Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1909, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.03.1909, Page 4
56 Þjóðviljinn. XXIII., 14. Danska bkðið „Politikenu getur þees nýskeð, að ensku blöðin „Daily Telegraph“ „Morning LeaderJ og „Morning Postu, gori orð á þvi, hve afar-ljiífmannlega Danir hafi tekið sjálfstæðiskröfum íslend- inga(!), og skýrir enn fremur frá því, að blaðinu „Morning Post“ þyki eigi trú- legt, að Danir samþykki konungssam- band eingöngu, enda vonandi, að Islend- ingar átti sig við nánari yfirvegun, svo að samkomulag náist. Oefað hafa ensk blöð allan sinn fróð- leik um sambaodsmálið frá Dönum, þar sem Islendingar gera á hinn bóginn alls ekkert, til að skýra málið fyrir stórþjóð- unum frá sinni hlið, og höfum vér bent á ofan greind ummæli ensku blaðanna í þvi skyni, áð benda á, hve óheppilegar aflðiðingar það getur haft, að Danir séu einir um hituna í greindu efni. Settur sýshimaður. Cand. jur. Björn Þðrðarson frá Móuir. er sett- ur sýslurnaður í Yestmannaeyjum. Sjálfsmorð. Danskur maður, A. P. Jörgensen að nafni, sem unnið hafði að járnsmiðum í Reykjavík, réð sér bana á heimili sínu i Grettisgötu í Reykjavík 17. marz þ. á. — Hafði hann lokað sig inni í herbergi sínu, svo að lögregluþjónar urðu að brjótast inn í herbergið, og fannst hann þar þá örendur, hafði hleypt af marghleypu í höfuð sér, og beðið þegar bana. Sýslumannsembættið i Yestmauneyjnm. Um það embœtti hafa sótt: cand. jur. Björn Þörðarson frá Móum, Bem þar er nii settur sýslu- maður, sýslumaður Páll V. Bjarnason á Sauðár- krók, Maríno Bafstein, fyrrumsýslumaðurStranda- manna, og lögfræðiskandídatarnir: Bjarni Jöns- son, Bjarni Þorláksson, Karl Einarsson, Lárus A. Eéldsted, Magnús Sigurðsson og Sigurjón Mark- ÚS801I. Úr Dýraflrði. er „Þjóðv.“ ritað 10. marz þ. á.. „Héðan er að frétta væga veðráttu, optast frosta-litið, og þó að eitthvað uppþot komi, þá stendur það aldrei nema fáa daga; en opt er fremur slæmt ájörðu. — Fannir hafa komið stöku sinnum, en ekki hafa þær legið lengi á, heldur tekið upp aptur. Kvefvesöld, og fleiri kvillar i mönnnum, hef- ir viða stungið sér niður, og vart hefir orðið við taugaveiki“. Man n alát. 8. janúar þ. á. andaðist að Eyri í Mjóa- firði í Norður-ísafjarðarsýslu Jón bóndi JaJcobsson, og var banamein hans lungna- bólga. Jón heitinn Jakobsson, var fæddur að Bæ í Króksfirði 11. april 1857, og ólst upp í Barðastrandarsýslu, unz hann var kominn yfir tvítugt. — Réðist hann þá að Yatnsfirði-, og var þar all-tengi í vinnu- mennsku, bjá síra Þbrarni sáluga Krist- jánssyni, en 6. nóv. 1879 kvæntist hann eptirlifandi ekkju sinni, MáJfríði Þ'orðar- dbttur, og byrjuðu þau búskap vorið ept- ir, og bjuggu 2 ár að Hólshúsum í Vatns- fjarðarsveit, síðan 16 ár að Vogum í sama hreppi, unz þau vorið 1898 fluttust að Eyri í Mjóafirði, og bjó Jón þar til dán- ardægurs. Af börnum þeirra hjóna eru tvö á lifi: 1. Jakob, til heimilis að Eyri í MjóaSrði, hjá móður sinni. 2. Sigríður, gipt kona í Bolungarvík. Enda þótt Jón heitinn byrjaði búskap við engin efni, bafði hann þó jafnan nægi- legt fyrir sig og sína að leggja, og síð- ustu árin var hann talinn í röð betri bænda í sveit sinni, enda var hann eliu- maður við búskap, iðinn og ástundunar- samur. — Jafn framt því er hann stund- aði landbúskapinn, mun hann og ail-opt- ast hafa verið við sjóróðra að vorinu. — Hann var góðmannlegur, og viðfelldinn í umgengni, og mörgum fremur áreiðan- legur í viðskiptum. — Hann var vinsæll af sveitungum sínum, enda greiðvikinn, og hjálpsamur, 'eptir efnum. — Sveit- ungum hans er því mikil eptirsjá að honum. Jón heitinn Jakobsson var opt frem- ur heilsutæpur, og dró það að vonum úr starfsþreki hans, en eogu að síður var hann þó nýtur maður í stöðu sinni. REYKJAVÍK 25. marz 1909. Inndælast.a tíð siðasta vikutímann, sem á sumardegi. Kosning prests í annað dómkirkjuprestsem- bættið hér í kaupstaðnum fer'fram laugardaginn 3. april næstk., í barnaskólahúsinu, og hefst kosningarathöfninn kl 10 f. h. Sýslufundur Gullbringusýslu verður haidinn í Keflavíkurverzlunarstað, og hefst 5. apríl kl. 4. e. h. „Laura“ lagði af stað héðan til útlanda 20. þ. m. Sýslufundur Kjósarsýslu hefst i Hafnatfirði 1. april þ. á. á hádegi. „Ceres“ kom frá útlöndum 21. þ. m. og fer héðan til Breiðaflóa, og Vestfjarða, 4 morgun. Prentsmiðja Þjóðviljans- 130 i Alla nóttina, áður en hún átti að hitta Frank, hafði hún legið vakandi í rúmi sínu, og hugsað um hann o. s. frv En þegar hún árla morguninn eptir fór til mótsins, og sá Frank fara á bát út í fallbyssubátinn, varð hún afar-gröm, og sá eigi annað en evörtustu hliðar tilver- unnar. Nú hafði hún fengið að vita, að óvænt atvik höfðu valdið því, að hann kom eigi til fundar við hana. — Hann var saklaus, — ætlaði að efna orð síd, og á morg- un — — „Maggy!u mælti Bill, sem komið hafði inn í her- bergið á eptir benni. „Mig langar til þess, að tala nokk- ur skynsamleg orð við þig. — Jeg hefi lengi ætlað mér það, en ekki tengið fyr tækifæri til þess. En nú er Jón ekki heima, og þótti mér tíminn vora hentugasturu. Bill þagði síðan um hríð, og horfði á hana mjög eptirvæntingarfullur. „Hvað ertu að hugsa um Maggy?u tók hann aptur til má!s. „Kærirðu þig eigi um, að fá að vita hverju jeg ætla að vekja máls á við þig?u „Talaðu þá!“ svaraði hún. r,Jeg hlusta á!u Bill tyllti sér niður hjá henni, á bekknum, sem var við gluggann, og sneri upp á yfirskeggið. sem var bjart, en all-strítt, og var, sem hann væri á báðum áttum. „Sjáðu Maggy!u raælti hann. „Það er ekki eins auð- velt eins og þú heldur! Jeg hefi þegar vakið máls á þ\í við Jón, og hann hefir vísað mér til þín, sem o n eigir að skera úr. — Grunar þig ekki, hvað jeg á við?x „Nei, Bill!“ svaraði Maggy, „og gaztu vel sparað- þér þenna inngang!“ 131 „ Jæja!“ mælti Bill, „og hefðirðu þá átt að taka fram í fyrir mér. En þar sem þú veizt ekki, hvað jeg á við, verð eg að segja það! Sjáðu, Maggy! Yið höfum þekkst, síðaD við vorum lítil, og hefir einatt fallið vel; faðir minn hefir einatt verið i vinfengi við föður þinn, og við Zeke, svo að ættir okkar eru tengdar vináttu-böndum. Mér datt því í hug, að eigi færi ílla á því, að band þetta yrði hnýtt enn fastar, svo að það slitnaði'aldrei. Og bezta ráðið til þess, Maggy, væri það, að þú létir þér þykja ögn vænt um mig, og vildir verða konan mín“. Bill varð léttara um hjartarætuinar, er hann hafði komið þessu út úr sér. Maggy sneri sér nú við, og horfði háðslega beint framan í andlitið á Bil). „Þér er þetta ekki alvara Bill“, mælti hún, „en. það er ekki fallegt gaman. — Þú mátt því eigi ætlast til, að eg svari neinu!u „Jú, vissulega er mér alvara, Maggy!u svaraði Bill, og kom fát á hann, því að við þessu svari bjóst haon sízt, eptir alla mælskuna. „Mér hefir aldrei verið meiri alvara í huga; — jeg hélt, að þúlhefðir hlotið að taka eptir því!“ „Þú ímyndar þér þá í raun og veru, að jeg gætiu — „orðið konan mín!u greip Bill íram í. „Já, Maggy, það er mér í huga! Og það myndi verða ánægjusamt hjóna- band; — Þvi máttu treysta! Faðir þinn segir ekki nei; hann hefir þegar veitt samþykki sitt, og þú hefir ebkert við það að athuga, þá —“ „Heyrðu, Bili!u greip Maggy fraru í. BJ®g hugði að þú þekktir mig svo, að þú hefðir sparað þér þessa spumingu. — Að biðja sér stúlku, og vera eins útleik-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.