Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1907, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1907, Blaðsíða 4
204 ÞjCB VJLJíNN XXI., 51.—52. iang hæðstir um 200 krónur, og hjá flest- um lægri. Fjöldi manna hefur stundað sumarróðra og myndu margir þeirra hafa borið mpira úr hýtum eptir sumarið, með því að vinna hjá landbændum, er i hverri sláttarbyrjun bjóða nú orðið 15—13 krón- ur á viku, auk fæðis, í fé, peningum og íeitmeti, er það ólíkt meiri og notadrýgri aumararðurfyrirþurfabúðarmenn, en 100— 150 króna hlutur, sem látihn ertilkaup- mannsins, jafnóðum og hafln fæst úr sjón- um. En það mun reynast svo, sem fyrir ■var spáð, með mótorbátaútveginn, að hann dragi menn meira frá landvinnu, en báta- útvegurinn áður, þykir mörgum hægra að fara á flot á bátum þessum einusinni til tvisvar í viku og eiga svo fri hina dag- ana, en að ganga að heyvinnu allt surn- arið. Hvort efnahagurinn batnar að sama skapi, sem minna er haft fyrir lífinu um bábjargræðistímann, úr þvi mun reynzl- an skera. Litlar fréttir hafa menn haft af afrek- um þingsins, helzt er rætt um þessar tvö hundruð þúsundir, som konungskoman er sagt, að kosti, og þykir mörgum, sem sómasamlega tiefði mátt taka á móti gest- um þessum, þótt dálítjð minuu hefði ver- ið til kostað, og fáir muDn óska eptir tíðum heimsóknum af þessu tagi, ef slík blóðtaka fýrir landssjóð verður þeirn jafn- an samfara, enda má telja víst, að kon- ungur og skyldulið hans sjái sérfært, að kosta sjálft fjör síoa um Island, langi það til að koma hér aptur, mún enginn telja það ósvinnu af Islendiflgum,' þótt þeir þykist hafa annað þarfara með fé sitt að að gjöra en ausa þvi út. i slíkan mann- fagnað. Leiðarþing. Þingmaður ísafjarðarkaupstaðar (sira Sig. Stefánsson) og þingmaður Norður-ís- firðinga (Skúli Thoroddsen) héldu í sam- eÍDÍngu leiðarþing fyrir ísafjarðarkaupstað og Norður-ísafjarðarsýslu, í bæjarþingstof- unni á Isafirði 18. okt. siðastl. Fundarstjóri var Arni bæjarfulltrúi Qislason á Isafirði. Þingmennimir skýrðu t’rá helztu gjörð- um síðasta alþingis, og var leiðarþÍDgið fjölsótt, einkum af kaupstaðarbúum. Fiiuni inenn drukkna. 14. okt. þ. á. vildi það slys til á ísafjarðar- djúpi, að sexæringi hvolfdi í fiskiróðri, og drukkn- nuðu fimm menn. — Bátur þessi var frá Tjald- tanga á Folafæti, og var að sigla til lóða, seinni hluta dags. — Veður var gott, en þó smá-viad- hviður öðru hvoru, og er báturinn' var kominn út á Vigur-álinn (milli eyjarinnar Vigur og Ögur- ness), kom hviða í seglið, og hvolfdi þegar, með þvi að sexæringurinn var tómur, og dragreipih föst. Þeir, sem drukknuðu, voru: 1. Formaðurinn, Guðmundur Guðmundsson á, Tjald- tanga, Egilssonar bónda á Hjöllum í Skötu- firði, ókvæntur lausamaður, 33 ára að aldri, mesti dugnaðarmaður, og mjög vel efnum bú- inn. 2. Jím Egilsson á Tjaldtanga, föðurbróðir formanns- ins, rúmlega hálf-sextugur. — Hann lætur eptir sig ekkju, Þuríði Guðmundsdóttur að nafni, sem nú dvelur í Arnarfirði, og fjögur börn, som öll eru upp komin. 3. Jón Guðmundssön, húsmaður á Folafæti, rúm- tjega fimmtugur, dvaldi fyrrum í Dýrafirði. — Hann lætur eptir sig ekkju, Helgu Jonsdöttur að nafni, og þrjú börn og eru tvö þeírra upp komin. 4. Guðmundur, 18 ára að aldri, sonur fyr nefnds Jóns Guðmundssonar á Folafæti. 5. Bogi Benediktsson, húsmaður á Tjaldtanga, rúmlega hálf-fimmtugur. — Ekkja hans er Bósa Aradðttir, Guðmundssonar frá Uppsölum, og eiga þau fimm börn á lífi, öll í ómegð. Slysið mun hafa orðið kl. 5 e. h., og rakst Gunnar formaður Halldórsson í Vigur á sexær- inginn á hvolfi tæpum tveim kí. stundum siðar og bjargaði sjötta manninum, er komizt hafði á kjöl, og orðinn var mjög aðþrengdur. — Hét sá maður Guðmundur, unglingspiltur frá.Hvammi í Dýrafirði. Ltk hinna drukknuðu manna voru órekin, er siðast fréttizt. Fjðs- og heybruni. 4. okt. síðastl. brann að mestu fjós Jóseps bónda Jóliannessonar á Vífilsmýrum í Önundarfirði, á- samt 70—80 hestum af heyi. Gizkað or á, að bruninn hafi stafað af hita í heyinu, sem var af flæðiengi, er sjór gengur yf- ir, og þarf þvi mjög mikinn þurrk. Frá Hornströndum fNorður-ísafjarðarsýslu) or „Þjóðv.“ ritað 7. okt. þ. á.: „Síðastl. vor var hér mjög kalt, aldrei regndropi úr lopti til fardaga, og líktist sú veðrátta meir vetrar- en sumar- veðráttu. — Skepnuhöld voru þó almennt góð. — Lík veðrát.ta hélzt fram í júlí, en þó blíðviðrisdagar við og við; en væri úrkoma, var það snjór, og frá sólstöðum til septemberloka snjóaði alls 6 sinnum ofan í byggð.—Þráttfyr- ir þessi kuldaköst, varð þó víðast viðunanleg grasspretta, þegar kom fram í ágúst; en með sept. versnaði aptur veðrátta, svo að hey eru hér víða úti onn, b eði á túni og engjum, og orðin 6 vikna. — Undanfarna þrjá daga hefir verið hér grimmasta snjóhríð, svo að heita má, að jörð sé öll hulin snjó. Fiskiafli varð hór í rírara tagi næstl. vor, en ffemur góður afli, seni af er haustinu, eink- um á Hornvík; en nú er komin brimrót, og ó- stilling, svo að sjaldan gefur. 4 flér, og hugkvæmdist mér, að það kynni að stafa af því, að hann hefði ekið hratt.. „Er okki orðið heldur áliðið, til þess að fara að aka?u spurði eg eþtir dálitla þögn. „Nei, alls ekki — öldungis ekki“, svaraði hann þeg- ar. „Það.er glaða tunglsljés, og engir eru á ferðinni um þetta leyti. Heyrðu rnér, Scottu, mælti hann enn frem- ur, og beygði sig fram yfir borðið, og einblíndi framan í mig. „Mér er mjög áríðandi, að þér komið með mér; þér verðið að gjöra ,það. Jeg ætla að biðja yður að líta á uokkuð, sem eg hpfi séð, en sem jég er í vafa um“. Jeg starði á hann. *— Hann var stillilegur, og eins Og hann átti að sér, j málrómi, en óvanalegur gljái í aug- unum, og var auðsætt, að hann var mjög æstur, þó að hann stillti sig vel- Jeg gerði mér upp ólíkinda-hlátur. „Sé þetta mikilsvarðandi fyrir yður, Beden, lávarð- ur“, svaraði jeg, „skal eg koma með yður. — En fyrir- gefið, að eg segi yður, eins og mér býr í skapi, að mér eýnist þér eigi vera vel hraustur. — Notið þér eigi bif- reiðina fremur mikið? Það reynir á tauearnar, eins os þór skiljiðL „Mór líður ekki vel“, mælti hann. „En þér getið ekki ispknað mig, Scott“. Jeg svaraði engu, en gekk inn i annað herbergi, til að týgja mig til fararinnar. Yið ókum síðan um þorpið, og fórum 2—3 milur á kltímanum. Það var glaða tunglskin, og heiðskír himininn, en í vestri sást dimmt ský, er virtist, vera fyrirboði þess, að þrumuveður kynDÍ að skeila á, þá og þegar. 13 frá stjórninni, þó að eigi sé nema um augnabliks skeið, get eg ekki ábyrgzt, hvernig fer“. Jeg sá, að hann hafði rótt að mæla, og stakk því hendinni í vasa minn. Það var auðsætt, að ekki mátti trufla hann, en jafn augljóet var hit.t, að héldun* við áfram með satna hraða, myndum við hálsbrjóta okkur. Eina vonin mín var því sú, að við myndnm brátt ná takmarki því, er Beden lávarður stefndi að. En það var í raun og veru sama, .sem. að fremia sjálfsmorð. Við áttum nú ekki eptir, neina hálfa mílu vegar til Staur-dalsins. Smám saman höfðum við unnið á, svo að við vorum nú ekki nerna fimmtán faðma frá hinni bifreiðinni. Neistarnir'fuku framan í okkur, svo að jeg hótt hendinni fyrir andlitið. — En brátt varð eg þess vísari að neistarnir brenndu alls eigi, svo að jeg gat nú hag- rætt mér betur, og horft á manninn, sem í bifreiðinni sat. Mér kom það kynlega fyrir sjónir, að mér fannst jeg þekkja rnanninn, og reyndi því að glöggva mig á því, hvar jeg hefði sóð þessar breiðu herðar, og þessa löngu, mögru útlimi. Mig langaðr til, að sjá framan í manninn, því að eg taldi víst, að jeg myndi þá þekkja hann; en hann leit alls ekki við, og var engu líkara, en honum væri al yeg ókunnugt um, að önnur bifreið væri á ferðinni, rétt á eptir honum. Við nálguðumst nú æ meir og meir, unz fremri

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.