Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
80 arlcir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
i Ameríku doll.: 1.50.
Bergist fyrir júnimán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
—__!f= TuTTUÖASTI OG ÞEIBJI ÁH0AN9UH. =| =-
t-Sr~ \= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =laart—i-
Vpps'ógn skrifleg ógild
nema komið sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júnl-
j mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
| borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 29. |
XJtlönci.
- -O—
Helztu tíðindi, er borizt hafa frá út-
löndum, eru:
Danmörk. I síðasta nr. blaðs vors var
skýrt frá kosninga -úrslitunum í Danmörku.
— Dómsmálaráðherra Högsbro var einn
þeirra þriggja ráðherra, er eigi náðu kosn-
ingu, og var í almæli, að hann myndi
sleppa embætti, en nú bera dönsk blöð
það til baka.
Sem dæmi þess, með hve miklu kappi
kosningabaráttan var háð, höfum vér séð
þess getið í dönsku blaði, að í einu kjör-
dæminu létu hægrimenn flytja 103 ára
gamlan kjósanda á kjörstaðinn, 9VO að
hann fengi neytt atkvæðisréttar síns. —
Svíþjóð. Nú er ákveðið, að olympisku
leikirnir verði háðir í Stokkhólmi í næsta
skipti, árið 1912.
Um 20. rnaí gengu ákafir kafaldsbylj-
ir í miðfylkjunura í Sviþjóð, og er slíkt
afar-sjaldgæft uoi þann tíma árs. — —
Bretland. Seint í maí komu í gildi
lög um 8 kl.tíma vinnudag í námum,og
sviptu námueigendur þá 150 þús. verka-
manna atvinnu. — Spáð var, að námu-
menn í Suður-Wales myndu svara því
tiltæki með almennu verkfalli, en ófrétt,
hvort úr því hefir orðið.
5. júní siðastl. komu ýmsir blaðamenn
hvaðanæva úr brezka aliíkinu á fund i
Lundúnum, til þess að ræða um það,
hversu brezka rikið í heild sinni fengi
bezt gætt sín gegn árásum af hálfu ann-
ara ríkja o. fl.
ítáðgert er og, að fulltrúár frá öllum
um sjálfstjórnar-nýlendum brezkum komi
á fund brezku stjórnarinnar í Lundúnum
í sumar, til þess að ræða um ýms mál-
efni, er alríkið varða. — — —
Þýzkaland. Vilhjálmur keisari heiin-
sótti í jÚDÍ Nicolaj, Kússa keisara, og spá
erlend blöð ýmsu um það ferðalag, og
sérstaklega stendur Bretum íllur beigur
af því, eru hræddir um, að það efli vin-
fengi með Rússum og Þjóðverjum, enda
ejá þeir nú alls staðar vofur, og má vera
að að eins sé hrekkjabragð, til þess að
fá alþýðumanna á Bretlandi, til að leggja
fram sem mest fé, til að auka drjúgum
herskipastólinn, og leiðir þá fyr eða síðar
til einhvers ills.
Seint i sumar kvað Vilhjálmur keisari,
og frú hans, ætlá að bregða sér í kynn-
isför til Bretlands.
f Dáinn er Dýskeð Hermann von
Mittnacht, 84 ára, er lengi var forsætis-
ráðherra í Wiirtemberg. — Hann var mjög
hlynntur sameinÍDgu Þýzkalands, og mun
því hafa átt nokkurn þátt í því, að þýska
ríkið kouist á fót.
Friedericli, prinz í Schaumburg-Lippe,
B.EYKJAVÍK, 23. JÚiN’Í.
er áður var kvæntur Louise dóttir Frið-
riks konungs VIII., er nýlega kvæntur
Antoinettu Onnu, prinsessu í Anhalt. —
Frakkland. Ameríski auðmaðurinn
Carnegie hefir nýlega gefið Frakklaodi
3,600,000 kr., til að stofna sjóð, er greiði
verðlaun fyrir björgun manna úr lifsháska
o. fl. — Hefir bann og áður stofnað svip-
aða sjóði i Canada, Bretlandi, og í Banda-
rikjunum. — — —
Rússland, Maria Feodorowna, ekkja
Alexanders III. Rússakeisara, var nýskeð
suður á Ítalíu í borginni Venedig, en fór
þaðan skjótlega 24. mai, með því að kvis
komst á um það, að ítalskir og rússneskir
stjórnleysingjar ætluðu að ráða henni bana.
1. jÚDÍ síðasti. bar Rússa stjórn fram
frumvarp á ríkisþinginu þess efnis, að
sameina nokkur héruð i austanverðu Pól-
verjalandi næstu héruðum i Rússlandi, að
því er til béraðastjórnar kemur. — Fnll-
trúar Pólverja í ríkisþinginu risu, sem
von var, öndverðir gego þessari árás á
þjóðerni þeirra, en málið var þó engu að
siður falið nefnd til ihugunar, með því
að engir fylgdu Pólverjum að máli, nema
jafnaðarmenn einir.
KrapotMn fursti hefir nýlega ritað harð-
orða grein um Stolypín, forsætisráðherra,
og getur þess þar, að í stjórnartíð hans hafi
74 þús. manna verið fluttar í lítlegð til
Siberiu, án dóms og laga. — Fangelsin
séu og troðfull, og meðferð fanga þannig
varið, að fjöldi bíði bana af.
A járnbrautarlinunni milli Moskva og
Tíflis, tveggja stórborga á Rússlandi, befir
að sögn verið stolið ýmis komar varningi,
sem talinn er 25 millj. rúblna virði, vör-
urnar afhentar gegn fölsuðum viðtöku-
skírteinum. Sagt er að um 400 manna
séu riðnir við þjófnað þenna. —- — —
Tyrkland. Mælt er, að Abdul Hamíd,
sem völdum hefir verið sviptur, svo sem
skýrt hefir áður verið frá i blaði voru,
hafi haft í árstekjur 16 millj. tyrkneskra
punda, og auk þess 32 millj. tyrkneskra
punda árlega, sem tekjur af eignum sínum.
Canada. A norðurströndum Labradors
hafa Dýlega gengið ákafir jarðskjálftar,
sjór brotizt a land, og gert jarðspell, svo
þar er nú fjöldi eyja, er áður var meg-
inland.
Stjórn og þing Canadamanna hefir ný-
skeð samþykkt að verja 90 millj. króna,
til að koma á stofn herskipastól, og ætla
síðan að liðsinna Bretum á ófriðartimum,
ef á þarf að halda, og svo sýnist. — —
Bandaríkin. Auðmaðurinn Andrew
Carnegic kvað hafa farið þess á leit, að
Iaft, forseti Bandamanna, boði til fundar,
til að reyna að koma því til leiðar, að
dregið sé úr herbúnaði ríkja. — Sjálfur |
hefir Carnegie tekizt ferð á hendur tii j
Norðurálfunnar i sama skyni.
19 09.
Út af miðlungi góðu samkomulagi
milli Breta og Þjóðverja, hefir verið vakið
máls á því, að rétt væri, að Taft forseti
reyndi að miðla málum. — — —
Beru. Forset.i lýðveldis þessa, Leguin
að nafni, var nýlega bmdtekinn af upp-
reisnarmönnum, og hét ioringi þeirra Píer-
ola. — Herliði tókst þó skömmu síðar að
bjarga forseta, og að fá uppreisnina kæfða
niður. — —- —
Australía. LátinD er ný skeð Ihomas
Price, forsætisráðherra í Suður-Australíu,
síðan 1905. — Hann var að eins 57 ára
að aldri, er haDn andaðist. — — —
Afríka. I blaði voru hefir fyrir skömmu
verið getið um stofnun Bandaríkja Suður-
Afríku, og skal þess því að eins getið,
að stjórninni er ætlað að hafa aðsetur í
Pretóríu, höfuðborginni í Transvaal, en
þingið heldur fundi sína í Kap (Höfða-
borg).
I fulltrúadeild þingsins verða alls 121
þingmenD: 57 úr Kap-nýlendunni, 36 frá
Transvaal, 17 úr Oranje-nýlendu, og 17
frá Natal. — í efri málstofunni eru þing-
menn alls 40, og tilnefnir konungur átta
af þeirri tölu.
Enn um horfurnar í sjálfstæðismálmu.
—o—
„Isafold11 flutti fyrir nokkru grein um
„skilnað við Dani“, þar sem meðal ann-
ars var vikið að grein minni: „Horfurnar
í sjálfstæðismálinuu, er birt varí„Þjóðv.“
25. f. m. Þar hélt jeg því fram, að höfn-
uðu Darir algerlega því sambandstilboði„
er fel9t í sambandslögum þeim, er siðasta
alþingi afgreiddi, fengi jeg ekki betur séð
en sjálfstæðismenn ldytu að óska þass, að
sambandinu milli landanna yrði sem fyrst
slitið að tullu og öllu, jafnframt var þess
og getið, að þar sem DaDÍr byggðu vonir
sínar, að því er Suðurjótland snerti, á sigri
þjóðernisréttarins, og hefðu lýst því yfir
í millilandanefndinni, að þeir ekki vildu
á nokkurn hátt þröngva íslendingum beint
eða óbeint undir forræði sitt, mætti vænta
þess að þeir yrðu þegar svo væri komið
fúslega við óskum Islendinga í þessu efoi.
„lsafold“ er ósamdóma ýmsum atrið-
um greinar minnar.
„Isafold“ kemur ekki annað til hugar,
en að þau afsvör, sem Danir hafa gefið
í sambandsmálinu verði endurtekin, þegar
sambandslögin verða lögð fyrir þá, svo
að ef vér eigurn að hefja skiloaðarbaráttu
þegar er sambandslögunum hefir verið
neitað, þá getum vór alveg eins vel byrj-
að þaun dag í dag, enda býzt blaðið helzb
við að afsvörin verði endurtekin þegar i
j sumar.
Mór kom þessi fullyrðing dálítið á ó-
[ vart, og svo hefir sjálfsagt verið um fleiri.