Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1907, Blaðsíða 3
XXI. 51.-52. Þ j ó e v i L J i K v. 203 heimtir sóknarnefndin gjöld þessi, gegn 6"/,,, nema 10°/0 af lambsfóðrum og dags- verkurn, og renna gjöld þessi í presta- launasjóðinn, er prestar fá ofan greind laun sín úr. En safnaðarmenn ákveða á lögmaetum aafnaðarfundi, getur niðurjöfnunargjald komið í stað nefndra sóknartekna, og fær sóknarnefndin þá 6°/() af niðurjöfnunar- gjaldinu. Sóknarnefnd gerir prófasti reiknings- flkil fyrir lok aprílmánaðar ár hvert, og getur hann haldið sóknarnefnd, til að gjöra ekil á tilteknum tima, með allt að 1 kr dagsektum fyrir hvern nefndarmann. LXX. Lög um takmörkun á eignar- og umráðarétti á fossum á íslandi, um ■eignarnám á fossum o. fl. (Engir aðrir^ •en þeir, sem heimilisfastir eru á lslandi; eða félög, er hafa þar heimilisfang, enda sé meiri hluti félagsstjórnar skipaður mönn- um, sem þar eru heimilisfastir, mega héð- an af, án sérstaks leyfis, ná að eignast fossa á Islandi, bvorki eina, né með lönd- um þeim, sem þeir eru í, eða notkunar- rétt á fossum. Konungur veitir leyfið, eða sá, er hann fær umboð til þess, og má eigi veita það fyrir lengri tima, en 100 ár i lengsta lagi, og að þeim tíma liðnum skal fossinn, og aflstöðin, verða eign landssjóðs, án end- urgjalds. Áskilja skal og landssjóði rétt til þess, •að kaupa fossinn, og aflstöðina, eptir 50 -ár, frá þvi er leyfið var veitt, og skal kaupverðið rniðað við það, hvað kaupandi hefir borgað fyrir fossinn, og hvers virði aflstöðin er. — Skyldur skal og leyfishafi, i ef landstjórnin krefst þess, að láta af hendi j 10°/* af starfsaflinu, 5°/0 landið. og 5% ^ið sveitina, gegn endurgjaldi, er sé miðað við framleiðslukostnað, að við’bætt- um 10°/0 ágóða. Enn fremur eru í lögum þessum ýms ákvæði um eignarnám fossa, gegn fullum skaðabótum, er almenningsheill krefur, o. fl. LXXI. Lög um breyting á tilskipun 20. apríl 1872 um bæjarstjórn i kaupstaðn- um Reykjavík. (Tala bæjarfulltrúa skal vera 15, og kjósa þeir borgarstjóra til 6 ára í senn. — Fær hann 4500 kr. laun úr bæjarsjóði, 1500 kr. skrifstofufé. Kosningarrétt hafa allir bæjarbúar, karlar og konur, sem eru 25 ára að aldri, þegar kosning fer fram, hafa átt lögheim- ili í bænum i 1 ár, hafa óflekkað mann- orð, eru f]ár sins ráðandi, eru eigi öðrum háðir, sem hjú, og standa eigi í skuld fyrir sveitarstyrk, — ef þeir greiða skatt- gjald til bæjarsjóðs. — Konur kjósanda hafa kosningarrétt, þó þær séu ekki fjár síns ráðandi, vegna hjónabandsins, og þótt þær eigi greiði sérstaklega gjald í bæjarsjóð, ef þær að öðru leyti uppfylla áðurgreind skilyrði fyrir kosningarrétti, Kjörgengur er hver sá, er kosningsr- rétt hefur. — Þó mega hjón aldrei sitja samtimis í bæjarstjórn, heldur eigi for- eldrar og börn, né móðurforeldrar, eða föðurforeldrar, og barnabörn þeirra. — Heimilt er og konuin jafnan að skorast undan kosningu.) Þá hefir „Þjóðv.“ getið allra þeirra laga, er samþykkt voru á síðaata alþingi. - —....... • • • ----------------—:— S Bréf frá Djúpi (í okt. 1907). Sumarið hefir verið all-erfitt öllum, sém stunda landbúnaðinn. Elztu menn muna ekki annan eins grasbrest á tún- um, engjar voru litið eitt skárri sumstað- ar, heyskapur er þvi með langrírasta móti hjá almenningi, og verður að fækka bú- peningi mjög, ef setja skal á með nokkiu viti. Ekki hefir tíðarfarið, það sem af er haustinu, heldur bætt úr sumarharðindurn, sífelldir umhlcypingar með krapableytum og grimdarfrost þess á milli. í öndverð- um þessum mánuði gjörði stórhret, fennti fé sumstaðar og frost í ám og lækjum, vantar suma bændur á Langadalsströnd 30—40 fjár. Eptirmæli þessa sumars verða því allt annað en lofleg, hefur kaldara sumar ekki komið í manna minnum. Til sjóarins áraði öllu betur, varð vor- vertíð í all-góðu meðallagi hjá almenn- ingi, og hjá suinum betnr, urðu 200— 300 kr. hlutir hjá mörgum, en langsótt- ur var aflinn, og útgerðin því ærið dýr, heldur munu menn þó hafa grynnkað á hinum afskaplegu skuldum, sem mótor- báta kaupin þessi síðustu missiri hafa sökkt almenningi við Útdjúpið i, og þarf all-margar góðar vertíðir til að losa Djúp- menn úr þeim læðingi. Sumarvertíðin hjá mótorbátunum var, að vanda, heldur arðlít.il; eina viku eptir vorvertíðarlokin aflaðist ágætlega, en sið- an hefur verið tregt um fisk, þótt sótt hafi verið út á haf; munu sumarhlutir 14 Ljólin á vagni okkar voru eigi, nema tiu fet frá hinum yagninum. Purpura-rauðan ljósbjarma frá eldinum í ókuunu ibifreiðinai lagði framan í Beden lávard, og sást maður- dnn nú glöggt, sem svartur drísill, er skaraði í eldinum. „Gætið nú vel að Beden lávarður!“ kallaði jeg. „Við rekum okkur á vagninn!“ Lávarðurinn sneri sér að mér, brosti sigri hrósandi •og mælti: „Yitið þér, hvað jeg ætla mér? Jeg ætla mér að mölva hann í þúsund mola“. Þessu hvíslaði hann að mér, og kom munnurinn alveg upp i eyrun á mér: „Við gotum enn aukið hraðann dá- lítið“, mælti hann enn fremur, og þegar við komum i liallann, sem liggur ofan í Staur-dalinn, skal jeg mylja hann mélinu smærra!“ „í guðanna bænum!“ kallaði jeg, því að mér virt- dst vitfirringin skina út úr augum honum. „Stöðvið nú vagninn þegar, Beden lávarður! Eruð þér orðinn óður?“ Að svo mæltu þreif jeg í handlegginn á honum, en hann hrissti mig af sér, og greip jeg þá af alefli í vagn- sætið. Meðan er við töluðum saman sá jeg eldingu leiptra, og sá, að vegurinn gjörðist þá voðalega brattur; en djúpt niðri sá eg vatnið glitra milli dökku trjánna. Og hinu megin, hátt uppi, sást rísa stórhýsi, með turnum og hárri stöng. — Það var geðveikrahælið í Rockshíre. Hraðinn á bifreiðinni óx nú voðalega, svo að hún fór að hallast að naun, ýmist á þessa hliðina, eða hina, 3 gat jeg ekki betur séð, en að það væri beinn ásotningur hans, að stuðla að því, að slys yrði. En svo rak að því, að hann hætti algjörlega að bjóða mér að aka með sér, og gat það þó eigi verið af þvi, að jeg hefði styggt hann, því að hann var engu óvingjarn- legri við mig, en verið hafði, og bauð mér í miðdegis- veizlur sinar, eins og áður; en þess þóttist eg verða á- skynja, að hann væri orðinn ellilegri að útliti, og veiklu- legri, og að óeðlilegur gljái væri í augum hans. Jeg mætti honum nokkrum sinnum — hann var þá jafnan á leið til borgarinnar Oxminster —, og virtist mér hann þá aka enn ógætilegar, en áður, svo að jeg varð feginn, að hann var hættur að bjóða mér að vera með sér. En kvöld eitt, seint í ágústmánuði, er eg sat einn að miðdegisverði, heyrði og til bifreiðar í fjarska, og tæpri minútu síðar brá ljósglampa af bifreiðinni inn um glugg- ana hjá mér. Rétt á eptir var dyrabjöllunni hringt, og mér var sagt, að Beden lávarður vildi tala við mig. „Q-ott kvöld Scott“, mælti hann, og tók af sér gler- augum. „Pagurt veður í kvöld; finnst yðui það ekki? Viljið þér ekki aka dálitið með mér?“ Hann var mjög fölur, og rykugur frá hvirfli til ilja. „Aka með yður, Beden lávarður?“ svaraði eg all- hugsandi. „Jeg veit ekki hvað eg á að segja. — En má jeg ekki bjóða yður vindil, og einn bolla af kaffi?“ Lávarðurinn hneigði sig, og kvaðst mundu þiggja það. Jeg helti nú kaffinu í bollann, og sá, að hönd hans ekalf mjög, er hann lypti bollanum upp að munninum á

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.