Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.10.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.10.1907, Blaðsíða 2
194 Þjóðviljinn. XXI 49. línunnar, hefir farið yfir þvert Atlants- haf á 4 sólarhringum 19 kl.st. og 52 mín- útum. Það er sú fljótasta ferð, þá leið, eem enn eru dæmi til. Gufuskip sokkið. Gufuskipið Oypress sökk i Eystrasalti. Allir, sem á skipinu voru, 22 alls, fórust. J árnb r autar slys. Járnbrautarlest til Bristol hljóp út af sporinu í nótt. Þar létust 16 menn, en margir hlutu meiðsli. K.höfn 17/10 kl. 320 e. h. Nýtt verzlunarfólag. Út af fregnum, sem borizt hafa um stórt verzlunarfélagsfyrirtæki á Suðui- og 'Vesturlandi, með Copeland og Berry að bakhjalli, skýrir Dannebrog frá, að reynt sé að bægja erlendu fjármagni frá þessu fyrirtæki, er enn sé í reifum. Frá Bandaríkjunum. Frá New-York er símað um mikla púð- ursprengingu, í Fortanet í Indiana, og hafi 16 menn beðið bana, 600 meiðst og 1200 orðið húsvilltir. Yerzlunarfréítir. Eptir skýrslu frá verzlunarerindsreka í Kaupmannahöfn, dags. 5. sept. síðastl., eru söluhorfur á íslenzkum varningi, sem hér segir: Saltflsknr er í liku verði, sem áður: mal- fiskur á 75 kr., smáfiskur á 65 kr., og ísa á 55VS kr.; sennilegt þykir, að fiskur hækki nokkuð í verði, er fram á haustíð líður, ekki sízt falleg ísa. — LýSÍ. Þurskaíysi á 33—35 kr. tn., há- liarlslyd á 35—36 kr., og séllýsi á 35 kr. Snidmagi á 82V2 eyri pd. — SÍld, Yerðið mismunandi eptir gæðum. S'tór síld, átufrí, er þolir geymslu, um 17 kr. tn., eða 20 aur. kíló (2 pd.); en lak- ari sí!d, er eigi þolir geymslu, hefir seizt á 7—12 kr. — Milli-síld\ Eptir henni hef- ir verið mikil eptirspurn, og er hún í háu verði, allt að 40 kr. tn., sé hún góð, og hæfiiega stór. — öll, Nokkuð af sunnlenzkri ull hefir I selzt á 85 aura pd., vestfirzk á 88 aur., | og norðlenzk (úr Húnavatns- og Skaga- | fjarðarsýslum) á 90 aur. pd. — Mislituli hefir selzi á 70 aura. Svo nefnd „prírna, norðlenzk ull" er óseld, en líklegt taiið, : að hún seljist á 96 aura. — T.íllliilSlnilH: einlifc á 60 aur., mislit á 30 aur., en gölluð lambskinn á 15 aura. Prjónles, Gráir alsokkar á 90 aur., hvit- ir á 85 aur. —Gráir hálfsokkar á 70 aur., en hvítir á 60 aura. — Sjóvetlingar á 42 aur. parið. — Salttjít. Fyrir vanalegt saltkjöt er hæzta verð 58 kr. fyrir tunnuna (224 pd), en 61 kr. f’yrir iinsaltað dilkakjöt. — Kjötið á að vera gott, og stórhöggvið. — Talið liklegt, að verðið lækki, ef rnikið berst á markaðinn. — Söltuð lærí á 34 aur. pd. — RlíllllDÍlSIir á 50 aur. pd. Saltaðar gærdr. Verðið verður að líkind- um 7 kr. 50 a. vöndullinn, rniðað við 16 punda þyngd. Fyrirhuga^ar lánveitingar úr landsjóði. Fjárlögin gera ráð fyrir að veita megi ýms lán úr landssjóði á næstk. fjárhags- tímabili og eru þau þessi: 1. Til stofnunar mjblkurbúa 10 þús. kr., gegn ábyrgð sveita-, sýslu- eða amts- félaga, og eptir meðmælum búnaðarfé- lags Islands. — Lánin ávaxtist með 3°/0) sé afborgunarlaust fyrstu 5 árin, og endurgreiðist síðan á 15 árum. 2. Til þurrabúðarmanna, utan kaupstaða, til jarðræktar og húsabóta, 10 þús. kr. gegn ábyrgð sýslufólaga, eptir tillögum hreppsnefnda, og (eigi hærri upphæð, en 400 kr. fyrir þurrabúðarmann hvern. 3. Til bryggju frá Torfanefi á Oddeyri, sem veitt geti skipum vetrarlegu i Oddeyr- arbót, allt að 40 þús. kr. gegn ábyrgð Akureyrarkaupstaðar. Lánið ávaxtist með 4°/0, sé afborgunarlauot 5 fyrstu árin, og endurgreiðist á næstu 15 árum. 4. Sýslufélögum má veita allt að 60 þús. kr. lán til landsímalayninga, og ávaxtist með 4°/0, og endurborgist á 18 árum. 5. Til stórskipabryggju í Stykkishólmi rná lána 10. þús, kr., gegn ábyrgð hrepps- nefndar í Stykkishólmslirepps, og ,,fram- farasjóðs Sty^kkishólms11. Lánið ávaxt- ist með 4°/0, sé afborgunarlaust fyrstu 5 árin, og borgist síðan á 15 árum. 6. Stórkaupmanni 7hor. E. Tulinius veittur ur gjaldfrestur á 9449 kr. 09 a., sem hann skuldar fyrir staura o. fl. til sima milli Eskifjarðar og Egilsstaða, gegn tryggingu í línunni. — Lánið greiðist á 15 árum, og ávaxtast með 4%. 7. Verksmiðjunni ^lðunni" veittur gjald- frestur um næstu 5 ár á láni hennar úr viðlagasjóði. Því miður mun hæpið, að viðlagasjóð- ur geti veitt öll þessi lán, er til keniur, eins og fjárhagnum er háttað. Bæjarsímakerfin á Akureyri, og í Seyðisfjarðarkaupstað, er gert ráð fyrir, að landssjóður kaupi á næsta ári, og komi einnig á stofn tal- símakerfi í Isafjarðarkaupstað. I þessu skymi voru á fjárlögunum veittar alls 34 þús. króna. Fjárveitingar til landsímalagninga. Á fjárlögunum eru til nýrra landsíma veittar þessar fjárupphæðir: 1. Tilsíma-álmufrá llrútufirði, um Steingrimsfjörð, til Isa- fjarðar................... 142,200 kr. 2. Til talsíma frá Vatneyri til Isafjarðar, auk 20 þús. króna, sem Vestur-Barðstrending- um og Vestur-Istirðingum er ætlað að legg|a fram . 68,500 kr. 3. Til landsíma frá Grund (eða Varmalæk) til Borgarness árið 1909, auk 4,400 kr. frá hlutaðeigandi héruðum . . 8,800 kr. 4. Til talsíma frá Hafnarfirði til Keflavíkur, auk 7 þús. króna frá héraðinu . . . 14,000 kr. Enn frernur til þess að komasímaþessum tilB-eykja -----~~ - . —:-----1 ------------ víkur, eða kaupa, og endur- bæta, talsímann milli Hafn- arfjarðar og Reykjavikur . 5. Til talsíma frá íteykjavík að Eystri-Grarðsauka, auk 12 þús. króna frá Arnesingum og 8 þús. króna frá B,ang vellingum................... 6' Til talsíma frá Breiðumýri til Húsavíkur árið 1909 auk 7 þús. króna frá hóraðinu . j 7. Til talsima milli Fáskrúðs- j fjarðar og Beyðarfjarðar árið ! 1909, auk 6 þús. króna frá j héraðinu....................... Á fjáraukalögunum fyrir árin 1906 og i 1907 eru enn fremur veittar til staura- | kaupa: til linunnar frá Borðeyri til ísa- i fjarðar 41250 kr., frá ísafirði tilVatneyr- j ar 15 þús. króna, og til linunnar fráBeykja- I vik til Eystri-Garðsauka 15 þús., sem og j 6750 kr. til varastaura. í fjáraukalögunum eru og veittar alls i 36575 kr. til sórstaks ritsíma á linunum í frá Seyðisfirði til Akureyrar, og frá Sauð- I árkrók til Akureyrar, með hliðarspottum ! til Dalvikur og Hjalteyrar. Til að rannsaka nýjar símaleiðir, og | setja á fót nýjar stöðvar, eru í fjárauka- lögunum veittar 4 þús. króna, en á fjár- I lögunum alls 17,500 kr; Úr Jökulljörðum (í Norður-ísafjarðarsýslu) eru helztu tíðindi 8. okt. þ. k.: „Heyskapur varð hór almennt í meðal-lagi, enda ])ótt hann gengi seint, með því að siðsprottið var. — Haust- róðrar hyrjuðu um iniðjan sept., og hefir siðan verið dágóður afli, og skolfiskur notaður til beitu, með því að smokkfiskur aflaðist enginn, þótt vel væri um hann í ísafjarðardjúpi. — Odland, hval- veiðamaður á Hesteyri, veiddi alls 90 hvali. í norðanhretinu 3.—B. okt. fennti fé á nokkr- um hæjum, en ófrétt enn, hvað margt hefir drepizt11. Frá Ísaíirði er „Þjóðv.“ ritað 12. okt. þ. á.: „Norðanhret, með brimróti, og all-mikilli fannfergju, gerði hér 3.—5. okt. — í hreti þessu sleit upp mótor- hát á Hnífsdalsvík, eign Hálfdáns Hálfdánssonar í Búð, og brotnaði hann i mél. — Á Skötufirði sökk og mótorbátur, sem Bjarni kaupmaður Sig- urðsson á ísafirði átti, og annar mótorbátur brotn- aði nokkuð. Haustróðrar lítt stundaðir enn, meðfram sak- ir gæftaleysis, en nokkur fiskreita í Bolungar- vík á haldfæri (4—6 kr. hlutir á dag), er ró- ið er. Ouðrn. skáld Quðmundsson er nú ráðinn sýslu- skrifari hjá Magnúsi sýslumanni Torfasyniíl. Skipstrand. Selveiðaskip frá Tromso, „Fridtjöf“ að nafni, bilaði í ís á leið rttilli Jan Meyen og Langaness. 15 menn fórust, en einn komst af. Forstöðuinaður Eiðaskóla er ráðinn Bergur Helgason. Fyrver- andi forstöðumaðurinn, Benedilct Kristjánsson, hefir sagt af sér, þar eð hann er skipaður ráðanautur Búnaðarsamhands Austurlands. j- Nýlátinn er Sigurður Hallgrímsson, frá Hrafnsgerði, í Múlasýslu. Hann drukknaði í Grimsá á Héraði. Húsbruni. Bærinn Sogn í Ölfusi brann til kaldra kola, 12. þ. m. Mannbjörg varð, með naumindum, engum innanstokksmunum varð bjargað. Bóndinn, sem fyrir skaðanum varð, heitir Ögmundur Ógmunds- son, og er það tilfinnanlegt tjón, þar sem bær- inn var nýreistur, on óvátryggður. 5,000 kr. 48,433 kr. 14,000 kr. 12,000 kr.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.