Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1908, Blaðsíða 4
100
Þjóðtiljinn
XXII., 25.
„Sterling11 kom frá útlöndum um morguninn
21. þ. m. Meðal farþegja, sem voru um B0,
komu þessir: Ari Jónsson, ritstjóri, Chr. Fr.
NieJsen, verzlunarumboðsmaður, Eggert Briem,
bóndi í Viðey, Ólafur Árnason, kaupmaður, Koefod
Hansen, Valgerður Lárusdóttir, 54 mælingamenn
danskir o. fl.
„Ceres“ kom frá útlöndum, norðan um land
22. þ. m. Farþegjar voru: Bjarni Jónsson frá
Vogi, Benedikt Bjarnason í Garði, Anna Sig-
urðardóttir frá Fjöllum í Kelduhverfi, Pétur
Zophoniasarson, ritstjóri, Þórdis Ásgeirsdóttir
frá Knararnesi, Guðm. Eggerz, sýslumaður,
Guðm. Þorsteinsson frá Vesturheimi og Krist-
veig Benediktsdóttir frá Leifsstöðum.
„Laura“ kom til Rvikur 27. þ. m. Með henni
komu nefndarmennirnir allir, nema Skúli Thor-
oddsen. Kona og uppeldisdóttir Jóns Magnús-
sonar, ráðherrafrúin, og stúdentarnir; Jóhannes
Jóhannesson, Páll Sigurðsson og Sigurður Lýðs-
son.
Bœjargjaldkeri i R.vik er orðinn Borgþór
Jósepsson. Hann fékk 7 atkvæði. Einar Árna-
son, kaupmaður, fékk jafnmörg atkvæði og var
þvl varpað hlutkesti um hver stöðuna skyldi
hreppa. Hlutur Borgþórs kom þá upp.
ý 16. þ. m. Kristjana Kristjánsdóttir, frá
ísafirði, 46 ára að aldri.
Hljómleik hélt Brynjólfur Rorláksson og söng-
flokkur hans i Báruhúð á sunnudaginn var.
Agóðanum var varið til söngflokksins í dóm-
kirkjunni. Húsfyllir var um kvöldið, en söng-
urinn hefir opt verið betri, þótt ekki verði sagt
að ílLa hafi tekizt.
.^___ Vegna ónákvæms prófarkalesturs k
fylgiblaðinu með „Þjóðv.“ nr. 24 (það var sett
um nótt), hafa þessar prentvillur slæðst inn, sem
lesendur vonandi hafi lesið í málið: meilum fyr-
ir mellem, ensynK f. Hensyn, minndre f. mindre,
Orðene f. Ordene, afholte f. afholdte, orðentlige
f. ordentlige og með f. med.
Otto Monsted®
clanska smjörlíki
er bezt.
Ef þér viljið lifa leDgi, verðið þér
að inuna eptir því, að aföllum meðulum
sem upp fundin hafa verið til þess að
vernda heilsu manna, kemst ekkert í
samjöinuð við hinn heimsfræga meltingar-
bitter
Iviiia-lifs-elexiT'inn.
Tæring.
Konan mín, sem árum saman hefir
þjáðst af tæringu, og leitað ýmsra lækna,
hefir orðið talsvert betri, síðan hún fór
að staðaldri að neyta Kína-lífs-elexírs
[aldemars Petersen’s, og vona jeg, að hún
verði fyllileg heila heilsu, ef hún heldur
áfarm að neyta þessa ágæta elexírs.
J. P. Amorsen
Hundested.
Taugagigt.
Konan mín, sem þjáðst hefir af tauga-
gigt í 10 ár, sem og af taugaveiklun, og
leitað ýmsra lækna, án þess að gagni
hafi komið, er orðin fyllilega heil heilsu,
siðan hún fór að neyta hins heimsfræga
Kína-lífs-elexírs VaXdemars Petersen's.
J. Petersen, timburmaður
Stenmagle.
Stærst hnoss lifsins er heilbrigði og
ánægja.
Heilsan er öllu freiari. — Hún ‘)er
nauðsynlegt skilyrði hamingjunnar. —
Heilsan gjörir lífið að sama skapi dýr-
mætt, se/n veikindÍD gera það aumt og
sorglegt.
Allir, sem vilja vernda líkmasheil-
brigðin, sem er skilyrði hmingjusmrar-
ar tilveru, ætti að neyta hins heims-
fræga og viðurkennda
Kina.-lífs elexirs.
En gætið yðar gegn lélegum, og 3-
nýtum, eptirlíkingum.
Glætið þess vandlega, að á einkennis-
miðanum séhið löghelgaða vörumerki mitt
KÍDverji með glas i hendi, áasmt merk-
inu AX í grænu lakki á flöskustútnum.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Bjarni Jónsson, frá Vogi.
Prontsmiðja Þjóðviljans.
168
(iðlund þín verðekuldar. — En hvað kemur mér þetta
tó? Gret eg þessa, aí því, að eg sé það glöggt á þér,
Vþú sakar mig um ólán þitt, þótt ótrúlegt megi virð-
astu.
Yar hann að storka mér? Það vildi eg eigi láta
honum haldast uppi óhegnt.
„Þú spyrð hvers vegna, eg setji veikindi juDgfrú
Leighton í samband við heimkomu þína! Þú skalt fá
að vita það“, mælti jeg og starði á hann. „Jeg hefi séð
ykkur lita hvort anDað ástaraugum. — Jeg sá girndina
lýsa sór í andlitsdráttur þínum, og á andliti hennar sá
jeg ~^
„Nú, hvað sástu?“
Hljóminum í rödd bars, er hann mælti þetta, get
eg ekki lýst. — Mér fannst eg ætla að kafna; hrökk við
og þagnaði.
Hann tók þá þegar þannig til máls:
„Þú hefir alls ekkert séð, Mark! Þú skapar þér
kynlegustu ímyndanir. — Marah Leighton er falleg, en
það er ekki stúlka, sem hjarta mitt ágirnist“.
Hann varð náfölur, er hann mælti þetta, og hefir
það, ef til vill, stafað af því, að honum hefir sjálfum blöskr-
að lygin, sein vall út úr honum.
„Honora Dudleigh er stúlkan, sem jeg ætla mór að
eiga“, rnælti hann enn fremur.
Jeg starði á hann, tii þess að komast eptir sann-
leikanum, en það datt ekki af honum, nó draup.
Þó sá eg, að titringur var á hÖDdum hans, og fölv-
inn í kinnum hans kom upp um hann.
„ELkarða þá Honoru Dudleigh?" spurði jeg.
„Jog elska !iana“, svaraði hann hiklaust.
169
„Og brúðkaupsdagurinn ykkar?“
„Hann er þegar ákveðinn“.
Hamingjan gefi, að þá verði ekkert til truflunar“r.
mælti jeg.
Hann gerði sór upp hlátur.
„En þinn?“ spurði hanD.
„Brúðkaupsdagurinn minn er þegar liðinn“, svaraði
jeg“, og langar mig ekki í hann aptur“.
Hann hrissti höfuðið, eins og hann tryði mór ekki
og leit spyrjandi á mig.
Jeg endurtók fullyrðÍDgu mína.
„Jeg leiði aldrei kvennmaDn upp að altarinu apt-
ur, en læt mér nægja það, sem gerðist í dag. — Til ást-
ar finn eg aldrei framar“.
Hann hló aptur.
„Bíddu, unz þú sérð Marah Leighton brosa aptur“,
mælti hann, og var nú eins og bann átti að sér.
Hann greip glas á borðinu, barmafyllti það af vini
lypti því upp, og mælti: „Skál konunnar þinnar tilvon-
andi!“
Mér gazt ílla að þessu hátterni hans,_ og aptraði
honum því eigi, er hann sýndi á sér farar-snið.
Jafnskjótt er hann var farinn, þreif eg glasið,isem
hann hafði drukkið úr, og fleygði því í mynd sína í
speglinum, sem eg hafði keypt, til þess að sýna mynd-
ina hennar.
Enn fremur braut eg hjá mér öllnýju, dýru húsgögn-
in, til þess að ekkert skyldi minna mig á það, að jeg
hefði ætlað mér, að hætta að lifa, sem piparsveinn.
Jeg hló hátt, og háðslega, meðan jeg hafði þetta^
fyrir stafni.