Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1907, Blaðsíða 3
XXI., 55.—56. .Þjóðvijilnn 219 Sojrine 7olstoi. greifafrú, hefir nýlega gefið safni i Moskva æfisögu sína, og er hún í fimm þykkmn bindum, og mjög fróðleg, að því er mann hennar, skáld- sagnahöfundinn alkunna, snertir. í borginni Vladivostok gerðu herrienu nýlega uppþot, og hlutu 5 menn bana, en 7 urðu sárir. I okt. var Gusthákow fursta sýnt bana dilræði í Víatka, 'iarpað að honum sprengi- vél, er sakaði hann þó ekki. — Morðinginn skaut síðan af skammbyssu, en hitti eigi, enda skaut fylgdarmaður furstans hann til bana í sömu svipan. 28. okt. skaut ung stúlka, menntuð, og vel ættuð, Makírnovskí ríkisráð á skrif- stofu hans, og beið haun bana tveim kl.tímum síðar. — Suilkan kvaðst hafa framið morðið, samkvæmt nlyktun jafn- aðarmanna, er dæmt hefðu Makimovski til dauða, sakir harðneskju ráðstafana hans, að þvi er snertir fanga, sem sendir voru til Síberiu. Hún var þegar hneppt í varð- hald, og litlu síðar dæmd af herrétti og liengd. Skáldsagnahöfundurinn Maxím Gorld liggur veikur í Florenz á Italíu, og eru læknar hræddir um, að það sé skæð tær- ing, er að honum gengur. Sízt er að furða, þó að kosningarnar á Rússlandi hafi gengið stjórninni i vil, þar sem keisari breytti kosningalögunum að eigin vild sinni, á þá leið, að 100 þús. stóreignamanna kvað hafa ráðið yfir 5O°/0 atkv., en 20 millj. bænda var eigi skamtað- ur meiri atkvæðisréttur, en svo, að þeir áttu að eins ráð á 22% af atkvæðismagn- inu. — Mælt er, að lögregluþjónar hafi og, til frekari tryggingar, litið eptir kosn- ingunnm sem þörf þótti. — — Marocco. Mælt er, að Abdal Azis, soldán, sé nú í roestu peningakröggum, og verði að rjúfa her sinn, og leita hælis á ein- hverjum kastala, ef hann eigi fær penÍDga- lán i Lundúnum, sem líklega mun hæpið. MuJeij Hafíd, sem hefir látið kveðja sig til soldáns í nokkrum héruðum lands- ins, gerði nýlega sendinefnd á fund Ját- varðar, Bretakonungs, en hvorki hann, né utanríkisráðherra hans, vildi veita sondinefndinni áheyrn, eða taka á móti bréfum þeitn, er þeir höfðu meðferðis. Bandaríkin. Nýloga var afhjúpað líkneski Mac Kinley’s, forseta, í borginni Canton, þar ssm hann var myrtur árið 1901, enda hvílir hanD þar, cg kona hans. — Minnis- varðinn, sera er mjög veglegur, er reist- ur fyrir sarnskotafé. Eoosevelt forseti hélt aðal-ræðuna, er athöfn þessi fór fram. PenÍDgakröggur hafa verið all-miklar í New York, og 22. okt. greip almean- ing slík hræðsla, að bann þyrptist að Knickerbocker-bankanum, og krafðist út- borgunar á sparisjóðsfé sínu, með ópum og illum látum, og sefaðist eigi, þó að bankanum bærist þegar tveir vagníarm- j ar af gulli, enda rak að því, að bankÍDn i varð að hætta útborgunum síðari hluta j dags, og fóru þá margir að gráta, er þóttust sjá fyrir, að þeir misstu fé það, er þeir hefðu dregið saman. Stjórnin hljóp þá loks undir bagga, og lánaði bönkum í New-York 75 rnillj. króna, til þess að bæta úr peninga-ekl-* unni. Einn bankinn í New-York, „Mayer & Co“, varð þó að hætta störfum. Árni landfógeti Thorsteinsson. Aðfaranóttina 29. nóv. andaÖistí Reykja- vík Arni Ihorsteinsson, fyrrum landfógeti, eptir nokkurra vikna sjúkdómslegu. Hann var fæddur að Arnarstapa í Snæfellsnessýslu 5. april 1828, og var því á 80. aldursári, er bann andaðist. — Foreldrar hans voru: Bjarni amtmaður Þorsteinsson (f 1876), og kona hans, Þ'or- unn Hannesdbttir, biskups Finnssonar. — Hann tók stúdentspróf við lærða skólann í Reykjavik 1847, og embættispróf i lög- fræði i Kaupmannahöfn 1854. 1856—1861 var hann sýslumaður í Snæfellsnessýslu. og síðan landfógeti alla tíð, unz landfógetaembætiið var lagtnið- ur haustið 1904. — Á árunum 1861—’74 var hann jafn framt bæjarfógeti í Reykja- vík. Árið 1861 kvæntist Árni sálugi Thor- steinsson frænku sinni, Soffíu, dóttur Hannesar kaupmarms Johnsen, Steiugríms- sonar biskups. — "Voru þau hjónin syst- kinabörn, og lifir hún mann sinn, ásamt fjórum börnum þeirra hjóna, og eru þau þessi: 1 .Hannes, eand. jur., og bankaritari í Reykjavík, ókvæntur. 34 Á þriðja degi lagði Ulrich af stað að heiman, og fylgdu Lebrecht og Elín honum til járnbrautarstöðvanna. En er vagnskröltið heyrðist eigi lengur, færðist nýtt líf í Benediktu. Hún hljóp út í garðinn, og var nú aptur — frí og frjáls. En er hún kom út i garðinn, heyrði hiin sama söng- inn, og hljóðfærasláttinn, sem hún hafði heyrt eÍDU síudí áður, og flýtti sér því út í eldhúsgarðinn, og nam staðar við bliðið á múrnum. Hliðið var lokað, en hún kom auga á stiga, sem hún gat draslað að miírnum, og komst þannig upp á hann. Sá hún þá marminn, er á hljóðfærið lék, hallast apt- ur á bak á stól sínum, með aptur augun. — Hár hans var farið að grána, en hann lék hvert lagið eptir annað, og þótti BeDediktu mesta unun að. Gamli maðurinn leit nú upp, og virtist Benediktu hann banda móti sér höndinni, og ætla að fara að segja eittbvað. Benedikta varð þá fyrri til, og mælti: „Nei, rektu mig ekki burt. — Jeg geri ekkert, nema hlusta á!u Maðurinn varð þýðlegri á svipinn, og tautaði aptur og aptur við sjálfan sig: „Af BrenkmaDn’s-ættinni er hún ekki! Hvaða vit hafa þeir á söng? Og augun eru ekki vir þeirri ætt! Nei, hún er ekki af Brenkmann’s-ætt- inni! Það er hún ekki!u „Hvernig komstu þarna upp, krakki?u spurði ghinli rnaðurinn. Benedikta brosti: Jeg klifraðist upp stigannu, mælti hún; en svo varð hún all-angurvær á svipinu. „Segðu • engum frá því“, mælti hún. Það væri slæmt fyrir mig, imjög slæmtu. 23 systir hans honum öðru hvoru auga. — Hann var þegj- andalegur, og fann systir hans glöggt, hve mjög hún hafði styggt hann daginn áður. Skildi hún sjálf sízt í því, hve kjarkmikil hún hafði verið, en iðraði þess þó eigi, og vonaði, að allt jafnaðist brátt, er barnið væn komið á heimilið, enda var það fastur ásetningur hennar að gera sitt ýtrasta til þess. Aptur og aptur gáði hún á klukkuna sína, og fannst tíminn líða ótrúlega seint. Lebrecht var venju fremur fámáll, og Elísabet þagði, all-áhyggjufull, en vindurinn æddi í trjánum úti fyrir, og buldi á rúðunum. „Birgitta er að líkindum svo hyggin, að fá sér vagn í þessu voðalega íllviðriu, mælti frúin að lokum. Lebrecht brosti hæðnislega, og mælti: „Hefurðu eigi látið spenna hestana fyrir vagninn þinn? Ætlarðu að láta hina bávelbornu jungfrú koma til híbýla forfeðra sinna i lélegum leiguvagni?u Frú Elísabet ætlaði að svara hálf-ónotalega, en stillti sig þó — barneins vegna, og gekk út að glugganum, til þess að vita, hvort hún heyrði vagninn eigi koma. En þeir, sem hún átti von á, komu fótgangandi, og rétt á eptir var harðinni hrundið upp. „Hérna er hún!u mælti gamla vinnukonan, og leiddi tila, laglega telpu, hér um bil sjö ára gamla. Gamla vinnukonan gekk svo burt, en leit þó fyrst glaðlega til litlu telpunnar. Telpan var mjög lagleg, með stór, dökkgrá augu, og löng, svört, augnahár. — Það var. sem Elísabet fengi sting i hjartað. — En hvað hún líktist. honum föður sínum!

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.