Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1909, Blaðsíða 2
114
ÞjÓÐVxLJINN
XXIII., 29.
Fyrst ög fretnst verð jeg að líta svo
á, að málið horfi töluvert öðru vísi við
nú eptir að sjálfstæðiskröfurnar eru af-
greiddar í frumvarpsformi af alþingi, en
áður en nokkur slík samþykkt lá fyrir,
því að nú er ekki bægt að véfengja, hver
er vilji meiri hluta Isiendinga í þessu
máli. Auðvitað var það fullvíst þegar er
kösningarnar í haust voru um garð geng-
ar, hver yrðu úrslit þe3sa máls, en þar
sem frumvarpsmenn báru ýmsar ósannar
fregnir um það efni til Danmerkur t. d.
að andstæðingaflokkurinn væri marg skipt-
ur, má búast við, að margir danskirstjórn-
máiamenn hafi litið svo á, sem óvíst væri
néma „uppkastið“ yrði samþykkt með
lítilfjörlegum breytingum, eða málið að
minnsta kosti dagaði uppi á þinginu, létu
þeir að eÍDS engan bilbug á sér finna.
Horfurnar á að Danir vilji ljá kröfum
Islendinga fúsara eyra nú, en er forset-
arnir voru í utanförinni, eru því alls eigi
litlar.
Hitt þótti mér þó enn undarlegra að
„ísafold“ skuli búast við afsvörunum þegar
í sumar.
Þessi afsvör sem „Isafold“ býzt víð
að verði endurtekÍD, eru þau, sem Neer-
gaard gaf forsetunum í utanförinni.
Það má vel vera, að hann sé enn sama
sinnis, enda þótt það sé engan vegin vist,
eptir því sem málið nú horfir við, en jeg
fæ enganvegin séð, að mál þetta standi
og falli, að því er til undirtekta Dana
kemur, með skoðun Neergaards og félaga
hans í ráðaneytinu á því, sízt nú eptir
að hann hefir beðið mikinn ósigur við
fólksþingskosningar. Jeg lit svo á — og
sú skoðun hlýtur að vera rétt — að al-
þingi hafi ætlast til, að farið væri fram
á það við dönsku stjórnina, að hún kæmi
xnálinu á fiamfæri við ríkisþing það, er
SBm-an kemur i haust og jeg trúi því
ekki, að hún neiti að verða við jafn sann-
gjarnri beiðni. Þó hún verði við beiðn-
íddí hefir hún alveg frjálsar hendur, að
því er tillögur hennar um málið sjálft
snertir, hún getur alveg eins fyrir því
lagt ýil að felia frumvarpið eða breyta
því, ef henni svo sýnist- Eq skyldi svo
ólíklega fara, að hún ekki vildi verða við
þessum óskum alþingis, og verði henni
látið haldast það uppi átölulaust af danska
þinginu og þjóðinni, þá virðist fengin
óræk vissa fyrir því, að allar frekari samn-
ingatilraunir um samband verði árangurs-
lausar, nema þvi að eins að Islendingar
falli frá kröfum sinum — falli frá sjálf-
stæðinu, sem aldrei kemur fyrir.
Komist sambandslögin sem frumvarp
inn á ríkisþingið, þá getur það gert ann-
aðhvort að fella frv. eða samþykkja það
— og þá líklega í eitthvað breyttri mynd.
Eelli rikisþingið frv., verður að skoða það
sem yfirlýsÍDg þess urn að það telji frek-
ari samDÍngatilraunirárangurslausar. Sam-
þykki það aptur á móti frv., þá líklega
breytt, eða annað frv. í þess stað, þá fyrst
et fengin jafn ákveðin yfirlýsing og til-
boð um málið frá Dana hálfu, sem sam,-
þykkt sambandslaganna var að því er
Islendinga 9nerti. Og hver sem afdrif
málsins annars yrðu, þá yrði þó sá ávinn-
ingur af að ríkisþingið tæki málið til með-
ferðar, að danskir kjósendur gæfu því
miklu frekar gaum eptir en áður, og væri
þá hægt að fá vitnezku um hinn sanna
vilja dönsku þjóðarinnar í þessu efni, og
lítill vafi á að rikisþingið þar færi að
vilja kjósendanna.
Á þennan hátt er hægt að fá fulla
vissu um vilja Dana í málinu, og þegar
hún er fengin, ætti ekki að þurfa lang-
an tíma til þess að komast að niðurstöðu !
um, hvort íslendingar og Danir geta ver-
ið í sambandi eða ekki.
Og verði sú niðurstaðan, að ekki sé
hægt að ná samkomulagi um samband,
þá hygg jeg, að sjálfstæðismenn hljóti að
kjósa heldur að sambandinu verði slitið
að fullu og öllu, en að biða eptir því, að
Danir og Heimastjórnarmenn sannfærist
um það einhverntíma á ókomnum öldum,
að kröfur vorar séu réttroætar.
Þá segir „ísafold“ að ekki verði með |
sanni sagt, að skilnaður sé það takmark,
sem enn sé farið að vaka fyrir nokkur-
um verulegum hluta þessarar þjóðar. Skiln-
aðarbaráttu hafi menn eigi hugsað sér
öðru vísi en sem neyðarúrræði; þegar öll
önnur sund að rétti vorum væri lokuð.
Hvað veit ritstjóri „ísafoldar“ um það,
fyrir hvað rnörgum skilnaður vakir, sem
aðaltakmark sjálfstæðisbaráttu vorrar?
Og hvernig fær hann það út rír Þing-
vallafundarályktunÍDni, sem hann játar
að sé samræm við stefnuskrá sjálfstæðis-
flokksins að skilnaðurinn sé neyðarúræði?
Þingvallafundarályktunin segir að eins
að náistekki slíkir samningar um samband-
ið milli landanDa, sem fundurinn fór fram
á, þá sé ekkert annað fyrir hendi, en
skilnaður. Mér er það kunnugt að margir
sjálfstæðismenn vildu lang helzt skilnað
þegar í stað, eða hið bráðasta, en þeir
geta unnið það til samkomulags, að ganga
að þeim sambandssáttmáia, sem síðasta
þing samþykkti. Þeir hafa litið svo á, sem
Dönum myndi slíkt fyrirkomulag ljúfara,
og kostaði það því minni baráttu en al-
gerð sambandsslit.
En reynist svo, að Danir heldur kjósi
algerðan skilnað en persónusamband —
jeg tala nú ekki um ef þeir tækju upp a
þvi að bjóða oss hann — þá verða þeir
menn guðsfegnir.
Það vakir ekki fyrir íslendingum þeim,
j er sjálfstæðis óska að treysta, heldur að
losa um þau bönd, sem nú tengja ísland
við Danmörku.
Og hver eru svo takmörk biðarinnar?
„ísafold“ svarar því á þá leið, að engin
von sé til, að Danir láti undan síga, með-
an stór flokkur islenzkra manna berjast
gegn sjálfstæðÍ8kröfunum, og fyrir þvi
verði fyrst að sigra mótspyrnuna innan-
lands áður en vér getum vænzt nokkurs
verulegs árangurs af baráttunni við Dani.
Mér dettur ekki í hug að neita þvi, að
því raeiri er sigurvoDÍn fyrir sjálfstæðis-
málið, sem fleiri landsmanna gerast því
fylgjandi.
flins vegar sé jeg ekki, að það sé nein
ástæða fyrir Dani til þess að halda rétti
vorum, að íslendingar eru ekki allir sam-
taka um að heimta hann — það er nóg
að meiri hlutinn gerir það.
Og vér getum alveg eins vel hætt við
allar tilraunir til þess að afla oss sjálf-
stæðis, eins og að ætla að bíða þangað til
allir Islendingar eru orðnir sjálfstæðis-
menD.
Um hitt er eg að sjálfsögðu „ísafold“
sammála, að nauðsynlegt sé að gæta þess,
að innlimunar-mennirnir ekki komi sinu
! máli fram, en eg held að öruggasta leið-
in til þe9s sé að halda sjálfstæðiskröfun-
um sem fastast fram, og láta Dani vita
að það er ekki í voru þágu að sambandið
haldist.
Annars virðist „Isafold blanda saman
skilnaðarkröfunni út á við og uodirbún-
ingi málsins hér innanlands. Það dettur
auðvitað engum i hug að fara að krefjast
skilnaðar af Dönum, nema meiri hluti
þjóðarinnar sé þvi fylgjandi. Hitt vak-
| ir fyrir þeim mönnum, er helzt vilja ekk-
ert samband hafa, að fara að leitast við
að efla þá hreifingu hér innanlands, svo
að skilnaðarkrafaD hefði nægilegt fylgi,
reyndust Danir allt of þverir í samning-
unum.
Og það finnst þeirn ekki nema sann-
gjörn krafa til stjórnarinnar og þeirra
rnanDa annara, er um þetta mál semja
fyrir íslondinga hönd, að þeir seu ekki
að fullyrða alveg út í bláinn, að algerð-
ur skilnaður komi íslendingum aldrei til
hugar, því að þeir séu ekki færir um hann
eÍDanna vegna. Það er hvorttveggja að
þetta er ekki rétt, enda gætu slíkar yfir-
lýsingar aldrei gert málstað vorurn ann-
að en tjón, þótt sannar væri. Enda er
það fullvi9t að sú þjóð, sem er fær um
að vera í persónusarnbandi eÍDU við aðra
þjóð, er efnanna vegna allt eins vel fær
um að bjarga sér sjálf að öllu leyti.
Sigurður Lýðsson.
Rltsímaskeyti.
til „Þjóðv.“
—o—
Kaupmannahöfn 15. júní 1909.
Manntión af jarðskjálftum.
Á Suður-Frakklandi, sem og á Spáni,
hafa verið jarðskjálftar.
Menn hafa týnt lífi, svo hundruðum
skiptir.
Brunnið íveruhús.
Aðfaranóttina 8. júní síðastl. kviknaði í í-
veruhúsi að Flögu í Vatnsdal í Húnavatnssýslu,
og er talið, að eldurinn hafi borizt frá ofnpípu
og læzt sig í þekju.
Fólkið í húsinu vaknaði við eldinn, og reykjar-
mökkinn, og fékk bjargað sér á nærklæðum ein-
um, en húsið hrann til kaldra kola.
Munum, sem geymdir voru niðri í húsinu,
sem 02 í kjallara, varð bjargað, en engu, sem
uppi var.
Kviknað var og í úthúsi, er var skammt frá
íveruhúsinu, en eldurinn varð þó slökktur.
Iveruhiisið, sem og innanstokksmunir, er
brunnu, kvað hafa verið óvátryggt, og hefir
eigandinn, Magnúskmwpa)a.(SarStefánssonk Blöndu-
ósi því orðið fyrir miklu efnatjóni. —