Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1907, Blaðsíða 1
Verö árgangsins (minnst '
60 arkir) 3 kr. 50 aur.; \
erlendis 4 kr. 50 aur., ng
í Ameríku doll.: 1.50. \
Borgist iyrir júnimán-
aöarlok.
ÞJOÐVILJINN.
——-——j= Tutttjöasti og fyksti ábgangur. =|^—■■ =—
RITSTJÓKI: SjKÚLI THORODDSEN. =1
Uppsögn skri/Icg, ögild
nema komið sá til útgef-
anda fyrir 30. dagjúní-
már.aöar, og kaupavdi
samhliöa uppsögninní
horgi skvld sína fyrir
hlaðið.
M 55.- 56.
Bessastöðum, 4. DES.
1907.
fil lessnda .J'jcðv."
Þeir, sem gjörast kaupendur að XXII
árg., „Þjóðv.“, er hefst næstk. nýár, og
eigi hafa óður koypt blaðið, fá
alveg ókegpis
sem kaupbæti, síðasta ársfjórðung yfir-
standandi árgangs (fró 1. okt. til 31. des.).
Nýir kaupendur, er t»orgr» l»lað-
ið fyrir fi-»m, fá eon fremur
U um 200 bls. af skemmtisögum 2j
Þess þarf naumast að geta, að sögu-
safnshepti „Þjóðvu. hafa viða þótt mjög
skeinmtileg, og gefst mönnuin nú gott
færi á að eignast eitt þeirra, og geta þeir
sjálfir valið, hvert söguheptið þeir kjósa
af sögusöfnum þeim, er seld eru i lausa-
eölu á 1 kr. 50 a.
Ef þeir, sem þegar eru kaupendur
biaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá
eiga þeir kost á því, eí þeir* t»ox*g'»
XXII. árg. fyrir fram. SSSSSJ
w Allir kaupendur, og lesendur,
„Þjóðv.-4 eru vinsamlega beðnir að benda
kunningjum sínu.m, og nágrönnum, á kjör
þau, sem í boði e»-u.
INýir útsölumenn,
er útvoga blaðinu að minnsta kosti sex
nýja liaupendur, sem og eldri út-
sölumenn blaðsins, er fjölga kaupendum
um sex, fá — auk venjulegra 9ölulauna —
einhverja af forlagsbókum útgefanda
„Þjóðv.“, er þeir sjálfir geta vaiið.
Nýir kaupendur, og nýir iítsölumenn;
eru beðnir, að gefa sig fram, sem allra
bráðast.
Utanáskript til útgefandans er: Bessct-
staðir pr. Reykjavík.
ÚtgeíiiTidi „Þjöðv “
Til .iðianna!
Auk hinna mörgu tegunda af l»»r*n»-
leikföngum, og ýmsum íiiiin-
vini, hentugum til jólag jafa,
sem eg nú hefi á boðstólum, kemur með
e/s „Ceres“ 7. dos. n. k. fjöll»i-«\ytt-
»r*a úrval »f þesis konar
vörum, en nokkru sinni élÖ-
ur. — Hór er ekki rúm, til að telja upp
vörutegundirnar, og vil eg að oins benda
yður á, að ef þér ætlið að fá falleg barna-
leikföng, eða eitthvað til jólagjafa, ættuð
þér ekki að láta hjá liða, að líta inn til
inín.
ísafjörður. Póstgata 6.
JÓN HRÓBJARTSSON.
XJ -fc 1 Ö C& .
Helztu tíðindi, er borizt hafa frá út-
löndum í siðustu /blöðum, eru þessi:
Danmörk. Nú er byrjað að reisa Krist-
jánsborgarhöll að nýju, og var hyrnÍDgar-
steinDÍnn lagð’.r 15. nóv., með mikilli
viðliöfn. — Forsætisráðherra Christensen,
A. Thornseu (forseti fólksþingsins), og
Steffensen (forseti landsþingsins), héldu
ræður.
Meðal frumvarpa, er stjórnin hefir lagt
fyrir þirgið, eru: ný toll-lög, frumvarp
um launáhœkkun handa ýmsum opinber-
um starfsmönnuin (við járnbrautir, ritsíma-
og talsíma, í þjónustu póststjórnarinnar,
við alþýðukennslustörf o. fI.); enu fremur
frv. um ráðherraáhyrgð, um nijja doma-
skipun (kviðdóma), og lcosningarétt í sveita-
máhim. — Hvernig stjórninni tokst að fá
helztu málunum fram gengt er nú eptir
að vita, þar Isem flest þessara mála strÖDd-
uðu í landsþinginu á síðasta rikisþingi.
— Að því er kosningalaga-frumvarpið
snertir, vildi „frí-konservatívU flokkurinn
í landsþinginu i fyrra binda fylgi sitt
ýmsum ófrjálslegum skilyrðum, tryggja
efnamönnum yfirráðin í amtsráðunum o.
fl.; en fylgis þeirra verður stjórnin að
njóta, eigi málið fram að ganga, nema
hÚD rjúfi landsþingið, og haldi fram þeim
skilningi vinstrimanna, að þingrofið nái
einnig til konungkjörnu þingmaDnanna;
en til þess ætla frjálslyndari vinstrimenn,
að C'/imíeme'n’s-ráðaneytið bresti áræði,
enda þótt sumir af flokksmörmum stjórn-
arinnar hafi áður talað all-borginmannlega :
í þá átt. 1
1 [
Við fyrstu umræðu fjáilaganna sætti !j
Albertí, dómsmálaráðherra, all hörðum á- j
rásum af hálfu jafnaðarmanna, og frjáls- j
lyndari vinstrimanna. — Þykir þeim bann
að ýmsu leyti einráður, oíí kröfðust þess
því, að hann yrði látinn víkja úr ráða-
neytinu. — Meðal annars var fundið að
því, að Albertí hefði látið farazt fyrir, að
fullnægja dómi, er dærmii Jöhannes Han-
sen, ritstjóra blaðsins „Middagsposten“, í
4 mánaða einfalt fangelsi. — Þómur þessi
var kveðinn upp 30. maí 1905, og hefir
fullnustugjörðinni verið frestað, um ár
og ár í senn, og segja andstæðingar Al-
berti’s, að hann hafi notað þessa tiihliðr-
unarsemi, til þess að hafa tangarhald á
ritstjóra blaðsins; en blað þetta er í litl- j
um metum, með því að það þykir hafa
flutt miður áreiðanlegar fregnir, og áráo-
ir á einstaka menn. — Blað þetta hafði
i haust flutt byrjun á grein um hlutafé-
lag, er Oscar heitinn Kölúer stýrði, þar j
sem t’lett var ofan af ýmsu atferli í reikn- |
ingsmálum félags þessa, sem á miklu j
minni eignir, en reikningar þess bera )
með sér. — Bitaði Albertí ritstjóranum j
þá prívat-bréf, er einn úr flokki jafnaðar-
I manDa las upp á fólksþinginu, og mælt-
| ist til þess, að hann léti hinn dána hvíla
! í friði, og hreyfði máli þessu eigi frekar,
og hætti ritstjórinn þá við það að láta
áframhald greinarinnar korwa í blaðinu.
Um þetta hefir andstæðingablöðuuain
i Danmörku orðið mjög skrafdrjúgt, en
Anders Ntelsen, foringi stjórnarmanna í
fólksþinginu, lýsti því yfir, að stjórnar-
menn teldu eDga ástæðu til þess, að Al-
berti sleppt.i völdum.
14. okt. síðastl. gjörðist sá atburður í
þorpinu Ölsted, sem er U/2 milu fyrir
norðan Arósa, að húsmaður nokkur Christ-
ensen að nafni, drap konu sÍDa, kveikti
síðan í húsinu, og drekkti siðan sjálfum
sér. Ætla menn, að þetta voðalega til-
tæki hafi stafað af peningakröggum, og
maðurinn liklega eigi verið með fullu viti.
20. okt. vildi það slys til á skipasmíða-
stöð í Friðrikshöfn, að benzÍD-lampi sprakk,
og hlutu ýmsir verkamenn meiðsli.
Um 3—4 mánaða tima hefir verið
verkfall i eldspítna-verksmiðjum í Dan-
mörku.
Fulltrúar frá ýmsum félögum atvinnu-
veitanda í Danmörku, Bvíþjóð, og Noregi,
áttu fund með sér í Kaupmannahöfn 12.
nóv., til þess að ræða um, hvað til bragðs
skyldi taka, er verkföll ber að hönd-
um, o. fl.
Maður nokkur, Vietor Madsen að nafni,
21 árs að aldri, skaut í okt. heitmey sína
í Kaupmannahöfn, er Filippa Spangenberg
hét. — Hún var ekkja, og 10 árum eldri,
en hann, og hafði hún strítt honum með
þvi, að hún ætlaði að giptast öðrum. —
Að því loknu fyrirfór MadseD sjálfum sér.
Noregur. Eins og getið hefir verið
um í hraðskeyti til blaðs þessa, hefir
Miclielsen sleppt stjórnarformennsku hjá
Norðmönnum, og tók Lövland, er verið
hafði utanríkisráðherra, við embætti hans.
— Það var 28. okt., er Michelsen fékk
lausn, og var orsökin heilsulasleiki.
Eius og kunnugt er, var Michelsen
forsætisráðherra Norðmanna, er skilnað-
urinn við Svía fékkst fram, og mun nafn
hans því ógleymanlegt í sögu Norðmanna.
3. nóv. héldu Kristjaníubúar blysför
mikla í virðingarskyni við hann, og er
mælt, að þar hafi 75 þús. manna verið
við staddir. — I kaupmannahöllinni í
Kristjaniu var og á tíu mínútum skotið
saman 20 þús. króna, til að stofna sjóð,
er beri nafn hans, og var jafn framt send
samskota-áskorun til þjóðarinnar.
Frá Kristjaníu brá Michelsen sér si'ð-
an til Bergen, og var honum hvivetDa
fagnað á leiðinni með mikilli viðhöÍD,
þar sem viðstáða varð, og skólabörn heils-
uðu honuin með bvi, að syngja ættjarð-
arkvæði.