Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1909, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1909, Blaðsíða 3
XXIII., 29. ■Þ JÓÐ V IL JIN N 115 ■ Fröf í lieimspelii. Heimspekispróf var haldið hér í Reyk.iavík 16. júní þ. á., og hlutu nemendur þessar eink- unnir: 1 .Árni Gíslason, læknaskólan&msmaður d-r- 2. Árni Helgason, læknaskólanámsmaður d-|- 3. Jakob O. Lárusson, prostaskó 1 anárrisrnaður d-j- 4. Jón Sigtryggsson, lagaskólanemi dáv. 5. Sigurður Jóhannesson, prestaskólanemi. á-j- Cand. theol. Haukur Gislason hefir verið vigður i Kaupmannahöfn, sem að- stoðarprestur í Álaborg á Jótlandi. Landlæknir Guðm. Björnsson iagði 12. júni síðastl. af stað í embættisferð, suður og austur um iand, landveginn. — Ætl- ar hann að Hta eptir hjá öllum læknum land- sins, er á leið hans verða. — Kennarapróf. Við próf, er haldið var í kennaraskólanum í -Reykjavík &—12. maí þ. á. iuku þessir kennara- jprófi: 1. Arnfríður Einarsdóttir, frá Búðum í Fáskrúðs- firði. 2. Brynjólfur Tobiasson, frá Geldingaholti í Skagafirði. 3. Einar Loptsson, frá Vatnsnesi í Grimsnesi. 4. Elías Bjarnason, frá Prestbakkakoti á Síðu. 5. Gisli Guðmundsson, frá Efraseli í Hruna- mannahreppi. 6. Guðjón Rögnvaldsson, Reykjavík. 7. Guðm. Benediktsson, frá Svira í Hörgárdal. S.Guðrún Guðruundsdóttir, Roykjavík. 9. Ingibjörg R. Jóhannsdóttir, frá Árnesi við Evjafjörð. 10. Jóhanna Eiriksdóttir, frá Possnesi í Gnúp- verjarheppi. 11. Jónas Stefánsson, frá Kaldbak í Suður-Þing- eyjarsýslu. 12. Jónina St. Sigurðardóttir, frá Lækjamóti í Viðidal. 13. Jörundur Brynjólfsson, frá Hóium íHornafirði. 14. Kristján Sigurðsson, frá Dagverðarnesi við Eyjafjörð. 15. Kristmundur Jónsson, frá Miðeyjarhólmi í Landeyjum. 16. Magnús Stefánsson, frá Þorvaldsstöðum i Norður-Múlasýsl u. 17. María Jónsdóttir, frá Hríshóli í Barðastrandar- sýslu. 18. Marselina Pálsdóttir, frá Húsavík. 19. Rannveig Hansdóttir, frá Hrólfsstöðum í Skagafirði. 20. Sigfús Bergmann frá Flatey á Breiðafirði. 21. Sigþór Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóafirði. 22. Sigríður Jónsdóttir, frá Húsavík. 23. Siggeir Friðriksson, frá Skógarseli í Suður- Þingeyjarsýslu. 24. Svava Þórhallsdóttir, Reykjavík. 25. Sveinn Gunnlaugsson, frá Flatey á Breiða- firði. 26. Valdimar Sigmundsson, frá Nesi í Norðfirði. 27. Þóra Pétursdóttir, frá Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi. 28. Þorbjörg Jónsdóttir, frá ísafirði. 29. Þorst. M. Jónsson, frá Útnyrðingsstöðum í Vallahreppi. Prófdómendur voru Guðm. prófastur Helga- son, og Jnhannes kennari Bigjússon. Iliískélapréf i lögfræði. Við Kaupmannahafnarháskóla hefir Jón Krist- jánsson, háyfirdómara Jónssonar, nýlega tekið próf í lögfræði,og hlaut hann I. einkunn. „Tuttugasta öldin“ er nafnið á vikublaði, sem nýlega er byrjað að koma út í Winnipeg. — Ritstjórinn heitir S. B. Benediktsson. Háskélapréf. Prófi í heimspeki luku nýskeð við háskólann í Kaupmannahöfn: Boqi Ola/sson, Skaptfellingur. Hjörtur Hjartarson, Reykvíkingur, Magnús Björnsson, Húnvetningur, Ólafur Pétursson, frá Hrólfsskála og Tryggvi Pórhallsson, Reykvíkingur, og hlutu allir I. einkunn, nema Hjörtur Hjart- arson, er fékk II. einkunn. Próf í hebresku hefir og tekið Ásmundur Guðmundsson, og hlaut ágætiseinkunn. REYKJAVÍK 23. júní 1909. Tíðin einatt mjög ákjósanleg; all-optast sól- skin, og heiðríkja, en þó stundum gróðrarskúrir. „Sterling11 kom frá Kaupmannahöfn 14. þ. m. — Farþegar voru um fiinmtíu, þar á meðal Car- ólína Jónassen, amtmannsekkja, ekkjufrú Eliza- bet Þorkelsson, bankagjaldkeri Halldór Jónsson, og frú hans, úrsmiður Magnús Hjaltested, ung- frú Sigríður Björnsdóttir, ráðherra, stúdentarnir Guðm. Ólafsson og Pétur Jónsson, sem og ýms- ir útlendir ferðamenn. Dönsk kennslukona í Rönne á Borgundar- hólmi, ungfrú Hulda Hapsen, er væntanleg til Reykjavikur seint i þ. m. Hún ætlar að halda hér fyririestra um Al- bert Thorvaldsen, myndasmið, sem og eftil vill um rithöfundinn Georg Brandes, og um Tietgen sáluga, bankastjóra, einn af atorkumestu fram- kvæmdarmönnum Dana á öldinni, sem laið. Samsöngur var haldinn í Bárubuð 12. þ. m. — Þar söng Gunnar Matthíasson,skálds Jochums- sonar, nokkra einsöngva á ensku. Gunnar hefir dvalið nokkur ár i Ameríku, og tamið sér þar söng, þótt eigi sé það aðal-at- vinna hans. Við söngskemmtun þessa voru honnm til að- stoðar: sjTstir hans, ungfrú Elín Matthíasardótt- ir, og ungfrú Kristrún Hallgrímsson. „Laura“ fór til Kaupmannahaftiar 9, þ. m. — Meðal farþegja voru: bæjarfógeti Magnús Torfa- son á ísafirði, P. M. Bjarnarson, verksmiðjueig- andi á ísafirði, konsúll Sigfús H. Bjarnarson o. fl. Auk furþegja þeirra, er getið var hér að fram- an, að komið hefðu með „Sterling*1, kom og am- erískur læknir, dr. Hayes að nafni, og frú hans. Dr. Hayes er forstöðumaður spitala í borg- inni Wuchouw í Kína, og er kona hans íslenzk, og heitir Steinunn Jóhannesdóttir. — Hún er frá Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, en fór til Ameriku árið 1888, og var þá 16 ára að aldri. Hefir nú fýst, að heimsækja fornar stöðvar. 4 Jíitvega hitt og þetta, sem vaohagaði um, og fylgcli oss ‘(ðíðan upp á lopt, svo að vér gætum valið oss herbergi. Oss furðaði á því, hve mörg Dýtileg gestaherbergi voru þar til. — Boom, sem var milljónaeigandi, valdi að ejálfsögðu bezta herbergið. Jeg var útlendingur, og því var mér boðið að velja næst á eptir honum. Jeg kaus mér rúmgott herbergi, með tveim stór- um gluggum, er sneru út að trjágöngunum, því að rúm- ið, sem tjaldað var fyrir, og arininn, minnti mig á heimili mitt. I einu horninu stóð gamall skápur, sem þeim, er gömlum húsgögnum safna, myndi hafa þótt mikils um vert. Stólarnir, sem voru harðir, og með háu baki, voru ámóta, og yfir arininum hékk stór koparstungumynd, með breiðum, svörtum, ramrna, og átti myndin að sýna „dauða Jehu’s“. Neðan undir myndinni stóð með prentletri: „Hlaut Jehu frið, sá Jehu, er drap drottinn sinn?“ Gluggatjöldin voru úr sirsi, sem farið var að upp- litast, og gólfið úr eikitré, sem á sumum stöðum var inæstum svart. Jeg lauk upp glugganum, og horfði niður eptir Trjá-göngunum, enda var loptið í herberginu þungt, og ■drungalegt; en þegar eg studdi alnboganum í gluggakist- una, og hallaði mér út, andaði eg að mér hressandi lopti <)g blómangaD. lítsýnið var mjög fagurt, og unaðslegt. Hér var yndislegur fridar-staður! Jeg stóð um hrið, sem i leiðslu, eða draumi, en VGP YlSSl, hvað sannasí vap? EPTIR B. M. Croker. (Lauslcga þýtt.) —o— Fyrir fjórum árum giftist systir mín rikum ung- um Ameríkumanni, George P. Forrest að nafni, er var meðlimur verzlunarfélagsins „Forrest & syniru í Broadway. Tvær ættir, er eigi höfðu þekkzt áður, komust því í náin kynDÍ, og jeg varð að kosta meiru til ferðalaga en áður. George og Ursie heimsóttu hið gamla heimkynDÍ hennar svo opt, sem föng voru á, og einu sinni, er þau héldu heimleiðis, vildu þau fyrir hvern mun fá mig með sér. Vinir hennar tóku mér einkar vel, og þá eigi síð- ur vinur hennar, og skemmtum vér oss mjög vel i New- York. En eptir að hafa skemmt oss þar í þrjá mánuði, var eg farinn að þreytast, og þót.ti því vænt um, er Ge- orge skýrði mér frá því, að nú ætlaði hann að bregða sér til Suðurríkjanna, þar sem forfeður hans hefðu átt heima. „ Jeg þekki fjölda manna, sem myndu taka oss mjög

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.