Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1909, Side 2
174
Í*J ÓBVILJINN
xxni., 44.
Ritsímaskeyti.
til „Þjóðv.u
—o—-
Kaupmannahöfn 25. sept. 1909.
Sjálandsbiskup dáiun.
Ihomas Slcat Rördam, biskup á Sjá-
landi, er dáinn.
(Rördam varð Sjálandsbiskup árið 1895,
er Fog biskup andaðist, og var hann fædd-
ur árið 1882.
Kona Skat Rördam’s var dóttir danska
skáldsins Carten’s Hauch, og var hann
því svili danska leikrita-skáldsins Hos-
trup, sem fjöldi íslendinga kannast við.
Að því er trúmálaskoðanir snertir var
Skat-Rördam Girundvígssinni.
Gizkað er á, að Fenger, sem nú er
prestur við Holmens-kirkju í Kaupmanna-
höfn verði skipaður biskup jrfir Sjálandi
í stað Rördam’s heitins).
Kaupmannahöfn 25. sept. 1909.
Hervarnarlögin samþykkt.
Hervarnarlögin hafa náð samþykki rík-
isþingsins.
Auka-ríkisþinginu var slitið laugar-
daginn 25. sept, og hafði þá staðið í
mánuð.
(Að því er til hervarnarlaganna kem-
ur, var aðal-ágreiningsefnið úm það, hvort
leggja skyldi niður landvirkin umhverfis
Kaupmannahöfn, er Estrups-ráðaneytið lét
reisa, án þess að hafa fengið til þess sam-
þykki þingsins. — Það var Bdhnson, her-
málaráðherra, sem þar átti mest hlut að
máli.
Viustrimenn hafa fylgt því fram, að
landvirki þessi bæri að leggja niður, en
nú varð sú miðlunartillaga J. C. Christ-
enserls ofan á, að leggja þau niður árið
1922, hafi ríkisþingið eigi áður tekið aðra
ályktun).
Nýjar bœkur.
—o—
Áramót. — 1909. — Fimmta ár.
— Winnipeg. — 176 bls. 8^. Tímarit
þetta er gefið út af hinu evangelisk-lút-
erska kirkjufélagi Islendinga í Vestur-
heimi, og er síra Björn B. Jönsson rit-
stjóri bess.
I Aramötum eru að þessu sinni rit-
gjörðir þær, er nú skal greina:
I. Trtarlegt viðsýni, eptirsíraBjörn
B. Jönsson.
Ritgjörð þessi (bls. 1—17), er prédik-
un, sem síra Björn flutti við kirkjuþings-
setningu í Winnipeg 24. júní 1909. —
Leggur hann út af sýn Mósesar á fjall-
inu Nebös, og líkir kristnu trúnni við hæð
er skapi „nýtt útsýni, sem meira er, og
fegra, en allt annað í beimiu. — Telur
hann þó víðsýnið opt hafa verið minna,
en skyldi, meðal annars, sakir þess, að
„vér höfum svo margir hverir einstak-
lingarnir ekki séð út fyrir sjálfa oss, ekki
horft ó annað, od eigin hagsmuni, eigin
heiður, eigin skoðanir. — Vór höfum opt
staðið á mörgum smáum blettum, nokkr-
ir menn í hóp á bletti, og hver hópur séð
einungis litla blettinn sinn“.
n. Apo 18gia aro vita snra, eðasj álfs-
Yörn. eptir síra Jon Bjarnason.
Ritgjörð þessi (bls. 18—56) er fyrir-
lestur, sem síra Jón flutti á kirkjuþingi
í Winnipeg 1909, og er hann i honurn
að verja framkomu sína í trúmálum, og
afstöðu sína til „uýju guðfræðinnaru. Lík-
ir hann „sjálfsvörn“ sinni við varnarræðu j
Páls postula, er hann flutti af tröppum j
Antonía-kastalans í Jerusaleru, svo sam \
getur um í Postulanna gerningabók.
í fyrirlestri þessum rekur síra Jón
lífsferi! sinn frá fæðingu — hann er 64
ára í næstk. nóvember mánuði —, lýsir
skoðun sinni á kennslunni í menntastofn-
unum þeim, er hann stundaði nám við
(lærða skólann og prestaskólann), og fer
ómildum dómum um hana að sumu loyti
sem og um fyrirkomulag skólanna.
Aðal-starf síra Jóns Bjarnasonar hef-
ur, sem kunnugt er, verið prestþjónusta !
meðal Vestur-xslendinga, og hefur hann
starfað að henni samfleytt i fjórðung ald-
ar, síðan 1884, en áður hafði hann verið
um tíma prestur norsku synodunnar í
Vesturheimi, sem er mjög einstrengings-
legt garoal-lúterskt kirkjufélag, að því er
síra Jóni segist frá. — Hjá íslendingum
í Nýja íslandi gengdi hann og prests-
störfum á frumbýlingsárum þeirra (1877
—’80), en Dvergasteini þjónaði hann
sem settur prestur 1880 —’84. — Ritstjórn
„Sameiningarinnaru heffr hann og haft
á hendi, síðan 1885, er kirkjufélag ís-
lendinga í Vesturheimi var stofnað.
Sira Jön lýsir helztu æfi-atriður og
lífsstarfi sínu mjög ýtarlega, og mun það
fróðlegt þykja ekki sízt seinni tíma
mönnum; en óþarft þykir „Þjóðv.u, að
fara frekar út í það efni, en nú hefur
gjört verið.
Mikið gerir hanD úr því, hve alvar-
legt stríð hafi orðið að heyja síðustu 25
árin við „vantrúna íslenzku, bæði innan
kirkju og utanu, og farast honum um
þetta efni, meðal annars orð, á þessa leið:
„Aldrei hefir í sögu þjóðar vorrar frá
því fyrst, er hún fékk kristindóminn til
sín, neitt líkt því borið á því stórveldi
myrkraríkisins, eins og á aldarfjórðungi
þeim, sem liðinn er, síðan kirkjufélag
vort hið íslenzka og lútherska varð til,
— jafnvel ekki á Sturlunga-öld, þá er
forfeður vorir fyrir eigin syndir voru að
missa þjóðernislegt sjálfstæði og frelsi.—
Meiri hluti þjóðarinnar, með •kólagengnu
möununum í broddi fylkingar, aðhylltist
vantrúna augsýnilega, ýmist vitandi eða
óafvitandi. — Á móti þeim straum var
alveg sjálfsagt að stríða af öllum lífs og
sálar kröptum, á grundvelli guðs orðs, í
nafni mannkyns frelsarans Jesú Krists;
tíl þess hafði hann kallað mig aptur og
aptur; og til þess hafði hann augsýnilega
látið kirkjufélag þetta verða til“.
Síra Jón fer ýmsum orðura um ofsókn-
ir, og brígsl, sem hann hafi mætt, sakir
trúmálaskoðana sinna. — Hefir hann
og lítt vægt aDdstæðingum sinum í trú-
máladeilunum
Eins og kunnugt er, þá er síra Jón
Bjarnason mjög andvígur „biblíu-krítík-
inniu og „nýju guðfræðinniu, og „inn í
það myrkur fer eg aldrei, hvort sem þoku-
lýðurinn lastar mig eða lofaru, segir hann
enda telur hann og kirkjufélagið verða
„að bafa hug til að láta aldrei af neinum
þoka sér í þá átt, hvort sem því er klapp-
að á öxlina með fleðulátum, og fagurgala
e^a því er hótað öllu íUu, o z á það sigað
Cdrbems sjá’fum, og öiium sporbundum
myrkraríkisinsu.
Að lokum líkir sira Jón æfi sinni við
fjallför, og telur sig staddan á fjallstöð
í trúarefnum. Tekur hann sér í munn
orð þau, er Njáls saga eignarNjáli: „Ek
ætla héðan hvergi að hrærast, bvort sem
mér angrar reykur eða bruniu.
iii. Gilöi leilagrar ritiingar, eptir
síra Kristinn K. Ólafsson.
Ritsmið þessi (bls. 57—76) er upphaf
trúmálaumræðna á kirkjuþingi 1909, og
gerir höfundurinn þar, að því er gildi
„heilagrar ritningar1* snertir, greÍDarmun
eldri stefnunnar, sem kennir, að biblían
sé guðinnblásin, áreiðanleg frásögn um
opinberan guðs til mannanna, og yngri
stefnunnar, sem kennir, að biblían sé að
mörgu óáreiðanleg frásögn um bað, hvern-
ig hugsun mannanna um guð hafi þrosk-
azt, og að trúarmeðvitundin ein geti vins-
að þar sannleika frá villu.
Höfundurinn fylgir innblásturkenning-
unni, en telur það þó eigi í henni felast,
að „allir atburðir, og orð, sem frá er skýrt
í biblíuDni, sé eptir guðs vilja, eða til
fyrirmyndaru, heldur það eitt, að „frásögn-
in sé sönn“.
IV. Hættai mesta. Pyrirlestur, flutt-
ur á kirkjuþingi i Winnipeg 27. júní 1909.
Eptir síra N. Stgr. Thorláksson.
Fyrirlestur þessi er alraennar hugleið-
ingar höfundarins um hættu þá, er stafi
af vefenginu á kenningum biblíunnar, af
losi á trúarskoðunum manna, alvöruleysi,
léttúð, óeinlægni, o. fl. —
Síðast í Aramótum er skýrsla um 25.
ársþÍDg kirkjufélagsins, er haldið var í
júnímánuði þ. á.
Yfirleitt virðast Aramót að þessu sinni,
fremur þreytandi til lesturs, og væri æski-
legt, að þau hefðu meiri og betri fróðleik,
og skernmtun, að bjóða í næsta skipti.
perzlunarfréttir.
—o—
Eptir skýrslu, dags. í Kaupmannahöfn
16. sept. þ. á., voru söluhorfur, að því er
til íslenzkt varnings kemur, sem hér segir:
^altflsl£u.r. Vor- eða sumar-fisk-
ur, góð og vÖDdað vara, selst á þessa leið:
málfiskur á 60—65 kr., smáfiskur á 50
kr., ísa á 88—40 kr. — Langa á 53 kr.,
keila á 35 kr.
Hnakkakýldur málfiskur á 77 kr., en
millifiskur á 55 kr.
Fyrir stóran, vetrarsaltaðan fisk, fást
naumast meira, en 48 kr.
Harðfiskur, nýr, hefir selzt á
100 kr., d\Æ. — Gamall harðfiskur óseljan-
legur til þessa, og liggur mikið óselt a£
honum frá síðastl. ári. —