Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1909, Qupperneq 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1909, Qupperneq 6
Þjóbviljtnn XXIII., 62.-53. 210 -9>---- að fá hjá því sameinaða, þá er óskiljan- legt að á það skuli vera ráðist með skömm- um og vanþakklæti. Jeg fel það þó róglegur heilbrigðri dómgreind landa minna, að meta þessar árásir að verðleikum, og skal jeg jafn framt taka það fram, að þetta verður í fyrsta og síðasta skipti, sem jeg tek þátt í blaðadeilum um þetta mál. Khöfn Vn 1909. Þbrarinn Tuliníus framkvæmdarstjóri Thorefélagsins. Nýtt fiskiveiðahlutafélag. Fiskiveiðahlutafélag, or nefnist „Stapinn“, var stofnað í Reykjavík 1. nóv. þ. á., og í stjórn þess kosnir: stórkaupmaður P. J. Thorsteinsson: iyv kaupmaður á Bíldudal, Matthías skipstjóri Þórbarson og Þorsteinn kaupmaður Þorsteinsson. Vara-formaður félagsins, og jafnframt lög- fræðislegur ráðanautur, er Einar lagaskólakenn- ari Arnórsson. Hlutafé félagsins má vera allt að 10ð þás. króna, og er hver hlutur 100 kr. Þilskip notar félag þetta til fiskiveiðanna. Skilníiðarveizlu héldu ýmsir Akureyrarbúar skipstjórunum á „Hólum“ og „Skálholti" 9. okt. síðastl. með því að strandbátar þessir verða eigi optar í förum bér við land, og þetta var síðasta ferð þeirra í ár. Kighðsti hefir stungið sér niður á Akureyri, og þar í grenndinni, barst þangað frá Vestfjörðum, að j því er „Norðurland11 segir. Sýkin talin fremur væg, og hafa þó tvö börn iátizt úr henni. Hússtjórnarskóli ú Akureyrl, sem ungfrú Jónína Sigurðardóttir veitir forstöðu hófst 15. okt. þ' á., og voru þá komnar á skól- ann 15 námsmeyjar. Kennslu við skóla þenna hafa á hendi ung- frú Margrét Jðnsdðttir og Carl kennari Finnboga- son. — Tveir mótorbátar brotnuðu í spón fyrir framan Höfða á Kljá- strönd í ofsaveðri um miðjan okt. þ. á. — Bát- arnir voru í sjó-ábyrgð, annar fyrfr 2190 kr., en hinn fyrir’2200 kr. Bankavextir hafa hækkað i haust, og eru nú í Danmörku 5—6 af hundraði. Nýju strandbátarnir, sein Thore-félagið hefir hér í förum næsta ár eiga að beita „Austri“ og „Vestri“, og gengur annar um Austfirði en hinn um Vestfirði. Ferðir til ýmsra staða á suðurströnd landsins er „Pervie“ ætlað að annast. A strandbátunum er mælt, að stýrimennirnir verði ísienzkír, og skipherrann á einum þeirra að minnsta kosti. Hásetarnir verða og flestir, ef eigi aliir, is- lenzkir. Pjárhaðanir hefir landstjórnin skipað fyrir um, að fram skuli fara í tveim sýslum, Árnessýslu og Borg- arfjarðarsýslu; og er það gert að tilmælum hlut- aðeigandi sýslumanna. Nýr urnboðsmaður. Hr. Sveinn Ola/sson, stöðvarstjóri í Firði í Mjóafirði, hefir verið skipaður umboðsmaður Múlasýslna-umboðsjarða, í stað Guttorms Vig- fússonar í G-eitagerði, sem gegnt hefir því um- boði að undanförnu. Laus sýslan. Póstafgreiðslumanns-sýslanin í Hafuarfirði er auglýst laus til umsóknar. „Skinl'axi" er nafn mánaðarblaðs, sem ungmennafélögin eru nýlega farin að gefa út, og eru ritsfjórar þess Helqi Valtgsson og Quðmundnr Hia'.tason. Verð árgangsins er 1 kr. Vlgslubiskupar. Kosning vígslubiskupa cr nýlega um gaið gengin. og fóru þær kosningar þannig: í Skálholtsbislcupsdœmi hinu forna var kosinn: Valdimar Briem, prófastur á Stóra-Núpi, er hlaut 66 atkvæði af 81 atkvæðum, er greidd voru. — Næstir honum hlutu atkvæði leetor Jón Helgason í Reykjavík 112 atkv.j, og prófastur Jens Pálsson i Görðum (3 atkv.) í Hðlabiskupsdœmi var kosinn: (Jeir prófastur Sæmundsson á Akureyri, er hlaut 16 atkv. Auk hans hlutu þessir atkvæði: síra Björn Jónsson í Miklabæ (4 atkv.j, Stefáin M. Jónsson á Auðkúlu (4 atkv.), síra Jónas Jónasarson á Hrafnagili (4 atkv.f, síra Arni Jónsson á Skútu- stöðum (3 atkv.j, o, fl. færri atkvæði. — REVK.IAVÍK 24. nóv. 1909. Tíðinfremur hagstæð undanfarna daga, þýður, og lygn veður. Með „Vestu“ fóru til útlanda 10. þ. m.: kon- súll Brillouin; og frú hans, kaupmennirnir P. J. Thorsteinsson, Pétur Oddsson í Boiungarvík, Thor. Jensen, og Rieh. Riis frá Borðeyri, Sig- urður læknir Magnússon o. fi. Fyrirlestur „um mátt mannsandans“ flutti Einar skáld Hjörleifsson hér i kaupstaðnum 15. þ. m., að tilstuðlan stúdentafélagsins. 3B og svona. — En hvers vegna að fást uui það, þar sem allt annað hór er svo gott“. „Þakka yður fyrir“, mæiti hann enn fremur, um leið og hann kveikti í pípunni. „Jeg er kominn hing- að í emidagjörðum fyrir annan. —, Sitjið nú kyrr!“ hélt hann áfrarn máli sínu og talaði ítölsku, og hneigði sig sem ítölum er títt. — „Hafið þér eigi heyrt Marchesu nefnda? Hristið eigi höfuðið, eða látið sem yður sé sama um hana! Hlustið á mig, með athygli, og þolinmæði, hvað sem virðingu yðar mór til handa líður“. „öerið svo vel, að ganga frá birtunni, mælti Pres- eott. „Nú — hver er þá þessi Marehesa?" mælti hann síðan blátt áfram. „Hún er — bvað á eg að segía — hún er Mar- ehesa“, svaraði Bertie hátíðlega. rHún er ein af auðug- ustu, og tignustu, konunum í Ítalíu, en hún erogein hinna dutlungasömustu. — Hún óskarþess, að þér málið mynd af sér. — Takið nú þessu sem stillilegaat!“ „Já, dutlungasöm er hÚD; það er víat um það“, raælti Prescott. „En jeg mála ekki slíkar myndir“. „Að heyra, hvernig þér látið“, mælti Bertie. „Lát- ið, sem þér þekkið ekki Marchesu, góði vinur. — Jeg skal nú segja yður nokkuð! Hún hefir séð, og keypt myndina af Stef'ano-brúnni, sem þér hafið málað, og hang- ið hefir í glugganum hjá gamla Levis í tvö ár. — Henni hefir nú litizt svo vel á mynd þessa, að hún vill eigi láta annan mála mynd sina, en þann, sem nefoda mynd mál- aði. — Hún borgar hvað, sem þér setjið upp —, og gerir nafn yðar kunnugt hjá heldra fólkinu í Venedig. — Prescott, yður mun getast vel að henni!“ „Hver hefir sagt yður það?“ mælti Prescott, og hélt 40 „Emð þér ocðin þreytt?“ spurði Prescott, sem þótti íllfc að hætta. „Ekki get eg neitað því, að mig er farið að langa í miðdegisverðinn“, tautaði Marohesa. Unga stúlkaa gekk nú til henDar, og bað hana, mjög auðmýktarleg, að hafa dálitla þoliamæði. Marohesu hrutu þá ótal reiði-orð af vörum; en Pres- cott skildi fæst þeirra, með því að hún "talaði mállízku, sem hann var óvanur að heyra. En með því honum gramdist, hve auðmýktarleg unga stúlkan var, mælti hann: „Það er nóg núna frú! En gætuð þ'r komið um sama leyti á morgun —?“ Marchesa hneigði sig drembilega, og rixaði nú út, og unga stúlkan á eptir henni. „Þér afsakið Marehesu, berra minn!“ mælti unga stúlkan. „Hún er — já, sleppum því —, en hjartað er stórt“. Bertie kom aptur seinni hluta dags, og var Presoott þá farinn að starfa aptur að fyrri myndinui. „Nú, hvernig lízt yður á Marchesu?“ spurði hann hlægjandi. „Farðu til hins neðsta og versta!“ mælti Prescott, all-gramur. „Hún hefir lilílega eigi verið sem þýðust í málrómn- um“, mælti Bertie. „Jeg var hræddur um, að svo kynni að fara, og þykir mér það leiðinlegt, Presoott! — En mun- ið, hvað í vændum er, þegar starfinu er lokið!“ „Lokaðu á eptir þér!“ mælti Prescott alvarlega. Stúlkurnar komu aptur daginn eptir, þar á eptir, og þar á eptir. M "cesa var eigi alveg eins ókurteis, eins og fyrri

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.