Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1909, Blaðsíða 1
Yeri árgangsins (minnst j 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; \ erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku ioll.: 1.50. Bsrgist fyrir júnimán- j aðarlok. ÞJÓByiLJINN —.. :j== Tuttuöasti oö þeibji ÁBÖANGUB. =\-.=— .|= RJI T S T J Ó RI: SKÚLI THORODDSEN. =|i l Vppsögn skrifleg dgild I nema kornið se til útgsj- I anda fyrir 30. dag jún- mánaðar, og kaupandi \ samhliða upps'ógninni borgi skuld sína fyrir blaðíð. M 14. ]| Reykjavík, 25% MABZ. 1909. xjtiojcicaL. —o— Frá útlöuduœ hafa þessi tíðindi borizt. Snjóa- og kuldatíð. I öndverðum marz- mánuði gengu snjóar miklir í Danmörku sem og á Bretlandi, Þýzkalandi og Frakk- landi, og enda á Spáni og í Portugal. í Berlín snjóaði svo mikið á 3—4 dögum, að mælt er, að kostað hafi háifa milljón rígsmarka, að koma honum af borgarstrætum. I Austurríki er og getið um mikla snjóa- og kuldatíð. — — — Danmörk. Fyrstu viku marzmánaðar var lagnaðarís mikili, og ísrek, í Eyrar- sundi, svo að skipaferðir milli Svíþjóðar og Kaupmannahafnar urðu um hríð að hætta, og er svo að sjá, sem skipaferðir til Kaupmannahafnar hafi að mestu teppzt. I ráði var, að atvinnuveitendur í Kaup- mannahöfn létu hætta vinnu um miðjan marz, svo að skósmiðir, skraddarar, blikk- og koparsmiðir o. fl. o. fi. yrðu atvinnu- lausir, en síðustu blöð segja þó, að jöfn- uður hafi að lokum komist á milli verk- manna og atvinnuveitenda. 101 árs gömul kona, Dahlmann að nafni, andaðist ný skeð í grennd við Ví- borg. Landmannabankinn borgar hluthöfum sínum 8°/0 vexti fyrir síðastl. reiknings- ár, en verz’uaarbankinn 7°,0. — - — Svíþjóð Allar skipagöngur tiJ Stokk- hólms tepptust gjörsamlega í öndverðum marzmánuði, sakir ísalaga. Aðfaranóttina 9. marz urðu all-snarp- ir jarðskjálftar í Norrland, svo að munir, sem héngu á veggjum, duttu niður o. s. frv. -- Skaða hafa jarðskjálptar þessir þó eigi vaidið, að því er spurzt hefir. Sænska friðarfélagið hefir borið fram þá tillögu, að 10. des., dánardagur Nobéls, sem stofnaði Nobel-sjóðinn, sé árlega not- aður til þess sérstaklega, að starfa að út- rýmingu ófriðar, og efla frið milli allra þjóða. — — — ítússland. Stössel, er var kastalavörð- ur í Port-Arthur í ófriði Kússa og Jap- ana, og síðan dæmdur til dauða, en náð- aður gegn æfilöngu varðhaldi í Péturs- Páls-kastalanum íllræmda í Pétursborg, fékk nýlega elag, og mælt, að hann verði mállaus þann tírnann, sem hann enn á ólifaðan. - Sagt er að Bússastjórn muni nú, er svona er komið, sleppa honum úr varðhaldi, sem og þrem öðrum hershöfð- ingjum, er tóku þátt í ofan greindum ó- friði, og setið hafa einnig í varðhaldi, en kvað hafa misst heilsuna. 5. marz lagði Dagmar, keisara-ekkja, af stað frá Pétursborg, og ætlar að dvelja um tima bjá systur sinni, drottningu Bretaveldis. Reinbott, fyrrum lögreglu9tjóri í Moskva, hefir nýlega orðið uppvís að þvi, að hafa látið borga sér laun 900 lögregluþjóna, eDda þótt lögregluþjónarnir væru að eins 300 að tölu. — — — Ansturríki. I þorpiuu Geokskerek var Dýlega drukkið erfi eptir vel efnað- an bónda. — Boðsgestir voru alls 50, og var drukkið svo fast, að ekkjan, og tólf boðsgestir, drukku si'g i hol, en tuttugu kvað vera mjög hættulega veikir. Rannsókn hefir verið hafin, til þess að grennslast eptir, hvort eigi hafi verið blandað ólyfjan í drykkinn. — — — Portugal. Mælt er, að Miguel, Brag- anza-prinz, sem kallað hefir t.il ríkÍ9 í Portugal, hafi nú afsalað sér öllu tilkalli til rikis, og sé að semja við stjórnma, að fá aptur eignir, sem upptækar hafa ver- ið gerðar, sem og kistu, sem geymd er í þjóðbankanum, og mælt er, að í séu gim- steinar, og dýrgripir, er séu 5 millj. franka virði. Fylgismenn prinzins, er kvað eiga all- mikið undir sér í Portugal, hafa orðið mjög gramir yfir greindu tiltæki hans. Italía. Þingkosningar fóru fram 7. marz síðastl., og voru þá framin ýms of- beldisverk víða urn land, og flokkarnir reyndu að aptra hverir öðrum frá þvi með hótunum, og handalögmáli, að taka þátt í kosningunum. — — — Serbía. Serbar láta enn all-ófriðvæn- lega, og senda hersveitir að landamær- um Austurríkis, og er haft eptir Pétri kóngi, að hann hafi sagt, að hann væri fús á, að láta líf sitt fyrir Serbiu á víg- vellinum. 2. marz hélt ríkisráð Serba fund, og á eptir hélt krónprinzinn herskáa ræðu, með því að um 10 þús. manna höfðu safnazt saman fyrir utan höllina. — Kvað hann sýnt, að eigi yrði komizt hjá ófriði, og fagnaði mannfjöldinn orðum hans mjög. Mælt er, að Austurríkismenn séu brædd- ir um, að Rússar hjálpi Serbum, ef til ó- friðar kemur. — — — Bandaríkin. 4. marz tók Taft við forsetastörfum, og er rnælfi, að hann muni fylgja svipaðri stjórnmálastefnu, sem Roosevélt. Auðmaðurinn Carnegie hefir nýlega vakið máls á þvi, að Bretar og Banda- menn eigi ao gera þann samning, að verja hverir aðra, ef til ófriðar kemur. Gass-félög Rockefellers í New-York hafa Dýlega verið dæmd, til að greiða gass- notendum í New-York 121/, millj. doll- ara, sem félögin hafa ólöglega látið menn greiða síðustu árin. — — — Persaland, Nú er mælt, að uppreisn- armenn hafi um 50 þús. hermanna, og hafa þeir rænt vopnabúr ríkisins, og eru því botur vopnum búnir, eu herlið keis- ara. — Ætla uppreisnarmenn að ráða á höfuðborgina Teheran, og hafa þegar skip- azt á alla vegi þar i grenndinni. Bróður keisara, er uppreisnarmenn höfðu náð á sitt vald, 1 :«fa þeir látið laus- an gegn 20 þús. franka lausnargjaldi. Synjaö lausnarbeiðni vara-forseía. Efri deild fer sér hægt. —o— x 19. marz síðastl. var í eíri deild rædd beiðni vara-forseta, deildarmnar (síra Jens Pálssonar og síra Sig. Stefánssonar) um lausn frá vara-forsetastörfum,og rökstuddu þeir þá beiðni sína á þann hátt, að ef annar hvor þeirra gengdi forsetastörfum, meðan forsetar alþingis væru í utanförinni, þá yrðu jöfn atkvæði stjórnarmanna og sjálf- stæðismanna í deildinni, og gæti það orð- ið til þess, að ýms mál feDgju önnur iir- slit, en raun hefði á orðið, ef forseti deild- arinnar hefði eigi verið kvaddur á fund konungs. ÞÍDgsköpin gera að visu eigi ráð fyr- ir öðru, en að embættismenn þingsins séu i embættum allan þingtímann, ef forföll eigi banna, en forseti efri deildar o. fl., þar á meðal ráðlierra H. Hafstein, litu þó svo á — sem þó er vafasamt, hvort rétt er —, sem veita mætti vara-forsetunum lausn, ef deildin samþykkti það með þeim atkvæðafjölda (®/4), sem þarf, til að gera afbrigði frá þingsköpum; en með því að fjórir hinna konuDgkjörnu (Flygenring, Júlíus, Lárus og Steingrímur) greiddu atkvæði gegn lausnarbeiðDÍnni, en að eins 9 með henni, fékkst eigi nægur atkvæða- fjöldi. Síra Jens Pálsson gegnir því forseta störfum í efri deild, meðan forsetar al- þÍDgis eru í utanförinni. En þar sem konungkjörnu þingmenn- iroir geta nú fellt hvert mál, er þeim geðjast miður að, mun forseti deildarinn- ar láta sér umhugað um, að eigi verði að svo stöddu tekin á dagskrá önnur mál- efDÍ, en þau, er þingflokkana greinir eigi á um. Verður því eigi hjá þvi komizt, að utanför forsetanna tefji fyrir þibgstörfun- um, valdi því, að þingtíminn verði nokkru lengri, en ella myndi, og baki þjóðÍDni kostnað, sem líkindi eru, að komizt hefði orðið hjá, hefði konunginum verið skýrt hreinskilnislega frá atvikum, eins og bent var á í blaði voru.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.