Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.10.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.10.1907, Blaðsíða 3
XXI. 49. Þj ÓÐ YIIi JINN. 195 Mannalát. Otto Monsted® danska smjörlíki er bezt. 17. júní andaðist að Efstabóli 1 Ön- und.arfirði Jens Jdnatanvson, fæddur 2. júlí 1384. Ffann var elzta barn hjónanna Jónatana Jenssonar og Kristínar Þ. Krist- j jánsdóttur á Efstabóli. Jens heitinn varð harmdauði öllum þeim, er þekktu hann, ©nda var hann hvers rnanns hugljúfi. Hann var hinn efnilegasti maður, og vel að sér gjör bæði til sálar og likama, gáfaður og vel að sér, eptir þeirri fræðslu, er hann hafði átt kost á. Hann var einkar-vand- aður og hinn siðprúða9ti i allri fram- göngu og háttserni. — Það var þung sorg I fyrir foreldra hans, að verða honum þann- ig á bak að sjá, en nokkrurn mánuðum áður höfðu þau rnisst dóttur 10 ára garula. Banamein Jens heitins var brjósttær- ; ing. J. Bessastaðir 33. okt. 1907. Tiðin. Frost hefir verið talsvert á nóttu, en þó auð jorð,sólarlaust, að kalla, 4 daginn, en drungi i loptinu. Mislingarnir tína upp unga fólkið í Rvík, -en hafa ekki orðið mannskœðir, enn sem komið er. Ung koua, Anna Sigriður Bergsdóttir, dó úr þeim 16. þ. m. Hún var kona Bjarna Ivars- sonar, bókbindara, ‘23 ára að aldri. Félag; hafa Landvarnarmenn í íivík stofnað. Harlar og konur, 16 ára að aldri, eða eldri, mega ganga í félagið. í stjórn flokksins oru kosnir: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, frá Vogi, Guðmundur Hannesson, Guðm. læknir Magnús- son, síra Jens Pálsson, Jón Jensson og dr. Jón Þorkelsson. „Fjallkonan11, er nú seld til Hafnarfjarðar og kemur þar út framvegis. Bitstjóri blaðsins verður Jón Jónasson, kenn- ari. Hann er skvnsamur maður og frjálslyndur í skoðunum. Má því vænta hins bezta af rit- stjórn hans. Nokkur eintök af öllum nr., er út komu af blaðinu. „Sköfnungur“, sem geflð var út á ísaflrði í júnímánuði 1902 á undan kosningunni, er þá fór fram, eru til sölu. ALI1L-. Sendið ritstióra „Þjóðv.“—Bessa- staðir pr. Reykjavík — flmmtíu aura í peningum, eða i jóbrúkuðum ísl. frímerkj- um, og verður yður þá sent aptur eitt eintak af blaðinu _Sköfnungur“. Allir fræðimenn, og bókavinir, vilja eiga „Sköfnung'k Nokkur eintök af eidri árgöngum „Þjóðv.u, yfir árin 1892—1906 (frá byrjun „Þjóðv. unga"), alls|finimtáii ar- gangar, eru til sölu með góðum kjör- um, hjá útgefanda blaðsins. ■■NiMiiiiiiiiiiniirai Séu allir árgangarnir keyptir í einu, fást þeir fyrir talsvert minna, en hálfvirði, — It cir að eins t iit t;- ugu og trvœr krónur. Ef að eins eru keyptir einstakir ár- gangar, einn eða fleiri, fást þeir fyrir helminghins upprunalega kaupverðs blaðs- ins. Borgun greiðist útgefanda í pen- ingum, eða innskript við stærri verzlan- ir landsins, og verður blaðið þá sent kaup- andanum að kostnaðarlausu. Iigel og loptepiano frá fleimsins vönduðustu verksmiðju, ameríkönsk, þýzk og sænsk, útvegar Jön Hr öhjartsson verzlunarstj. á Isafirði. Yerðlistar með myndum til sýnis. 116 vmri gild ástæða, til að álíta, að um sjálfsmorð væri að ræða, og 7ar þvi álitið, að hún hefði _dáið af slysförum“. Stýrimaðurinn, er var eini sjónarvotturinn, fullyrti og, að skipið hefði oltið svo mikið, að farþeginn hefði auðveldlega getað slöngvazt yfir öldustokkinn. Friðrik Musgrave var á öðru máli, en þagði þó um það, þar som eigi var innt eptir skoðun hans. Að stúlkan, sem rétt að segja var orðin konan hans var dáin, hafði þó meiri áhrif á hann, en hann hafði bú- ist við. Þó að hann elskaði hana ekki, og enda þótt honum væri orðið það ljóst, að hann myndi hafa lifað fáar á- nægjustundir með henni, féll honum þó þungt, hve sorg- lega fráfall hennar hafði að borið. Þótti honum mjög leitt, að hún skyldi eigi hafa ihaft kjark, til þess að segja honum hreinskilnislega hvern- ig í öllu lá, þá hefði eigi farið svona ílla, sagði hann við sjálfan sig. Hann myndi þó að vísu eigi hafa gengið að eiga Jhana, en á hinn bóginn látið hana hafa nægilegt fé, til að lifa áhyggjulausu lífi, og aldrei hefði honum til hugar komið, að láta hegna henni. Hvort sú hefði nú raunin á orðið, látum vér ósagt. — Þegar nokkrir mánuðir voru liðm'r,'SÍðan frú Fenton féll frá, hitti Friðrik einhverju sinni Susie Moore, og varð •sem hlaut að verða. „Mér hefir aldrei komið til hugar, að þér ætluðuð að eiga frú Fenton til fjár“, mælti Susie, „og það sagði -eg yður, þegar við hittumst í París. — Miklu fremur var jeg sannfærð um, að yður litist vel á hana, og sömu tskoðunar or jeg enn“. 118 tilkynnti lögreglumönnum pretti hennar, og það var eigi vorkunsemi, er olli því, að hann lét það ógjört. Það var auðgert, að segja, að allt hefði snúizt hon- um tii góðs, og að hann gæti nú gengið að eiga stúlkuna, sem hann elskaði. Hún dæmdi um menn, og málefni, frá sínu eigin, lága, sjónarmiði. Hvernig gat hann fengið sig til þess, að segja við Susie Moore: „Jeg hefi ávalt elskað þig, enda þótt eg ætlaði að kvongast annari, sem eg taldi vera frænku mina, og erfingja föðurbróður míns. — Það er nú komið upp úr kafinu, að hún er hvorugt, og að peningarnir, sem jeg hngði, að hún ætti, voru róttrcæt eign min. — Nú get eg fylgt löngun hjarta míns, og spyr þig því, hvort þú viljir verða konan mínu. Færi hann að rökstyðja bónorðið á þessa leið, taldi hann Víst, að hann fengi hryggbrot. Þegar á daginn leið, fór Friðrik þó að skoða málið stillilegar. Hann ásetti sér, að þegja fyrst um sinn, að því er hvarf hennar snerti, og gat þess því hvorki á gisthúsinu nó við hr. Breffit. Hann sneri þvi heimleiðis, og sat heima, reykti og hugsaði málið, unz orðið var áliðið dags. Þá fór hann í klúbbinn, og með því að þar var fátt inanna, fór hann að blaða í kvöldblöðunum. Hann leit á tíðinda-kaflann, og varð þá starsýnt á svo látandi grein: Slys á íarþegjaskipinu „Georg“. A gufuskipinu „Greorg“, er fer með bróf og ferða-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.