Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.05.1909, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.05.1909, Page 1
ÞJOÐVILJINN. —_^|= TuTTUÖABTI 06 ÞEIBJI ÁBflANGUE. =- Vppsöc/n skrifleg ögild nemrt komið ai til útgeý- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupancLi samliliða uppsögninni borgi skuld s'ma fyrir blaðíð. 19 09. Vcrð árgangsins (minnst j 60 arhir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Btrgist fyrir júnlmán- aðarlok. M 21. TJtlönd. —0— Helztu fréttir, er borizt hafa frá út- löndura eru: Danmörk. Vinnuhjú og verkraenn úr sveitum í Danmörku, eða öllu heldur full- trúar þeirra, héldu fund í Kaupmanna- höfn 8. apríl, og snerust kröfurnar eink- um um st}'ttan vinnutíraa, og um hærri verkalaun. f I apríl andaðist Hammershaimb, fyrrum prófastur á Færeyjum, 90 ára að aldri. Hann hefir safnað ýmsum þjóð- siigum Færeyinga, ritað um tungumál þeirra o. t’l. Dáinn er 9. apríl þ. á. Carl Ih. Sclitegel, hershöfðingi að nafnbót. — Hafði hann tekið þátt í orustunni við Isted 25. júlí 1850, þar sem 36 þús. Dana börðust við 30 þús. slésvík- holsteinskra uppreisnar- manna, og Danir hröktu uppreisnarmenn út úr Suður-Jótlandi, þótt Schleppegrell, hershöfðingi þeirra félli. I apríl andaðist og Jakob Hansen, skáldsagnaböfundur, að eins rúmlegafer- tugur. — — — Svíþjóð. Seint í maí leggur prófessor Otto Nordenskjöld af stað til Grænlands, ásamt floiri sænskum vísindamönnum, í vísindalega rannsóknarferð. — — — Bretland. Kitchencr lávarður, aðal- hershöfðingi Breta á IudUndi, sieppir þeirri stöðu, og heitir sá Craigli, er kem- ur í hans stað. 10. apríl þ. á. varð Booth, aðal-foringi hjálpræðishersins áttræður. — — — \ Italía. Þar gjörðist nýlega svo róstu- samt á þingi, að í handalögmál sló í þingsalnum. — — — Serbía. Mikið hefir verið spjallað um það, að Petur konungur vilji afsala sér, og ættmönnum sínum, öllu tilkalli til ríkis í Serbiu, og voru ýms blöð í Norð- urálfu jafn vel farin að tala um Valdimar, prinz í Danmörku, sem líklegt konungs- efni, en aðrir nefndu Vilheim, prinz í Svíþjóð, eða enskan prinz, er spornað gæti við þýzkum áhrifum. — En nú hefir Btjórn Serba nýlega lýst yfir því, að allar sagnir um væntanlegt rikisafsal af hálfu Péturs konungs séu að eins heilaspunþ Georq prinz, elzti sonur Péturs kon- ungs, er nýlega afsalaði sér ríkis-arftöku- rétti, dvelur enn í höfuðborginni, Belgrad, og eru margir hræddir um, að af veru hans þar geti stafað einhver vandræði. Tyrkland. Frjálslyndur blaðstjóri í Konstantínopel, Hassan Fehmí að nafni, var skotinn í öndverðum apríl. — Morðið fraradi tyrkneskur liðsforingi, og varð hann eigi handsamaður. — Mæltist morð þetta afar-ílla fyrir. Þegar Ung-Tyrkir náðu völdum i Reykjavík, 6. MAÍ. Tyrklandi, viku þeir úr embættum 2000 • liðsforingjum, sem óþarfir voru, en þáðu | þó laun. — Yakti þessi ráðstöfun megna óánægju, og er mælt, að liðsforingjar þess- ir hafi verið fremstir i flokki, er ráðið var á þingið 13. april siðastl., að áeggjan Abdul Hamíd’s soldáns, að því er nú er upplýst orðið. — Kröfðust uppreisnar- menn þess, að forsætirráðherra (stórvesír), hermélaráðherra, og forseta þingsins, væri vikið úr embættum, og var dómsmála- ráðherrann, Nazim pascha, drepinn, er hann ávarpaði lýðinn, og reyndi að stilla til friðar, og ýmsir liðsforingjar, er stjórn ! Ung-Tyrkja voru fylgjandi. — Nazim pascha hafði að eins gengt ráðherrastörf- um, síðan 13. febr. þ. á. Uppþoti þessu lauk svo, að stjórn Ung-Tyrkja var steypt úr völdum, og skipaði soldán lewik pascha forsætisráð- herra, í stað Hilmí pascha, og réðu nú íhaldsraenn öllu. — Soldán veitti upp- reisnarmönnum embætti, og ýms heiðurs- merki, og liðsforingjunum, er fyr var getið voru veitt fyrri embætti þeirra. Var nú eigi annað sýnna, enaðUng- Tyrkir væru algjörlega úr sögunni, en þá tók þeim að berast herlið hvaðanæva úr ýmsum héruðnm ríkisins, svo að þeir settust um Konstantínópel, og náðu henni á sitt vald, eptir talsvert mannfall, og sviptn soidán völdum, svo sem skýrt hef- ir verið frá i biaði voru, og glöggar er getið um i hraðskeytum í þe9su nr blaðs vors, og eru fregnir enn fremur óljósar um alla þessa atburði. Abdul Hamid soldán, er nú hefir verið sviptur völdurn, er fæddur 22. sept. 1842, sonur Abdul Meschíd’s soldáns (f 1861), og koro hann til ííkis í Tyrklandi 1876, er bróðir hans, Mnrad V., var rekinn frá rikjum, og borið við, að hann væri geð- veikur. — Árið 1877—1878 áttu Tyrkir í ófriði við Rússa, og misstu þá lönd nokkur. — Hefir Abdul Hamíd þóttíllur stjórnandi, og fór vel, að endir er nú loks bundinn á stjórn hans, og glæpa- feril ýmis konar. — — — RússJand. 2. apríl siðastl. voru há- tíðarhöld mikil í Moskwa, í m'nningu þess, að hundrað ár voru liðin, síðan Nikólaj Vasíljevitsch Gogol, einn af fræg- ustu skáldsagnahöfundum RÚ89a, fæddist. — Hann var fæddur 1809, og andaðist 1852 — Helztu skáldrit hans eru: sorg- leikurinn „Ræningjarnir“, gamanleikur- inn „Endurskoðandinn“, erkommjögvið kaun rússnesku embættismannastéttarinn- ar, skáldsagan „Dauðar sálir“ o. fl. o fl. — Ásamt Pushkin og 1urgenjev þykir hann skipa öndvegissess meðal rússneskra skálda. Mælt er, að Nicolaj keisari ætli í vor að bregða eér til Noregs, Danmerkur.og Bretlands. 28. júní þ. á. eru tvö hundruð ár lið- in, síðan Karl tölfti, Svía-konungur(1697— 1718), fór ófarirnar fyrir Rússuin í orust- unni við Poltava, og va-ð að tlýja til Tyrklands, og munu Rússar minnast at- burðar þessar um það leyti. Stolypín, forsætisráðherra Rússa, hefir um hríð dvalið á Suður-Rússlandi, sér til heilsubótar. — Hann er nú sagður fremur valtur í ráðherra-sessi. Á rikisþingi Rússa varð nýlega all- mikill ágreiningur um fjárveitingar til flotarnála, og er mælt, að við atkvæða- greiðsluna hafi verið greidd 8 atkvæðum fleiri atkvæði, en þingmemi eru. Sagt er, að stjórn Rússa hafi nú ný skeð gert ráðstöfun til þess, að smíðuð verði sex ný herskip, og bcndir það til þess, að þeim sé nú mjög um það hugað að koma herskipastól sínum sem fyrst í gott horf, eptir ófarirnar gegn Japans- mönnum. — — — Austurríki, Yíxlari nokkur, Beicher að nafni, flýði ný skeð til Ameríku. — Hafði hann vænzt þe99, að til ófriðar dragi með Serbum og Austurríkismönnum, og haft frammi ýmislegt gróðabrall, sem hann gerði sór von um að ábatast á, ef ófriður yrði. — En er ófriðurinn fórst fyrir, tap- aði hann stórfé, og er mælt, að skuldir hans hafi numið 5 millj króna. — —- — Bandaríkin. I ríkinu Washington hafa nýlega verið samþykkt lög, er láta það varða hegningu, ef einhver þiggur, eða gefur „drykkjupeninga“ á veitingahúsum. landsbanka-rannsóknap- nnfndin. —O— Á fundi efri deildar 3. maí síðastl. svaraði ráðherra fyrirspurn frá 5. konung- kjörnum þingmanni (Lárusi H. Bjarna- son), er laut að skipun rannsóknarnefnd- arinnar, sem getið var í síðasta nr. blaðs vors. Við umræðurnar um fyrirspurn bessar kom það í ljós, að fyrstu fjóra dagana, eptir það, er bljóðbært varð um nefnd- arskipunina, höfðu um 80 þúa. króna ver- ið teknar úr sp&risjóði landsbankans, og 65 þús. sagt upp til útborgunar siðar; en yfirleitt verður þó eigi séð, að skipun rannsóknarnefndarinnar hafi dregið úr trausti almennings á bankanum, sem bet- ur fer, enda fráleitt neitt að óttast í þeirri grein, að því er vér hyggjum. En gagnstætt því, er ráða virtist mega af ummælum ráðherra í neðri deild 28.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.