Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.10.1909, Page 3
XXIII, 47.
Þjóðviljinn
187
'Or hafa fullt trau9t á Christensen. — Með-
an konungur las up spvar sitt fyrir sendi-
nefndmni, stóð forsætisráðherrann Hol-
stein-Ledreborg hjá honum, til merkis
;þe88, að hann bæri ábyrgðina.
Niðurstaðan hefir þó, þrátt fyrir svar
konungs, orðið sú, er í símskeytunum
greinir.)
Frá Bretlandi.
Deilan um fjárlögin, milli efri og neðri
málstofunnar, harðnar óðum (Sbr. að öðru
öðru leyti útlendu fréttirnar í þessu nr.
blaðs vors).
Kaupmannahöfn 14. okt. 1909.
Líflátsdómur á Spáui:
Ferrer, sem mjög hefir unnið að um-
'bótum á skólamálum á Spáni, og sem því
var hataður af klerkastéttinni, var kærð-
^nr fyrir drottins svik, er stóðu í sambandi
við uppreisn í Barcelona í sumar, og
dæmdi herdómur hann til dauða, og var
honum synjað um vitnaleiðslu, en dæmd-
ur sannanalaust, eptir framburði ljúgvitna.
Þetta hefir vakið alheimsmotmæli og
.gremju.
Óspektir hafa og orðið á Italíu, og á
strætum Parísarborgar.
Frá Danmörku:
Háskólakennari í guðfræði, Peder Mad-
sen, verður biskup á Sjálandi.
(Peder Madsen er fæddur 28. ágúst
1843, og varð háskólakennari 1875. —
Hefir hann samið ýms trúfræðisrit, þar á
meðal skýringu á „Jóhannesar opinber-
un“, en þykir fremur íhaldssamur í trú-
málaskoðunum.). —
j Simi milli Isafjarðar og Bolungarvíkur
\ var tekinn til afnota 7. okt. þ. á., og er borg-
! un fyrir símtal milli ísafjarðar og Bolungarvík-
ur 85 aur., en milli ísafjarðar og Hnífsdals 15.
aurar.
Stöðvastjóri í Bolungarvík er Pétur kaup-
maður Oddsson, en í Hnífsdal Siqurður Þorvarð-
arson.
Frá ísafirði.
fréttist kuldatíð, norðanhret í öndverðum okt.
og jörð orðin alhvít til sjávar.
„Föroya banki“
er nafnið á banka-útbúi, sem Landmands-
bankinn i Kaupmannahöfn hefir sett á stofn
í Þórshöfn á Færeyjum, og er Gunnar Hafstein.
sem verið hefir fulltrúi við Landmandsbankann,
forstjóri þess.
Verð á slátursfð
með lægra verði á Isafirði í haust, en al-
meunt gjörist, ket að eins á 16—20 aura.
Doktors-ritgjörð,
þ. e. ritsmíði, sem veitir doktorsnafnbót hefir
cand. raag. Ólafur Dan. Daníelsson samið, og á
að verja hana við Kaupmannahafnarháskóla 30.
okt. næstk.
Kosniug í niðurjöfnunarnefnd
fór fram á ísafjarðarkaupstað 29. sept síðastl.
og hlutu kosningu: Helgi Sveinsson, bankaút-bú-
stjóri, og Jóhann S. Þorkelsson, trésmiður, báðir
endurkosnir, og Finnur bakari Thordarson (í stað
Jóhauns kaupmanns Þorsteinssonar).
Bankavcxtir liuekka.
Þjóðbankinn danski í Kaupmannaböfn hefir
12. okt. síðastl. hækkað bankavexti uœ V2°/oj SVO
að þeir eru nú 5—ð1///^.
„ísafold11 getur þess, að Islandsbanki muni þó
eigi hækka bankavexti at útlánum í bráð.
Tveir mcnn drukkna.
Vélarbátur, sem 9. okt. þ. á. fór frá Vestmanna-
eyjum til Vikur í Vestur-Skaptafellssýslu, slitn-
aði þar upp, með þvi að slæmt var i sjóinn, og
brimasamt. — Rak vélabátinn síðan á Þykkva-
bæjarfjörum i Landeyjum í Rangárvallasýslu 10.
okt., og var þá mannlaus, svo að talið er víst,
að tveir menn, sem á bátnum voru, hati farizt.
Segl var uppi á bátnum, og þykir því líklegtj
að vélin hafi bilað.
Þegar báturinn lagði af stað frá Vestmann-
eyjum til Víkur, voru á honum sex menn, en
fjórir þeirra voru í landi í Vík, er bátinn sleit upp.
Sig. búfr. Sigurðsson
ferðaðist í júní og júlí um Arness- Rangár-
valla- og Vestur-Skaptafellssýslu, var þar á bú-
penings-sýningum, atbugaði jarðabótafyrirtæki
bænda o. fl.
Síðar var hann á búfjársýningum í Stranda-
«Dala- og Borgarfjarðarsýslum, og ferðaðist um
Norðurland, alla leið í Mývatnssveit.
Stúdent Kristjiín Björnsson,
kaupmanns Guðmundssonar á Isafirði, bjargaði
nýlega barni, sem dottið hafði i sjóinn í Kaup-
mannahöfn, varpaði sér til sunds og fókk náð
því með lífi.
Kristján er vanur sundmaður, og hefir um
nokkur ár haft á hendi sundkennslu í Reykja-
nesi við ísafjarðardjúp.
Biirnaskðli ísafjarðarkaupstaðar
hófst 1. okt. síðast]., og voru þá kominn í skól-
ann alls 155 börn.
Kennslan fer fram í 6 bekkjum.
Blaðið „Þjðð<5ifnr“
kvað vera selt hr. Pétri Zdphoníassyni, ertek-
ur við ritstjórninni á næstk. nýjári.
Hr. P. Z. er aðstoðamaður í Landsbankanum
og hefir um hríð haft á hendi ritstjórn „Templ-
ars“.
Saml'agnaðar-skeyti
barst ráðherra vorum nýskeð frá „allsherjar
miðsambandinu þýzka til útrýmingar áfengis-
bölinu“, í tilefni af staðfestingu aðfiutningsbanns-
laganna, sem talin eru „eitt hiðmesta menning-
8
Það er alveg ómögulegt! En þegar eg hefi lokið
störfunum, tek eg mér hvíld um all-langan tírua.
Var það annars ekki heimska af mér, að leita lækn-
isráða?
En jeg kenni megnrar taugaveiklunar, er eg eit
aleinn að nóttu, sem og höfuðþyngsla, og ský sezt fyrir
augun á mér.
Mér datt í hug, að eitthvað meðal kynni að hressa
°6 því, fór eg til læknis. — En að heimta, að eg
bætti vinnu, það nær alls engri átt!
Jeg held starfinu áfram! Jeg hefi þegar farið yfir
tvær höfuðbækur, og talsvert í þriðju bókinni.
Hann hefir leynt prettum sinum vel þorparinn!' En
jeg skal þó koma þeim upp um hann.
9. JANÚAR — Jeg hafði eigi ætlað mér, að fara
aptur til læknisins, en hefi þó neyðst til þesa.
Hann telur mig hafa reynt of mikið á mig, oggeta
'mis9t vitið!
Það er gaman, að fá slíkt í nasirnar, er maður
leitar læknishjálpar!
En eg gefst ekki upp, meðan eg fæ setið í stóln-
'um, og haldið-á pennanum.
Annars get eg gjarna skýrt frá atvikunum, sem
ollu því, að eg fór aptur til læknisins.
Eéttast er og, að eg skrifi nákvæmlega í vasabók-
ina mína, hvað fyrir mig ber.
I herbergi minu hangir gamall spegill, sem eilfur-
umgjörð er utan um, og er hann þriggja feta breiður’ en
alin á hæð.
93
Hún gerðist þjónn hans rétt á eptir hinum sorglega
dauða unnusta hennar, og beið lengi færis, og þegar það
kom loks, hagnýtti hún það ósleitilega.
Það var hún sem þeytti lúðurinn um kvöldið —
notaði lúður unnusta sins sáluga.
„En nú er enn eptir það, sem skemrotilegast er“.
„Ekki get eg hugsað mér, hvað það getur verið“,
mælti Hope-Peynell.
„Avorsy hætti ekki, fyren hann fann Berthu Lalache.
— Hann hitti hana að lokum“, mælti Gildershaw, ofursti,
„í gamla heimkynninu hennar, í skóginum, í grennd við
Königgratz, og hvort sem það hefir nú verið af því, að hún
hefir verið hrædd við hann, eptir að hafa gert tilraun,
til að skjóta hann, eða af því, að hún hefir komizt við af ást
hans, og fyrirgefningu, og líkar tilfinningar hafa hrærzt
i brjósti hennar, — þá fóru svo leikar, að nú er hún
orðin konan hans og fullyrðir bann að hann hafi aldrei
verið jafn ánægður með lifið sem nú“.
„Aldrei hefi eg heyrt neitt þessu likt!" mælti Hope-
Peynell.
Að svo mæltu stóð hann þegjandi um hríð, yppti
öxlum, og bætti þessu við:
„Það eru einkennilegir menn, sem vér rekumst
fitundum á i heimi þessum“.