Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1909, Síða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1909, Síða 7
XXIII., 52.-53. Þjobvil.’ iis n 211 Meðal fai-þegja, er komu með „Sterling" frá útlöndum 11. þ. m., voru: A. rhilipsen, forstjóri steinolíufélagsins. Árni verzlunarmaður Einars- son, Guðm. Sveinhjörnsson, aðstoðarmaður í stjórnarráðinu, verzlunarmaður Jón Einnsson, prófessors Jónssonar; Jónas hókbindari Magnús- son, dr Olafnr Dan. Daníelsson, ungfrúrnar Þóra Gudjohnsen frá Görðum; og Þorhjörg Sighvats- dóttir, bnnkastjóra, o. fl. Sagnfræðingur Páll Meisted, og frú hans, xninntust gullhrúðkaups síns 13. þ. m., og vott- uðu bá ýmsir hæjarhúa þeim virðingu sína á ýmsan hátt. t Kl. 10. f. h. var leikið á lúðra fyrir framan hús þeirra , nokkur brúðkaupsiög, og um há- j degishilið var þeim fldtt ávarp, er nokkur hundr- ' uð karla og kvenna höfðu ritað nöfn sín undir. Avarpið var svo hljóðandi: „Kæru gulihrúðhjón! Páll Melsted og Þóra Melsted Oss er það mikil gleði, og sæmd, að mega ávarpa ykkur í dag, á gullbrúðkaupsdegi ykk- ar, sem um leið er afmælisdagur yðar, virðu- legi öldnngur, með níutíu og sjö árin að baki. I Sæmdarlífi hafið þið lifað alla ykkarlöngu | æfi, og hjúskapur ykkar verið hin fegursta ! fyrirmynd öllum hjónum. Og hvort ykkur um sig lætur eptir sig þýðingingarmikið og göf- ugt æfistarf, sem hin ísenlzka þjóð geymir um aldur í heiðri og blessun. 011 hin íslenzka þjóð færir ykkur i dag hjartfólgnar þakldr, og heillaóskar. Guð hlessi æfikvöld ykkar“. Námsmeyjar á kvennaskólanum fluttu þeim og kvæði, er ort hafði Steingrímur skáld Thor- steinsson. Enn fremur bárust guilhrúðhjónunum og nokkur fagnaðarsímskeyti o fl. Samsöngur var haldinn í Goodtemplarahúsinu 12. þ. m., fyrir forgöngu hr. Sigvalda Stefáns- sonar, er þykir leika mjög vel á harmoníum. Ti 1 aðstoðar honum viö sönginn voru; Árni ljósmyndari Thorsteinsson, ungfrú Hólmfríður Halldórsdóttir og Pétur bóksali Halldórsson. Skautafélagið hér í kaupstaðnum hélt aðal- fund 16. þ. m., og samþykkti þar, að koma á tót „skautalistarskóla11; Félagið samþykkti og, að halda þrjú skauta- kapphlaup t vetur, eitt fyrir fullorðna, en annað j fyrir unglinga; og þriðja svo nefnt „listahlaup“. ] Ákveðið var og, að byrja á fjárstofr.um í því I j skyni. að koma upp íþróttasvæði á Melunum, ! ! er á sumrin væri notaðtil fótbnattleita o. fl., en | að vetrinum til skautahlaupa. Kaupmaður ‘ Th. Thorsteinsson hefir gefið | slsautafélaginu, sem fyr getur um, silfurbúið i drykkjarhorn, sem ætlast er til, að félagið noti j I sem verðlaunagrip. 10. þ. ni. var stolið 10 kindurn, sem voru á umgirtu svæði i grennd við Ártún, en tíu sleppti þjófurinn þó aptur, eða missti þær. Hinar níu j skar hann, og hefir vitnast, að hann hefir selt j kjöt tveim mönnum hér í lleykjavík. Maður þessi kvað heita Guðm. Erlendssson og hafa áður sætt hegningn. Félag „oddfélaga11 hér í bænum befir tekizt á hendur, að boma á fót, sjúkrasjóði, eða sjúkra- samlagi, er veiti meðlimum ókeypis læknishjálp, meðul, og sjúkrahúsvist, ei þeir verða veikir, sem og dagpeninga, en hvorttveggja þó að eins um á- kveðin tim8, og er upphæðin miðuó við mánað- argjöld þau, er þeir greiða. Meðlimir geta þeir eigi orðið, er hafa yfir 1200 kr. árstekjur, eða eiga eignir, sem nema meira, en 500 kr. Kveðiu-samsoeu héldu ýmsir Hafnfirðingar verzlunarstjóra Jóni Gunnarssyni, og frú hans, Soffíu Þorkelsdóttur, 11. þ. m., með því að þau. setjnst að í Keykjavík, þar sem Jón er skipaður samáhyrgðarstjóri. svo sem áður befir verið get- ið um í blaði þessu. Hafnfirðingar hafa nýskeð látið skoða, hvar bafskipabryggjustæði myndi hoppiiegast þar í kaupstaðnum. „Sterling kom frá Stvkkishólmi 19.þ m., og lagði af stað til útlanda 20. þ. m. — Meðalfar- þegja voru frú Sigríður E. Magnússon frá Cam- hrigde. „Ástir og miiljónir“ heitir sjónleikur, sem leikfélag Beykjavíkur sýndi fyrsta skipti 18. þ. m. — Leikurinn heitir á ensku „Jhon Glayde’s Honour“, svo scm áður hefir verið gctið um í blaði voru. í sögusöfnum „Þjóðv.u, sem öll eru tii söiu bjá útgefanda blaðsjns, í Vonor- stræti nr. 12, Reykjavík, sem og hjá bók- sölum viðsvegar um Jand, eru þessar skemmtisögur o. fi.: I. í scgusaíni I.— II. (samhept), verð 0.95: 1 Handbók rannsóknarréttarins bls. 1- - 8 2 Mesta skelfingarstund á refi minni — 8- - 26 8 Kertaljósið .... — 26- - 38 4 Glettnísbréfið . . . — 39- - 56 Eitur — 56- — 65 6 „Bústýran11 .... — 65- - 87 7 Lallabragur .... — 87- - 95 8 „Dýrt spaug“ . . . — 95- -119 9 Smávegis — 120 II. í sögusaíni 311., verð 0.70: 1 Saga vínsölumannsins hls. 1- - 30 39 „Nú farið þér að Hkindum að nota litinau, mælti unga stúlkan. „En hvað það er gaman, að standa og horfa á Hstamann, er hann er að starfi sínu! Og Prescott er mesti listamaður — finnst þér það ekki Marchesa?“ JÞað rnurraði eitthvað i Marchesu, sem skilja mótti svo sem hún næri ekki á móti því. „Jú, það dylst manni alls ekkiu, mælti unga stúlk- an enn fremur. — „Þér eruð Englendingur — er ekki 8VO?“ Prescott játti því. „Og hafið verið skamma stund í Venedig?“ „Þrjú ár!“ „Svo leDgi? Þá hlýtur og yður. að geðjast vel að borginni, fyrst þér hafið verið svo lengi að heiman, en það er ef til vill sakir þokunnar í Lundúnum?“ „Það eru aðrar orsakir“, svaraði Prescott. „Það er örðugt, að vinna fyrir sér í Englandi um þessar mundir að því er fcil vor listamannanna kemur. — En hér er hægra, að hafa ofan af fyrir sér“. „Þór eruð“þá fátækur!“ mælti hún, og stundi við, eins og hún keDndi í brjóst um hann, með því að likt var á komið með hana siálfa. „Fátækur, en þó Dægilega rikur og ánægður!“ mælti hann utan við sig. Unga stúlkan hoifði á hann i svip, en fór síðan að ganga um í herberginu, og likaði Prescott það miður. Öðru hvoru gekk hún út að glugganum, og sagði eitthvað við Marcsesu, sem var fremur önug í máli. „Hvað langan tima ætli þetta taki?“ mælti hún litlu síðar 36 áfram vinnu sinni. „Tyllið yður heldur niður; — það er eitthvað af víni á vínflöskunni“. „Machesa sjálf!“ evaraði Bertie, sem sest hafði í djúp- an stól. „Af tilviljun sá eg myndina, sem hún hafði keypt, og raupaði þegar af þvi, að eg þekkti yður. — Hún varð þá þegar mjög átjáð i, að heyra, hvar þér ættuð heima, og — hann leit á klukkuna sína -- eptir kl.tíma þá er hún hór komin“. Perscott hniklaði brýrnar. — „Hún hefði fyrst átt að mælast til, að fá að tala við hann“. rHún, að mælast til! Góði vinur! En eg gleymdi þvi, að þór þekkið hana ekki. —Þegar þér kynnist henni munuð þér komast að raun um, að „hennar náð“ beið- ist einskis, heídur heimtar“. „Jæja! Þegar hún kemur, getið þ©r farið til dyra og sagt henni, að bezti. málarinn í Yenedig, sem málar slíkar myndir, sé Lapota“. „Hún hefir reynt hann, — reynt alla málarana, en heDni lík.c þeir ekki. — Þeir skjalla hana, og gera mynd hennar fegri, en hún ætti að vera; en hún vill fá sanna mynd af sér — Þetta yki yður álits PrescottP Prescott brosti. „ Jeg skil að yður gengur gott til“, mælti hann. „En hvað er nú?“ Bertie var sprottinn upp úr sæti sínu, og hlaupinn út að glusganum. „Það er báturinn heDnar Marchesu!“ mælti hann lágt. Mér heyrðist eg heyra til þjónsins hennar. — En nú fer eg! Jeg kenni mig eigi mann til þess svona snemma dags, að standa undir ræðuhöldnm hennarj Heyrðu Prescott! hafnaðu nú eigi gæfu þinni, en málaðu mjmd Marchesu, því að þá aflarðu þér auðæfa og frægðar!14

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.