Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.09.1909, Blaðsíða 5
xxm., 41.—42. .Þ JÓÐY XLJIN N 165 'kostlega við það að forsetar þingsins fóru á konungsfund ura miðjan þingtíraann, til^þess að fá skipaðan nýjan ráðherra. En frá völdunum var nú loks flokk- xxrinn farinn, og hefði vel mátt vænta þess, »ð hann reyndi að bæta fyrir syndir sin- ar, með því að koma ögn lítið betur fram sem andstæðingaflokkur en hann hafði gert meðan hann var við völd. Það hefði líka mátt búast við að hann hefði lært það af óförunum, að slík fram- koma dyggði ekki, ætti hann að ná aptur lýðhyili, að hann sæji að almenningur er ekki jafn heimskur og hann hafði gert ráð fyrir. En önnur varð nú raunin. Það eru sumir hlutir óbreytilegir hér i veröldinni. Og einn af þeim er trú Heimastjórn- armanna á heimsku mannanna. L. Raruaveiki hefir stungið sér niður á hæ einum í Dala- sýslu, og hafa látizt þar tveir unglingar. Sima-línan til Œgissiðu. Síminn til Ægissíðu var opnaður til almenn- ings nota 8. sept. þ. á. — Skipstrand. Skip strandaði ný skeð á Langanesi, en menn björguðust allir. — Skip þetta hét „Engey“, og var eign Björna kaupmanns Guðmundssonar i Þórsköfn. Fiskaíii i Steingrímsí'irði. ftr Steingrímsfirði í Strandasýslu fréttist i önd- verðum þ. m., að þar væri kominn prýðis góður þorskafli. Kosning vara-biskupa hefir verið fyrir skipuð nýskeð, og eiga prest- ar, og aðrir, sem atkvæðisrétt hafa (aðstoðaprest- ar og prestaskólakennarar), að bafa sent bisk- upi atkvæði sín i innsigluðu hréfi fyrir 16. nóv. næstk. Tala þeirra, er atkvæðisrétt hafa, kvað í Skálholtsbiskupsdæmi vera 90, en í Hólabiskups- dæmi 36. — Skarlatssótt hefir stungið sér niður á tveim bæjum á Langa- nesi, og kvað þeir hafa verið settir í sóttkví. Mælt er, að veikin bafi borizt þangað með Færeyingum. Stjðrnarráðs-skrifstofan. Alþm. Ari Jónsson hefir veriðskipaður aðstoð- armaður á þriðju stjórnarráðsskrifstofunni. Ilitsjórn „lngólfs“. Cand phil. Konráð Ste/sson frá Flögu í Vatns- dal t.ekur við ritstjórn blaðsins í öndverðum sept. þ. á. — Fokið hús. Hvis fauk að Bakka í Ytri-Skálavík aðfara- nóttina 20. ágúst síðastl., og varð eigandinn fyrir töluverðu eignatjóni, með því að hann, auk bússins, missti og ýmsar eigur, sern þar voru inni. Maður svaf i húsinu, er veðrið svipti því burt, og stóð rúm hans eptir óhaggað, og litill hluti gólfsins þar umhverfis. Sildar-nfli. á Eyjafirði, og Siglufirði, var um miðjan á- gúst orðinn um 90 þús. tnnnur, sem er nálega 70 þús. tunnum minna, en um sama leyti í fyrra. ísl lœknir á Vestnrlieimseyjum. Cand. med. & chir. Krístinu Björnsson, sonur Björns kaupmanns Guðmundssonar i Reykjavikj ------------ ... ^ er nýlega farinn til St. Thomas, sem er ein af dönsku Vesturheimseyjunum, og ætlar fyrst um sinn að stunda þar lækningar í tvö ár. Yfirgangur hotnverpinga. Útlendur botnverpingur tók nýlega dufl og duflfæri frá mótorbát úr Keflavík. — Skipshöfn- inni á mótorbátnum tókst að sjá númerið á botn- vörpuveiðaskipinu, og var danska varðskipið „Beskytteren“ því sent þangað suður, til að revna að handtaka sökudólginn, sem fullyrt er, að verið hafi að veiðum í iandhelgi. — Maður drukknar. Ungurmaður, Friðrik Helgason aðnafni,drukkn- aði ný skeð í Ólafsfirði. — Hann hafði varpað sér út úr bát, og ætlað að synda, en sökk þeg- ar, með því að sundkunnáttan var eigi sem skyldi. Verð á saltfiski á Vesturlandi. - Verð á saltfiski var í sumar ákveðið á Isa- firði, sem hér segir: Málfiskur nr. 1.............................B8 kr. )i n 2.........................‘12 „ Smáfiskur nr. 1...........................42 „ 7) »2........................: 30 „ ísa nr. 1............................32 „ i) »2...........................2C „ Langa nr. 1...........................40 „ n i) 2...........................30 » Keila og upsi...............................20 „ Úrkastsfiskur............................15 „ Verð þetta var ákveðið af kaupmönnum á ísafirði seint í ágúst, og era aðrir verzlunarstað- ir á Vesturlandi vanir að greiða sama verð. Myndnsmiður Einar Jónsson kvað hafa áformað, að setjast að á jpýzkalandi, í Munehen eða Dresden, unir eigi lengur hag sínum í Danmörku. Úr Dýrafirði er „Þjóðv.“ ritað 8. sept. þ. á.: „Síðan 1. á- gúst hefir verið hér stöðug vætutíð, sem mjög 66 stúlkuna vera til á tilteknum tíma, og ók með henni til vinkonu hennar, frú Mírambel. Meðan er vagninn var á ferðinni, þar sem vegur- inn lá gegnum skóginn, slógu nokkrir þorparar hring um hann, og einn þeirra stökk upp á vagnstjórasætið, neyddi vagnstjórann til að slá í hestana, og snúa við. Eptir tíu minútur voru þeir komnir til kirkjunnar, og áðnr en hálf-timi var liðinn, vorum við orðin hjón. Þetta gekk allt mjög greiðlega, og sé nokkur, sem lof á skilið, þá er það tengdamóðir mín, sem ók ein beim og tók á móti manni sínum. Það var eitthvað annað, en þegar frænka mín var numin brott, því að henni var komið í klaustur, og frændi minn braut skarð í múrinn, sem lauk um klaustrið, og nam hana brott með vopn í hendi. En þá voru nú aðrir tímar en nú eru“. r Annars þarf eigi aðra sönnun fyrir því, hve rnögn- uð galdrakoDa þér eruð, en þá“, mælti hann enn fremur, „að jeg sit hér, og rabba við yður! Það verður komin rauða nótt, áður en eg kem aptur til Aurillac". Hann ætlaði nú að riða leiðar sinnar, en gamla kon- 'an beiddi hann að staldra ögn lengur við. „Augnablik enn þá, göfugi herra! Segið mér, hvort það er satt, að Precorbín vilji ekki sjá dóttur sína fram- ar, né tala við hana, né yður?“ „Já, góða min! Og konunni minni þykir það mjög leiðinlegt, en það er henni þó huggun, að móðir hennar heimsækir hana opt, og gamli Precorbín finnur ekkert að því. — Það þorir hann ekki, veslings auminginn. — Hann hefir ekki þorað, að inna koDU sína eptir því, hversu at- vikum var háttað, er dóttir hans var numin brott, þó að 59 morgni þriðja dags, með þvi að Ramadan-hátíðin stóð yf- ir, og þá daga mátti eigi úthella blóði. En Zuleima var ráðagóð, og nóttina áður en líflát hennar og Eoglendingsins átti fram að fara, vakti hún, gjörði sig sem broshýrasta framan í varðmennina, og gaf þeim smákökur og vindlinga. Varðmennirnir, sem um hátiðisdagana höfðu setið í fóstunni, urðu kökunum, og vindlingunum fegnir, enda nóttin löng. Zuleima athugaði brosandi, hvað þeim leið, með því að hún hafði biandið svefnlyfi i hvorttveggja, og skaust síðan út hjá þeim, er þeir voru sofDaðir, og gekk að tjald- inu, þar sem Englendingurinn svaf, og vænti dauða sins morguninn eptir. Hún lypti upp tjaldskörinni, og gekk inn, skar af honum böndin, og skriðu þau síðan bæði út úr tjaldinu. Nú heyrðist æpt: „Karlmaður og kvennmaður hlupu þangað, sem hestarnir eru“, og hlupu menn þá út úr tjöldunum, með spjót og byssu í hendi. Hestar voru nú sóttir, byssur hlaðnar, og hver æpti og kallaði i kapp við annan, og tóku menn nú að elta gráa folann, sem Englendingurinn og Zuleima tvímenntu á. Grái folinu var fljótastur allra hesta, sem Zanagar áttu, en þar sem tvímennt var á honum, gat ferðin þó eigi gengið jafn fljótt, sem ella, og þegar daga tók, lustu mennirnir upp gleði-ópi, er þeir heyrðu niðinn í ánni Sus, sem hlasti við, með háum bökkum. „Heimskinginu, að imynda sór, að hann kæmist und- an, er Zanagar veittu honum eptirför!“ Muhamed var langt á undan hinum, og eigi annað

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.