Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Side 1
Verð árgangsin8 (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku ioll.: 1.50. B^rgist fyrin júnimán- aðarlok. ÞJÓDVILJINN. —--1= Tuttugasti og þbiðji ábgangub. =1 . , =— I—RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =\^<aS-t- Vppsögn skrifleg ögild nema komið sé til útgeý- anda fyrir 30. dag jún- mánaðar, og kaupandi sanihliða uppsögninni boryi skuld sína fyrir blaðið. M 10.-11. ReYK.TAVÍK, 10. MABZ. Itanför forsetanna. —0— Það er nú afráðið, að þingforsetarnir (Björn Jónsson, Hannes Þorsteinsson og Kr. Jónsson) ieggi af stað á konungsfund með nSterling“ 21. marz, og koma vænt- lega heim aptur með saroa skipi 11. apríl. — Viðstaðan í Kaupmannahöfn verður því að eins 5 dagar. Eins og bent var á í síðasta nr. blaðs vors, kemur það sér mjög bagalega fyrir alþingi, að vera svipt starfskröptura um miðjan þingtimann, ekki sízt þar sem at- kvæði flokkanna verða þá jöfn í efri deild, er varaforsetinn (síra Jens Pálsson) gegn- ir forsetastörfum, og getur það valdið því, að sum þingmál fái ÖDnur úrslit, en ella myndí. — Lá því beint við að skýra kon- ungi hreinskilnislega frá atvikum, og fá að vita, hvort eigi mætti á annan hátt veita honum þær upplýsingar, sem hann kann að óska. — Þarf eigi að efa, að konungur hefði tekið því Ijífmannlega, eða þá beðið forsetana, að fresta utanför sinni til þinglokanna. En hversu sjálfsögð sem þessi aðferð virðist vera, var þó ekki nærri þvi kom- andi, að sú leiðin væri reyDd, þar sem forsetunum sjálfum héldu engin bönd. — Á hinn bóginn ávannst það þó, að þesi var farið á leit við fráfarandi ráð- herra, að konungur frestaði fundum al- þingis, meðan er forsetarnir væru i utan- förinni; en það tók ráðherra þvert fyrir, hefir auðvitað gaman af því, að gera mót- flokkinum sem mestan óleik. Hvort farin verður sú leiðin, að deild- arforsetarnir geri þinghlé engu að síður, upp á sitt eindæmi, allan burtu verutíma forsetanna, eða megnið af honum, vitum vér eigi, ekkert enn afráðið um það. — Það bakar landinu að vísu töluverðan kostnað, sem betri er þó, en að sum mál- in fái önnur úrslit, en ella myndi. En bezt hefði „Þjóðv.“ kunnað því, að meiri hluti þingsins hefði sýnt kon- ungi einlægni, og einurð, enda hefði það verið heppilegra, sakir seinni tímans. Það sýnir sig nú, hve heppilegt það er, eða hitt þó heldur, að geyma ráðherra- skipti til þings, og hve þarfur maður frá farandi ráðherra hefir reynzt landinu, er hann beitti þeirri þaulsetu við völdin, og „kjötkatlana“, sem raun er á orðin. Hann hraðar sér nú að veita sem flest embættin, áður bd hann fer frá völdum! Eitthvað syngi óefað í piltinum sjálf- um, væri hann sá, er við völdum ætti að taka. Utlöncl. —o— Frá útlöndum hafa ný skeð borizt þessi tiðindi: Danmörk. Norskt kaupfar fórst við Skagann 30. janúar þ. á., í afskaplegu roki, og drukkDuðu 7 rnenn, en að eins einum varð bjargað, og hafa Danir þó á- gæt björgunaráhöld, og sjómenn á Jót- löDdsskaga sjógarpar miklir. Atvinnuskortur hefir verið ineiri i Danmörku í vetur, einkum i KaupmaDna- höfn, en nokkuru sinni áður, og stafar það að líkindum að nokkru af gjaldþrot- um tveggja banka í Kaupmannahöfn síð- astl. ár, sem og af fjárprettum Álbertí’s. f 12. febr. þ. á. andaðist í Kaupmanna- höfn Hörrinq, er var forsætisráðherra Dana 1897 — 1900. — Hann var fæddur 17. ág. 1842. 12. febr. lagði Neerqaard, forsætisráð- herra, fram hervarnafrumvarp í fólks- þingÍDU, og er þar farið fram á, að víg- girða Kaupmannahöín, bæði sjávar- og landmegin. Eins og fyr hefir verið drepið á í blaði voru hefir framlagning frumvarps þessa valdið suodrungu meðal umbótaflokksins, og fylgir að eins nokknr hluti hans Neer- gaard að málum, en aðrir vilja að ko9tn- aður til hermála fari lækkandi, í stað þess að auka liann. Frjálslyndari vinstrimenn eru og þeirr- i ar skoðunar, að víggirðing Kaupmanna- j hafnar komi DöDum eigi að liði í ófriði, þar sem Jótland, eyjarnar, og Sjáland er varnarlaust að öðru leyti, svo að óvina- her getur vaðið þar yfir mótspyrnulaust, og sezt um KaupmaDnahöfn landmegin, og bannað alla aðflutninga til borgarinn- ar þá leiðina. f 13. febr. þ. á. andaðist Júlíus 7hom- sen, efnafræðingur, einn i tölu merkari vísindamanna í Danmörku, fæddnr 16. febr. 1826. 16. s. m. andaðist Cartensen aðmíráll, konungkjörinnlandþingsmaður, síðan 1892. — Hann tók þátt í orustunni við Helgo- land 1864. — Hann var áttræður, er hann dó. Dáinn er og í febr. Chr. Bertlielsen, landslagamálari. — — — Noregur. 9. febr. þ. á. sprakk dyna- mít-verksmiðja í Þrándheimi í lopt upp, og beið einn maður bana, en annar særð- ist hættulega. Michelsen, fyrrum forsætisráðherra, Sars, sagnfræðingur, Nansen o. fl. hafa nýlega serit út áskorun þess efnis, að stofna nýj- an stjórnmálaflokk, er sé óháður stjórn- inni.-----— Svíþjóð. IJngfrú Eva Bonníers, sem nýlega er látin, hefir arfleitt borgiua 1909. Stokkhólm að 385 þús. króna, og er fé þetta ætlað borginni til prýðis. Þing Svía hefir nýlega samþykkt rýmri kosningarréttarákvæði til þings, en gilt hafa, og þykja frjálslyndum mönnum, þau þó ganga helzfc til skau mt. — — — Bretland. Þing Breta hófstummiðj- an febrúar, og flutti Játvarðar kÓDgur sjálfur þingsefcningarræðuna. 13. fcbr. héldu atvinnulausir menn af- ar-fjölmenna fundi á Trafalgar Square í Lundúuum, og töluðu ýmsir prestar þar máli þeirra. Námuslys varð í grennd við Durham í febrúar, og urðu 200 verkamenn inni luktir í nánmnni, og talið víst, að margir þtirra hafi farizt. 27. og 28. janúar síðastl. grúíði svo niða-svört þoka yfir Lundúnaborg, að slíks eru ekki dæmi í síðustu tuttugu ár. — Götuljóskerin voru látin loga dag og nótt, og villtist þó fjöldi manna á borgarstræt- um, og mörg slys urðu. — Allar skipa- ferðir eptir ánni Themes urðn og að hætta. Játvarður konungur, og Alexandra, drottning hans, brugðu sér til Berlínar, og komu þangað 9. febr. — Yar þar afar- mikið um skraut, og dýrðlegar viðtökur, af hálfu Vilhjáims keisara. — Ætla og margir að heimsókn þessi sé fyrirboði góðs samkomulags milli brezku og þýzku stjórnanna. — — — Erakkland. 27. janúar þ. á. sndaðist frægi frakkneski leikapnn Constand Coque- lín, 68 ára að aldri. — Hann lék í fyrsta skipti á aðal-leikhúsi Frakka í París 7. des. 1860. Frakkar og Þjóðverjar hafa nú jafnað ágreiningsmálefni sín í Marocco að fullu og öllu. f Seint í janúar þ. á. andaðist Ernest Reyer, 85 ára að aldri, einn af helztu tónskáldum Frakka. ;— — — Þýzkaland. Mælt er, að Yilhjálmur keisari bregði sér til Lundúna á komandi sumri, og eigi að vita, nema til banda- lags dragi með Bretum og Þjóðverjum. Ymsir spá þvi, að Biilow, ríkiskanzl- ari, sleppi völdum mjög bráðlega. 27. j&núar siðastl. varð Vilhjálmur keis- fimmtugur, og heimsótti hann þá fjöldi þýzkra þjóðhöfðingja, sein og Christian, Dana-krónprÍDZ. Borgin Berlín var fag- urlega Ijósum prýdd, og mikið um dýrðir. Yatnavöxtur mikill hljóp í áDa Rín í öndverðum febrúar, og í ár þær, sem í hana renua, og olli það all-miklu tjóni, sagt, að margt manna hafi farizt, og þús- undir búpenings. Þýzka blaðið „Tageblattu hefir nýlega skýrt frá því, að brezki stjórnmálamað- urinn Chamberlain hafi rétt eptir alda- ! mótin vakið máls á því, að Bretar gengju Björn r>oi~Inl<s;s;ori kosinn á Seyðisfirði með 67 atkv., dr. Valtyr hlaut 54. 8 ógild.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.