sétil útgef- anda fyrir 30. dag júni- | mávaðar, og kaupandi samliliða uppsögninnt horgi skuld sína fyrir blaðið. 1907. Otlöníi. Til viðbótar fregnum, er borizt hafa með ritsímaskeytum, skal þessara tíðinda getið: Danmörk. Tannlæknar á Norðurlönd- um héldu fund í Kaupmannahöfn 16. og 17. ágúst. 18. s. m. hófst og í Kaupmannahöfn fundur málleysinga. — Sóttu þann fund málleysÍDgjar frá Noregi, Sviþjóð og Finn- landi, en laDg-flestir vorú þó úr Dan- mörku. — Á fundinum voru alls um 600 málleysingjar. -— Jafn framt var og liald- in sýning á ýmsum munum, er málleys- ingjar hafa búið til. f 15. ágúst andaðist i Kaupmanna- höfn skáldkonan frú Mechlenburg, 77 ára að aldri. — — — Noregur. 10. ágúst þ. á. voru 50 ár liðin, síðan fyrsta skáldrit Björnstjerne Bjömsson’s kom fyrir almenningssjónir, og voru skáldinu þann dag sendar rnargar heillaóskir. — Hann er nú nær hálf-átt- ræður. 6. sept. hófst i Cliristjaníu verkmanna- fundur. Sóttu þanD fund fulltrúar verk- maima á Norðurlöndum, og átci að ræða þar um 8 kl. tima vinnudag, um gjörð í ágreiningsmálum verkmanna og vinnu- | veitanda o. fl. — — — Bretland. Í öndverðum ágúst- lagði ! eimskipið „Nimrodu af stað frá Lundún- I um, til þess að komast svo langt suður á bóginn, til suðurheimsskautsins, sem kostur er á. — Yfirmaður fararinnar er Shackleton, sjóliðsforingi. Neðri málstofa brezka þingsins hefir nýlega samþykkt, að veita konum kjör- gengi i sveitarmálum. — — — Holland. Verkmenn í borginni Ant- werpen, er vinna að fermingu, og afferm- ingu skipa, hófu verkfall í ágúst, og var því reynt að fá verkamenn frá Bretlandi. Þýzkaland. Fulltrúar jafnaðarmanna i ýmsum löndum héldu í ágúst fund i Stuttgart. — Þar var meðal annars, á- kveðið, að berjast gegn öllum fjárveiting- um til hers og flota, og gera allt, sem auðið er, til að sporna við ófriði. 14. ág. áttu þeir fund með sér i höll- inni „Wilhelmshöhe11, í grennd við borg- ina Kassel, Vilhjáhnur, Þýzkalands keisari, Franz Jösep, Austurrikis keisari, og Ját- varður, Bretakonungur, og verður erlend- um blöðum skrafdrjúgt um fund þeirra, eins og vant er að vera, er þjóðhöfðingj- ar hittast. — — Portugal. Þar varð nýlega uppvíst um samsæri gegn konungi, og forsætis- ráðherranum, og voru 30 af samsæris- mönnum settir i varðhald. — — Ítalía. 10. ágúst þ. á. andaðist erki- biskupinn í Bologna, Svampa kardináli, á áttræðisaldri. — Hann var einn þeirra, sem talinn var liklegur til páfatignar, er Leo páfi XIII. féll frá árið 1903. — ítússland. Samkvæmt herdómnum voru ! 9 menn hengdir i Mítáu 6. ág., en tiundi maðurinn, er af lífi. átti að taka, fyrir- fór sér. Sama dag voru 10 menn skotnir í Ríga. — Sýiiist þetta benda á, að rúss- neska stjórnin þykist enn eigi hafa hnekkt byltingamönnum, sem þurfa þykir. — Tyrkland. Tyrknesk hersveit hefir skotið á þorpið Mewan í Persalandi, og biðu 90 meDD bana. —Kirkjan, og fjöldi húsa, var skotið niður. — Hersveitin bélt síðan til borgarinnar Urmia. — Persastjórn hefir leitað ásjár hjá Breta- og Rxissa- stjórnum. — — Bandaríkin. I ágúst hættu símritarar í Bandaríkjunum vinnu, all-fiesdr, svo að New-York hafði um hríð ekkert simasam- band við vesturríkin. — Segja blöðin, að af verkfalli þessu hafi leitt verðfall á ull og korni, auk annars óhagræðis. I Cbioago fundu lögreglumenn ný skeð tundurvéla-verksmiðju, er armenskir ménn áttu, og er gizkað á, að tundurvélarnar hafi verið ætlaðar til þess, að ráða Abdúl Hamtd, Tyrkja-soldáni, bana. I New-York voru tveir kvennmenn ný- lega myrtir á mjög hryllilegan hátt, með svipuðum hætti, sern Jakob „kvðiskeriu beitti i Lundúnum fyrir nokkrum árum. Annam. Konungurinn i Annam, Than Tliaí að nafni, hefir nú verið vikið frá völdum, og er hafður í gæzlu. — Qann hafði látið drepa sumar af konum sinum, og beitt við aðrar margs konar grirntnd- arverkum, sem og við ýmsa embættis- icenn sína, eDda er hann talinn vitskert- ur. — — Maroeco. I hafnarborginni Casablanca böfðu þarlendir menn drepið nokkra Norð- urálfumeun, og brugðu þá Frakkar, og Spánverjar, við, og sendu þangað herskip, er skutu á borgina, eins og áður hefir verið getið um i blaði þessu. — Eptir skothríðina mátti heita, að borgin væri í rústum, og er mælt, að um 600 þarlendra inanna hafi fallið, og var ógeðslegt um- horfs i borgarstrætum, enda höfðu ræn- ingjar, og morðingjar, notað tækifærið, til að fremja ýmsa óknytti. „Beeöi r'ils.iiA’L Eins og leseDdum „Þjóðv.u er kunn- ugt, komst FriÖrik konungur VIII. svo að orði, í ræðu, er hann héit að Kol- viðarlióli, að hann talaði um „bæði rik- inu (Danmörku og ísland). PSí' Dönskum blöðum hefir orðið skraf- drjúgt um þetta, og komast að þeirri nið- urstöðu, að konungi muni hafa orðið mis- mæli, og hafi ætlað að segja „bæði lönd- inu. íslendingar kjósa að sjálfsögðu, að hér sé ekki um mismæli að ræða. IVtilli ^viþjóðax* <>u íslands má að líkindum gera ráð fyrir, að bráð- lega hefjist eimskipaferðir. — Meðeigandi eins af stærstu verzlunarhúsum í Stokk- hólmi, Otto Ameln, að nafni, var staddur hér í sumar, og segja sænsk blöð, að hon- um hafi litizt hér vel á verzlunarhorfur, og býst bann við, að Sviar muni einkum flytja hingað járn, korn og timbur. Kirkjuþing Vestur-Í sl endinga var hafdið i Winnipeg, i kirkju Tjald- búðarsafnaðar, 20.—23. júní þ. á. Söfnuðir í kirkjufélaginu eru nú alls 43, og sóttu þingið alls 50erindsrekar trá söfnuðunuro, 8 prestar, féhirðir félagsins, og 5 guðfræðisnemar, er starfað hafa að heimatrúboði fyrir félagið Á liðna árinu hafði félagið alls varið öOd1/^ dollara, og unnu að því 6 guð- fræðisnemar. — í heiðiugja-trúboðssjóði át-ti félagið 1185 dolla.ra; en ekki er ætl- ast til, að fé verði veitt úr þeim sjóði, fyr en árið 1910, á 25 ára afmæli félags- ins, ef félagið getur þá fengið hæfan ís- lending til þess st-arfa. Enn fremur var rætt um skölamál kirkju- félagsins 0. fl. Sira Björu B. Jónsson flutti fyrirlest- ur um „hina postullegu trúarjátningu“, sira Runblfur Marteinsson um „kristin- dóminn og skynseminau, og síra FricJrik Berrjmann um „postullega stefnuskráu. Ákveðið var, að næsta ár skyldi kirkju- þingið haldið i Sélkirk. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.u KaupmaDnahöfn 3. sept. 1907. Frá Danmörku. Húsasmiðir tóku eigi til starfa 2. sept-., svo sem félag vinnuveitandanna hafði krafizt. — Tilraunir enn gerðar, til þess að miðla málum. svo að komist verði hjá vinnuteppu. — Lögreglumenn fá ekki haldið á reglu. (Sama símskeyti getur þess einnig, að Pétar Brynjólfsson, Ijósinyndari í Reykja- vík, hafi hlotið titilinn konunglegur hirð- ljósmyndari (kgl. Hoffotograf), liklega ept- ir meðmælum ráðherra íslands. — Senni- legt er, að ritsimastofan hefði getað flutt oss einhver merkilegri stórtíðindi, en þetta). Frá Hollandi. Alvarlegt verkfall i Antwerpen. (Ritsímaskeyti þetta virðist benda á, að verkfallið í Antwerpen, sem getið var í síðasta nr. blaðs vors, sé því fremur að magnast.)

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.