Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Blaðsíða 3
XXIII, 41—42.
Þjóð yiljinn5
16B
Óvinir bannlaganna hafa þegar bafist handa, stofnað félagsskap og komið á
fót blaði, allt í þeiru tilgangi, að starfa móti því, að aðflutningsbannslögin komist
tii framkvæmda; vilja þeir annaðhvort, að þeim verði breytt, eða þau á sínum tima
numin úr gildi. Félag sitt nefna þeir Þjóðvörn og málgagn þeirra er blaðið Ingólfur.
Góðir Islendingar! Menn og konur! Ungir menn og gamlir!
Fyrir hönd stórstúkuþings þess, sem háð var í síðastliðnum júnímáuði hér í
Beykjavík, skorum vér undirritaðir, sem kjörnir vorum á nefndu þingi til þess að
ávarpa þjóðina, á alla góða menn um endilangt Island, að láta ekki flekast af for-
tölum þeirra, sem halda vilja þjóðinni undir ánauraroki átengra drykkja.
Yér skorum alvarlega á hvern góðan íslending í hverri stétt og stöðu sem
hann er, að lýta á velferð lands og þjóðar í þessu nauðsynjamáli.
Vér skorum á sýslumenn, presta, lækna og kennara, að vera leiðtogar alþýð-
nnnar í leiðangrinum móti Bakkusi og öllum þeim, sem styðja vilja ríki hans á Islandi.
Yér skorum á alþýðumenn til sjós og sveita, að standa fastir fylkingu og
verja landið og um leið börn sín og niðja fyrir öllum áhlaupmu þeirra, sem vilja
vinna landið aptur undir áfengisógæfuna.
Vér skorum á hin mörgu félög um land allt, að gera sitt ýtrasta tii að sigur
sá, sem nú er unninn, verði ekki með neinum fortölum eða blekkingum dreginn
þjóðinni úr greipum,
Yér búumst við, að mótstöðumenn bannlaganna muni neyta allrar orku þau
árin, sem enn eru óliðin, þar til er lögin ganga í gildi.
Eins og gefur að skilja, mim áfenginu ekki hvað sízt verða haldið að þjóð-
inni af þeim möpnum, er mikinn hagnað hafa af að selja henni það. En er ekki kom-
inn tími til að Islendingar hætti að eyða fé sínu fyrir danskt brennivín og aðrar
útlendar áfengistegundir?
Öllum góðum Islendingum ætti að vera það Ijóst, að nú varðar miklu að
Iiopa hvergi á hæli frá því rnarki, sem þegar er náð.
Vér snúum einkum máli voru til ungra mann«. Til þeirra tekur mál þetta mest.
Unga kynslóðin sker upp mesta og bezta biessunarávextina, ef svo ræðst,
sem nú horfir. Á henni bitna líka bölvunargjöldin, ef ógæfa Islauds yrði að þessu
sinni svo rík, að Bakkusarvinum tækist að endurreisa hásæti hans á fósturjörð vorri.
Ungir menn og uppvaxandi! Sveinar og meyjar! Verjið nú vasklega vígið
sem uonið er. Hefnið með því hinna mörgu ungu og efnilegu manna, sem á liðnum
tímum hafa fallið fyrir vélum Bakkusar. —
Látið ekki strá sandi í augu yðar með löngu hröktum lokleysum, en kynnið
yður vandlega það, sem fróðir nenn og mannvinir hafa um áfengismólið ritað. Ohætt
mun að treysta þvi. að sam vizkusemin sé ekki minni hjá þeim, en hinum, sem
áfengið styðja.
Gætið þess vel, hverjum þér ljáið fylgi í máli þessu. Látið ei nöfnin ein
ginna yður. Tíminn mun sína að það verður engum til heiðurs, að nafni hans er
otað fram til þess að lögfesta áfengisbölið í landinu.
Beykjavik, 10. dag septemberrnánaðar 1909.
Þórður J. llioroddsen. Haraldur Níelsson. Ólafur Ólafsson.
—o
IV.
Heimastjórnarmennirnir þóttust hafa
himinn höndum tekið, er þeir höfðu ekki
einungis fengið Dani til þess að fallast
á breytingar á sambandsfyrirkomulaginu,
heldur og fengið 2 af 3 fulltrúum Þjóð-
ræðisflokksixrs til þess sama.
Nú þóttust þeir fyrst og fremst vissir
um að komast klakklaust frarn úr kosn-
ingahríðinni og halda völdunum, og það
var ekki litilsvert.
1 annan stað var og hægt að ganga
að því visu, að yrði þetta frumvarp sam-
þykkt, þá væri þar með rekinn slagbrand-
ur fyrir alla íslenzka sjáifstæðisviðleytni,
sem ekki yrði brotinn næstu mannsaldra.
Þar með hefðu Heimastjórnarmennirnir
náð þeim tilgangi sínum, að fá sjálfstæð-
ismálið lagt á hillinu, svo að menn gætu
snúið sér að innanlandsmálum og haft
almennilegan matfrið.
I þriðja lagi var svo til ætlast i frum-
varpi þessu, að Island yrði innlimað í
Danmörku — einnig að því er það snorti
var uppkastið í fyllsta samræmi við fram-
komu Heiinastjórnarflokksins síðustu árin.
Þegar á allt er litið, er það satt að
segja engin furða, þótt Heimastjórnar-
mennirnir væru í sjöunda himni, þvi að
þeir höfðu unnið meiri sigur en nokkuru
sinni fyr.
En svo reyndist síðar, að þeir höfðu
reiknað skakkt.
68
höggvast, en höll hans verður þó eigi rifin niður, né
skóglendi hans eyðilagt, eða akur hans gerður upptækur
og er það eingöngu gert vegna tengdaföður hans, sem er
ágætur maður“.
Nú var hlegið, og þvaðrað, og enginn sinnti nú
gömlu konunni, né ávöxtum hennar.
„Hann hefir sannarlega eigi verið lánsmaður, her-
toginn“, mælti einn, „og kalla eg það hart, að hann skuli
eæta jafn þungri hegningu fyrir verknað, sem merga
hefir fyr hent.
„Hvernig getur nokkur verið svona fáfróður um
aðal-grundvallaratriði réttvísinnar“, svaraði hinn. «Ein-
iritt af því, hve margir hata drýgt þenna glæp, og kom-
ist hjáhegningu, hefir vor mikliogágæti konungur ályktað ,að
sýna vald sitt, og sýna siðleysingjum i tvo heimana. —
En kynlegast er, hve máli þessu hefir verið flýtt, og tel
eg óefað, að hertoganum só enn algjörlega ókunnugt um
það, að dómurinn er upp kveðinn. Hann býst sjálfsagt
við því, að raálið standi lengi yfir, og gerir sér óefað
von um að ná í einhver vitni, er bera honum í hag.
Hann fær fráleitt neitt að frétta um dómsúrslitin,
fyr en riddararnir koma, sem eiga að taka hann fastan“.
„Þeir þögnuðu nú allt i einu, með því að hreif-
ing kom á þjónana, sem næstir stóðu dyrunum, og ýtt-
ást þá gamla konan fyrir hornið.
Hún nam þá staðar, er hún var komin úr augsýn
þeirra, og studdist þunglamalega upp að múrnum.
„Hann er þá dæmdur“, mælti hún við sjálfa sig.
„Rozede sakfelldur“.
Hún þóttist í huganum sjá hann stíga uppa á högg-
57
fram hjá honum, og felldi ástarhuga til ókunnuga, smá-
vaxna mannsins, sem naumast náði Muhamed upp und-
ir axlir.
Þetta er kynlegt, en svona eru stúlkurnar einatt.
Hjörtu þeirra eru sem laufblað í vindi, er enginn
veit, hvar detta muni niður.
Finnst yður þetta eigi rótt vera, herra minn?“
„Satt er það, Selim Hassansson, að þrennt er það,
sem óskiljanlegt er: kvennfólkið, kraptaverkin, og hvert skip
ber á hafi“.
„Sama var um Zuleimu; nótt eptir nótt laumaðist
Englendingurinn að tjaldi hennar, og í kringum það, fald-
ist þar í skugganum, og spjallaði þar óhræddur við hana,
því að jafn vel hundarnir geltu eigi að honum.
En þó að ástinni takist opt vel að leyna9t, þá kem-
ur hún þó einnig optlega upp um sig, fyr en varir.
Nótt eina, er þau voru á tali, og tjaldskörinni, sem
var úr úlfaldaskinni, hafði verið ýtt frá, stóð Muhamed*
þeim óafvitandi, bak við Aloe-kjarr skammt þaðan, sót-
svartur af reiði, og horfði á þau, og laumaðist síðan æ
nær og nær, og hólt á brugðnu sverði.
Hann læddist hægt, og hljóðlaust, eins og köttur,
er mænir á bráð.
Hann átti að eins fá fet ófarin, og reiddi þegar
sverðið til höggs, er Zuleima heyrði þrusk í kjarrinu, og
skrækti upp í aðvörunar skyni.
Englendingurinn sneri sér við, sem elding, svo að
sverðið snarb að eins aðra öxl hans, og skrapp djúpt nið-
ur í sandinn, en hann róð af alefli á Muhamed, áður en
hann fengi dregið sverðið aptur að sór.
Hann þreif í hálsinn á honum, og hröktust þeir svo