Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1909, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1909, Side 3
ÞjÓÐ VILJINN XXIII. 14., 61 - fruimvarp um skilyrði fyrir þvi, að vera vélastjóri á ísleuzkum gufuskipum, sem og um skilyrði þess, að geta gætt gufu- véla á landi. Námsskeið verzlunarmanna. Nefndin í verzlunarmálinu ber fram í neðri deild frv. um námsskeið verzlunar- manna, og vill, að námstíminn sé minnst 4 ár, en ekki lengri, en 6 ár. — Kaup- menn, er taka unglinga yngri, en 18 ára til verzlunarnáms, skulu gera við þá skrif- legan námssamning. — Unglinga (pilta eða stúlkur) yngri, en 12 ára, má ekki taka til verzlunarnáms. TTm girðingar. LaDdbúnaðarnefnd neðri deildar ber fram frv. um girðingar, og fer því fram, að girðíngar þær, sem lán er voitt til úr landssjóði, sem og girðingar, er styrks njóta af almaunafé, skuli vera að minnsta kosti 42 þuml. á hæð. Að öðru leyti setur frumvarpið ýtar- legar reglur um girðingar þessar, hversu þær skuli ver* úr garði gerðar o. fl. Erfða-ábúð á kirkjujörðum. Síra Jodb Pálsson flytur frv. um þetta efni í efri deild. Sala þjóðjarða. Jón Ólafsson og Ben. Sveinsson bera fram frv. i neðri deild þess efnis, að ef seld þjóðjörð losnar úr sjálfsábúð á fyrstu tiu árum eptir söluna, skuli landssjóður hafa rétt til þess að kaupa jörðina aptur gegn því, að endurborga það, er greitt var af kaupverði jarðarinnar, og jarða- bætur þær, og. mannvirki, er gerð hafa verið á henni, siðan landssjoður seldi hana, eptir mati óvilhallra dómkvaddra manna. Hagfræðisskýrslur. Verzlunarmálanefndin í neðri deild ber fram frv. þess efnis, að kaupmenn, for- stöðumenn kaupfélaga o. fl., er vörur kaupa frá útlöndum, skuli gefa skýrslu um inn- kaupsverð vörunnar, að viðlögðum flutn- ÍDgskostnaði. - Skipa-afgreiðslumenn o. fl. skulu og láta í té eptirrit af farmskrám eða öðrum hleðsluskjölum. Enn fremur skulu og forstöðumenn fastra verzlana, pöntunarfélaga, kaupfé- laga, iðnaðarfyrirtækja, og aðrir, er reka lánsverzlun að meira eða minna leyti, skyldir til, að láta landstjórninni í té á- reiðanlega skýrslu um samananlagðar skuldir og innieignir hérlendra viðskipta- manna, annara en banka, eins og þær eru 31 des. ár hvert. Bann gegn innflutningi hunda. Landbúnaðarnefnd neðri deildar ber fram breytingu á lögum 10. nóv. 1906 (um bann gegn innflutningi á útlendu kvikfé) i þá átt, að fyrirbyggja að út- lendir hundar verði fluttir til íslands. Um eiða og drengskaparorð Dr. Jón Þorkelsson og Ben. Sveinsson bera fram í neðri deild frv. um ofan greint efni. — Frv. fer því fram, að þeir, sem opinberlega teljast til einhvers kristins trúarféiags, skuli vinna eið að framburði sínum með þvíiíkum orðum: „Það segi eg guði, að framburður minn fyrir dómi hér í dag er að öllu leyti fullum sann- leik samkvæmur. Guð sér mér hollur, sem eg satt segi, gramur ef eg lýga- Þeir, sem eigi teljast til neins krist- ins trúarfélags, skulu staðfesta skýrslu sÍDa með því, að leggja þar við sæmd sína og drengskap, og sé þeim eiður staf- aður á þvílikan hátt: „Svo skýt eg máli mínu til sæmdar minnar, og samvizku, og svo vil eg sjálfur framast. sanninda njótandi verða af öðrum mönnum, sem eg fer með fullan sannleik um það, er nú hefi eg flutt, og fram borið. — Þetta vitni ber eg fyrir engra muna skyld, held- ur sökum rétts máls og sanninda. — Njóti eg svo drengskapar míns, og mannorðs, sem eg satt segi. — Nýðingur, ef eg lýgu. Eiðvinning, og viðlagning drengskap- ar, hafa að öllu sama gildi að lögum. — A þeim er og og samur ábyrgðarhluti að lögum. Fjárbcenir til alþing'is. (Niðurl.j 49. Erindi frá Sighv. Arnasyni vegna s;ra Gísla Kjartanssonar um 100—500 kr. árlegan styrk. 50. Tilboð frá yfirréttarmálaflutningsm. Sveini Björnssyni fyrir hönd hlutafélagsins „Gufu- skipafélagið Thore“ um, að landsjóður gerist hluthafi með 500 þúsund kr. fjárframlagi. 51. Askorun frá bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar um sem ríflegastan fjárstyrk til byggingar nýs barnaskólahúss, og að veitt verði fé til stofnunar gagnfræðaskóla. 52. Beiðni frá Jóhannesi Sveinssyni um 2000 kr. styrk til þess að nema málaralist. 53. Beiðni frá þingmanni Vestur-ísfirðinga um fé til að gera veg k Rafnsovrarheiði. 64. Erindi frá biskupi íslands um að prófastur 128 fram í. „Jeg vil eigi verða ósáttur við Bill! Komið — þór skuluð fá púðrið!u Kaupmaðurinn glotti, er hann bafði þetta mælt, því að lionum flaug í hug, að láta Bill fá af röku, og nálega afllausu púðri, sem hann átti í geymsluhúsi sínu, en láta þó eitt pund af góðu púðri slæðast með. Honum þótti róttast, að haga þessu þannig, þar sem hann vissi eigi, til hvers Bill ætlaði að nota púðrið. Þegar Twysten og Raffles korru inn í sölubúðina, var Frank að loka brófinu. Twysten gekk til hans, og heilsaði honum. „Mér er ánægja að því, að kynnast yður, liðsforingi!u mælti hann, með uppgerðar-kurteisi. „Þór komið hingað vonandi bráðlega aptur! Yæri mér heiður að því, ef þór vilduð þá heimsækja mig. — Jeg byði þá til mín nokkr- um vinum mínura hór í borginDÍ, og drekkum vér þá púns. — Þér hafið hvort sem er, eigi skemmtanirnar á stöðinni.“ » „Kærar þakkir!u svaraði Frank. „Jeg þigg fúslega boð yðar, fari eg hóðan eigi vonum bráðar.“ „Fn hvaðan er auðið að senda þetta bróf?u mælti Frank enn fremur. „Þér getið skilið það eptir hérna, og verður það þá sent hóðan seinni hluta dags!u svaraði Twysten. „Póst- stöðin er hjá mér!“ „Gerið þá svo vel að koma því!“ Frauk lagði nú brófið á borðið, og gekk til Bob's, til þess að borga það, sem hann hatði keypt. En Twysten bjó um púðrið handa Bill. „Hórna er hveitimólið hr. Raffles!" mælti hann hátt. 125 „Þóknast yður ekki, að líta á brjóstsykurstegund- irnar?“ mælti Bob, „eða þá að fá yður kvennhatt?“ „Þvi miður hefi jeg ekkert við hann að gera!u greip Frank fram í, þvi að honum var farið að leiðast þetta málæði. „Það myndi þó borga sig fyrir yður, að kaupa hór dálítið“, mælti Bob, „því að í Washington verðið þér að borga helmingi hærra verð, og brestur þó á, að þór hafið sömu tryggingu, að því er gæðin snertir, eins og með- mæli min veita yður hóru. „Gerið mér þann greiða, að láta eitthvað utan um vindlana og niðursoðna varninginn, meðan eg skrifa, og hindrið mig ekki!“ mælti Frank. Bob yppti öxlum, og kom þetta auðsjáanlega mjög óvænt, þar sem jatn vel mannaður maður, sem hann taldi liðsforingjann vera, átti hlut að máli. Frank ritaði nú bréf í snatri, en Bob gerði þegjandi, sem honum hafði sagt verið. Twysten og Raffles sátu að alvarlegum samræðum. „Hverra erinda er liðsforinginn að fara?“ spurði kaup- maðurinn, er Itaffles kom inn til hans. „Kaupa eitthvað!u mælti Raffles; „én jeg treysti ekki friðnum, því að þó að hann sé sakleysislegur, hefir hann þó nefið niðri í öllu. — Fallbyssubáturinn kom í morg- un, og var hann kvaddur út á skipu. A svip kaupmanns mátti sjá, að hann gjörðist all- áhyggjufullur. „Ko n fallbyssubáturinn hingað aptur!u mælti hann all-örvæntingarfullur, og strauk höndinni um hárið á sér, sem farið var að þynnast. „Hvað eigutn við að taka til bragðs, Raffles, et hann er á sveimi um þe9sar slóðif? í alla nótt og fyrri hluta dags, hefi eg eigi um annað hugsað".

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.