Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1909, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1909, Síða 4
286 XXIII., 59.-60. ÞjÓÐ^iLjINN. tun sextugt, og var í röð nýtari búanda í sveit sinni. REYKJAVÍK 31 des. 1909 Heiðskýrt og glaða tunglsljós, um jólin og rennihjarn á jörðu. Syeitafólkinu hefir því gefið vel, að sækja kirkjur og aðrar skemmtisamkomur utn jólin Frá 28. þ. m. til 4. janúar næstk. sýnir j Þórarinja B. Þorláksson málari málverk sín í | Iðnskólanum. — Fyrsta jóladag voru málverkin ; þó eigi til sýnis, og verður eigi á nýársdag. Inngangseyt-ir er að eins 10 aur. svo að fæst- i um getur það aptrað, eða engum, sem hafa un- j að af því, að sjá í svip málverkin. Trúlofuð eru nýskeð ungfrú Þóra Matthías- dóttur, skálds Joehumssonar og Þorsteinn J. Gr Skaptason, ritstjóri á Seyðisfirði. „Þjóðv.“ flytur brúðhjóna-efnunum beztu heillaóskir sínar. Talsverð brögð að ýtnis konar smá-hnupli hér i bænum að undan förnu. Stafar það óefað meðfram af því, hve óvana- lega hér er hart manna á milli i vetur. „Vesta“ kom frá Breiðaflóa, og Vestfjörðum ‘24. þ. m. Meðal farþegja, sem voru fáir, var Gunna Sigurðsson á Eyvindarstöðum, fyrrum bóndi að Eyri 1 Skötufirði, Sem hafði hrugðið sér vestur að ísafjarðardjúpi, til að heimsækja forna stöðv- ar: Útlendurfiðluleikari, Osear Johansen að nafni er nýlega kominn til bæjarins, og leikur á kvöld- in á fiðlu sína á gistihúsinu „hótel ísland“, og hefir það aflað hóteliinu talsverðrar aðsóknar. Ungfrú Kristrún Hallgrímsson leikur þar og j á hljóðfæri. „Stúlkan I Tungu“, hið nýja leikrit Indriða Einarssonar, var i fyrsta skipti sýnt hér á leiki j sviðinu annan dag jóla. ; Efni þess er tekið úr islenzkri þjóðsögu, og er í sem fæstum orðum þetta : Bóndi á þrjár dætur: Helgu, Ásu og Signýju, og eru tvær hinar síðarnefndu í dálæti, en Hafga höfð út - undan, og er hinum þó að mun fremri, bæði að fríðleik og mannkostum. Fer svo að lokum, að Helga giptist sýslu- manninum. Ásgrímur málari gerði teikningar af tveim af leiktjöldunum, sem sýrid eru í leiknum, og sýnir aunað íslenzkan bóndabæ, sem brennur á næturþeli að vetrarlægi, en hitt íslenzkt skóg - endi og sést sjór að baki. Bóndann leikur Árni Eiríksson, en dætur hans leika þrjár af dætrum höfundarins: G-uðrún, Emilía og Evfemía. Hr. Hegli Helgason leikur sýslumanninn, unn- ústa Helgu bóndadóttur, en Friðfinnur Guðjóns- son smala. — Ungfrú Þóra Guðjohnson i Görð- um leikur og völvu (spákonuj sem nokkuð kemur við leikinn, og eru þá nefndir þeir, sem mest hlutverk hafa í leiknum. „Vesta“ lagði af stað héðan til útlanda að kvöldi 26. þ. m. Meðal farþegja, er tóku sér far til útlanda, voru: Dönsku hankamennirnir, er bag landsbankans hafa athugað, Einar skáld Hjörleifsson, verzlunaragent Ólafnr .fohnsen o. fl. Gleðilegs nýárs óskar „Þjóðv.“ lesendum sínum. Óvanalega fagrar litbreytingar, eða litskrúð á himni öðru hvoru að undanförnu. Eims kipaíerðir milli Hamborgar <>tl' ÍsLaikís- — 1 2 3 4 5 | 6 7 Kong | Helge / Kong Hnlga Sterliuo; Kong Helge Sterling Ingólf j Kong ríelge Krá Hxinborg .. Leith .... 1. april 5. — 4. maí 7. - 19 sep.t. 22. —• 12. nóv. 15. — Til R''yjavíkur. Fár Keykjavík . Leith .... 10. — 12. — 20. — 27. — 19. júni 24. 28. — 23. sept.1‘21. okt. 28. — /12. uóv. 22. — Til Hamborgar. 30 — 27. 30. - 15. — 9 Fraitcis iávarður kom nú arfleiðsluskránDÍ í geymslu í áreiðanlegum stað. III. KAPÍTULI. Það var nú allt týgjað sem bezt til í Aberdeen-höll- inni, með því að lávarðurinn bjóst við ættmennum sín- um á hverri stundinni. Gleði bans varð þó vonurn bráðar sorgum blandin. Lávarðurinn fékk símskeyti, s?m var frá ættingjum hans, eins og hann hafði gizkað á. Símskeytið hafði verið sent frá Gibraltar, því að þar hafði skipið staldrað við i nokkra kl.tíma. Skýrði það í fám orðum frá því, að kaptoinninn, sem var kvæntur eldri bróðurdóttur lávarðarins, væri dáinn. Fregn þessi reið að lávarðinum, sem skrugga. Þó að hann þekkti kapteinÍDn e’gi persónulega, var honum þó farið að þykja vænt um hann. Hafði hann gert sér von um, að hann yrði stoð sín í ellÍDni, og kæmi því í stað hins glataða sonar Bréf haDs höfðu verið mjög alúðleg, miklu innilegri en bréf nokkurs ættmeDna hans ha*ði nokkuru sinni verið. Atburður þessi dró mjög úr gleði manDa í Aberdeen- höllinni. Francis lávarður lét þó brátt huggast, eDda bróð- nrdæturnar enn báðar á lífi, sem og sonur þeirra hjónanna. En lávarðurinn hafði þá lífsreynslu. að hann vissi, að heimslanið er valt, og fáir sem það hreppa, svo að honum skapaðist brátt jafnlyndi. 14 framið jafn djöfuliegan glæp, og það því síður sem henni hafði þótt einkar vænt um drenginn, sem myrtur var. Ellen var þó enn í varðhaldi, og sakamálið gegn heuni var enn eigi leitt til lykta. Frú Argyle var opt yfirheyrð, og látin gefa skýrslu um það, er gjörzfc hafði um nóttina, og gat hún þó eigi sagt neitt aunað, en það, sem hún hafði skýrt frá, er hún var yfirheyrð í fyrsta skipti. Henni var ómögulegt, að trúa því, að Ellen væri sek, og grét opt sárau yfir gruninum, er á systur hennar hvíldi. — Grátbændi hún og raunsíkaardóm- arann um það, að taka ekki frá sér einu manneskjuna, sem sér þætti vænt um. Það varð nú brátt hljóðbært, á hverju grunurinn gegn Ellen byggist. Býtingur hafði fundist milli fata, er iágu á víð og dreif í herberginu. Rítingurinn hafði að vísu verið þveginn, eða þerrað af honum, en væri hann skoðaður í smásjá, duldist þó eigi, til hvers hann hafði verið notaður. Það varð og enn ljósara, er lifcið var á sárið á líkinu. Og rýtingurÍDn var eign Ellenar Aberdeen. Frú Argyle fullyrti þið, jafnskjótt er hún sá hann og systir hennar þrætti eigi fyrir, að svo væri. Og þegar raDnsóknardómarinn leit framan í hana‘ virtist hún bregða litum í andliti. „Hvað gengur að yður, jungfrú?u spurði hann fljót- lega, „Það grípurjyður hræðsla!u „Nei, herra minnl“ svaraði unga stúlkan. „En jeg verð hissa á því, að sjá rýtinginn minn hérna, því að mig hefir longi vantað hann. A leiðinni, leitaði eg hans á

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.