Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.01.1909, Síða 2
6
Þj ÓBVLIJ iSTíf .
XXIIT., 2.
Donum af sinni sláttu, saKÍr þess, að
tækin og vinnan yrði ekki þeim mun ó-
dýrari, sem framleiðslan væri minni. Þess-
vegna væri það sjálfsagt heppilegt fyrir
Isieodinga, að vora i félagi viðDani,eða
aðrar Norðurlanda þjóðir um peningasiátt-
una, en á þann hátt, að þeir fengju sinn
hlut af ágóðanum. Jafn framt ættu og
Danir, að greiða Islendingum ágóða þann,
sem þeir hafa af því haft, að valdbjóða
hér dansba peninga, með ákveðinni fjár-
upphæð eptir samkomulagi, eða gerð ó-
vilhallra manna.
Hitt verð jeg að telja alveg óhæfilegt,
aö myntrétturinn sé falinn Döuum end-
urgjaidsiaust um langt árabil að minnsta
kosti, eins og gert var ráð fyrir í upp-
kasti milíilandanefndarinnar. L.
Ritsímaskeyti.
til „Þjóðv.w
—o—
Kaupmannahöfn 14. janúar 1909.
Frá Tyrklandi:
Samningar gerðir milli Tyrklands og
Austurríkis.
Tyrkland fær Novíbazar og 60 millj.
austurrikskra króna fyrir landmissinn.
Friðarhorfur.
(Eins og áður hefir verið getið um í
blaði voru, lýsti Franz Jósep, Austurrík-
iskeisari, því yfir 5. okt. siðastl., að hann
inniimaði fyikin Bosníu og Herzegovínu
tii fulls í ríki sitt. — Ibúatalan í hóruð-
um þessum er samtals uin D/2 milljón,
og hafði Austurrikiskeisara með friðar-
samningunum í Berlín 13. júni 1878 ver-
ið faliu yfirumsjá i héruðum þessurn, er
áður lutu Tyrkjasoldáni. — Ibúar eru
flestir serbnesks þjóðemis, og vakti ofan-
greind ráðstöfun Austurríkiskeisara megna
óánægj i i Serbíu, Tyrklandi og öðrum
ríkjum á BalkanskagaDum, sem tóku að
hervæðast, og horfði all-ófriðvænlega um
hríð. — En nú hafa, að því er símskeyt- j
ið skýr:r ffá, komizt þær sættir á milli !
Tyrkja og Austurríkismanna, að Austur- j
ríkismenn halda nefndum héruðum, en j
láta Tyrki íá héraðið Novíbazar, og fjár-
upphæð þá, sem símskeytið nefnir).
Böndinn á Hrauni.
—0—
Á Rnnað dag jóla var leikur þessi,
sem getið hefir verið hér i blaðiuu, fyrst
sýndar á leiksviði. Yiðtökurnar voru
góðar, en stórhrifnir voru áhorfendurnir
auðsjáanlega ekki. Sveinunga bónda leik-
ur Árni Eiriksson. Er það vandamesta
hlutverkið, enda fer því fjarri að leikur
hans sé gallaiaus, göngulag og limaburð-
ur ber vott um rniklu veiklundaðri og
kjarkn inni mann, en Sveinungi er, og
ólíklegt mun mörgum þykja, að Svoin-
ungi skilfi og DÖtraði allur á beinunum, þótt
eitthvað bæri út af ioið. Og i mínum
augum getur það ekki átt sór stað,
að SveinuDgi eða iíkar hans hegðuðu sér
eins og leikandinn siðast í leiknum, þá
er bann er orðinn einn eptir við bæjar-
rústirnar. Það er langlíklegast að hann
drepi sig í hreinu og beinu æoi, og þá
hetði hann ekki verið að skögra fram og
aptur, líta yfir túnið, kíkja inn í rústirn-
ar, hann hefði gengið rakleitt og án þess
að reika inn i rústirnar. Hann á í erigri
baráttu við sjálfan sig, hann er í engum
vafa um, að það eina sem hann getur
gert, er að drepa sig. Hann getur ekki
unnið bug á ofureflinu, en honum getur
heldur aldrei dottið í hug að flýja. Því
er eins varið með hann og sagt var um
um Khrl XII Svíakonung.
„Á hæl ei hopa kunni,
en hnigið að eins gat.w
Þá ber og rni.klu minna á kæti hans
í fynta þætti, þegar komið er úr kaup-
staðDum, en vera ber. Jóruon húsfreyja
(Þ. S.) er allsstaðar sæmilega leikin, og
sumstaðar mikið vel t. d. þar sem hún
segir dóttur sinni ástarsögu sína, hvernig
hún þar handleikur prjónana er ágætt.
Þá er Sölvi (J. B. W.) prýðilegaleikinn,
og Ljót (S. GL) einnig mikið vek Leik-
ur þeirra, þá er Sölvi gefur henni fugls-
haminn er snildar góður, sérstaklega þar
som þau kveðjast. Leikurinn í gjánni
er og mjög góður, þó er mér nær að
halda, að hann sé helzti kaldur, sérstak-
lega frá Ljótar hlið. Þá er og Jakobína
kerling (E. I.) mjög vel leikinD, sá einn
galli þykir mér á þeim leik, að húu segir
Sveinunga drauminn, likara því, sem það
væri ung tilfioningarnæm stúlka, en göm-
ul kerlingarnorn. Yinnufóikið er allt vel
leikið, og Indriði (H. H.) ágætlega. I
öðrum þætti talar fólkið alt of hátt, þeg-
ar hiæðslan hvílir á mönnum sem mara,
iækka þeir einmitt röddina, og enginn vali
er á þvi að fólkið er hrætt.
Að öllu samanlögðu má þó segja, að
leikendurnir leysa starf sitt velaðhendi
og er leikurinn þess vel verður að vera
sóttur. Það gæfi ekkert fagra hugmynd
um menningarstig bæjarbúa, ef aðsóknin
á „Bóndann á HraunÞ yrði ekki
meiri en á jafn lítiifjörlegan leik sem
„Skuggasveinw.
Þakkir á leikféiagið skilið fyrir að
hafa ráðist i að sýna leik þenna, og vand-
að til hans, sem föng voru til. L.
’Zaamaí Enda þótt ritstjóri „Þjóóv.11 geri eigi
athugasemdir við greinar eptir aðra, sem í blað-
inu hirtast, hvort sem með nafni höfundarins
eru, eða birtar undir einhverju dularnafni eða
dularmerki, óskar hann, að eigi sé litið svo á,
sem hann sé samþykkur þeim skoðunum, sem í
siíkum greinum er haldið fram.
Ýms atvik geta valdið því, að ritstjórinn hafi
eigi tök á því, að gera athugasemdir i svip, eða
þyki þess eigi brýn þörf.
Húsbruui.
Nýársdagskvöldið brann timburhús, og bær
í Siglufjarðarverzlunarstað, hvorttveggja eign
Jdns kaupmanns Jóhannessonar á Siglufirði, og
kvað það hafa verið í 5500 kr. eldsvoða-ábyrgð
Búnaðarfneðsla við Þjórsárbrú.
Búnaðarnámsskeiðið hófst við Þjórsárbrú i
öndverðum janúar þ. á. — G-arðfræðingur, Einar
Helgason, Magnús dýralæknir Einarsson, og ráða-
nautur Sigurður Siqurðsson, annast um kennsluna
Um kirkj utokiu í irnessýslu
er „ísafold11 nýlega skrifað þat' að austan.
„Hólakirkja var hundin á 4 stöðum, með sterk-
um járnböndum, neðst niður í grunn, og stífur
undir gólfinu á aila vegu út í grunninn; en það
dugði ekki; grunnurinn rótaðist um, þar sem
járnhöndin voru, og kirkjan tókst á lopt, og
hentist í hoilu lagi fram undir tuttugu faðma,
upp í miðja hrekku fyrir ofan bæinn, sjálfsagt
einum 4—5 álnum hærra, en þar sem húnstóð. i.
— Þav klesstist hún saman, og sat kyr, nema
kórinn. — Hann hafði losnað frá, og hélt áfram .
yfir balann, og er dreifin úr honum alla leið út
á mýri. — Ekki er aðal-kirkjan mjög mikið hrot- -
in.
Núpskirkja (á Stóra-Núpi) hafði tæzt mjög í
Sundur. — Hún lenti þó innan kirkjugarðs. .----
Síra Valdimar var svo hoppinn samt, að altarið
hrotnaði ekki. — Þar átti bann mjög mikið af,
óprentuðum handritum sínum, og ýmislegt, sem
hann þorði oigi að geyma í húsinu, vegna bruQa-
hættn.
Hrepphólakirkja var ekki noma 3 ára, og
þótti vera mjög vönduð, enda er í stórskuld.
eptir.
Núpskii'kja var eldii, en þó ekki gömul
— Hún var vel vandað guðshús og stæðilegt11,.
Veðrið aðfaranóttina 29. des., er nefndar
kirkjur fulru, svo sem getið var um i s.íðasta
nr. hlaðs vors, hafði verið afskaplega , hvasst,.
svo að menn muuu eigi slíkt.
Fólksfjöldinn í Reykjavik.
Við manntalið i síðasti. nóvembermá'nnði var-
fólkstalan i Beykjavík alls 10938.
25 ára afmæli Gioodtemplara-reglun,nar.
10. þ. m. minntust Goodtemplarar í Reykjavík
2Ö ára afmælis reglunnar. — Gengu.þeir i skrúð-
göngu ft'á Goodtemplarahúsinu kl. 2. e. b, nrn
allar aðal-götur bæjarins, og voru. hornleikar i
fararbroddi. — Báru temlarar fána;. og voru
skrýddir einkennum sínum. — Námu þeirsiðan
staðar hjá dómkirkjunni, og tuc'ifat guðsþjónuf(tu-
gjörð kl. 3 e. h. — Sté Haraldur prestaskóla-
kennari Níelsson í stólinn, ag talaði um Good-
templar-rogluna, og starfsemi honnar hér á landi
síðastl. 25 ár. — Templarar höfði og boðiö ýms-
um bæjarbúum, að vora við guðsþjónustugjörð-
ina, og var dómkirkjan alskipuð fólki.
Kl. 6. e. h. héldu Teamplrar blysför, og báru
blysin um aðalgöturnar í rniðbænum, og er
það lang-fjömennasta blysför, sem haldin hefir
verið í Reykjavík, og var mörgum góð skemmt-
un, að horfa á hana.
Kl. 8. e. h. héldu Templarar samkomu i Good-
templarahúsinu. —- Þar flutti stórtemplar Þórð-
ur J. Thoroddsen ræðu, og las upp samfagnaðar-
skeyti, er borizt höfðu frá konungi, ráðherra
frá stórstúku Dana, stórstúku Svía. o. fl. —
Fríkirkjuprestur Ólafur Olafsson mælti fyrir
minni íslands, en Quðm. landlæknir Björnsson
fyrir minni Goodtemplarareglunnar, og á eptii
ræðu hans voru sungin „hátíðaljóð11, kvæða-
flokkur í 5 köflum, og hafði Sigfús Einarsson,
söngfræðingur, samið lag við ljóðin, og stýrði
hann sjálfur söngnum. — Siðar um kvöldidið las
Quðm. skáld Magnússon upp kafla úr óprentaðri
skáldsögu eptir sig, en Stefán Bundlfson las upp
þýdda sögu, og ungfrú Elín Muttlúasardóttir
söng nokkur sönglög.
Kl 10 um kvöldið hófst samsœti á Hótel ís-
land, og tóku um 100 manna þátt í því. — Voru
þar ýmsar væður fluttar, og kvæði sungið eptir
Quðm. skáld Guðmundsson á ísafirði, og hafði
Árni Thorsteinsson samið lag við það. — Sam-
sætið stóð til til kl. 3 um nóttina.
Dansleikur var og haldinn í Báruhúð, er stóð
langt fram á nótt.
Lögfræðispróf.
8. janúar lauk Bogi Brynjólisson embættisprófi
í iögfræði, við háskólann í Kaupmannahöfn, og
hlaut I. einkunn.