Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.07.1909, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.07.1909, Page 3
XXIII., 33. J? JÓÐ V I L JIN N' 131 „°Jlabama“ heitir skúta, sem hingað kom um miðja, vikuna. Skipinu stýrir Einar Mikkdsen, og er förinni heitið norður til Grrænlands til þess að leita að Mylius Erichsen, er úti varð í könnunarleiðangri þar norður frá í fyrra. Er það einkum dagbók hans, er eókst er eptir, með því að hann hafði kannað mikið svæði, en enginn er nú til frásagnar, því að félagar hans urðu líka úti Skipið lagði af stað frá Kaupmanna- höfn síðast í júní, og kom svo við í Fær- eyjum og ætlaði þar að taka grænlenzka hunda, 50 að tölu, er þangað voru vænt- anlegir með Grrænlandsfarinu ,Hans Egede1 Hundarnir komu líka með skipinu eins og til stóð, en höfðu sýkst á leiðinni, og voru margir þeirra þegar dauðir, er til j Færeyja kom, en þá sem eptir lifðu varð j að skjóta. Verður „Alabama“ fyrir bragð- j ið að koma við í byggðum á Grænlandi, ! til þess að ná í hunda, er nauðsynlegir \ eru til sleðadráttar við ferðalög á ísunum, ! Fyrir því kom skipið hér v'ð, til þess að birgja sig betur að vistum „Vaiur- inn“ dró það hingað frá Vestmanneyjum, íiieð því að byrlaust var, því að þetta er seglskip, seui að vísu hefir 16 hesta mótorvél, en olíuna verður að spara, svo sem frekast er unt. Skútan er að eins 45 smálestir að stærð. Héðan er förinni heitið til Grænlands- byggða til þess að ná í hunda, og síðan verður haldið til Dýrafjarðar, og BÍmað til Danmerkur um hvernig allt gengur, og að því loknu norður í höf. Danskir ferðamcnn 'G'r2 all-margir komu hingaðmeð „Sterling4 eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Blaðið „Politiken“ gengst fyrir þess- um leiðangri, en foringi farariunar fyrir blaðsins hönd er Martin Andersen-Nexo, rithöfundur. A. fimmtudaginn 15. júlí j bauð hlutafélagið P. J. Thorsteinsson þeim i ásamt mörgum bæjarbúum út i Viðey, að | sjá búið þar og mannvirki félagsins, föstu- j daginn notuðu flestir þeirra til að skoða bæinn og nágrennið, en þó fóru nokkrir til Þíngvalla og komu aptur á laugar- daginn, og fóru svo með „Sterling“ til ísafjarðar, en flestir lögðu upp í land- ferðina á laugardaginn og fóru til Þing- valla og Geysis og voru 6 daga í túrnum, komu aptur á fimmtudaginn var, og fóru með „Sterling1* heimleiðis þá um kvöld- ið. Veður fengu þeir hið ákjósanlegasta á aliri Undferðinni. — D. Tnomsen, kon- súll, sem tekið hafði að sér að sjá um allt, er að iandferðinni lyti, bauð ferða- gestunum á samsöng í Bárubúð daginn eptir að þeir komu hingað til bæjarins. Létu þeir stór-vel yfir söngnum, og hélt Nexo ræðu þá honum var lokið, og þakk- aði fyrir skemmtunina. Viðskiptaráðunautur. Á síðustu fjár- og fjáraukalögum var veitt fé til viðskiptaráðunauts. Sú sýslu hefir nú verið veitt alþm. Bjarna Jónssyni frá Vogi. Hann er skipaður frá 1. ágúst, og á að sitja í Hamborg. Liigreglustjðri á Siglufirði i sumar er skipaður Kristján Linnet yfirréttarmálafærslumaður í Reykjavik. Drukknun. Fyrir mánuði síðan drukknaði maður íLa.gar- fljóti. Hann hét Sighvatur Gíslason snikkari úr Keykjavik. Var hann ásamt 2 öðrum mönn- um að baða sig i fljótinu, allir voru mennirnir syndir, en allt í einu kallaði Sighvatur á hjálp, og kvaðst vera að sökkva, enda sökk bann áð- ur hinir næðu til hans. Köfuðu þeir þegar eptir honum, en náðu honum þó ekki upp fyr en eptir stundarfjórðung. LæJrnir er skoðaði líkið áleit, að hann hefði fengið slag og dáið þegar. Maður þessi var á bezta aldri, að eíns hálfþrítugur. Heug-ing. £>að slys vildi til á þilskíp’nu „ísafold“ að maður, Stefán Jónsson, að nafni, skósmiður á Seyðisfirði hengdist. Hann var að salta fisk í lestarrúmi skipsins, og festi hálsklút sinn á ás þeim, er gengur úr mótornum fram í gangspil- ið, og vafðist klúturinn utan um ásinn þar til klúturinn slitnaði. Var hann þá svo að fram kominn, að hann með naumindum gat komist upp á þilfarið, en varð þegar að leggjast fyrir, og dó nokkrum klukkutímum síðar. Stykkishólmsbryggjan. Nú er lokið að smíða bryggju þessa, og hofir hún kostað c. 40000 kr. Landsjóður styrkti hana með 10000 kr. og lánaði aðrar 10000 kr., kaup- menn í Stykkishólmi hafa gefið til hennar c. 4*/^ þús., sýslusjóðurinn 2000 kr. sparisjóður Stykkis- hólms 1000 kr. Hitt hefir Stykkishómshreppur útvegað að láni, en nú á hafnarsjóður kauptúns- ins að taka við bryggjunni, halda henni við og borga vexti og afborganir af lánunum. Vestur-íslendingar 8 að tölu eru nýkomnir vestan um haf hing- að til lands, 5 af þeim eru alfluttir, hinir snöggva ferð. I 20 Þegar við þannig höfðum þekkt hvor annan virtum við hvor annan fyrir okkur af nýju. Nú mundi jeg glöggt eptir hinu friða enyrtimenni, sem var svo kvikur og fjörugur dansstjóri, að hann hlaut viðurnefnið „þeytispjaldiðu, en svo rámaði mig í eitthvað fleira, sem jeg þó ekki gat munað almennilega, það var einhver saga, sem jeg hafði heyrt og gleymt aptur, ein af þessum sögum, sem rnaður heyrir og tekur eptir, en sem svo hverfa án þess að skilja nokkrar endurminning- ar eptir. En það var eitthvað um ást. Innst inni í hugskoti minu var eitthvað að vef jast fyrir mér, en það var óljóst og íllt að átta sig á því. Smám saman skýrðust þó endurminningarnar, og jeg mundi eptir ungri stúlku. Og á auga bragði minnt- ist jeg nafns hennar, hún hét ungfrú de Mandal. Og nú mundi jeg allt sarnan. Það var alveg rétt að það var ástarsaga, en það var ekkert óvanalegt við hana. Þegar jeg hitti þau elskaði unga stúlkan hinn unga mann, ■og það var verið að tala um að þau ætluðu að fara að gipta sig. Það leit líka út fýrir að hann væri mjög ástfanginn og hamingjusamur. Jeg leita upp á silluna þar sem allir bögglarnir, sem þjónninn hafði komið með, lágu og hrisstust eptir því sem lestin hreyfðist, og orðin sem hann sagði áður en klefadyrunum var lokað, hljómuðu enn fyrir eyrum mér: „Hér er allt saman, herra minn, það et 5: bögglar: konfektpakki, brúðan, trumban, byRsan, og lifrapilsupakki. A næsta augnabliki stóð sagan mér ljóst fyrir hug- skotssjónum og hún var reyndarlíka öllum þeim sögum, sem eg hefi lesið_ þar sem annaðhvort ungur maður eða ORYRKINN. e-ÖjO Ö & QfS & EPTIR Guy de Maupassant. (Lauslega þýtt) Það, sem jeg hér segi frá, bar fyrir mig árið 1882. Jeg var rétt ný-seztur í horn á tómum járnbraut- arvagni, og var svo mikið barn, að búast við, að jeg fengi að vera einn, þegar hurðinni allt í einu var hrundið upp og jeg heyrði sagt: „Farið þér varlega, herra minn, vér erum einmitt þar sem járnbrautarsporin skerast; það er mjög hátt upp á þrepið.“ ÖDnur rödd svaraði: „Yertu alveg rólegur, Iraurent, jeg tek i hand- föngin". . , Síðan sá jeg höfuð koma í Ijós, og var hattur á því, og tvær hendur sem tóku dauðahaldi í leðurhankana, sem héngu niður beggja megin dyranna, og þungur líkami hóf sig upp hægt og hægt, og, harkið var svo mikið, er fótunum var stigið á þrepið, að það var engu, líkara, en þeir væru úr tré.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.