Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1908, Page 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1908, Page 6
18 ÞjÓÐVILJ INBi. XXI., 4.-5 liklega ekki. fyr en árið 1909 þegar plánetan er næst jörðinni. Annars liklega hæpið, að þetta verði nokkuð imnað, en váðagerðin. Bessnstaðir 31. janúnr 190H. Tiöin hefir verið all vetrarleg síðustu vikuna, ros- a,r fyrri partinu, en hægviðri nú. jörð alþakin snjó. Leikfélagi Reykjavikur hefir bæjarstjórnin veitt 500 kr. úr bæjarsjóði fyrir yfirstandandi ár. „Laura“ kotn frá útlöndum aðfaranóttina 22. J). m. — Meðal farþegja voru: verzlunarerinds- rekarnir Abrabamson, Möller, og Páll Stefáns- son, Vestur íslendingur, Páll Bergsson að nafni. „Laura“ lagði af stað til Breiðaflóa, og Vest- íjarða, 26. þ. m., tveim dögum siðar en áætlað var. — Litlu áður en „Laura“ lagðist á Reykjavíkur- höfn 22. þ. m., hafði borizt símskeyti frá Leith, þess efnis, að 12 rnenn hefðu sýkzt þar af bólu- sótt; en um þetta hafði skipstjórinn á „Lauru1 eigi vitað, er hann fór þaðan. —■ Pregn þessi leiddi til þess, að stjórnin gerði þá ráðstöfun, aö skipinu skyldi haldið í sóttkví í 8 daga, og engum hlevpt i land á þeim tíma, né vörur eða póstsendingar, flutt í land. Seinna ura daginn, er 3pnrzt hafði verið fyr- ir um bólusóttina i Leith, og símskeyti hafði borizt um það, að enginn hætta væri á ferðum, var þá ályktað, að hætta eóttkvíuninni, og komust farþegjar, og póstsendingar, því í land um kl. 7. um kvöldið. Skipstjórinn á „Lauru“ varð þessu fegnari, en frá verði sagt, og skemmti Reykvikingum því með flugeldum um kvöldið. Bæjarfulltrúakosningar fóru fram í Reykja- vík 24. þ. m„ og voru kosnir 15 bæjarfulltrúar allir til 6 ára; en þó er bæjarstjórninni heimilt að álykta, að þriðjungur fulltrúanna fari frá að tveim árum liðnum, og annar þriðjungurinn tveim 'árum síðar. Af um 2850 kjósendum, er á kjörskrá voru toku að eins um 1600 þátt í kosningunum, og var kjörfundurinn því lélega sóttur. Kosnir voru. 1. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, blaðstýra. 2. Guðrún Björnsdóttir, prestsekkja. |3. Halldór Jónsson. bankagjaldkeri. 4. Jón yfirdómari Jensson. i 5. Kat.iún M.agnússon, læknisfrú. j 6. Klemenz landritari Jónsson. j 7. Knud Zimsen, verkfræðingur. j 8. Kristján yfirdómari Jónsson. j 9. Kristján Þorgrímsson, konsúll. | 10. Lárus Bjarnason, sýslumaður. 11. Magnús Blöndal, snikkari. 12. Sighvatur Bjarnason, bankastjóri. 13. Sveinn Jónsson, snikkari. 14. Þórður J. Thoroddsen. bankagjaldkeri. 15. Þórunn Jónassen, landlæknisfrú. Kosningar þessar virðast hafa farið óheppi- lega að því leyti, að verkamanna- og sjómanna- stéttin hefir eigi komið að neinum fulltrúa úr sínum hóp. Af bæjarfulltrúum' þessum hafa sex áður átt sæti í bæjarstjórninni (Halldór Jónsson, Jón Jensson, Kr. Jónsson, Kr. Þorgímsson, Magnús Blöndal, og Sighvatur Bjarnason) — Hitt eru alit óreyndir menn í þeim sökum. Listar voru alls 18, og af 10 listunum komst enginn maður í bæjarstjórnina. Af konum, sem á kjörskrá voru, sóttu að eins helmingur kjörfundinn, eða þar um, og nota þær vonandi kosningarrétt sinn betur síðar. í fyrsta skipti komust nú konur í bæjarstjórn- ina, og er vonandi, að hluttaka kvenna íbæjar- málum verði bæjarfélaginu að ýmsu leyti til góðs. Taugaveikin í Flensborgarskólanum er nú í rénun, og sjúklingarnir á batavegi. — Kennslu hafð' verið bætt í skólanum í nokkra daga, en er nú byrjuð aptur. jVIiliiÖ lán er það, epfcir híð bága heyskaparsumar, hve góður veturinn hef- ir verið frain að þorra, sem gekk í garð á föstudaginn var (24. þ. rn.)—Af heyj- um bænda mun því víðast. hata gefizfc í minna lagi, og vonandi, að allt bjargist þolanlega, og að fénaður manna gangi vel fram í vor. — Við hitt þarf mönnum eigi að bregða, þó að þorrinn, og góan verði ef til vill nokkru heyfrekari, þvi að það er vanalega harðasti tími vetrar. irgel og fortpioano frá heinisins vönduðustu verksmiðjum, ameríkönsk, þýzk og sænsk, útvegar Jón Hróbjartssov verzlunarstj. á ísafirði. Yerðlistar með myndum til sýnis. Til almennings. Eins og almenningi mun kunnugt vera, hefir alþingi íslands siðast, er það koin saman, samþykkt lög um það, að af líína-líís-eh'xir þeim, er eg bý til, og alls staðar er viðurkenndur, og mikils metinn, skuli greiða toll, er sam- svari '3/g hlutum af aðfluttningsfcoliinum. 8akir þessa afar-háa gjalds, er kom mér alsendis óvænt, og vogna þess, að öll þau efni, er elexírinn er búinn til úr, bafa hækkað mjög i veri\ sé eg mig því 70 hanri þó: „Já, ef þér viljið fyrir engan mun fara á sjúkra- húsið, skulum við í guðs nafni reyna að bjálpa yður hér“. „Þú ætlar þó líklega ekki að hafa hann hér?“ mælti Elín. „Jeg bið þig, að hafa þenna slasaða mann ekki liér, því að hann kynni að — .“ Meira sagði hfm ekki, er hún sá, að tDrieh mislík- uðu orð hennar. „Vertu róleg! Jeg s!ial ekki biðja þig að hjúkra honum“, mælti hann. „Jafn skjótt er læknirinn hefir skoðað hann, og gjört það, sem gjöra þarf, skal jeg út- vega hjúkrunarkonu“. Benedikta leit feimnislega á Ulrieh „Gætuð þér ekki falið mér að stunda hann, hr. Brenkmann?“ mælti hún. „Jeg hefi ekki annað að gjöra, og get því tokist það á hendur“. „Páf þér haldið, að þér séuð fær um það, væri inér það mikilí greiði", mælti hann. Þefcta var í fyrsta skipfi, er þau töluðust við, ept- ir að þau stóðu fyrir íraman myndina af Ephraim Brenk- mann. Nú kom læknirinn loks, og sagði hann, að maður- inn væri viðbeinsbrotinn, og brotinn vinstri handloggur- inn: en hvort hann hefði skaddast innvortis, gæti haDn enn ekki sagt. Og er læknirinn heyrði, að Ulrich ætlaði að láta hann liggja þar heirna, vakti hann athygli á þvi, að legan yrði löug. Ulrich breytti þó ekki ákvörðun sinni, og var slas- aði maðurinn því fluttur í eitt af gólfherbergjunnm, og vinnumaðui inn, sem þar hafði sofið, látinn flytja sig annað. 75 burt“, sagði Benedikta við sjálfa sig. — Hún bjóst við, að sér yrði þá enn siður vært á heimilinu. Elín gjörðist. og áhyggjufvllri, af þvi að Ulrich varð æ kaldari í hennar garð. — Hverju gat verið um að kenna, nema Benediktu, er varð æ fríðari og fríðari. Morgun nokkurn í ógústmánuði, er veðrið var ynd- islega fagurt, var Benedikta úti í garðinum, ásamt sjúkl- inginum, og skildi hún þá sízt í því, hvernig á þvi gat staðið, að hanD var ekki í góðu skapi, þó að hún reyndi á allar lundir. að hafa ofan af fyrir honum. Hún vissi ekki, að þrð voru áhyggjur fyrir fram- tíðinni, er á hann stríddu. Ulricb, sem kom frá blómhúsunum, varð hissa, er hann sa Benediktu svona snemma morguns úti í garð- inum, og ætlaði að ganga fram hjá henni, eins og hann var vanur, og heilsa henni að eins í snatri, en varð þá litið á Schulz, og narn staðar. G-ainli maðurinn ætlaði að standa upp, með brífuna i hendinni, til að heiUa honum, en Ulrich gerði honum vísbendingu, að sit.ja kyrrum. „Eo því eruð þér svona sorgbitinn Sclmlz minn?“ mælti hann. „Það er ef til vill veðurbreytingin, sem leggst þungt á yður?“ Garali rnaðurinn hrissti höfuðið. „Fjarri fer því, hr. BreDkma¥in“, mælti hann, all-angurvær. „En nú hofi eg verið hér svo lengi, og liðið vel, að það verður örðugt, að venja sig við lifið, þegar jeg fer héðan“. Ulrích brosti. „Loks hitfci eg þó eirin mann, sem líður vel hér í Elysíum“, mælti han.n í gamni. „En hvaða ástæða er til þess, að þér farið héðan? Það er nóg handa yður að gera hér! Yiljið þér vera hér kyrr hr. Schulz?“ Tárin komu fram í augun ó gamla manninum. —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.