Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Side 4
40
Þjóðviljinn.
XXTIJ., 10—11.
vara-biskups, ber fram í neðri deild frv.
þess efnis, að heiinila landssjóði að kaupa
hið forna biskupssetur Skálholt.
Fiskiveiðasamþykktir.
Jón Magnússon ber í neðri deild fram
frv. þess efnis, að ákvæði laga 14. des.
1877, sbr. lög 10. nóv. 1905, um viðauka
við nefnd lög, skuli og ná til þiljaðra
mótorbáta, sem ganga í Yestmannaeyjum,
og eru ekki stærri, en nemi 15 smá-
lestum.
Fuglaveiðasamþykktir í Vestmannaeyjum
Frv. frá Jóni Magnússyni fer fram á
þá breytingu í 2. gr. laga 13. apríl 1894,
um fugiaveiðasamþykkt í Ve9tmannaeyj-
um, að fyrri liður hennar orðist svo:
„Þegar sýslunefnd virðist nauðsyn til
bera, að gjöra fuglaveiðasamþykkt fyrir
sýsluna, skal hún kveðja til almenns fund-
ar, sem auglýetur sé með nægum fyrir-
vara. — Atkvæðisrétt á fundinum eiga
allir þeir sýslubúar, er jörð, eða jarðar-
hluta, hafa þar til ábúðarafnotau.
Eptirlaun ráðherra.
Dr. Jón Þorkelsson og Bjarni frá Vogi
bera fram frv. þess efnis, að eptirlaun
ráðherra megi ekki hærri vera, en 1000
kr. á ári.
Endurreisn Hólabiskupsdœmis.
Tveir vígslubiskupar á Islandi.
Frv. í ofan greinda átt ber dr. Jón
Þorkelsson fram í neðri deild.
Hólabiskupi ætluð 4000 kr. árslaun.—
Tilætlunin er, að þetta komi þó eigi j
til framkvæmda, fyr en biskupsskipti
verða.
1 Verzlunarstaður við Skaptárós.
Frv. i ofangreinda átt er í efri deild
borið fram af Gunnari Olafssyni.
Nauteyrar-lœknishórað.
Skúli Thoroddsen ber fram frv. í neðri
deild í þá átt, að skipta ísafjarðarlækn-
ishéraði i tvö læknishéruð: ísafjarðarhórað
og Nauteyrarhórað.
Nauteyrarhérað nær yfir: Snæfjalla-
hrepp, Nauteyrarhrepp, Heykjarfjarðar-
hrepp og Ogurhrepp, nema Vigur. —
Læknissetur á Langadalsströnd.
Sala kirkjujarða hjáleigna.
Stefán í Fagraskógi ber fram frv. í neðri
deild þess efnis, að heimild til sölu kirkju-
jarða skuli og ná til kirkjujarða-hjáleigna,
sem eru sérstakt ábýli.
Kosningaréttur og kjörgengi kvenna.
Skúli Thoroddsen ber fram i neðri deild
frv. þess efnis, að konur skuli í kaupstöð-
urn landsins, og í hreppafélögunum, njóta
sama kosningarréttar og kjörgengis, sem
konum í Reykjavík, og i Hafnarfirði, var
veitt með lögum 22. nóv. 1907.
Vinnuhjú skulu og hafa sama kosn-
ingarrótt og kjörgengi, sem karlar og
konur í annari stöðu.
Rannsókn vita- brúarstœða o. fl.
Þingmenn Húnvetninga bera fram þings-
j ályktun þess efnis, að skora á landstjórn-
j ina að láta verkfræðing skoða, og gera
áætlun um, vitabygging á Gfrímsey í Stein-
grímsfirði, og á Skaga, austan Húnaflóa,
brúarstæði á Miðfjarðará, á leiðinni frá
Króksstaðamelum út að sjó, og öðrum
þeim ám í Húnavatnsþingi, sem eru á
póstleiðinni, og ekki eru þegar ákveðin
brúarstæði á, og enn fremur að láta mæla
upp hinar löggiltu hafnir víð Hvamms-
t.anga og Lambhúsvík.
Kornforðabúr til skepnufóðurs.
Sig. Sigurðsson og Þorleifur Jónsson
bera í neðri deild frarn frv. þess efnis að
heimila sýslunefndum, að gera samþykktir
um kornforðabúr til skepnufóðurs.
I Utsölustaðir kaupmanna.
Jón 01. flytur frv. þess efnis, að nema
úr lögum bann gegn þvi, að kaupmenn
hafi fleiri útsölustaði, en einD, i hverju
kauptúni.
Jörðin Naust í Hrafnagilshreppi
leggist til lögsagnarurndæmis Akureyrar.
Flutningsmaður: Sig. HjörleifssoD.
Slökkvilið i Hafnarfirði.
Frv. þar að lútandi flytur síra Jens
Pálsson í efri deild.
V erzlunarbœkur.
Frv. um færslu, og sönnunargildi, lög-
giltra verzlunarbóka fiytja Jón Ólafsson
og Jón í Múla í neðri deild.
110
komi eg hingað’bráðiega, og dragi upp sama merki, sem
í dag, þá vitið þér hver tilgangurinn er!“
„Já, vissulega, skipherra!“ svaraði Frank brosandi
„En eg vil ráðleggja yður, að koma ekki bráðlega aptur
því að tollsvikarana hefir þegar grunað, að „Mosquitoa
hafi komið hingað þeirra vegna, og því sett vörð á klett-
unum. — Þess vegna mæltist eg til þess, að vér snædd-
um morgunverðinn á þiljum uppi. — Yonandi hefir það
blekkt, enda myndi áforrnið naumast heppnast, ef fiski-
mennirnir vissu, að vór værum í samvinnu.“
„Jeg skil yður velP svaraði Morris. „Jeg kem
hingað því eigi aptur, fyr^en þér gerið mér aðvart, sem
vonandi verður bráðlega. — Yið sjáumst aptur, Robertson
liðsforingi!“
„Sjáumst aptur, skipherra!“, svaraði Robertson, „og
þakka yður fyrir alla alúðina!“
Aður en Frink fór ofan í bátinn heilsaði hann vin-
gjarnlega eÍDum hásetanum, og rnælti:
„Hvað hét vinur yðar, er þér minntust á síðast, er
við hittumst?“
Dbd Raffles — Daníel Raffles, og i ar frá Nagshead!“
„Einmitt — rótt er það!“ mælti Frank, og gekk
ofan stiganr.
Hásetinn glottiójog leit til félaga síns, er stóð bjá
honum, rak tunguna út um vinstra rmmnvikið, og gretti
sig.
„Heyrirðu Bob? Hann hefir þegar komist á snoð-
ir uir, hvað fram fer í Nagshead! Þar gerist fieira, en
uppskátt er látið!“
Þegar Fiank komj aptur til stöðvarhússins, leit
119
Hún klappaði alúðlega á hnéð á honum.
„En hvar er Kata?“
„Já, Kata, hún er farin! En reiðstu mér ekki —
jeg er saklaus, og jeg beiddi hana, að fara ekkí til klettsins,
en henni héldu engin bönd, og þegar hún heyrði fall-
byssuskotið hljóp hún brott, og tók með sór logandi kyndil!
Það var að eins af ást til þín, drengur minn; — hún æpti
að hún ætlaði að bjarga séttarbræðrum þínum. — Þú
mátt ekkí vera henni gramur!“
„Nei, engan veginD, Gritty! Segðu mér að eins,
— hvað um hana varð?“
„Það man eg nú ekki!“ svaraði gamla konan, all-
leið. Hann var ofsa hvass, og þrumur og eldingar, og
ljósið logaði skært hjá henni á klettinum. — En jeg var
svo hrædd, svo hrædd. — Svo komu hinir heim, og höfðu
Jón með sór, lagandi i blóði, og jeg varð að binda um
sárið á öxlinni á honum. — Enginn hjálpaði mér, —
enginn, ekki einu sinni Kata —; hún kom ekki heim
aptur!“
„Hún hefir þá líklega dottið af klettinum í sjóinn?“
G-ritty játti því.
„Óefað — vafalaust— dottið í sjóinn! Það sagði
Zeke, og hefi eg tárast inikið yfir því, rajög mikið; en
nú eru tárin þornuð, öll þornuð, af því að jeg hefi grátið
svo mikið, að eg get ekki grátið meira! — En þú mátt
ekki vera hryggur; — heyrirðu það?“
Að svo mæltu færði hún sig nær honum, og deplaði
framan í hann augunum.
„Þú getur fengið Maggy, Dao! Hún er góð stúlka!
Það er hún! Ofe hún verður bezta eiginkona! og jeg skal
gefa þór þessa fallegu sokka, þegar þú giptir þig —u