Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Page 3
XXIII, 10.—llj
.Þ JÓÐY ILJIN N
39
urn ekki einungis heppilegast-, heldur
hreint og beint sjálfsagt, að því er jeg
fæ bezt séð.
Það má segja að erfitt sé að fá dóm-
stól, sem enginn gruni um hlutdrægni,
þegar um slík mál er að ræða.
En hitt er víst, að dómstól, sem jafn
hætt er við að grunaður verði um hlut-
drægni í þessu efni, sem meiri hlutann á
alþingi er heldur ekki hægt að fá.
Þessvegna virtist mér réttast, að al-
þingi nú þegar gerði þá breytingu á kosn-
ingalögunum, að dómsvaldið í slíkum mál-
um væri tekið af alþingi og lagt í hend-
ur yfirréttarins.
Til yfirréttarins ætti að mega áfrýja
úrskurði kjörstjórnar, en jafnframt væri
evo ákveðið, að áfrýjunin væri þ ví að eins
gild, að hún væri gerð innan viss tíma
f rá því að kjörstjórnin kvað upp úrskurð
sinn. Jafn framt ætti að gera dóuiinum
það að skyldu, að kveða upp úrskurð sinn
svo fljótt sem atvik leyfðu.
Yæn þessu hagað þannig, þyrfti sjald-
an ti) þess að koma, að kjördæmi væri
þingmanDslaust um þingtíma, því að þá
er kosið er á venjulegum tíma og alþingi
kemur saman hinn lögákveðna dag, er
tíminn frá hinum reglulega kjördegi, enda
þótt hann yrði fluttur fram á veturnætur,
og til þingsamkomu nægur til þess að
ný kosning geti fram farið, ef sú verður
ógild metin, er fram fór á reglulegum
tíma.
Alþingi ætti og að vera ljúft að sleppa
þessu valdi, sem allt af getur bakað því
óvinsældir, þótt varlega og samvizkusam-
lega sé í sakirnar farið. L.
Leitt er það, að inn í símskeyti, sem
tveir af flokksmönnum meiri hlutans (Björn
Kristjánsson og Sig. Gunnarsson) hafa sent
..Austra11, hafa slæðzt tvær missagnir:
1° Að sjálfstæðismenn hafi afl atkvæða í háðum
deildum, þótt forsetar fari utan, — sem er
ósatt, shr. grein framar i þessu nr. blaðs vors, og
2° Að dr. Valtýr Quðmwndsson hafi í þingbyrjun
verið gerður flokksrækur, — sem og er nsatt,
því að honum var vísað af fundi sjálfstæðis-
manna, af því að sjálfstæðisflokkurinn vœri
nýr flokkur, sem dr. V. G. aldrei hafi verið í.
Sjálfstæðismenn ættu að minnast þess, hve
hörnndega flest, ef eigi öll blöð núverandi stjórn-
flokks hafa misboðið sannleikanum, og vera
því sem varkárastir, og láta sér víti hinna að
varnaði verða.
Ritsímaskeyti.
til „Þjóðv.“
—o—
Knupmannahöfn 4. marz 190y.
Frá Serbíu:
Stiórn Serba leggur þrætuna í stór-
veldagerð.
(Þar sem stjórn Serba, samkvæmt sím-
skeyti þessu, hefir ályktað, að láta skera
úr þrætumáli sínu við Austurríki, sem
áður hefir verið getið um í „Þjóðv.“, at
stórvelda fundi, þá er ófriðarhættan, sem
þótti vofa yfir á Balkanskaganum að
líkindum horfin.)
Dr. Knud Berlin
og
sambandslaga-uppkastið.
Knud Berlin hefir ritað grein um ís- j
land í „Dannebrog“, segir „uppkastið„
rangþýtt víða, gagnstætt tilætlun Dana.
— ísland verði ekki fullvalda ríki, held-
„Del af det samlede danske Rige“ (þ. e.
hluti danska alríkisins.) (IslendÍDgum,
sem kynnt hafa sér danska frumtextann,
sem og þýðinguna, er það auðvitað eng-
in nýjung, hversu meiri hluti íslenzku
sambandsnefodarmannanna gerði þýðing-
una úr garði).
Irognir fiá alþingi.
--C00 —
III.
Löggilding verzlunarstaðar við Kúðaós.
&unnar Ólafsson ber fram i efri deild
frumvarp um löggildingu verzluDarstaðar
við Kúðaós.
Heiti á allsberjarstoí'nunum á íslandi.
Dr. Jón Þorkelsson ber fram þingsá-
lyktunartillögu þess efnis í neðri deild,
að skora á stjórnina að undirbúa, og leggja
fyrir næsta þing, frv. um heiti á alls-
herjarstoínunum og störfum á Islandi, er
sambjóði þvi, að ísland sé fullveðja ríki,
og sjálfstætt þjóðland.
Löggilding Klettsvíkur.
Síra Sig. Gunnarsson ber i neðri deild
fram frv. þess efnis, að Klettsvík í Nes-
hreppi innan Ennis skuli vera löggiltur
verzlunarstaðar.
Kaup biskupssetursins Skálbolt.
Nefnd sú, er fjallar um frv. um skipun
120
Báturinn er til, herra minn! „kallaði nú Jón Raffles
sem lauk upp hurðinni, og leit inn í stofuna.
Hann hafði alveg gleymt sér, haft hugann allan við
frásögn Grritty’s.
„Jeg kem brátt aptur, Gritty!“, mælti hann, til að
hugga gömlu konuna, stóð upp í snatri, og gekk út úr
herberginu.
„Hvað sagði mamma yður?“ sagði Raffles, forvitnis-
lega, er þeir gengu til strandar.
„Ek’kert, sem samanheDgi var í!“ svaraði Frank, og
brá hvergi. >Hún var að tala um Dan, og um sokkana
sína — hvað innan um annað, og ekkert vit i neinu.“
„Þér eigið ekki að hirða um, hvað hún segir. —
Svipað talar hún við alla, síðan sonur hennar drukknaði“.
„Af hvaða skipi fórst haDn?“ spurði Frank blátt
áfram.
„Af „Mary Jane“ frá Baltimore!“
„Eptir því skipsnafni man eg ekki!“
„Mjög sennilegt! Þér hafið þá naumast verið fædd-
ur; því að „Mary Jane“ fórst fyrir tuttugu og sex árum!“
„Einmitt!“ sagði Frank, og sté út í bátinn. „Hve-
nær komurn við til Osceola?“
Eptir hálfan annan kl.tíma, haldist þessi vindur.“
„Raffles settist við stýrið, og ætlaði að fara að hrinda
feátnum fiá landi, er kallað var til haDS.
Það var Bill, sem kallaði. — Hann stóð hjá hús-
dyrunum, og benti gestgjafa, að koma.
„Bíðið ögn, herra minn!“ mælti Raffles. „Jeg kem
strax aptur!“
„Hvað viltu mér?“ mælti hann við Bill.
„Fáðu nokkur pund af púðri handa mér hjá Twysten!“
109
vörurnar sóu flut.tar með skipinu „Maurinn“, er flytur
romm og tóbak frá Havana".
Hann skýrði nú stuttlega frá því, er fyrir hann
hafði borið um nóttina.
Morris hlýddi á það með athygli.
„Þetta kalla eg mikil tíðindi!“ mælti hann, er Frank
hafði lokið sögu sinni. „Jeg skal gæta vel að „Maurn-
um“, og ná á hann, haldi hann eigi of djúpt undán
landi“.
„En það gerir hann að líkindum, og leggur eigi
upp undir ströndina, fyr en hér fram undan!“
„Mjög leitt væri það!“ mælti skipherra, „því að
„Mosquito“ er að eins ætlaður til strandferða, og getur
eigi faiið ferða sinna í stormi, ef aldan rís hátt“.
„Það gerir ekkert!“, svaraði Frank. Jeg hygg, að
yður sé bezt, að fara fram og aptur í grennd við Hatteras,
og láta stöðina þar líta eptir; en verði eg var við toll-
svikarana, síma eg þegar: „óvinurinn í nánd! Eptir
3—4 kl.tíma getið þér þá verið kominn, og komið flatt
upp á þá, meðan þeir eru að losa“.
„Agætt!“ svaraði skipherra, og nera saman höndun-
um. „Við skulum tæma glösin, og óska þess, að vel
gangi, Robertson! Þeir skulu verða hengdir, og við
hjálpuinst til þess“.
„Þoir spjölluðu nú sarnan í einn kl.tíma, og stóð
Frank þá upp.
„Það er- mál, að jeg fari að kveðja, skipherra! Það
gæti verið áformum vorum til tálma, ef eg væri hér of
lengi.“
„Þí vit eg ekki tefja yður!“ svaraði skipherra; „en