Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1909, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1909, Page 3
XXIII., 1. Þjóbviljisin 3 Prá Danmörku. Stolið úr Hróarskeldu-dómkirkju. Frá Kttupmannahöfn er símað 30. des. siðastl.: „Stolið mörgum gull- og silfurkrönz- um rir dómkirkjunni í Hióarskeldu.— Islands-kranzinn kyrr. — Þjófar eigi náðst.u (I kjallara-hvelfingunni, sem er undir dómkirkjunni í Hróarskeldu, eru graf- kapellur Dana-konunga, og ættmenna þeirra, síðsn á 16. öld. — Þar er mikið af dýrum gull- og silfurkrönzum, á lík- kistum konunga, og hefir nú ýmsum þeirra verið stolið. —- Islands-kranzinn, sem símskeytið getur um, er gull-kranz- inn, sem sendur var á líkkistu Kristjáns XI., og hann hafa þjófarnir ekki tekið. Nærri má geta, að allt verður gert, til að ná í þjófana, áður en þeim tekst, að steypa eitthvað úr krönzunum, til að dylja glæp sinn, og koma þeim í pen- inga). -L danska blaðinu „Kjöbenhavn“ birtist 4. nóv. síðastl. grein, eptir hr. Herman Bany, þar sem hann kvartar undan því, hve lítið Danir viti um hugi Islendinga, að því er til sjálfstæðismálsins kemur, enda hafi þeir árum saman eingöngu not- ið frásagnar íslenzka ráðherrans, sem nú só sýnt, að skjátlazt hafi í dómum sínum — Og þrátt tfyrir góðvild hans til Dana, sé hann þó Islendingur. Kosninga-úrslitin á Islandí telur hann hafa komið mjög óvænt, og skipti nú mestu, að Neergaard, forsætisráðherra, og aðrir helztu stjórnmálamenn Dana, reyni að sjá því borgið, þótt seint sé, sem unnt sé, af sambandi Islands við konungs- veldið Landskjiilftakfppur fannst á annan dag jóla á Akureyri. — Eigi voru þó þau brögð að, að skemmdum ylli. SýsbimannseinlHBtti veitt. Sýslumanns- og bæjarfógeta-embœttið í Gull- bringu- og Kjósarsýslu er veitt Magnúsi Jóns- sgni, sýslumanni í Vestmannaeyjum. Skipstrand. Fjórir menn drukkna. Botnvörpuveiðagufuskipið „Washington11, frá Grimsby, rakst á sker í Selvogi 22. des. síðastl. — Hvassviðri var, og afskaplegt brim, og beyrð- ust köll skipverja heim að bænum Nes í Sel- vogi, en engin tök voru á því, að komast út í skipið, sakir brimsins. — Daginn eptir, á Þorláks- messu, var sama afskapa-rokið, en þó var þá brotist í því, að manna út áttæring, til þess að komast fram i botnvörpunginn, en eigilendandi við hann, sakir ósjóa. — Loks tókst þó skip- verjum, að varpa kaðli frá skipinu, er menn |)eir, sem i áttæringnum ‘ voru, náðu i, og á kaðlinun voru skipverjar, sem ú lifi voru síðast dregnir yfir í áttæringinn, einn og einn i senn. Aí skipverjum höfðu fjórir látizt af kulda og vosbúð, en níu var bjargað. — Þeir som létust voru: stýrimaður og þrír hásetar. — Hinir, sem bjargað var, voru og mjög þrekaðir, en hresst- ust þó vonum bráðar. Bæjaifógeta-embœttið í Reykjavík er veitt Jóni skrifstofustjóra Magnússyni, og er hann þegar tekinn við embættinu. Bæjarbruni. 28. des. síðastl. kviknaði í bænum að Fagra- skógi í Eyjafirði, kvað hafa kviknað i þekju, út frá ofnpipu. Hve mikil brögð hafa orðið að tjóninu, hefir enn eigi frétzt. Settur skril'stofusljöri. Aðstoðarmaður i stjórnarráðinu, Cbtðm. Svein- björnsson, hefiv verið settur skrifstofustjóri, í stað | Jóns Magnússonar. Maður drukknar. Maður hvarf á Akuroyri skömmu fyrir jólin, og ætla menn, að bann hafi drukknnð, líklega dottið út af einhverri bryggjunni. Maður þessi hét Kristján Stefánsson, og var verzlunarmaður á Akureyri. — Hann var bróðir Jöns Stefánssonar, sem verið hefir ritstjóri „Norðra“. Prófastur i Skagafirði. Síra Árni Björnsson á Sauðárkrók heiir í f. m. verið skipaður prófastur í Skagafjarðarprófasts- dæmi. Blaðið „Norðri“. Hr. Jdn Stefánsson hofir nú sleppt ritstjórn „Norðra“, og er cand. jur. Björn Líndal orðinn ritstjóri blaðsins. Ritstjóra-skiptin urðu nú um áramótin. Kennarafélag. | Kennarar við barnaskólann í Reykjavík stofn- uðu félag 28. des. síðastl., er þeir nefndu „Kenn- arafélag barnaskóla Roykjavíkur11, til þess að efla samvinnu kennaranna, og styðja að hag barnaskólans. — Eélagið ú þegar dálítinn visi t.il bókasafns, með því að barnaskólastjóri Mortrn Hansen hefir gefið því um sjötíu bækur, og að auki 100 kr. til bókakaupa. „Rcykjavikin“. Þetta alkunna, en því miður eigi góðkunna málgagn stjórnarinnar hefir ný skipt um rit- stjórn, með því að hr. Magnús Blöndal hætti við ritstjórn blaðsins um áramótin, en hr. Jðnas Guðlaugsson, fyrrum ritstjóri „Valsins11, tók við | ritstjórninni. Skemmdir af ofviðrum. í ofsa-rokinu -8.—29. des. siðastl. hafa eigi óvíða orðið nokkrar skemmdir, auk þess er getið var í síðasta nr. „Þjóðv.“, og er þó enn eigi til spurt alls staðar frá. 64 eg verð fyrst að snúa mér til y’örvaldsins, lögreglustjór- ans, og beiðast hans liðsinnisu. „Misvirðið ekki liðsforingi, þótt eg segi, að eg vænti alls einskis árangurs“, mælti Myers. „Eptir lýsingu yðar á manninum, verð eg að játa, að eg geri það eigi heldur“, svaraði Frank, „en forms- ins vegna, verð eg að beiðast liðsinnis hans. — Geti hann eða vilji ekki gjöra það, á eg eigi annars úrkosti, en að starfa upp á eigin spítur; en þá verður oss eigi bríxlað um, að hafa exki leitað til hans. — þér vitið, hve aumt hverju ríki er um það, að réttur þess só eigi fyrir borð borinn, svo að í þeim sökum er varasemin aldrei um of“. „Jæja þá; eg óska, að yður gangi sem greiðast!“ mælti undirliðsforinginn. „Hús Zeka Konks er stærsta húsið i þorpinu, og fyrir ofan dyrnar er mynd, sem far-' in er að eldast, og veitir yður því auðvelt, að finna það; en séuð þér ekki kominn aptur um miðdegisverðarleyti —“ „Skuluð þér vera óhræddur um mig!u greip Frank fram- í. „Jeg skal gæta mín !“ Að svo mæltu gekk hann ofan brekkuDa, er lá ofan að þorpinu, og gekk upp á milli klettanna. Þorpið var alveg eins og fyrir tuttugu og sex ár- mn, en íbúarnir helmingi fleiri. — Fyrir utan húsin stóðu nokkrir fiskimenn, er voru að rabba saman og reykja, og höfðu höndurnar í treyjuvösunum. Þeir litu reiðilega til Frank’s, er hann gekk fram hjá. Nokkrir drengir voru að ólétast á engjunum, sem voru all-raklendar, og á stöku stað leit kvennfólkið for- vitnislega út um gluggana, er liðsforinginn, sem var lag- ur maður, gekk fram hjá. En yfirleitt ieizt Frank alls ekki vel á þorpið. 61 ina, að skemma simann“, mælti Frank, „því að sæsím- ann þora þeir ekki til við“. „Nei, það þora þeir ekki“, mælti Tumer glaðlega. „Þeir hafa að vísu reynt það einu sinni, en það lá við, að það yrði þeim dýrt gaman“. „Svo? Segið mér, hversu það atvikaðist?“ mælti Frank. „Sæsíminn liggur frá stöðvarhúsinu ofan í sjó, þar sem kletturinn er snarbrattur, — einmitt þar sem þór sitjið núna, liðsforingi“, mælti Tumer. „Þangað þorir enginn að koma, og það heyrist fremur, ef sæsíminn er skorinn sundur, en þótt klipptur sé sundur landsiminn. — Eini staðurinn, þar sem þeir gætu gert það, er neðan til við klettana; en þar er einmitt svo brimasamt, að það þarf mikinn kjark til að lenda þar. — En þeir eru hug- aðir fiskimennirnir; — það mega þeir eiga. — Kvöldstund nokkra hafði jeglagzt hérna, og var að rabfca við krumma minn. — Af tilviljun lá jeg með höfuðið rétt við símann, og allt í einu heyrði jeg þá eitthvað kynlegt hljóð í hon- um; jeg fór að hlera, og heyrði þá glöggt, að slegið var hart í hann, líklega með öxi“. „Nú, og hvað gerðuð þér þá?“ Jeg vissi að eigi var auðið, að skera símann sund- ur, nema menn væru í bát fyrir neðan klettinn, og tók því tvö stóreflis björg, og kastaði niður fyrir hann.“ Um leið og bann mælti þetta, roðnaði hann út und- ir eyru, eins og hann skammaðist sín fyrir þessar til- tektir sínar. „Það var rétt gert!“ mælti Frank. „En hvernig fór?“ „Höggin hættu strax, og hafa sjómennirnir að lík-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.