Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Blaðsíða 8
44 Þj ÓÐ VILJlN N. XXIII., 10, —11. höldur góður og hýbýlaprúður, skemmti- legur, en þó jafnan stilltur og orðvar. Breppsnefndaroddviti var hann 5 síðustu sefiár sín, og leysti hann þann starfa af hendi snildarlega. 1 barn tók hann til fósturs af fátækum foreldrum og unni því heitt. Hans er sárt saknað af öllum, sem kynni höfðu af honum. Á. Þ. 17. des. síðastl. andaðist að Ideal í Manitoba ekkjan Vigdís Quðmundsdóttir, 74 ára að aldri, fædd 29. des. 1834. — Hún var gipt Magnúsi sáluga Þorkelssyni, setn lengi bjó að Grímsstöð- um við Reykjavík, en siðar að Auðnum 4 Vatns- leysuströnd í Gullbringusýslu. — Hún dó á j heimili Grims, sonar síns, af afleiðingum af siagi i i i 15. des. f. á. andaðist að Cold Springs i Mani- toba Friðbjörn Oddsson, 78 ára að aldri, fæddur að Breiðuvík á Tjörnesi í Norður-Þingeyjarsýslu. — Foreldrar hans voru Oddur Sigurðsson og Quðrún Sigurðardóttir, er lengi bjuggu að Rauf á Tjörnesi, rrfðbjörn sálugi var kvæntur Katrínu Sig- ‘urðardöttur, ættaðri úr Fnjóskadal, er lifir hann og varð þeim alls 8 barna auðið, og dóu sex þeirra í æsku, en á lifi nru\ jHelgi og Sigursteinn, sem eiga heima i grennd við Cold Spring póst- hús. — Til Vesturheims fluttust þau árið 1883, og voru fyrstu sex árin i Winnipeg, en síðan í Álptavatnsnýlendunni. 26. des. síðastl. andaðist i Lögbergsnýlendu í Vesturheimi ekkjan Kristín Sigurðardóttir, urn sextugt, fyrrum gipt Sveini Jónssyni, og bjuggu þau hjón að Hlíð á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, en fluttu til Vesturheims árið 1886. — Mann sinn missti Kristín sáluga fyrir 16 árum. Otto Monsted® danska smjörlíki er bezt, REYKJAYÍK 10. marz 1909, Frosthörkur all-miklar i þ. m., en fór þó að draga úr þeim fyrir síðustu helgi. „Laura“ kom frá útlöndum 4. þ. m. — Með- al farþegja var Damð Ostlund, og frakk- nesk hjúkrunarkona. Um annað prestsembættið i Reykjavík hafa þessir sótt: Síra Bjarni Hjalteated. aðstoðar- prestur, cand. theol. Bjarni Jónsson, síra Quðm. Emarsson i Ólafsvík, síra Hafsteinn Pétursson, sira Haraldur Níelsson, cand. theol. Haúkur Gísla- son, síra Ólafur Ólafsson, fríkirkj uprestur, síra Pétur Jónsson á Kálfafellsstað, sira Bikarður Tor/ason, og síra Skúli Skúlason í Odda. Auglýsingum, sem birtast eiga i „Þjóðv.u, má daglega skila á skrifstofu blaðsin9 í Vonarstræti nr. 12, Reykjavik. Prentsmiðja Þjóðviljans' Elflri árpgar .Hjofly’. Nokkur eintök af eldri árgöngum „Þjóðv.a, yfir árin 1892— 1908 (frá byrjun „Þjóðv.“ ungau), alls se.ytián ár- gangar, eru til sölu tneð góðnm kjör- um, hjá útgefanda blaðsins. :::::::::: Séu allir érgangarnir keyptir í einu, fást þeir fyrir talsvert minna en hálfvirði, — íyii' nðeins tuttugn og limni krónur og fimmtiu aura. Ef að eins eru keyptir einstkir ár- gangar, einn eða fleiri, fást þeir fyrir helming hins npprunalega kaupverðsbalðs- ins. Borgun greiðist útgefenda í pen- ! ingum, eða innskript við stærri verzlan- ir landsins, og verður blaðið þá sentkaup- andanum að kostnaðarlausu. 114 og á orð Kötu, er hún kallaði hann „bróðurmorðingja“, og honum var, sem baDn sæi glampa á öxina, reidda að höfði sér, er hafði gert hann að örkumlamanDÍ. Blóðið streymdi til höfuðs honum, og þó að langt væri umliðið, hafði rödd samvizkunnar þó aldrei þagDað, og aldrei gat hann hugsað til nefndrar nætur, nema með skelfingu. Honum fannst vera óþolandi hiti í herberginu, og stóð því upp, og ætlaði að ganga út; en er hann lauk upp hurðinni, kom maður í fasið á honum, og brá hon- um svo, eP hann sá hanD, að hann varð náfölur, og var nærri dottinn. Gfritty stóð á hinn bóginn upp, og gekk á móti komumanni eins hratt og henni var auðið. „Góðan daginn, Dan!“ mælti hún, og hneigði sig vingjamlega. „Það er fallega gert af þér, drengur minn — mjög fallega gjört! Þú gleymir ekki gömlu mömmu! En þú hefir líka einatt verið uppáhaldið heDnar! Já, það veistu!“ Raífles hafði nú náð sér nokkuð, en kaldur svitinn rann enn niður eptir enninu á honum, og höndin, sem hann studdi á borðið, skalf mjög. Honum bafði sýnzt hann sjá andlit bróður síns, er hann leit framan í liðsforingjann, en skynsemin sagði honum þó, að það væri að eins ímyndun. Þetta friðaði þó eig samvizku hans fyllilega. Hann varð að heyra málróm komumanns. „Hvað viljið þér, hirra minn?“ spurði hann lágt. „Spyrja, hvort þér getið flutt mig yfir til Osceola?^ svaraði Frank, er furðaði mjög á látbragði gestgjafa. „Ekki annað!“ mælti Raffles, og var, sem honum 115 yrði léttara um hjartaræturnar, enda þótt hann forðaðist. enn að Hta í augun á unga liðsforingjanum. „Svei! Þið eruð slæm börn!“ mælti Gritty reiðilega.. „Réttið hvor öðrum höndina! Og þú, Jón! Bjóddu hann bróður þinn velkominn! Heyrirðu það! Þið hafið ekki sézt um langa hríð!“ „Farðu út, mamma!“ mælti Raffles, hranalega. „Hvað- á þessi heimska að þýða? Hættu þessu barnalega rugli. Látið, sem þér heyrið ekki, hvað hún segir, herra minn! Hún er ekki með öllum mjalla!“Jig ■ ' .f; J! „Jeg sé það!“ mælti Frank, og gekk til Gritty, sem var svo reið, að vænta mátti, að á hana kæmi æðiskast. „Verið nú stillt, Gritty!“ mælti Frank, og gekk tii hennar. „Gerið það nú fyrir mig, að setjast í sæti vðar!' Jón vildi alls ekki styggja yður!“ Gritty sefaðist við orð hans, klappaði á hönd hon- um, brosti ánægjulega, og haltraði síðan í sæti sitt. „Hvað líður þá bátnura?“ spurði Frank/ „Göngum út!“ mælti Raffles. Frank leit í krÍDgum sig í herberginu, og sá Maggy i einu horninu, og virtist hún alls ekki hafa veitt Frank neina sérstaka eptirtekt. Hann varð að sæta betra færi, til að tala við hana, og gekk því út, ásamt veitÍDgamanninum. Raffles, sem náði sér þegar er hann kom út undir bjart og heiðskirt lopt, virti nú liðsforingjann grandgæfi- lega fyrir sór. — Hann var auðsjáanlega mjög líkur bróð- nr hans, en þó eigi svo, að hann hefði haft ástæðu tih þess, að láta sér verða eins hverft við,. eins og honuuu hafði orðið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.