Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.11.1907, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.11.1907, Síða 1
Verðf4 árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. "■--)= TuTTTJGASTI OG I'ÍYBSTI ÁBGANGUb' =1-=±- H—*K~\= RITSTJÓKI: S.KÚLI THORODDSEN. —— M 53, Bessastöðtjm, 20. NÓV. | Uppsögn skrifleg, ógild I nema kotnið sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi \ samhliða ' uppsögninní I borgi skuld sína . fyrir blaðið. 1907. A -GrÆTUB, bátur úr eik oe furu, um 4 tonn að stærð, allur jfirbyggður, með árum, seglum, grunnfærum, aukakjöl, sem iiægt er að hleypa niður úr bátnurn, ef sigldur er hliðarvindur, föstum loptköss- um úr járni, sem fleyta 2500 ff., ágætri olíu-mótor-vél „Gidson14 6 h., 1 árs gam- alli og mörgu fleiru; kostaði í Danmörk 3300 kr., fæst hjá undirrituðum,— vissra orsaka vegna — fyrir minna verð. Pat reksfirði 22/10 ’07. G. K. Bárðarson. ■ i ■ i i i i ■ ■ i i i i ■ ■ ■ (16. nóv. 1807—16. nóv. 1907.) -— Líkneski Jónasar Hallgrímssonar, þjóð- skálds, var afhjúpað í Reykjavík iaugar- daginn 16. nÓ7. þ. á. kl. 2. e. h., á ald- ar-afmæli hans. — Það stendur á tún- blettinum fyrir neðan hús Ottðm. land- læknis Björnssonar, en áformað er, að það verði síðar fiutt þaðan, og reist hjá safna- húsinu, sem nú er í smiðum. Líkneskið er gjört af Einari mynda- smið Jónssyni, og tók cand. jur. Sigurður Eggerz, formaður stúdentafélagsius, blæj- una frá likneskinu, er afhjúpunar-athöfn- in fór fram, en cand. mag. Bjarni Jónsson frá Vogi minntist helztu æfiatriða Jönas- ar, og lýsti þýðingu þeirri, er skáldskap- ur hans hefði haft fyrir íslenzku þjóðina. Kvæði voru sungin, er Jón Ólafsson og Pordeinn Erlingsson höfðu ort. — Tón- skáldið Sir/fús Einarsson hafði samið lag við kvæði Þorsteins, og er kvæðið svo látandi: Hér fékk okkar glæstasta gigja sinn hljóm og gullið í strengina sína; og sæll ertu, Jónas, því sólskin og blóm þú söngst inn í dalina þína, og þjóðin þín fátæka fegin sig býr og frægir með gimsteinum þinum, og málið þitt góða í faðminn þinn flýr, moð flekkina’ á skrúðanum sínum. Og heiðraðu, móðurjörð, hörpuna þá, því hann varð oss kærastur bróðir, sem söng við oss börnin, og benti’ okkur á, að blessa og elska þig, móðir, sem ástvana sjálfur og einmana dó og andsður fékk ekki leiði, sem söng þegar geislarnir sendu’ honum, fró, og svolítill blettur í heiði. En sárt var að kenna þá svipinin hans fyrst, er sólin var slökkt undir bránum, og minnast þá barnsins, hve brjóstið var þyrst, og bjóða’ honum armana dánum. En látum sem fæst yfir högunum hans og hinna, sem frægðir oss vinna, svo móðirin gangi’ ekki döpur í dans i dulunum barnanna sinna. Hann Jónas sá morguninn brosa við brún; en bágt á hér gróðurinn veiki, þvi lágur er geislinn, sem teygist i tún, og tröllskuggar smámenna’ á reiki; og þyki þér hægfara sól yfir sveit, þá seztu’ ekki niður að kvíða, en minnstu þá dagsins, sem meistarinn leit og myndin hans ætlar að bíða. Og gakktu’ honum aldrei í gáleysi hjá: hann gleymdi’ ekki landi né tungu, og æfinni sleit hann við ómana þá, sem yfir þig vorhimin sungu. Hér bíður hann dagsins sem ljósvættur lands og lítur til blómanna sinna: þess fegursta’ i ættjarðarhliðunum hans og hjörtunum barnanna þinna. Þ. E. Yið kvæði Jóns Olafssonar hafði Arni Tliorsteinsson samið lag. Um kvöldið var haldin blysför, og síðan hafði stúdentafélagið samsæti, all- fjölménnt. Iðnaðarmannafélagið hélt og samsæti, og dansleik — Ungrnennafélagið hélt og samkornu í Bárubúð. Akureyrarbúar héldu og hátíð i Good- templarahúsinu, með söng og ræðuhöld- um. — Nýjar boekur. (Sendar „Þjóðv.u) Hallgrímur Pótursson: Passíusálmar, mcð fjórum röddum, fyrir orgel eða harm- oníum. — Útgoiandi. Jönas Jónsson. — Rvik 1906—1907. - 134 bls. 8vo. Þessi nýja útgáfa passíusálmanna er einkar vönduð, og cr það mdkill kostur, að jafnframt sálmunum eru einnigprent- uð lögin, sem síra Hallgrímur orti þá undir. — Yið 4. sálminn („Samtal Kristí við lærisveinana4) hefir útgefandinn þó valið annað lag, og 47. sálmurinn („Um Kristi kunningja, sem stóðu langt frá“) hyggur hann, að ortur hafi verið undir öðru lagi, en hann prentar við hann. — Yið fáeina aðra sálma hefir hann og valið önnur lög, en síra Hallgrímur orti þá und- j ir, en vísað þó jafnframt til þess lags. — i Úögin eru prentuð, ‘ eins og þau eru í | Hólabókinni („Guðbrandsbóku) 1589, eða i Grallaranum; en sum lögin hefir út- gefandinn þó tekið úr erlendum bókurn; Að því er raddsetninguna snertir, hefir alþm. Bj'órn Kristjánsson í Reykjavik hjálp-. að útgefanda í valinu, en 5 eru mcð ný,- um raddsetningum eptir Ihomas L. Lattb, organista í Kaupmannahöfn, og 3 lögin hefir Sigfús tónskáld Einarsson raddsett. Þetta er í fyrsta skipti, er passíusálm- arnir eru prentaðir með nótum, nema hvað nótur fylgja fyrsta og síðasta sálminuin í útgáfu Björns biskups Þorleifssonar. Eins og maklegt er hafa passíusálm- arnir verið ein af helztu uppáhaldsbókum Islendinga, og má því telja víst, að þess- ari nýju útgáfu veiði mjög vel tekið, og að margir vilji eignast hana, ekki sizt á þeirn heimilum, þar sem harmoníuin er. Bróf Tómasar Sæmundssonar, gefin út á hundrað ára afmœli hans 7. júní 1907, — Búið hefir til prsntunar Jón Helga- son. — Rvík 1907. — 296 bls. 8^2- (Kostnaðarmaður: Sig. Kristjánsson) Bréf þessi, sem dóttursonur lómasar sáluga Sœmundssonar, prestaskólakennari Jön Helgason, hefir búið til prentunar, eru rituð á árunum 1827—1841, og erty alls 45 að tölu. —• Af bréfum þessum eru 10 til Sœmundar, föður Tömasar, 20 til Jönasar Hallgrínissonar, 9 til háskólakenn- ara Konráðs Gíslasonar, eitt til Brynjölfs Péturssonar, tvö til útgefanda „F)ölnisu, eitt til síra Þorqeirs Guðmundssonar í Gló- lundi, eitt til skólapilta á Bessastöðum, og eitt til kunningja Tómasar í Kaup- mannahöfn. I bréfum þessum er ýmislegt skemmti- legt, og fræðandi, að þvi er snertir menn, og málefni, á þeim timum, er Tómas Sœ- mundsson lifði; en óefað getur dóttursonur hans þess rétt til, að afi hans myndi síð- ur en ekki vera honum þakklátur, ef hann mætti lita upp úr gröf sinni — sem kallað er —, og sæi þessi bréf sin á prenti, bréf, sem auðsjáanlega eru flest skrifuð í flýti, og flést látið fjúka, sem í huga kemur, eins og algengt er í kunn- ingjabréfum. Eins og síra Jón Helgason getur um í formálanum, er rnálið á bréfum þessum yfirleitt mjög óvandað, og dönsku skotið, enda var íslenzkan þá eigi endurfædd, og er það þvi afsakanlegra, en háttalag ýmsra skólagenginna mannanú á tímum, sem misbjóða mjög máli voru í ræðu, — og i ritum. Enginn efi er á því, að þeim, som nnna minningu Tówasar heitins Sœmunds- sonar — og þeir eru eigi fáir -- muni þykja vænt um þessi bréf hans,. því að þau lýsa honum að ýmsu leyti yol, sem rnanni, og ættjarðarvini.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.