Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.03.1909, Blaðsíða 4
48
ÞjÓBVILJINN.
XXIII., 12.
Otto Monsted®
daxiska sxnjörlíki
er bezt.
Um aðflutningsbann á áfengi
er nýlega kominn út ritlingur eptir
Magnns dýralæknir Einarsson. — í rit-
lingi þesaum, sem kvað vera sórprentun
greinar, sem birtist í „Andvara1*, í ár,
skorar höfundurinn alvarlega á alþingi
að aðhyllast eigi aðflutningsbannsfrum-
varpið, heldur fella það. — Neitar hann því
að vísu eigi, að „með bannlögunum get-
um vér firrt fjölda samtíðarmanna vorra
þeim vítum, sem hljótast af ofnautn á-
fengis“, og telur það gott þeim, er þann-
ig frelsast; „en það verður ekki gott verk
þjóðinni“ — bætir hann við — „þegar
frelsun þessa eina, eða fárra, kostar, er
tíraar líða, glötun hundrað sinnum fleiri
manna, eða jafnvel eyðingu þjóðarinnar“,
með því að „baráttuleysið“, er verði af-
leiðing bannlaganna, geri það að verkum,
að „niðjar vorir liggja þá álika flatir fyr-
ir „eldvatninu“, sem blökkumenn á vor-
um tímum.“
Hr. Pétttr Zóphoníasson hefir þegar
þegar gefið út pósa gegn ritlingi þessum,
og færir fram röksemdir bindindismanna
bannlögunum til varnar, og gerir lítið úr
mótbárum hr. Magnúsar Einarsson.
J arðskj ál fta-k ippir.
All-snarpir jarðskjálfta-kippir fundust á flestum
liæ.jum í Biskupstungum, sem og í Laugardal, í
Árnessýslu aðfaranóttina 23. febr. þ. á., en ollu
þó engu tjóni. — Minni jarðskjálfta-kippa varð
og vart aðfaranóttina 26. febr.. og aptur aðfara-
nóttina 27. febr.
Ur Xuður-M úlasýslu (Beruneshreppi)
er „Þjóðv.“ ritað 10. febr. þ. á.: „Tfðin á-
gæt, og muna menn vart jafn góðan þorra, alltaf
auð jörð, og bliðviðri, frost nær engin. — Fé
víða aldrei býst nú, og lömbum sumsstaðar enn
ekki kennt át.
Sjávarrót gerði mikið milli jóla og nýárs, og
brotnuðu bér þrír bátar í spón og bryggja Orum
ÆWuJf’s á Djúpavogi. — Við Fáskrúðsfjörð brotn-
uðu þá tíu bátar.“
Bréfritarinn getur þess enn fremur, að sam-
i eining Berufjarðarsóknar við Alptafjarðarsóknir
mælist mjög illa fyrir, þar sem Berufjörður sé
á milli sóknanna, sem opt gefi eigi yfir, ogsvo
sé prestinum ætlað, að þjóna fimm kirkjum, og
geti þá sú raunin á orðið, að Berufjarðarsóknar-
menn fái aldrei að sjá prest.
Drukknun.
Maður datt nýBkeð útbyrðis af fiskiskipi frá
I Hafnarfirði, og drukknaði. — Maður þessi bét
! Guðjön Jónsson, og var úr Árnessýslu.
,.Dagur“
er nafnið á vikublaði, sem farið er að koma
út i ísafjarðarkaupstað, og er ritstjóri þess Guðm.
skáld Guðmund8son, en útgefandi Arngrímur
prentari Bjarnason.
Kal'ari drukknar.
Kafari frá björguuarskipinu „Geir“, sem statt
var inni í svo nefndum „Sundum“, skammt frá
Reykjavik, drukknaði i vikunni, sem leið.
Hann var alheill, er hann fór í köfunarferð,
en var örendur, þegar hann var dreginn ,upp
aptur, hefir líklega bilað eitthvað í köfunarút-
búnaði hans.
REYKJAVÍK 15. marz 1909.
Þýðviðri, og besta tið, undanfarna daga.
Sira Ólafur fríkirkjuprestur Ólafsson hefir
kallað aptur umsókn sina um annað prestsem-
bættið í Reykjavik. — Hann verður því fram-
vegisprestur fríkirkjusafnaðarins, sem veriðhefur.
„Laura“ lagðifaf stað héðan til vesturlands-
ins 9. þ. m. — Meðal farþegja var verzlunar-
stjóri Carl Olgeirsson á Isafirði.
Prentsmiðja Þjóðviljans'
122
Twysten kom dú inn i búðina, sem var mjög rúm-
góð, og mælti, all-áhyggjufullnr:
„Bob! Þarna kemur Baffles, og liðsforÍDgiim! Hvað
ætli þeir séu að erindsreka?“
„Raífles?“ mælti Bob, og setti upp fyrirlitDÍngar-
svip. „Hann þykiet þurfa að finna mig! En jeg hefi
ekki gaman af jafn ruddalegum og ósiðuðum manni, sem
hann er! Jeg kem mér því héðan!“
Að svo mæltu stökk haDn ofan af búðarborðinu.
„Yitleysa, Bob!“ svaraði Twysten. “Jeg á við liðs-
foringjann!“
„Það er annað mál!“ mælti Bob. „Það skerðir ekki
virðingu neins, að umgangast liðsforingja!“
„Yertu þá hérna í búðinni! Vilji Raffles tala við
mig, vísaðu honum þá ÍDn í herbergið mitt; — en fyrst
vil eg gjarna vita, hvert erindi liðsforingjans er.“
Að svo mæltu fór kaupmaðurinn út um dyr, sem
lágu inn i herbergi, sem innar var í hússinu.
Bob setti sig nú í stellingar, og beið þess svo unz
Raffles, og liðsforinginn, kom inn í búðina fáum mínút-
nm síðar.
Bob lét, sem hann sæi varla Raffles, en sneri sór
þegar að Frank.
„Má jeg ekki bjóða yður að setjast, herra minn?
Hvað þóknast yður?“
„Jeg ætlaði að kaupa hér dálitið!“ svaraði Frank,
og litaðist um í búðinni. „Þér hafið líklega —“
— allt, herra minn!“ greip Bob fram í, „sem h.i
heimsfrægi iðnaður Bandamanna framleiðir, og auðug-
ustu sölubúðir, hafa á boðstólum, og samkvæmt er ný-
ustu Parísar tísku! Gerið svo vel, að líta á varninginn!.
123
— Vörubyrgðir vorar geta fyllilega jafnast við vöru-
birgðir stórverzlana i New York!“
„Mér þykir leitt, að þarfir mínar er svo litlar,1^ að-
mór gefst eigi kostur á, að njóta góðs af því, hve á-
gætir vörubyrgðir þér hafið!“ svaraði Frank brosandi.
„Þótt lítið sé keypt“, mælti Bob, „gefst yður , þó
kostur á, að ganga úr skugga um hin ágætu vörugæði-
vor. — Verzlunar-einkunnarorð vor eru: af því sem bezt
er, viljum vér að eins það, sem allra ágætast er, og stönd-
um í sambandi við stærstu verzlanir heimsins —“
„Er hr. Twysten ekki heiraa?“ greip Raffles fram
í. „Jeg þarf að borga honum dálitla skuld, og vildi
gjarna tala við hann sjálfan.“
Bob bretti upp á sig, og lét liðsforingjann sjá á sér
að honum líkaði miður.
„Þarna!“ mælti hann, og benti með þumalfingrinum.
yfir öxl sór. „Þarna eru dyrnar inn í herbergið góður-
inn minn!“
„Uppdubbaður api!“ muldraði Raffles við sjálfan sig
um leið og hann gekk út úr búðinni.
„Þegar svona fólk á í hlut, má manni ekki gleym-
ast, hver staða manns er, né heldur að maður er þó mennt-
aðri! Eruð þér ekki á sama raáli, liðsforingi?“ mælti Bob
við Frank. „Þér verið að fyrirgefa manninum, að hann
var svo ókurteis, að grípa fram í samræðu vora! Hann
kann sig nú ekki betur!“
„En leyfið mér nú að spyrja, hvers þór óskið sór-
staklega, svo að þór getið með eigin augum sannfærst
um það, sem eg ætlaði að segja yður, þegar þessi rudda-
legi ræðari greip fram í“, mælti Bob enn fremur.
„Látið mig fyrst fá einD kassa a£ vindlum!“ mælti.